Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990.
15
Sjá komma-
greyin hlaupa
Já, sjáiði kommagreyin hlaupa,
hugsuðu eflaust margir góðir
Kópavogsbúar eftir að Heimir Páls-
son lýsti því yfir að hann gæfi ekki
kost á sér til frekari starfa fyrir
alþýðuna í Kópavogi.
Er þar með orðið ljóst að enginn
af bæjarfulltrúum vinstrimeiri-
hlutans, sem mynda bæjarstjórn
Kópavogs, ef Guðmundur Oddsson
er undanskilinn, gefur áfram kost
á sér. Þegar hin slæma staða Kópa-
vogskaupstaðar er skoðuð láir
þeim enginn enda sannast það
fornkveðna að sökkvandi skip flýja
rotturnar fyrst.
Skuldum vafinn bær
Kópavogur er skuldum vafinn
bær sem er alveg hreint með óhk-
indum því að bent hefur verið á að
bærinn hafi allt til að bera til að
vera vel rekinn. Bærinn hefur enga
rafmagnsveitu í sínum rekstri,
ekkert slökkvilið, enga sjúkra-
flutninga, enga vatnsveitu eða ann-
að þvíumlíkt sem þungt er í rekstri.
En eins og allir vita er þetta sótt
til Reykjavíkur með mjög hagstæð-
um samningum.
En hvernig hefur bæjarfélagið
orðið svona skuldugt? 90% tekna
fara í skuldir og afborganir af lán-
um. Skuldir bæjarins eru yfir 1100
mifljónir og ef við miðum við fjár-
lagahallann, sem er talið að verði
um 3000 mifljónir, er þetta veruleg
upphæð.
Ef ferill vinstriflokkanna í bæjar-
stjórn er rakinn með tilliti til
KjaUarinn
Helgi Helgason
formaður Félags ungra
sjálfstæðismanna í Kópavogi
rekstrarlegra ákvarðana kemur í
ljós að hin slæma staða í bæjar-
rekstrinum er skiljanleg. Mætti
kannski orða þetta þannig að
manni virðist ákvarðanir, er varða
hag Kópavogsbúa og framtíð
þeirra, vanhugsaðar, fljótfærnis-
legar og til þess ætlaðar af meiri-
hlutanum að slá sjálfa sig til ridd-
ara í augum bæjarbúa með því að
setja framkvæmdir af stað í bæn-
um þegar fé er í raun ekki fyrir
hendi.
Deilumálin þrjú
Nú er fyrir hæstarétti mál erf-
ingja Sæbólslandsins gegn Kópa-
vogskaupstað sem endað gæti með
því að bærinn þyrfti að kaupa það
aftur. Er mönnum í fersku minni
þegar æðstu embættismenn bæjar-
ins birtust í sjónvarpsfréttum þar
sem lá við að þeir slægjust við erf-
ingjana sem mættir voru á svæðið
til að koma í veg fyrir framkvæmd-
ir bæjarins á jörðinni.
Var það mál manna að sá samn-
ingur, sem geröur var við eiganda
jarðarinnar, hefði verið með ein-
dæmum klúðurslegur og var því
fleygt að lögfróðir menn færu yfir
hann með lærlingum sínum tfl að
undirstrika fyrir þeim hvernig ekki
ætti að gera samninga.
Veröi bærinn að kaupa landið
aftur hefur enn verulega sigið á
verri hlutann í peningamálum bæj-
arins. Fróðlegt er að rifja upp Fífu-
hvammsmálið í samhengi við
skuldastöðu bæjarins. Þar átti
hann í verulegum erflðleikum með
að ganga inní samning SÍS við eig-
anda jarðarinnar vegna fjárhags-
stöðu sinnar. Þar tókst þó að bjarga
málinu fyrir horn með því að fram-
selja samninginn tfl einkaaðila sem
sér um framkvæmdir og uppbygg-
ingu jarðarinnar.
Fossvogsdeilan svonefnda er
einnig gott dæmi um fljótfærnis-
lega ákvörðunartöku vinstri-
manna í bænum og hvernig þeir
virðast ekki gefa sér tíma til að
hugsa í rökréttu samhengi um
hveijar afleiðingar gjörðir þeirra
gætu haft.
Að margra áliti var stofnað til
Fossvogsdeilunnar við Reykjavík-
urborg af vinstrimönnum í Kópa-
vogi í aðeins einum tilgangi: að
beina sjónum bæjarbúa frá hugs-
anlegri umræðu um slæma stöðu
Kópavogs í peningamálum í nk.
bæjarstjómarkosningum.
Gekk svo gjörsamlega fram af
mönnum í því máli að fyrrverandi
bæjarfulltrúar vinstrimanna í
Kópavogi sáu ástæðu til að gagn-
rýna málsmeðferðina opinberlega.
Herkostnaðurinn af þessu upp-
tdaupi vinstrimanna varð 40 millj-
óna steinbarn sem þeir kölluðu
sorpböggunarstöð og var aldrei
notuð til neins gagns fyrir bæj-
arbúa en lögð niður með þeim
minningarorðum Heimis Pálsson-
ar að þetta hefði verið góð reynsla.
Skipaður fjárhaldsmaður?
Nú eru í meðfömm þingsins lög
er segja til um að verði skuldastaða
bæjarfélags meira en 50% tekna
skuli skipa fjárhaldsmann. Sam-
kvæmt þeim hlýtur það að verða
fyrsta verk ríkisins að skipa fjár-
haldsmann fyrir Kópavog daginn
sem þau öðlast gildi. Staða Kópa-
vogs er nefnilega þannig í dag að
yfir 90% tekna fara í skuldir. Útlit-
ið er ekki gott og hefur brostið flótti
í lið þeirra flokka sem berir hafa
orðið að peningasóuninni. Forysta
vinstriflokkanna hefur flúið
ábyrgðina.
Getum rétt úr kútnum
En hvernig getum við komið
bænum á réttan kjöl? Hvernig get-
um við endurheimt þá virðingu og
traust sem önnur bæjarfélög báru
til Kópavogs? Það gerist aðeins meö
Sjálfstæðisflokkinn í forystu eftir
næstu bæjarstjórnarkosningar.
Til að undirstrika trúverðugleika
sinn og alvöru málsins gæti ný
bæjarstjórn byrjað á því að skera
niður sína eigin þóknun og pólitískt
ráðinna fulltrúa bæjarins. Þannig
hljótum við að taka áskoruninni,
glíma við vandamálið og umbuna
síðan þegar góður árangur kemur
í ljós.
Þetta á auðvitað ekki við um hinn
almenna bæjarbúa sem vinnur hjá
bænum því slæm skuldastaða er
ekki hans sök heldur liggur hún
hjá toppi píramídans, þ.e. stjórn-
málamönnum. Því má skjóta inn í
að þegar ungir sjálfstæðismenn
báðu embættismenn bæjarins að
draga upp skipurit af nefndum
bæjarins treystu þeir sér ekki til
þess, svo margar voru þær. Er ekki
að efa að þar mætti spara verulegar
fjárhæðir með sameiningu nefnda
eða leggja einhverjar hreinlega
niður.
Um tvo kosti að velja
Bæjarbúar hafa í raun aðeins um
tvo kosti að velja í næstu kosning-
um: annars vegar að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn en hins vegar að
félagsmálaráðherra skipi íjár-
haldsmann sem sér um rekstur
bæjarins. Þar með væri Kópavogur
úr sögunni og sjálfstæði hans.
Kæmi þá ekki á óvart þótt ein-
hverjir stjórnmálamenn vildu
leysa vandann þannig að Kópavog-
ur yrði *sameinaður Reykjavík og
það viljum við ekki.
Sjálfstæðismenn hafa þor til að
takast á við vandann en sjáiði
kommagreyin hlaupa frá honum.
Helgi Helgason
„Staða Kópavogs er nefnilega þannig í
dag að yfir 90% tekna fara í skuldir. -
Forysta vinstri flokkanna hefur flúið
ábyrgðina.“
Sjúklingar milli
vonar og ótta
Nú bíða margir krónískir (lang-
tíma) sjúklingar, öryrkjar jafnt
sem aðrir, milli vonar og ótta um
afdrif hugmyndar um að takmarka
aðgang þeirra að læknum sínum
eða gera hann allavega- dýrari.
Rétt er í upphafi að taka fram að
lýsingar þær sem hér fara á eftir
eiga ekki við um alla heimifls- eða
heilsugæslulækna en því miður
alltof, alltof marga. Suma hef ég
sjálfur hitt en aðra þekki ég, guði
sé lof, einungis af afspurn.
Fyrst er aö hringja
Ef þessar hugmyndir verða að
veruleika eigum við, löghlýðnir
vesalingar, sem sagt fyrst að
hringja og panta tíma á heflsugæsl-
unni og fara síðan í næstu viku -
eða næst þegar laus tími fæst - og
kynna okkur fyrir nýjasta læknin-
um þar og taka þátt í tilraunum
hans til að lækna það sem hann
heldur að sé að okkur.
Algengt er t.d. að byijað sé á
sýklalyfjum því þau eru svö ódýr,
svo þarf að koma nokkrum sinnum
aftur til að kanna árangurinn. Vin-
sælt er að láta taka blóðsýni og
jafnvel röntgenmyndir. Þetta er
ákaflega fljótlegt, læknarnir panta
jafnvel fyrir okkur tíma og allt
sparar þetta líka útgjöld fyrir ríkið.
En er það nú öldungis víst? Kosta
þessi lyf, sýnatökur og myndir, svo
ekki sé nú verið að tala um vinnu-
KjaHarinn
Stefán Ólafsson
útlitsteiknari
tap og auknar fjarvistir úr skóla,
ekkert?
Inn á milli getum viö skotist í
vinnuna eða skólann ef heilsan
leyfir og síðan þegar lækninn þrýt-
ur hugmyndir eða jafnvel vegna
þess að annar er kominn í málið -
þetta tekur allt tíma - þá fær mað-
ur kannski náðarsamlegast bevís
og má fara til sérfræðings sem
þekkir sjúkdóminn sem okkur
hijáir og hefur jafnvel hjálpað okk-
ur áður.
Kunna allt, geta allt
Það er þó engan veginn öruggt
að tflvísunin fáist. í svipinn man
ég eftir einu þvílíku ofurmenni að
hann veit allt um arfgengan galla
í innra eyra, vorslímhimnubólgu,
frjókornaofnæmi, barnaexem,
vöðvabólgu, þrálátan höfuðverk
o.s.frv. o.s.frv. og bókstaflega bann-
ar „sínum“ sjúklingum að heim-
sækja sérfræðinga.
Að mati slíkra ofurmenna geta
sérfræðingar í lungnasjúkdómum,
hjartalækningum, húðsjúkdóm-
um, augnsjúkdómum, háls-, nef- og
eymasjúkdómum, svo maður nefni
nú ekki sérfræðinga í ofnæmis-
sjúkdómum, bara hypjað sig inn á
spítala og læknað hver annan.
Ekki nema fyrir fílhrausta
Það getur tekið á taugarnar að
vera upp á slík ofurmenni kominn.
Sjálfur þekki ég alltof mörg dæmi
þess að sjúklingar og þá ekki síður
útkeyrðir og örvinglaðir foreldrar
veikra barna hafa spurt þessa
„ódýru“ lækna hvort ekki sé rétt
að fara til þessa eða hins sérfræð-
ingsins (hlutaðeigandi vita við
hverja er átt) og fengið þau svör
að það sé alger óþarfi.
Jafnframt er þá ósjaldan gefið í
skyn að sjúklingurinn sé hysterísk-
ur. Ef um barn er að ræöa er mjög
algengt að móðirin sé beinlínis sögð
vera hysterísk og óþarfi sé að kasta
peningum í vitleysu, þeir viti sko
alveg hvað sé að og geti sem hæg-
ast læknað þetta sjálfir.
Guð hjálpi þeim sem ekki hafa
heilsu, kjark eða þor til að þola
þessa tilraunastarfsemi.
Dýrt að eiga sjúkt barn
Til þess að lækning fáist þarf
fyrst að greina sjúkdóminn.
Þegar því er lokið er hægt að snúa
sér að lækningum, fyrr ekki. Þess
vegna er svo sárgrætflegt að heyra
um þverhausa sem stara vantrúað-
ir á sjúklinginn, taka ekkert mark
á því sem hann hefur að segja og
taka til við tilraunirnar eins og
ekkert hafi í skorist.
Er nokkur furða þó viðkomandi
fari þaðan í frá beint til sérfræðinga
með hvaðeina sem þá hijáir, jafn-
vel þó það sé dýrara?
Meðal annarra orða, ætli börn
með krónískan sjúkdóm og barna-
örorku verði áfram látin greiða
fullt gjald eins og nú er?
Foreldrar og aðrir, sem forvitnast
hafa um slíkt hjáTryggingastofnun
og sjúkrasamlögum, hafa fengið
þau svör að því aðeins greiði barn
lægra gjald (öryrkjagjald) að báðir
foreldrar séu öryrkjar!
Það sem þér gerið einum af mín-
um minnstu bræðrum...
Fljótlegast og ódýrast
Að lokum þetta. Því hefur verið
haldið fram að sjúklingar á suð-
vesturhorninu noti sérfræðiþjón-
ustu óeðlilega miklu meira en íbú-
ar annars staðar á landinu.
Skýringin er kannski alltof aug-
ljós: Hingaö hópast krónískir sjúkl-
ingar af öflu landinu því að hér er
fljótlegast, veldur minnstu vinnu-
tapi og því þegar allt kemur til alls
ódýrast að fá læknishjálp.
Stefán Ólafsson
. þegar lækninn þrýtur hugmyndir
eða jafnvel vegna þess að annar er
kominn 1 málið - þetta tekur allt tíma
- þá fær maður kannski náðarsamleg-
ast bevís og má fara til sérfræðings ...“