Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. 35 Tólf glæsilegar stúlkur hafa ver- ið valdar í úrslitakeppni Ford Mod- els hér á landi. Stúlkurnar voru valdar úr sextíu stúlkna hópi. Aldr-, ei hafa fleiri stúlkur keppt til úr- slita. Stúlkurnar verða kynntar í tveimur næstu helgarblöðum, sex í hvort skipti. Keppendurnir Þær sem valdar hafa verið í úr- shtin eru: Tinna Jónsdóttir, 18 ára nemandi í Menntaskólanum við Sund, 174 sm á hæð. Sara Guðmundsdóttir, 15 ára nemandi í Laugalækjarskóla, 173 á hæð. Rut Stephens, 22ja ára, starfar við heimilisaðstoð, 178 sm á hæð. Hrefna Björk Hallgrímsdóttir, 18 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 172 sm á hæð. Tinna Traustadóttir, 15 ára nem- andi í Hlíðaskóla, 174 sm á hæð. Ingibjörg Gunnþórsdóttir, 15 ára nemandi í Hlíðaskóla, 179 sm á hæð. Svava Haraldsdóttir, 17 ára nem- andi í Menntaskólanum viö Stúlkurnar tólf sem keppa til úrslita í Fordkeppninni. Fremri röð frá vinstri: Tinna Jónsdóttir, Ásta Sigriður, Helga Guðrún, Tinna Traustadóttir og Drífa. Aftari röð frá vinstri: Sara, Guðrún, Hrefna, Bryndís, Svava, Rut og Ingibjörg. Fordkeppnin: Tólf stúlkur í úrslitum Hamrahlíð, 173 sm á hæð. Helga Guðrún Guðnadóttir, 18 ára skrifstofustúlka, 173 sm á hæð. Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, 17 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, 173 sm á hæð. Bryndís Ólafsdóttir, 18 ára nem- andi í Fjölbraut í Garðabæ, 175 sm á hæð. Drífa Gunnarsdóttir, 19 ára skrif- stofustúlka hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, 176 sm á hæð. Guðrún Þráinsdóttir, 19 ára nem- andi í Fiölbraut í Ármúla, 174 sm á hæð. Ein þessara stúlkna mun taka þátt í keppninni Supermodel of the World sem fram fer í Los Angeles síðustu vikuna í júlí og fyrstu vik- una í ágúst. Að sögn Alix Labatut, sem starfar hjá Ford Models í New York, verður keppnin með sama sniði þetta árið og í fyrra og á sama stað. „Þetta verður frábært „show“,“ sagði Alix. Þær myndir, sem birtast munu í DV af stúlkun- um tólf í úrslitunum. verða sendar ganga allir helstu tískuljósmyndar- ar sem til Ford Models leita og þeir sem þurfa á fyrirsætum að halda. Bein útsending til Bandaríkjanna og Ítalíu Supermodel of the World er að mestu byggð upp sem sjónvarps- efni enda hefur keppnin verið send út beint um Bandaríkin og til ítal- íu. Tíu dagar fara í æfingar fyrir þessa sjónvarpsútsendingu og fara þá stúlkurnar allt í fylgd ljósmynd- ara. Lítill tími gefst í búðaráp en þó mun vera einn frjáls dagur til að skoða sig um. Að auki fara stúlk- umar i skoðunarferðir í hóp. í fyrra skoðuðu þær meðal annars Universal kvikmyndaverið. Úrslitin hér á landi fara fram sunnudaginn 11. mars. Þá verður efnt til smáhófs með stúlkunum, aðstandendum þeirra og Vibeke Knudsen frá Ford Models. Það verður einmitt hún sem velur sig- urvegara keppninnar. Vibeke kem- ur hingað til lands 10. mars og mun ræða við stúlkurnar þann dag. Hún er ekki ókunn fyrirsætubransan- um þvi sjálf starfaði hún um Maður þarf að láta sig hala ýmislegt í fyrirsætustörfum. Stúlkurnar þurftu að leggjast í snjóinn að þessu sinni til að þóknast Ijósmyndaranum. margra ára skeið sem ein eftirsótt- asta fyrirsæta heims á áttunda ára- tugnum. Vibeke mun einnig velja þátttakendur í Supermodel of the World á írlandi og Englandi. Næsta laugardag verða birt viðtöl við sex stúlkur og myndir þar sem forðunar og hárgreiðslumeistari hafa snyrt þær til. Að hálfum mán- uði liðnum birtast hinar sex og geta lesendur þá sjálfir vahð sér sigurstranglegasta keppandann. -ELA Vibeke Knudsen kemur hingað tii lands 10. mars og velur Fordsigur- vegara þann 11. DV-myndir KAE í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.