Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. 51 Afmæli Grétar Símonarson Grétar Símonarson, fyrrv. mjólkur- bússtjóri Mjólkurbús Flóamanna, Hlaðavöllum 12, Selfossi, verður sjö- tugur á morgun, 18. febrúar. Grétar er fæddur í Reykjavík og alinn þar upp. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1939 og var við verklegt nám í mjólkurfræði í Danmörku 1938-40. Hann starfaði við mjólkuriðnaðarstörf í M.B.F. á Selfossi 1941-45 og 1946-51, og lauk prófi frá Dalum Mælkeriskole í Od- ense 1946. Hann var mjólkurbús- stjóri á Akranesi í eitt ár, 1951-52, og mjólkurbússtjóri við Mjólkurbú Flóamanna á Seífossi 1953-87. Grét- ar sat í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar 1961-87. Nú á hann sæti í stjóm Prentsmiðju Suðurlands og einnig í stjórn lífeyrissjóðs verkalýðsfélag- annaáSuðurlandi. Grétar kvæntist þann 6.9.1947 Guöbjörgu Sigurðardóttur húsmóð- ur, f. 23.5.1929. Hún er dóttir Sigurð- ar Jónssonar, húsasmiðs á Akra- nesi, sem nú er látinn, og Þóru Guð- jónsdóttur, sem býr nú á D valar- heimili aldraðra á Höfða á Akranesi. Böm Grétars og Guðbjar^ar em: Þóra, f. 9.12.1947, deildarstjóri Landsbanka íslands, búsett á Sel- fossi, gift Guðmundi Sigurðssyni framkvæmdastjóra, og er barn þeirra: Sigurður Fannar, f. 17.6. 1971. Símon, f. 15.1.1950, bóndi ograf- virki á Efra-Seli, og eru synir hans: Grétar, f. 29.10.1969, og á hann son- inn Pétur Geir, f. 14.11.1989; Ásgeir Hrafn, f. 2.5.1975; og Andri Dagur, f. 19.8.1987. Örn, f. 22.10.1951, framkvæmda- stjóri Prentsmiðju Suðurlands á Sel- fossi, kvæntur Sesselju Sigurðar- dóttur snyrtifræðingi, og em dætur þeirra: Guðbjörg, f. 23.7.1976; og Elfa, f. 13.12.1979, en auk þess á Öm synina Birgi Örn, f. 11.3.1973; og Kristin Jón, f. 15.11.1973. Sigurbjörg, f. 29.9.1954, sjúkraliði, búsett í Kópavogi, og á hún dóttur- ina Ásu Ninnu Pétursdóttur, f. 16.8. 1980. Sigurður, f. 17.6.1958, rafvirki á Selfossi, kvæntur Sólveigu Ragn- arsdóttur húsmóður, og eru börn þeirra: GuðbjörgÞóra, f. 21.10.1981; og Ragnar, f. 7.8.1988. SysturGrétarseru: Herdís, skrifstofumaður hjá Hag- kaupum, búsett í Reykjavík, ekkja Kristjáns Símonarsonar, og eignuð- ustþaufimmbörn. Jóhanna, húsmóðir í Garðabæ, gift Páh Þorsteinssyni, og eiga þau sex börn. Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Gunnari Arnkelssyni, og eiga þauþijúbörn. Jóna, húsmóðir, búsett í Detroit í Bandaríkjunum, gift Ásgeiri Sig- urðssyni, og eiga þau fimm böm. Foreldrar Grétars voru Símon Jónsson, f. 25.8.1893, d. 22.2.1942, kaupmaður á Laugavegi 33 í Reykja- vík, og Ása Jóhannsdóttir húsmóð- ir, f. 26.5.1900, d. 9.5.1949. Símon var sonur Jóns, b. á Læk í Ölfusi og síðar verslunarmanns í Reykjavík, Símonarsonar, b. í Hraunshjáieigu í Ölfusi, Einarsson- ar, b. og hreppstjóra í Sigluvík í Landeyjum, Þorbjömssonar. Móðir Símonar í Hraunshjáleigu var Þorbjörg Símonardóttir. Móðir Jóns var Hólmfríður Magnúsdóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Magnússonar, og Herdísar Þorgeirsdóttur frá Litlalandi. Móðir Símonar Jónssonar var Sig- ríður Guðmundsdóttir, b. á Gríms- læk, Eyjólfssonar, b. á Grímslæk, Grétar Símonarson. Guðmundssonar. Móðir Sigríöar var Helga Pálsdóttir, b. á Brúnastöð- um í Flóa, Jónssonar. Ása, móðir Grétars, var dóttir Jó- hanns, formanns og verslunar- manns á Eyrarbakka og síðar fiski- matsmanns í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrarbakka, Gísla- sonar, b. í Bóluhjáleigu í Holtum, Gíslasonar. Móðir Ásu var Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, b. í Ásum í Eystri- hreppi, Gíslasonar. Grétar og kona hans eru nú stödd áKanaríeyjum. Til hamingju með afmælið 18. febrúar Gísli Már Gíslason Gísli Már Gíslason prófessor, Heið- arseli 6, Reykjavík, verður fertugur á morgun, 18. febrúar. Gísh er fæddur í Reykjavík og ólst hann þar upp og í Hvahátram í Rauðasandshreppi. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahhð, stærðfræðideild, 1970, lauk BS gráðu í liffræöi frá Háskóla íslands 1973 og stundaði nám við University of Newcastle upon Tyne 1973-77. Árið 1978 lauk hann dokt- orsprófi í vatnalíffræði. Gísh var lektor við Háskóla íslands 1977-81, dósent 1982-88 en frá 1988 hefur hann verið prófessor. Hann var for- maður líffræöiskorar 1980-83 og hef- ur verið forstöðumaður hffræði- stofnunar Háskólans frá 1987. Gísli sat í stjórn BHMR1986-88, þar af varaformaður 1987-88. Einnig sat hann í stjórn Félags háskólakenn- ara 1986-88. Hann hefur verið ráðs- maður Náttúruverndarráðs frá 1987. Á árunum 1973-77 stundaði Gísh rannsóknir á vistfræði vatna- skordýra og frá 1977 hefur hann gert vistfræðirannsóknir á Mývatni og Laxá. Doktorsritgerö Gísla var um vistfræði íslenskra vorflugna en einnig hefur hann ritað íjölmargar ritgerðir í erlend og íslensk vísinda- tímarit og kafla í bækur. Kona Gísla er Kristín Hafsteins- dóttir meinatæknir, f. 23.2.1951, dóttir Hafsteins Ólafssonar húsa- smíðameistara og Sóleyjar Ástu Sæmundsdóttur húsmóður. Börn Gísla og Kristínar era: Gísh Jökull, f. 20.10.1970, nemi; Hersir, f. 17.3.1971; Hafsteinn, f. 2.12.1979, og Þorbjörg, f. 26.3.1984. Systur Gíslaera: Halldóra, f. 12.4.1951, myndhstar- maöur, gift Eiríki Líndal sálfræð- ingi og á hún eitt barn, Böðvar Kára Ástvaldsson, 18 ára. Anna, f. 26.5.1952, húsmóðir, gift Kjartani Erni Ólafssyni verk- smiðjustjóra og eru börn þeirra Ey- gló Björk, 17 ára, og Gísli Órn, 5 ára. Foreldrar Gísla: Gísh Kristjáns- son, f. 21.4.1921 í Hvallátrum, vél- gæslumaður í Reykjavík, og Þor- björgMagnúsdóttir, f. 26.10.1914 í Þykkvabæ, d. 24.7.1984, húsmóðir. Gísh er sonur Kristjáns Hjálmars, b. í Hvallátrum, Sigmundssonar, Hjálmarssonar, b. í Skógi í Rauða- sandshreppi, Sigmundssonar. Móöir Sigmundar Hjálmarssonar var Guðrún Lýðsdóttir. Móðir Kristjáns Hjálmars var Ingibjörg Einarsdóttir, b. í Hvallátrum, Ein- arssonar, og Kristínar Magnúsdótt- ur. Móðir Gísla Kristjánssonar var Sigríður Eggertsdóttir, b. í Hvallátr- Gisli Már Gislason. um, Eggertssonar, Magnússonar. Móðir Eggerts í Hvahátrum var Halldóra Olafsdóttir. Móðir Sigríðar var Hahdóra Gísladóttir, b. í Króks- húsum í Rauðasandshreppi, Bjama- sonar, og Kristínar Magnúsdóttur. Þorbjörg, móðir Gísla Más, var dóttir Magnúsar, b. í Vétleifsholti í Ásahreppi og síðar verkamanns í ReykjavUc, Stefánssonar, b. á Borg í Þykkvabæ, Magnússonar. Móðir Magnúsar í Vétleifsholti var Sesselja Magnúsdóttir. Móðir Þorbjargar var Anna Pétursdóttir, b. í Rimakoti, Magnússonar og . Önnu Benediktsdóttur. Sigurveig Sigþórsdóttir Sigurveig Sigþórsdóttir húsmóð- ir, Akurgerði 4, Akranesi, verður fimmtug á mánudaginn, 19. febrúar. Sigurveig fæddist á Akureyri og þar ólst hún upp. Hún giftist þann 28.2.1963 Þorgils Georgssyni hús- verði, f. 23.9.1923. Foreldrar hans vora Georg Grundfjörð og Guðfinna Bjarnadóttir. Börn Sigurveigar og ÞorgUs eru: Sigrún, gift Sigurði Guðfinnssyni, og eiga þau þijá syni. Hafdís, býr með Kára Hafsteins- syni, og eiga þau tvö börn, en hún átti eina dóttur áður. Elsa, ógift og barnlaus. Sigurveig á einn albróður og þrjú hálfsystkini. Foreldrar Sigurveigar vora Sigþór Gunnarsson og Sigrún Valdimars- dóttir, en þau er bæði látin. Sigurveig ætlar að taka á móti gestum í húsi Björgunarsveitarinn- ar Fiskakletts, Hjallahrauni 9, Hafn- arfirði, milli kl. 15 og 18 á morgun, 18. febrúar. KrÍBtin G. Fenger, Lynghaga 7, Reykjavík. Kristín Sveinsdóttir, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Guðbjörg Björnsdóttir, Laxagötu 4, Akureyri. Gunnar H. Stefánsson, Espigerði 4, ReykjaVík. 40 ára Aibert Einvarðsson, Sandabraut 13, Akranesi. Hörður Bjarnason, Stóru-Mástungu 2, Gnúpveijahreppi. Ingibjörg Edith Möller, Njálsgötu 8A, Reykjavik. Bjarney Ingadóttir, Fáikakletti 7, Borgamesi. Einar Breiðfiörð Tómasson, Vallartröð 4, Kópavogi. Guðbjörg Helga Magnúsdóttir, Neðstabergi 11, Reykjavík. Gunnar Kristinsson, Hliðargerði 25, Reykjavik. Kristinn Hilmarsson, Ránargötu 10, Reykjavík. Magnús Pálsson Sigurðsson, Huiduhraut 17, Kópavogi. Sólborg Sumarliðadóttir, Grjótaseli 8, Reykjavík. Þuríður Guðmundsdóttir Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir, Mánagötu 2, Reykjavík, er áttatíu áraídag. Þuríður er fædd í Stóra-Nýjabæ í Krísuvík og þar er hún einnig alin upp. Þann 27.6.1935 giftist hún Nikulási Baldvini Nikulássyni, sjó- manni og farmanni, f. 27.6.1905, d. 1937. Foreldrar hans vora Nikulás B. Nikulásson og Sígríður Erlends- dóttir. Þuríður og Nikulás eignuðust tvö börn: Baldur, f. 7.1.1934, d. 6.9.1989, ókvæntur og barnlaus. Lúlla Kristín, f. 17.3.1937, gift Jós- ef Borgarssyni, og eru böm þeirra: Ehn Sigríður, f. 26.7.1954; Ketill Guðjón, f. 9.2.1959; Jenný Þuríður, f. 25.5.1961; og Baldur Jósef, f. 27.5. 1963. Barnabarnabörn Þuríður eru orð- ináttaaðtölu. Systkini Þuríöar voru 17, en eftir- lifandi systkini hennar eru: Hrafn- hildur, búsett í Reykjavík; Guðrún, Þuríður Guðmundsdóttir. búsett í Reykjavík; Sigurður, búsett- ur í Njarðvíkurbæ; og Þórlaug, bú- settíHafnarfirði. Foreldrar Þuríðar vora Guð- mundur Jónsson, b. í Stóra Nýjabæ, og Kristín Bjarnadóttir. Þuríöur tekur á móti gestum í dag, laugardag, í Hreyfilshúsinu milhkl. 14 og 18. Guðbjörg Jónsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir verkakona, Háaleitisbraut 113, Reykjavík, verð- ur sextug á morgun, 18. febrúar. Guðbjörg giftist þann 23.9.1957 Þorsteini Kristjánssyni verslunar- manni, f. 12.2.1927. Böm Guðbjargar og Þorsteins era: Bryndís, f. 20.6.1957, gift Rafni Thorarensen múrarameistara og eiga þau tvö börn: Þorstein Val Thorarensen, f. 14.5.1978; og írisi Erlu Thorarensen, f. 4.10.1983. Ólöf H., f. 22.7.1960, og á hún eitt bam: Margréti Björgu Jakobsdótt- ur, f. 9.5.1988. Kristján, f. 11.2.1964, nemi. Þórhildur, f. 28.12.1968, býr með Kristjáni Guðnasyni, nema í Hótel- og veitingaskólanum, og eiga þau eitt barn: Erlu Dröfn, f. 29.1.1989. Foreldrar Guðbjargar vora Jón Magnússon sjómaður og Ólafía Ól- afsdóttir húsmóðir og era þau bæði látin. Guðbjörg tekur á móti gestum á heimih sínu í dag, laugardag, milh kl. 17 og 20. Guðbjörg Jónsdóttir. Þorvaldur Hall- grímsson Þorvaldur Hallgrímsson, Kaup- vangsstræti 3, Akureyri, verður áttatíu ára á mánudaginn, 19. febrú- ar. Þorvaldur tekur á móti gestum í dag, laugardag, í Smiðjunni milh kl. 16 og 18.30. Studioblóm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.