Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 20
LAUGARDAGÚR 17. FEBRÚAR 1990. Helgarpopp Fyrir hálfum mánuði var ýjað að viðtali poppsíðunnar við bresku hljómsveitina The Sunday’s. Ein- hver bið mun verða á slíku því að í framhaldi af mikilli velgengni hljómsveitarinnar í Bretlandi hljóp hún í hljóðver til að hljóðrita nýtt smáskífulag og frestaði um leið öU- um viðtölum um óákveðinn tíma. Poppsíðan mun þó ekki gefast upp og mun knýja dyra í herbúðum The Sunday’s áður en margar vikur eru liðnar. í stað Sunday’s umfjöllunar er poppsíða dagsins í dag helguð fréttum úr skúmaskotum rokksins. Hljómsveitin Stranglers, sem hefur hsit hægt um sig að undanförnu, er farin að hugsa sér til hreyfings. Á mánudaginn kemur hefst stíf tónleikaferð þessarar ástsælu sveitar um heimalandið Bretland og stendur sú ferð yfir í rúman mánuð. Tónleikaferðin er vett- vangur kynningar á nýrri hljóm- plötu Stranglers sem væntanleg er meö hækkandi sól en fyrir fáeinum dögum kom á markað smáskífulag- ið 96 Tears sem ætti að gefa aðdá- endum Stranglers tóninn. House of Love, sem sveikst um að heim- sækja mörlandann í haust, sendir frá sér breiðskífuna Fontana í lok þessa mánaðar en gripurinn sá er búin að vera í smíðum í rúmlega ár og hefur margoft orðið að fresta útgáfudegi vegna þess að hljóm- sveitarmeðlimir hafa viljað vanda til verksins, eins þeir orðuðu þaö sjálfir í viðtali við poppsíðu DV í október sl. Reyndar má rekja upp- haf þessa langa vinnslutíma til þeirrar hugmyndar hljómsveitar- meðlima að nota marga ólíka pród- úsera á plötunni, einn í hverju lagi. Hljómplötufyrirtækið Fontana, sem House of Love gerði samning við fyrir hálfu öðru ári, var lítt hrifið af hugmyndinni og það tók Guy Chadwick og félaga langan tíma að komast niður á hver væri rétti maðurinn í útsetjarastóhnn. Að lokum varö Tim Palmer fyrir vahnu en hann hefur m.a. unnið með David Bowie, Wire Train og The Mission. Árangur þess sam- starfs verður sem sagt opinberaður innan fárra daga og eru sjálfsagt margir orðnir spenntir. Áður en hendi er sleppt af House of Love má geta þess að í ljós er komin rétta ástæðan fyrir því að hljómsveitin hætti viö íslandsferðina sem áður var minnst á. Opinbera ástæðan, sem gefin var, var sú að trymbill hljómsveitarinnar heföi skorið sig á hendi og voru margir vantrúaðir á að sú skýring ætti við rök að styðjast. Það kom líka á daginn að hún var fyrirsláttur einn því að tveimur dögum áður en hljóm- sveitin átti að fljúga hingað upp var gítarleikaranum Terry Brickers sparkað. Gítarleikaralaus var hljómsveitin ekki líkleg til stór- ræða eins og gefur aö skilja. Hljómsveitin Japan, sem hætti árið 1981, mörgum til sárra von- brigða, er tekin saman aftur. Fjór- menningarnir hafa eytt síðustu vikum og mánuðum saman í hljóð- veri og eftir þá vinnu hggja nú átta lög. Ætlunin er aö gefa lögin út ein- hvemtíma á árinu á merki Virgin en hjá því fyrirtæki starfað hljóm- sveitin fyrrum. Upprisa Japan er sjálfsagt flestum sem unna þenkj- andi nýbylgjupoppi gleðiefni þó að vissulega verði erfitt fyrir hljóm- sveitarmeðlimi að standa undir þeim væntingum sem gamlir aðdá- endur Japan gera til hljómsveitar- innar. Japan náði nefnilega því sem fáum hljómsveitum hefur tek- ist. Ferilhnn var stanslaust ris frá fyrstu plötu, Adolescent Sex frá 1978 og þar til svanasöngurinn stórkostlegi, Tin Dram, kom út 1981. Japan hætti á toppnum og hefur því lifað sterk í minning- unni. Eftir endalok hljómsveitar- innar fetaði David Sylvian sóló- brautina með eftirminnilegum ár- angri, Mick Karn hóf samstarf við Pete Murphy sem þeir köhuðu Dal- i’s Car og Steve Jansen og Richard Barbieri stofnuðu tvíeykið The Dolphin Brothers sem vakti tak- markaða athygli. Þessir fornu félagar eru sem sagt komnir í eina sæng að nýju en ekki Helmingur The Stone Roses á leið I grjótið eftir oþarflega ruddalegan málningargjörning. Japan rís upp frá dauðum Hljómsveitin Happy Monday's til íslands í mars segir Jones vera tónhstarlegan ágreining. „Við vorum einfaldlega farnir að fiarlægjast hver annan og grundvöhur fyrir frekara sam- starfi því brostinn." Ný smáskífa með BÁD er væntanleg nú á næstu tveimur mánuðum og er hún tengd nýrri kvikmynd Flashback með þeim Dennis Hopper og Keith O’S- ullivan í aðalhlutverkum. Annars segist Mick Jones vera farinn að huga að nýrri breiðskífu auk þess sem hann sé með kvikmynd í burð- arliðnum, einhvers konar tónlist- armynd. Þrálátum orðrómi um endurreisn The Clash vísar Jones til fööurhúsanna, segist á kafi í öðrum verkefnum og á þar að sjálf- sögðu við hina „nýju“ Big Audio Dynamite. Lloyd Cole sendi í vikunni frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan var tekin upp í New York á síðasta ári en kappinn hefur búið vestan hafs síðan hljómsveitin Lloyd Cole and the Commotions hætti. Og áfram með fréttir af tónlistarmönnum sem hafa heiðrað fsland með nær- veru sinni. Brestir virðast komnir í hina þekkilegu írsku hljómsveit The Christians. Þar berjast bræður því Roger Christian, einn hinna þriggja bræðra, hefur yfirgefið hljómsveitina með látum og stefnir á sólóferil. Ástæðan fyrir spreng- ingunni ku vera peninga- og tilfinn- ingalegs eðhs og hafa yfirlýsingar gengið milli þeirra bræðra Rogers og Gary í blöðum í Bretlandi þar sem þeir segjast afneita hvorum öðrum. Vont mál en The Christians mun halda áfram einum stjánan- um fátækari. Frétt úr innlenda geiranum að lokum. Manchester sveitin Happy Monday’s kemur hingað til lands þann 17. mars nk. og heldur hér tónleika á vegum menntskælinga við Hamrahlíð. Hljómsveitin hefur átt vaxandi velgengni að fagna á óháða markaönum í Betlandi að undanförnu eða allt frá því að breiðskífan Bummed kom út árið 1988. Máluðu fyrrum samstarfsmann bláan og hvítan Breska hljómsveitin The Stone Roses lenti í klónum á vörðum lag- anna í lok janúar sl. Þannig vildi til aö fyrrum hljómplötufyrirtæki hljómsveitarinnar FM Revolver sem staðsett er í borginni Wolver- hampton endurútgaf smáskífuna Sally Cinnamon í óþökk The Stone Roses auk þess sem fyrirtækið gerði upp á eigin spýtur myndband við lagið til að auka sölumöguleika þess. Þetta fór svo fyrir brjóstið á hljómsveitarmeðlimum, eins og nærri má geta, að þeir réðust inn í höfuðstöðvar hljómplötufyrir- tækisins, heltu málningu yfir for- stjórann og frú hans sem þar var stödd auk þess sem þeir brutu rúö- ur og skvettu málningu á bíla sem voru í eigu starfsmanna FM Revol- ver. Þessi hegðan þótti ekki til eftir- breytni og því gripu breskir lag- anna verðir í taumana og færðu alla fjóra ipeðlimi The Stone Roses og umboðsmann þeirra í járnum í tugthús. Listamönnunum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu en þeim hefur verið gert að mæta fyr- ir rétti þann 6. mars nk. þar sem þeir fá að svara til saka. Verði þeir sekir fundnir geta þeir átt yfir höföi sér fangelsisvist í ótilgreindan tíma. Guy Chadwick, forsprakki House of Love, horfir gítarleikaralaus fram á veglnn. Umsjórt: Snorri Már Skúlason hafa þeir ákveðið hvort þeir komi til með að starfa undir merkjum Japan, segja vel koma til greina að breyta um nafn. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það enn. Jimmy Page, sem flestir muna sem eina mestu gítarhetju rokksins, var dæmdur á dögunum til að greiða hvorki meira né minna en 300 millj- ónir íslenskra króna fyrir að skrópa á tónleikum sem hann átti að spila á í Kentucky í Bandaríkj- unum haustið 1988. Það var tón- leikahaldarinn sem kærði Page og vann máhð næsta auðveldlega því að gítarleikarinn hafði ekki fyrir því að mæta við réttarhöldin og tapaði málinu því tæknilega. Tals- verðar breytingar standa nú fyrir dyrum hjá Big Audio Dynamite. Þrír af fyrrum meðlimum hljóm- sveitarinnar hafa yfirgefið hana en forsprakkinn Mick Jones vísar á bug þeim orðrómi að BAD muni leggja upp laupana í kjölfarið. Jo- nes og Dan Donovan ætla að halda merki BAD á lofti og fá til hðs við sig „session“-menn eftir því sem þurfa þykir. Ástæðuna fyrir burt- för hinna þriggja fyrrum meðlima

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.