Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990.
5
Fréttir
17,3%
LJ Nei
Eiga íslendingar
að taka þátt í
4«
DVJRJ
Ummæli fólks
í könnuninni
„Þaö er rétt aö taka þátt í keppn-
inni en almenningur mætti hafa
meiri áhrif á hvaöa lög veröa vahn
í keppnina,“ sagöi karl í Reykjavík.
„Þetta er stórkostlegt framtak og
eflir dægurlagagerö í landinu,"
sagði karl á Suðurnesjum. „Mér
finnst allt í lagi aö vera með ef ein-
hver hefur gaman af þessu þó ég
hafi það ekki sjálf," sagði kona í
Reykjavík. „Ég held aö viö höfum
ekkert í þessa keppni að gera,
reynslan sýnir þaö,“ sagöi karl á
Suðurlandi. „Jú, jú, það er sjálfsagt
aö vera með þó árangur fyrri ára
sé ekkert til að hrópa húrra fyrir,“
sagöi kona á Vestfjöröum. „Ég held
aö þaö væri nær að eyða peningun-
um í skárra efni en þessa hátíö
smekkleysunnar," sagöi karl á höf-
uðborgarsvæðinu. „Auðvitað eig-
um viö aö vera meö - og vinna,"
sagði karl á Austfjörðum. „Þetta
er bölvuð drasl-tóniist sem best
væri aö aldrei heföi orðið til,“ sagöi
karl í Reykjavík. „Ég vinn nú með
svo rólegu fólki aö þaö er alltaf
hálfgerö hátíö þegar keppnin er og
fólk byijar aö karpa um lögin,“
sagðikonaáVesturlandi. -gse
Skoðanakönnun DV:
Áfram Eurovision
- mikill meirihluti vill taka þátt í söngvakeppninni áfram
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill halda áfram þátttöku í Eurovision þrátt fyr-
ir að framlag íslendinga hafi ekki vakið mikla hrifningu hjá dómnefndunum
hingað til. Þrívegis lentu íslendingar í sextánda sæti og loks þegar þeim
tókst að brjótast út úr því hröpuðu þeir stigalausir i það neðsta. Á mynd-
inni fagna fulltrúar íslendinga í fyrra, Valgeir og Daníel, sigri í forkeppn-
inni hér heima.
Þrátt fyrir dapurlegan árangur á
undanfornum árum í söngvakeppni
sjónvarpsstöðva í Evrópu vill þjóöin
halda áifram að taka þátt í keppn-
inni. Þetta er niðurstaða skoðana-
könnunar DV um málið. Af þeim sem
tóku afstöðu sögðust tæplega 83 pró-
sent telja þaö rétt að taka þátt.
Eins og kunnungt er hafa íslend-
ingar ekki lent í efstu sætum í þau
fjögur skipti sem þeir hafa tekið þátt.
Fyrstu fjögur árin lentu íslensku lög-
in í sextánda sæti og í fyrra sat fram-
lag íslendinga stigalaust í neðsta
sæti. Þetta hefur ekki dregið úr
áhuga íslendinga á keppninni og
heldur ekki deilum um fyrirkomulag
keppninnar og kostnaðinn við aö
halda hana. Aðeins rétt rúm 17 pró-
sent þeirra sem tóku afstöðu vildu
hætta þátttöku.
Þrátt fyrir slæman árangur fyrri
ára er enn hugur í sumum. Þannig
sagðist maður í Reykjavík vera fylgj-
andi áframhaldandi þátttöku og
bætti við: „Mér finnst enn ekki full-
reynt með Gleðibankann.“
Þeir sem ekki höfðu gert upp hug
sinn eða vildu ekki gefa hann upp
voru rétt rúm 13 prósent af úrtakinu.
Það er lægra hlutfall en i könnuninni
um fylgi ríkisstjórnarinnar og miklu
lægra en þegar fólk var spurt um hug
þess til stjórnmálaflokka og -manna.
í könnuninni tóku 600 manns þátt
og skiptust þeir jafnt á milli kynja
annars vegar og höfuðborgar og
landsbyggðar hins vegar.
Sjpurt var: Finnst þér rétt eða rangt
af Islendingum að taka þátt í söngva-
keppni sjónvarpsstöðva?
Mikill meirihluti, eða 71,7 prósent,
sagði það rétt en 15 prósent töldu það
rangt. 8,8 prósent voru óákveðin og
4,5 prósent neituðu að svara spurn-
ingunni.
Ef aðeins eru teknir þeir sem Jóku
afstöðu sögöust 82,7 prósent telja það
rétt að taka þátt en 17,3 prósent
rangt. '£se
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar:
Af úrtaki Af þeim sem tóku afstöðu
Fylgjandi .71,7% 82,7%
Andvígir 15,0% 17,3%
Óákveðnir 8,8%
Neita að svara 4,5%
1. verbdæmi:
EchoStar gervihnattadiskur SR-1000E. 1,2 m spor-
öskjulaga diskur, mono móttakari, pólfesting,
pólskiptir, lágsuðsmagnari (LNB 1,3 dB).
Sýningarverð aðeins: 37^.^£ÍO,-r'k
2. verödæmi:
EchoStar gervihnattadiskur SR-1500E. 1,2 m sporöskju-
lacja diskur, stereo móttakari m/þráðl. fjarstýringu,
polfesting, segulpólskiptir, lágsuðsmagnari (LNB 1,3 dB).
Sýningarverð aðeins: 1 OZ.^SO^-'kr,
í ■ ■ ■ . •
3. verödæmi:
EchoStar gervihnattadiskur SR-4500E. 1,2 m sporöskjul.
diskur m/snúningstiakki, mono móttakari m/þráðl. fjarst.,
pólfesting, segulpólskiptir, lágsuösmagnari (LNB 1,3 dB).
Sýningarverð aðeins: 1 -rkr.
Samkort
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
%%«*%**.*£«
nv %\'ti
«%%%
íu v v
EchoStar gervihnattadiskarnir eru bandarísk
gæðaframleibsla, sem fluttir eru inn beint frá
framleibanda, án nokkurra milliliba.
Þá er hægt ab fá meb sjálfvirkum útbúnabi
til ab snúa þeim á milli gervihnatta, til vals á
enn fleiri sjónvarpsstöbvum.