Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1990. Nágrannar Steingríms Njálssonar þrumu lostnir: Vissum ekki að hann bjó hér í götunni Ibúar í hverfinu við Skarphéðins- götu, sem DV ræddi við í gær, urðu þrumu lostnir þegar þeir komust aö því aö kynferðisafbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson hafði búið í götunni undanfarnar vikur. DV ræddi við nokkra íbúa í gær við Skarphéðinsgötu og Rauðarár- stíg. Ung móðir varð greinilega mjög hrædd þegar henni var skýrt frá því sem gerst hafði kvöldið áður. „Guð minn góður. Við vissum ekkert af því að hann byggi hér. Börnin okkar hafa því verið í stórhættu í allan þennan tíma. Það er algjört ábyrgð- arleysi að láta mann ekki einu sinni vita,“ sagði móðirin. Önnur kona, sem DV ræddi við á Skarphéðinsgötu, hafði frétt af því sem gerðist: „Þegar ég heyröi af þessu sagði ég við barnið að það mætti aldrei vera eitt úti. Þetta er orðið eins og í Bandaríkjunum. Mað- ur kemst við. Það eru svo margir foreldrar úti að vinna og skilja börn- in sín ein eftir í einhvern tíma. Það er einkennilegt að læknir þessa kyn- ferðisafbrotamanns skuli segja að það sé ekkert hægt að gera fyrir hann. Þessi maður á að vera í gæslu í 24 tíma á sólarhring. Það verða því að koma til lagabreytingar. Svona atburðir eyðileggja líf þeirra sem fyr- ir þessu verða," sagði konan. Ung móðir stóð skelfingu lostin í gættinni við heimili sitt þegar hún frétti af því sem hafði gerst daginn áður. „Fólk hér hefur ekki vitað af því að hann bjó hérna rétt hjá,“ sagði konan sem býr nokkra tugi metra frá húsinu þar sem Steingrímur bjó. Ungt par með tvö böm viö Rauðar- árstíg varð mjög forviða og slegið er það sá fréttina um Steingrím í DV. „Það sem maðurinn gerir er ógeðs- legt. Það var eins gott að konan, sem lét vita, þekkti manninn af mynd. Myndin hefur greinilega bjargað drengnum,“ sögðu þau. Allir sem rætt var við í gær voru á einu máli um að birta ætti myndir af kynferðisafbrotamönnum. -ÓTT Fjölskylda á Húsavík fékk milljónir í lottóinu um síóustu helgi, eins og fram hefur komið í DV. Frúin varð að fara fimmtíu sinnum yfir lottóseöilinn áður en hún trúði að þau hjónin heföu unnið 6,5 milljónir. Á myndinni má sjá vinningshafana. Þau heita Viöar Baldvinsson og Hafdis Harðardóttir en börnin Baldvin, Aron Örn og Erla Björg. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson B-gatnagerðargjöld á ísafirði ólögleg? Neitaði að borga og vann málið í undirrétti - bærinn ihugar áfrýjun til Hæstaréttar Alexander Stefánsson: Engin heim- ild til að hefj- ast handa - við Þjóðleikhúsið „Það verður engin framkvæmd - ekki eitt einasta skref í framkvæmd- um heimilað fyrr en nefndin er búin að fá þau gögn í hendur sem hún setti sem skilyrði og hefur metiö máliö út frá því. Það er ekkert leyfi komið og menntamálaráðherra hef- ur engin formleg samskipti haft við samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir um þetta mál. Það er því algerlega rangt hjá menntamálaráð- herra að halda því fram að nefndin sé búin að veita heimild," sagöi Alex- ander Stefánsson, nefndarmaður í samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir og fulltrúi Framsóknar- flokks í fiárveitinganefnd. Nefndin þarf að veita heimild sína fyrir því að framkvæmdir geti hafist við Þjóðleikhúsið og nú virðist vera kominn upp ágreiningur á milli Svavars Gestssonar menntamála- ráöherra og nefndarmanna um það hvort nefndin sé búin að veita sam- þykki sitt. Alexandér segir að nefndin hafi aðeins heimilað forval í sambandi við framkvæmdirnar til aö gefa verktök- um færi á að senda inn greinargerð- ir. í því felist engar skuldbindingar varðandi framkvæmdir. -SMJ Höfn: Fyrsti gaffal- bitasamningur við Pani Júlia Imsland, DV, Höfrv: Niðurlagning á gaffalbitum hófst hjá Hafnarsíld um miðjan janúar en vinnsla hefur legið niðri síðan í haust. Búið er að semja um sölu á 20 þúsund kössum, það er tveim milljónum dósa af gaffalbitum. Danir hafa samið um kaup á 200 þúsund dósum og er það fyrsti samningurinn við Dani. Hjá Hafnarsíld vinna 15 til 20 manns og er vinnutími 8 klukku- stundir fimm daga vikunnar. Þóra Pétursdóttir verkstjóri sagði að enn hefði ekkert af framleiðslunni farið á innanlandsmarkað en sagðist von- ast til að það yrði fljótlega. „Ég sætti mig ekki við að verða að borga gatnagerðargjöld að nýju eftir að hafa búið í húsinu í 16 ár og hafa á sínum tíma greitt öll gjöld. Á lóð- inni hvíldu engar kvaðir um að meira yrði að greiða síðar,“ sagði Hans Haraldsson á ísafirði í samtali viðDV. Hann hefur unnið fyrir rétti á ísafirði mál sem hann höfðaði á hendur bænum fyrir að krefia hann um svokölluð B-gatnagerðargjöld eftir reglugerð sem sett var árið 1987. Samkvæmt henni átti að leggja gatnagerðargjöld að nýju á eigendur húsa við götur þar sem gangstéttir höfðu ekki verið lagðar áður. Hans Haraldsson þráaðist við aö borga ásamt flórum örðum ísfirðing- um. Á endanum krafðist bærinn nauðungaruppboðs á húsum þessara manna. Ákveðið var að taka mál Hans fyrir sérstaklega sem prófmál og nú hefur Pétur Kr. Hafstein, bæj- arfógeti á ísafirði, kveðið upp þann úrskurð aö bærinn geti ekki boöið hús Hans upp. Jafnframt var bærinn dæmdur til að greiða Hans 80 þúsund krónur í málskostnað. Upphaflega krafan hjóðaði upp á 40 þúsund krónur en hún hefur hækkað töluvert síðan vegna dráttarvaxta. „Ég var ekki í krossferð fyrir bæj- arbúa heldur aðeins að bjarga eigin skinni. Þetta er réttlætismál fyrir mig og kannski þrákelkni líka. Með þessum dómi er komið í ljós að minn málstaður er réttur og ég vænti þess að fá að vera í friði fyrir bænum eftir- leiðis,“ sagði Hans Haraldsson. Niöurstaöan í málinu hefur alvar- legar afleiðingar fyrir Isafiarðarbæ því bærinn getur ekki innheimt B- gatnagerðargjöldin ef menn neita að borga. í dómnum er hins vegar ekki sagt til um hvort álagningin hafi beinlínis verið ólögleg. „Uppboöinu var synjað á tæknileg- um forsendum. Fógeti vill meina að það hafi ekki verið nægilega vel stað- ið að uppboösbeiðninni. Ég reikna því ekki með að við hættum við að leggja á B-gatnagerðargjöldin þrátt fyrir þetta," sagði Haraldur L. Har- aldsson, bæjarstjóri á ísafirði. Haraldur sagöi að fiallað yrði um máliö á fundi bærjarráðs eftir helg- ina. Þar yrði tekin afstaða til hvort þessu einstaka máh yrði áfrýjað til Hæstaréttar og hin sótt fyrir bæjar- rétti eins og önnur innheimtumál. -GK Miklu minna flutt inn í fyrra íslendingar fluttu út vörur fyrir um 7,7 milljörðum meira en þeir fluttu inn á síöasta ári. Þetta er mik- il breyting frá árinu 1988 þegar inn- flutningurinn var um 1 milfiaröi meiri en útflutningurinn. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst samdráttur í innflutn- ingi sem var í fyrra 5,8 milljarðar eöa 7,4 prósent minni en árið á undan. Þar vegur mest samdráttur í almenn- um innflutningi en aukning varð á innflutningi til stóriðju og á olíu. Jafnframt því sem innflutningur dróst saman óx útflutningurinn um 2,9 milljarða eða um 3,8 prósent. Mest aukning varð á útflutningi á framleiðslu stóriðju sem óx um 20,9 prósent. Útflutningur sjávarafurða óxum3prósentfráfyrraári. -gse Fréttir Bananaverðið: „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“ Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að samráð Sölufélagsins, Banana og Mata, sé kolólöglegt og fyrir neöan allar hellur. „Þetta eru for- kastanleg vinnubrögð.“ „Þaö er grundvallaratriði fyrir frjálsu verði að það sé virk sam- keppni. Þess vegna mótmæla Neytendasamtökin kröftuglega vinnubrögðum þessara þriggja fyrirtækja." Jóhannes segir ennfremur: „Mér finnst raunar að þessi fyrir- tæki séu aö biðja um gamla kerf- ið, að Verðlagsráð ákveði álagn- inguna." -JGH íkveikjur á Akureyri: 30 mánaða fangelsi Gísli Wendel Birgisson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir íkveíkjur. Hann var ákærður fyrir sjö íkveikjur á árunum 1986 og 1987, allar á Ak- ureyri. Hæstaréttardómaramir Guð- mundur Jónsson, Benedikt Blön- dal, Bjarni K. Bjarnason, Þór Vil- hjálmsson og Gunnar M. Guð- mundsson kváðu upp dóminn. -sme V estmannaeyj aferj an: Verður boðin út í apríl - segir samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segist vonast til þess að geta boðiö út smíði Vest- mannaeyjaferju í apríl. Sagði ráð- herra aö nú væri unnið aö því á fullu í ráðuneytinu að safna gögnum vegna útboðsgerðarinn- ar. Sagöist hann vonast til þess að innlendar skipasmiðastöðvar gætu verið samkeppnishæfar í útboðinu. Ekki kom fram hjá ráöherra hve miklir Qármunir fara til feij- unnar en heimild er fyrir smíði hennar á lánsfiárlögum. Hefur verið áætlað að hún kosti á milli 1.000 og 1.200 milljónir króna. -SMJ Tryggingastofriun: Maturinn dýrari Matarmiðar í mötuneyti Trygg- ingastofnunar ríkisins hækkuöu um mánaðamótin um 2 krónur, úr 58 krónum í 60 krónur. Þetta þýðir aö ódýrasta máltíö hækkaði úr 232 krónum í 240 og sú dýrasta úr 348 krónum í 360 krónur. Veruleg óánægja mun vera meðal starfsfólks með þessa hækkun og hefur verið rætt við forráöamenn mötuneytisins um máliö. „Þetta var nauðsynleg hækkun sem hefði þurft aö vera meiri,“ sagði Guðjón Steinsson mat- sveinn í samtalí við DV. „Þessarí hækkun var i raun frestað frá því í ágúst í fyrra.“ Guðjón kvaðst hafa sýnt fulltrúum starfsmanna innkaupsnótur og útskýrt málið en formlegar kröfur um lækkun hefðu ekki komið fram. „Fólki finnst þetta óréttlátt. Þessi hækkun kemur fram á sama tíma og allt á að vera á núlli. Starfsfólk Tryggingastofn- unar hefur lengi verið á botnin- um hvað varðar laun og þetta magnar óánægjuna," sagöi Fann- ey Halldórsdóttir trúnaðarmað- ur. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.