Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. Útlönd Maitdela Forseti Suður-Afríku, F. W. de Klerk, aflétti í morgun banni við starf- semi Afríska þjóðarráðsins en það hefur verið í gildi í þrjátíu ár. Forset- inn tilkynnti jafnframt í stefnuræðu sinni í morgun við upphaf þings aö blökkumannaleiötoginn Nelson Mandela yrði látinn laus úr haldi fljótlega. „Þaö er tfrni til kominn að við bindum enda á ofbeldið og náum friði og sáttum,“ sagði forsetinn i ræðu sinni. Þessi stefhuræöa de Klerks er einhver sú viðamesta sem forseti Suður-Afríku hefur haldið síðan stjórn- arflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, komst til valda árið 1948. Mandela hefur verið í fangelsi í rúman aldarfjórðung. Hann var sakað- ur um tilraun til aö steypa stjóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Mandela hafði meöal annars sett það sem skilyröi fyrir lausn sinni að hann fengi að starfa aö vild. D? Klerk lýsti því einnig 'yfir aö banrii við starfsemi rúmlega 30 ann- arra samtaka blökkumanna hefði verið aflétt, að pólitískum fóngum yröi sleppt og að ritskoðun yrði afnumin. Reuter Milljónastuldur Danska rannsóknarlögreglan veltir þvi nú fyrir sér hvemig peninga- sendingar með gjaldeyri, sem nemur andvirði tólf milljóna danskra króna, hafi horfiö á síðasta ári og í ár. Um er að ræöa peningasendingar frá Kaupmannahöfn til Svíþjóöar, Noregs og Finnlands. Engin þeirra kom til móttakanda. í fyrra var send- ingum aö andvirði rúmlega níu miUjónirdanskra króna stolið og í janúar í ár hvarf poki með nær þremur milljónum. Ekki er vitaö hvort fénu var stolið i Kaupmannahöfn, á Kastrup eða í löndunum sem það átti að fara til. Ekkert bendir enn til að um hafi veriö aðræðaskipulagðaglæpastarfsemi. Rítzau Forsaetisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, ásamt framkvæmda- stjóra Evrópubandalagsins, Jacques Delors, i Brussel í gær. ° Simamynd Reuter Mazowiecki, forsætisráöherra Póllands, sagði í gær að loknum fundi sínum með Delors, framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins, að Pólland væri á réttri leiö aö efla tengsl sín við bandalagiö. Delors kynnti í gær nýja áætlun um samskipti Evrópubandalagsins við Austur-Evrópuþjóðir. Talsmaöur bandalagsins sagði að í áætluninni fæl- ust aukin samskipti á sviði viðskipta og samvinnu. Áætlunin miðaði hins vegar ekki aö því aö þessar þjóðir yrðu fljótt aðildarríki Evrópubandalags- ins. Mazowiecki, sem er í (jögurra daga heimsókn í Belgíu, kvaðst vera ánægður með viðræðumar viö embættismenn bandalagsins og nýju áætl- unina. Utanríkisráðherrar bandalagsins munu ræða hana í fyrsta sinn á mánudaginn. Ekki hefur verið ákveöið hvenær viöræöur við Pólverja eða aðrar Austur-Evrópuþjóðír hefjast. Að sögn embættismanna er þeirra þó ekkilangtaöbíöa. Reuter Lögreglan rænir pósthús Einnskur rannsóknarlögreglumaður frá Helsingfors hefur afrekað það að ræna pósthús á vinnutíma. Viö rárnð notaði hann lögreglubíi og byssu lögregiunnar. Ránið átti sér stað rétt fyrir utan Helsingfors á miðvikudag- inn. Rannsóknarlögreglumaðurinn var þó ekki einn að verki því hann naut aðstoðar félaga síns. Þeii voru með hettu yfir hausnum. Bn þegar þeir höfðu fengiö peningana og þutu að bílum sínum hófu viðbragðssnöggir menn eftirfór. Ræningjarnir flúðu yfir akra og þar skaut lögreglumaður- inn þremur skotum en hitti engan. Eftir stuttan eltingarleik í bíl tókst mönnumaðumkringjaræningjana. FNB Slagorð í kirkjugarði Slmamynd Reuter í Baku, höfuðborg Azerbajdzhan, blandast reiðin sorginni. Þar má sjá slagorð gegn sovéskum yfirvöldum á legsteinum í kirkjugaröinum. Svart- ir fánar hanga niður af svölum og rauðar skreytingar eru á gangstéttum þar sem yfir hundrað manns féllu þegar sovéskum skriödrekum var beitt til aö brjóta niöur vigi þjóðemissinnaðra Azera. Þúsundir sovéskra hermanna eru enn í Baku og gæta þeir opinberra bygginga Eftir klukkan 23 á kvöldin stöðva þeir alla sem eru á ferli. Reuter Búlgarskir kommúnistar ákváðu á sérstöku þingi flokksins að endurskoða stefnu flokksins. Á þessari mynd sést hvar fulltrúar flokksins greiöa atkvæði á fyrsta degi þingsins. Simamynd Reuter Búlgaría: Ríkisstjórnin segir af Ríkisstjórnin í Búlgaríu sagði af sér í gær eftir að kommúnistum tókst ekki að ná samkomulagi við stjórn- arandstöðuna um þátttöku hennar í þjóöstjór'n. Átti sú stjórn að sitja þar tíl að afloknum kosningum. Tilkynning um afsögn stjómarinn- ar, sem kom á meðan á sérstöku þingi kommúnistaflokksins stendur, kom flestum fréttaskýrendum á óvart. Segja þeir að nú aukist veru- lega þrýstingur á stjórnarandstöð- una um aö ganga til liðs við þjóð- stjórn. En í gær sögðu forystumenn andfófsaflanna í landinu að þaö væri ekki til umræðu, ekki frekar nú en endranær. Þing Búlgaríu þarf að samþykkja afsögn stjórnarinnar til að hún teljist gild. A meðan harðlínumenn og um- bótasinnar í kommúnistaflokknum hafa barist sín á milli um völdin á þingi flokksins síðustu tvo dpga hef- ur stjórnarandstaðan fundað. Breið- fylking andófshópa, Bandalag lýð- ræðisafla, ákvað á miðvikudag að hafna boði stjómarinnar um sæti í bráðabirgðastjóm. Leiðtogi banda- lagsins sagði að kommúnistar hefðu ekki breyst nægilega mikið til aö lýð- ræðislegar viðræöur gætu farið fram við fulltrúa hans. Rétt eins og í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu hefur mikil óiga ríkt á stjórnmálasviðinu í Búlgaríu frá því á haustmánuðum í fyrra. Harð- stjóranum Todor Zhovkov, fyrrum leiðtoga búlgaskra kommúnista og sér forseta landsins, var steypt af stóli í nóvember síðastliðnum. Við embætt- um hans tók Petar Mladenov en hann er talinn umbótasinnaðri en forveri sinn. Líklegt er þó talið að Mladenov, sem sagður er heilsuveill, láti af embætti flokksleiðtoga. Kommúnistar samþykktu á þing- inu í gær uppstokkun og endurskoð- un á stefnuskrá flokksins en ákveðið var að gengið yrði til atkvæða um nafnabreytingu á ílokknum síðar. Samkvæmt uppstokkuninni frá í gær var miðstjórn flokksins lögð niður. Þess í stað verður kosið nýtt flokks- ráð sem síðar mun kjósa formann flokksins og varaformenn. Reuter Afvopnunartillögur Bandaríkjaforseta: Jákvæð viðbrögð Bandaríski utanríkisráðherrann, James Baker, kvaðst í gær búast við að Sovétríkin brygðust opinberlega við afvopnunartillögum þeim sem Bandaríkjaforseti kynnti í stefnu- ræðu sinni síðastliðið miðvikudags- kvöld í næstu viku en þá mun Baker hitta að máli Eduard Sévardnadze, sovéska utanríkisráðherrann, í Moskvu. Ráðherrarnir munu ræða afvopnunarmál og staðbundin deilu- mál ríkjanna í Moskvu á fóstudag og laugardag í næstu viku. Þá er einnig talið að bandaríski utanríkis- ráöherrann muni hitta Gorbatsjov Sovétforseta. Bush lagði tij í stefnuræðu sinni að stórveldin hefðu eigi fleiri en 195 þúsund hermenn hvert um sig í Evr- ópu. Áður hafði forsetinn lagt til að Bandaríkin og Sovétríkin hefðu ekki á að skipa fleiri en 275 þúsund her- mönnum í álfunni. Talið er að Sovét- 'menn hafi 565 til 575 þúsund her- menn í Evrópu en Bandaríkjamenn alls 305 þúsund. Fyrstu viöbrögð Sovétmanna, sem flestra annarra þjóða, við tillögum Ðush í gær voru jákvæð. Talsmaður sovéskautanríkisráðuneytisinslívað Moskvusljómina reiðubiína til við- * stefnuræðu sinni á miðvikudag lagði Bush Bandaríkjaforseti til að stórveld- ræðna um þær. in (œkkuðu enn frekar í herafla sínum í Evrópu en fyrirliggjandi tillögur Reuter gera ráð fyrir. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.