Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 26
34
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990.
Sérstæð sakamál
Morð án 1 í ks
Dennis Liddle yfirgaf konu sína
og dóttur þegar hann varö ást-
fanginn af annarri konu en sú ást
entist ekki lengi. Er hann sleit sam-
bandinu viö hana hugðist hann
snúa heim en komst þá aö því aö
hann var ekki velkominn. Þaö varð
upphafið á atburði sem átti eftir að
hcifa örlagaríkar afleiðingar.
Felicity Liddle var þrjátíu og sex
ára er maður hennar sneri aftur
heim. Hún vissi í fyrstu ekki hver
það var sem hringdi dyrabjöllunni
og það gætti engrar hlýju í augna-
ráði hennar þegar hún sá hver stóð
á tröppunum. I raun var fyrirlitn-
ing í svip hennar er hún virti fyrir
sér manninn sem hélt að sér yrði
tekið opnum örmum eftir að hafa
horfið að heiman sextán mánuðum
áður með annarri konu. Hann var
nú farinn frá henni eftir að ást
þeirra hafði kólnað.
„Býðurðu upp á kaffisopa?"
spurði Dennis konu sína, Felicity.
„Nei, vissulega ekki. Farðu héðan
og sýndu þig ekki aftur. Þú ert ekki
velkominn," sagði Felicity.
Reiður
Er hurðinni hafði verið skellt á
Dennis og hann stóð einn á tröpp-
uríum kom mikil reiði yfir hann.
Hann reyndi þó að hafa stjórn á sér
og nokkrum augnablikum síðar
hringdi hann dyrabjöllunni á ný.
Dymar voru þó ekki opnaöar. Og
það breytti engu þótt hann hringdi
nokkrum sinnum til viðbótar. Lóks
opnaði Felicity glugga á efri hæð-
inni og kallaði til hans.
„Reyndu að koma þér héðan. Þú
heyröir hvað ég sagði. Á ég að
hringja á lögregluna?"
Að þessu sögðu skellti Felicity
aftur glugganum. Þá varð Dennis
Liddle ljóst að best væri fyrir hann
að koma sér á brott.
Næsta dag hélt Dennis þó aftur
að húsinu við Lincoln Road í Nott-
ingham en saga þessi gerðist á
Englandi. Þá var hann ákveðinn í
að flytja aftur í húsið hvort sem
konu hans líkaði betur eöa verr.
En Felicity hafði veriö ljóst að
Dennis myndi ekki ætla að gefast
upp. Er hann kom að dyrunum
fann hann miða á hurðarhúninum
og á honum stóð að Felicity vildi
hvorki heyra hann né sjá. „Komdu
þér burt“ stóð neöst á honum.
Dennis þekkti rithöndina. Er
hann hafði tvívegis lesið það sem á
miðanum stóð íhugaði hann um
stund afstöðu Felicity. Hún hlaut
að hafa breyst mikið því fyrrum
hafði hún aidrei verið kuldaleg við
hann.
Nú var hins vegar ljóst að hann
fengi ekki að flytja á heimilið á ný.
Auðvitað gæti hann leitað á náðir
dómsvaldsins en honum var ljóst
að málstaður hans var ekki góður
og því myndi hann að öllum líkind-
um bíða lægri hlut í málaferlum.
Önnur lausn
Er Dennis hafði íhugað stöðuna
um hríð þótti honum sem hann
kynni að hafa fundið launsina á
vanda sínum. Hvað gerðist ef Felic-
ity dæi? Þá hlyti það að koma í
hans hlut að sjá um dótturina, Gail,
og af þvi hlyti að leiða að hann
gæti flutt inn í húsið. Og þá gæti
hann farið að vera með þeim kon-
um sem hann langaði til.
En Felicity var við góða heilsu.
Það yrði því að koma henni úr þess-
um heimi.
Dennis tók nú að íhuga á hvem
hátt hann gæti gert það án þess að
vekja grunsemdir. Loks komst
hann að niðurstöðu. Hann myndi
fela líkið svo vel að það fyndist
aldrei. Þá yrði ekki hægt aö dæma
hann. Án líks yrði ekki sannað að
Felicity hefði verið myrt. Er Denn-
Dennis Liddle.
Maureen Foster.
I
Felicity Liddle.
Gail.
Húsið við Lincoln Road.
is hafði hugsað um þetta um hríö
varð hann ánægður með niðurstöð-
una. Þá var aðeins eftir að ganga
til verks.
Nóttin örlagaríka
Felicity og Gail höfðu farið
snemma að hátta um kvöldið. Síðar
sagði Gail svo frá að um miðja nótt
hefði hún vaknað við lág óp.
Reyndar hefði hún heyrt einhvem
æpa nokkmm sinnum en svo hefði
orðið þögn. Hún hefði því sofnað á
ný.
Þegar Gail fór á fætur morguninn
eftir fannst henni sem eitthvað
hlyti að vera að. Þegar hún var svo
á leið niður stigann mætti hún fóö-
ur sínum.
„Hún móðir þín er farin, vina
mín,“ sagði hann. „Hún bað mig
um að skilja kveðju til þín.“
Gail þóttist þegar viss um að fað-
ir hennar væri að segja ósatt. Hún
þekkti móður sína svo vel að hún
vissi að hún færi aldrei af heimil-
inu án þess aö kveðja hana. Um
hríð velti Gail því fyrir sér hvað
orðið væri af móður sinni en komst
ekki að neinni niðurstöðu.
í skólanum
Nokkm síðar hélt Gail af stað í
skólann. Hún settist í sætið sitt en
átti í erfiðleikum með að einbeita
sér og ekki leið á löngu þar til kenn-
arinn tók eftir því að eitthvað var
að henni. Hann gekk til hennar og
bað hana um að koma með sér fram
á kennarastofu. Þar spurði hann
hana hvort hún væri lasin.
Er Gail hafði horft í augu hans
um stund leysti hún frá skjóðunni.
Hún sagði honum aö faðir hennar
væri kominn heim á ný eftir að
hafa farið að heiman nær hálfu
öðru ári áður til að búa með ann-
arri konu, Maureen Foster. Þá um
morguninn hefði hann sagt sér sér
að móðir hennar hefði farið af
heimilinu og vissi hún nú ekki
hvað af henni væri orðið.
Kennaranum fannst sagan
óhugnanleg. Hann hringdi á lög-
regluna sem kom þegar á vettvang
og var Gail nú spurð spjörunum
úr. Brátt varð ljóst að rannsókn
yrði að fara fram.
Hrokafullur
Þegar Dennis Liddle kom heim
síðdegis þennan dag biðu hans
tveir rannsóknarlögreglumenn.
Þeir fengu að heyra sömu sögu og
Gail um morguninn.
En lögreglumennirnir voru ekki
á því að láta sannfærast. Þeir voru
vissir um að eitthvað slæmt hefði
komið fyrir Felicity Liddle og að
maður hennar bæri ábyrgð á því.
Þá ergði það þá mjög hve hroka-
fullur Dennis Liddle var. Hann bað
þá að fara úr húsinu því þar ættu
þeir ekkert erindi nema því aðeins
að þeir kæmu með húsleitarheim-
ild.
Er rannsóknarlögreglumennirn-
ir höfðu orðið sér úti um hana
sneru þeir aftur. Þá fundust blóð-
blettir í setustofunni, borðstofunni
og í eldhúsinu. Þá varð ljóst að eld-
húsgólfið hafði nýlega verið skúrað
og að notað hafði verið sterkt
hreinsiefni. Við nánari leit fundust
svo blóðblettir í anddyrinu, á öðr-
um skó Dennis og í bíl hans.
Þá vakti það sérstaka athygli að
í skáp Felicity fundust nær öll föt
hennar. Hvaða kona hefði skilið
eftir föt sín ef hún hefði verið að
fara í ferðalag?
Rannsókn og
réttarhöld
Helst var að sjá sem einhver hefði
hlotið áverka í húsinu og reikað
blæðandi úr eldhúsinu og fram í
anddyrið. Er blóðsýni höfðu verið
tekin voru þau send til rannsóknar
og ekki leið á löngu þar til fyrir lá
að sýnin voru í sama flokki og blóð
úr Felicity Liddle.
Dennis lét þó engan bilbug á sér
finna og loks varð rannsóknarlög-
reglumönnunum ástæðan ljós.
Hann var greinilega þeirrar skoð-
unar að fyndist ekki líkið af Feli-
city yrði hann ekki dæmdur fyrir
morð því þá tækist ekki að sanna
það á hann. Enginn gæti verið full-
viss um að Felicity væri látin fynd-
ist líkið af henni ekki. En það fór
á annan veg.
Málið kom fyrir rétt eftir að því
hafði verið frestað einu sinni en
það var gert vegna þess að lögregl-
an hafði viljað fá tíma til að gera
umfangsmikla leit að líkinu.
Það fannst ekki en svo margt
benti til sektar Dennis Liddle að
kviðdómendur voru ekki í neinum
vafa um hana. Hann fékk langan
fangelsisdóm.
Hvað varð um líkið?
Þeirri spurningu er þó enn ósvar-
að hvar líkið af Felicity Liddle er,
konunni sem Dennis, maður henn-
ar, fór svo illa með að ást hennar
til hans kólnaði.
Ástæðan, eftir því sem vinkonur
hennar hafa skýrt frá, var þó ekki
fyrst og fremst sú að hann fór frá
henni heldur það fullkomna af-
skiptaleysi sem hann sýndi dóttur
þeirra. Hann sendi henni ekki einu
sinni kort á afmælisdaginn og leit
Felicity því svo á að hann hefði í
raun gleymt dótturinni eða léti sig
hana engu skipta. Og það gat Feh-
city ekki fyrirgefið honum. Það
sem eftir var af hlýjum tilfinning-
um hennar í hans garð hvarf. í
staðinn kom sú andúð sem Dennis
fann þegar hann sneri heim.
Máhð vakti mikla athygh á Bret-
landi. ítrekuð leit að líkinu bar
engan árangur og Dennis Liddle
hefur ekki fengist til að gefa neinar
vísbendingar um hvar það sé aö
finna.