Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGÚR 19. FEBRÚAR 1990. Útlönd £» funiiar uif| Leiðtogar hinna tólf aðildar- ríkja Evrópubandalagsins, EB, munu koma saman til fundar á írlandi í apríl til að ræða samein- ingu þýsku ríkjanna aö því er stjómarerindrekar sögðu í gær. Þegar var áætlað að fundur ut- anríkisráðherra aöildarrikjanna skyldi haldinn í Lúxemborgþann 2. april og segja stjórnarerindrek- ar að sá fundur muni vera notað- ur tU að undirbúa leiðtogafund síðar í mánuðinum. Kreppa í Svíþjóð Afsögn sænska fjármálaráð- herrans, Kjell-Olof Feldt, í gær bætti gráu ofan á svart i stjóraar- kreppu þeirrí sem nú ríkir í Sví- þjóö og kom jafnaöarmönnum ekki til góöa að því er margir fréttaskýrendur telja. Afsögn Feldt kom í kjölfar þess að Carls- son, sænski forsætisráðherrann, baðst lausnar fyrir stjóm sína eftir að hún hlaut ekki stuöning þingsins við efnahagstillögur sín- ar. Við embætti Feldt tók Odd Engström. Stjómin mun sitja þar til ný hefur verið mynduð. Forseti sænska þingsins sagöist í gær mundu haida áfram við- ræöum við stjórnmálaleiðtoga um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Jafnaðarmenn þarfnast stuðn- ings eins stjómarandstöðuflokks til að ná þingmeirihluta. Sumir spá því að kommúnistar muni ganga til liðs við jafnaðarmenn í stjómarsamstarfi. Færi svo þyrftu flokkamír að ná sam- komulagi um nýjar aögeröír í efnahagsmáium, t.d. að fallið yrði frá launastöðvun. Friðarviðrædur í sjónmáli? Fulitrúar Afríska þjóðarráðs- ins, sem barist hefur gegn sfjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afr- íku, sögðu í gær að þeir myndu brátt hitta de Klerk, forseta Suö- ur-Afríku, að máli til að auövelda friðarviðræður ráösins og stjóm- valda. Þessi yfirlýsing komí kjöl- far þriggja daga fundar forystu- liðs ráðsins. Afríska þjóðarráðiö, sem var iögieítt f'yrr í mánuöinum, eftir að hafa verið í banni í þijátíu ár, hvatti stjómvöld í Pretoríu til að sleppa öllum pólitískum föngum sem em enn í haldi og aflétta neyðarlögum sera verið hafa i gildi í þrjú ár. Umbætur í Háttsettur embættismaður í Mongólíu gaf sterklega í skyn í gær aö kommúnistaflokkur Mongólíu væri reiðubúinn að af- sala sér airæði flókksins en hann hefur verið einráður í sextiu og sex ár. Byraagiin Chimed, forseti þingsins, sagði að stjómarskrá Mongóliu væri nú til endurskoð- unar og að drög að nýrri stjómar- skrá mundu liggja fyrir fljótlega, jafnvel í júní. Núgildandi stjóm- arskrá tryggir kommúnistum vaidaeinræði. Fullvíst er taliö aö á sunnudag muni Samtök lýðræðissinna i Mongólíu lýsa yfir stofnun form- iegs stjómmálaflokks sem þá verður fyrsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í landinu. Bankaverkfalli lokið í Svíþjóð BankaverkfalJinu í Svíþjóð lauk í gær með samkomulagi deiluaðila um þrettán prósenta kauphækkun. Bankaverkfailið haföi staöiö yfir í þijár vikur og að mestu lamað fjármálamarkaði landsins. Keuter DV Fjöldasamkom- ur í Litháen Fjöldamótmæli voru haldin í miðborg Dushanbe, höfuðborg sovéska lýð- veldisins Tadzhíkistan, í gær. Krafðist mannfjöldinn þess að forysta komm- únistaflokks lýðveldisins segði af sér. símamynd Reuter íbúar sovéska lýðveldisins Litháen efndu til íjöldasamkoma víða í gær til aö minnast þess þegar sjálfstætt ríki Litháa var sett á laggirnar árið 1918. Litháen var sjálfstætt ríki til ársins 1940 þegar það var innlimað. í Sovétríkin. Hátíðahöld voru haldin víöa 1 lýö- veldinu í gær og mátti víða sjá þrílit- an fána þess - rauðan, gulan og grænan - blakta við hún. Það vakti hins vegar athygli að hinn rauði fáni Sovétríkjanna sást ekki. Búist var við þúsundum þátttak- enda í fjöidagöngu um Vilnius, höf- uðborg Lithaén, í gær. Margir ungir Litháar áætluðu að iosa sig við her- skírteini sín þar sem þeir líta á Rauða herinn sem hernámslið sem Stalín hafi sent árið 1940 til að brjóta á bak aftur sjálfstæöi Litháa. Litháar fógnuðu þessum degi einn- ig í fyrra en þá var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert. Þjóðerniskenndir hafa vaknað af endurnýjuöum krafti í brjóstum Litháa, sem og íbúa ná- grannalýðveldanna, Eistlands og Lettlands, síöustu mánuði og verður krafan um sjálfstæði til handa lýð- veldunum á nýjan leik æ háværari. í Mið-Asíulýðveldinu Tadzhíkistan sátu leiðtogar kommúnista enn á fundi í gær til að ræða framtíð flokks- ins. Þjóðernisróstur í lýðveldinu, sem orðið hafa að minnsta kosti átján Brottflutningur sovéskra her- manna frá Tékkóslóvakíu hefst þann 26. febrúar næstkomandi að því er sovéskt dagblað, Prace, skýrði frá í gær. Sovétríkin hafa haft 75 þúsund hermenn, auk fiöldskyldna þeirra, í Tékkóslóvakíu frá innrás Varsjár- bandalagsins í landið árið 1968. í frétt Prace var sagt aö samkomu- lag um brottflutninginn hefði náðst eftir samningaviðræður fulltrúa manns að bana, hafa knúið leiðtoga þess, sem og kommúnistaflokksins þar, til að heita afsögn sinni. En að sögn fréttamanna í Tadzhíkistan ríkjanna en viðræður um tímasetn- ingu og framkvæmd brottflutnings hermannanna hófust í síðasta mán- uði. í augum margra Tékka eru sov- ésku hermennirnir ekki lengur vel- komnir gestir í landi þeirra. Þúsund- ir Tékka hafa safnast saman á götum Prag síðustu vikur til krefiast þess aö hermennirnir verði fluttir á brott. Nýir ráöamenn í Tékkóslóvakíu, hafnaöi forysta kommúnista tilboði leiðtöga flokksins, Kakhar Mak- hanov, um að hann viki til hliðar. Reuter sem tóku við af harðlínustjórn kommúnista í nóvember síðastliðn- um, fóru fram á að fyrstu herdeild- imar yfirgæfu landið áður en kosn- ingar færa fram en fyrirhugað er að halda þær í júní. Þá kröfðust þeir að allir hermennirnir yrðu farnir frá Tékkóslóvakíu fyrir ársiok. Reuter Niqoma verður forseti Namibíu Fulltrúar á stjómlagaþingi Namibiu kusu í gær Sam Nujoma, forseta Swapo. til aö gegna embærti forseta iandsins þegar Namibía færloks fuilt sjálf- stæði frá Suður-Afríku i næsta mánuöi. Kosning Nnjoma í emb- ætti fyrsta forseta fijálsrar Namíbíu var einróma. Hann mun taka við embættinu í mars næstkomandi en þá verður þjóðfárú lýðveldisins Namibíu dreginn að húni í fyrsta sinn. Nujoma, sem nú er sextugur, sneri heim til Namibíu á síðasta ári eftir að hafa verið í útlegð í þrjá áratugi. Hann var í forystu Swapo í kosningunum sem fram fóra í nóvember en þær kosning- ar unnu frambjóðendur samtak- anna. Margir höfðu spáð því að Nujoma myndi taka við forseta- embættinu þegar Namibía fengi frelsi. Kouter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB,Bb •. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán. uppsögn 8-9 lb 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar.alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlan verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlánmeðsérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13.75-14,25 6^5-7,25 Ib.Sb Vestur-þýsk mörk Sb Danskarkrónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupqenqi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 ib.Bb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 20,5-26,5 Ib SDR 10,75-11 ib.Bb Bandaríkjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR Óverðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2771 stig Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Byggingavísitala feb. 527 stig Byggingavísitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 4,666 Einingabréf 2 2,562 Einingabréf 3 3,071 Skammtímabréf 1,590 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,062 Kjarabréf 4,626 Markbréf 2,464 Tekjubréf 1,934 Skyndibréf 1,395 Fjölþjóðabréf 1,269 Sjóðsbréf 1 2,259 Sjóðsbréf 2 1,726 Sjóðsbréf 3 1,581 Sjóðsbréf 4 1,332 Vaxtasjóðsbréf 1,5935 Valsjóðsbréf 1,4990 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 530 kr. Eimskip 477 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóöur 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 344 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Fréttamynd ársins 1989 Þessi mynd, af námsmanni fyrir framan kínverska skriðdreka í Peking i Kina, var kosin fréttamynd ársins 1989 af Heimssamtökum fréttaljósmyndara. Myndina tók bandaríski Ijósmyndarinn Charlie Cole í Peking í maimánuði þegar námsmenn fylktu liði á götum borgarinnar til að mótmæla harðlínustjórn kommúnista. Þann 4. júní í fyrra réðust kínverskir hermenn gegn mótmælendunum á Torgi hins himneska friðar í Peking með þeim afleiðingum að hundruð, ef ekki þúsund, létu lífið. Mynd Coles var valin úr rúmlega ellefu þúsund myndum tæplega þrettán hundruð Ijósmyndara frá sextíu og fjór- um þjóölöndum. Ljósmyndarinn, sem starfar fyrir tímaritið Newsweek, hlaut 7.500 dollara í laun, auk þess sem sett verður upp sýning á verkum hans í apríl. Símamynd Reuter/Charlie Cole Tékkóslóvakía: Sovéskir hermenn brátt á brott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.