Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 25
LAÚGARDÁGUR 17. FEBRÚAR 1990. 33 Hann skrifaði henni bréf þegar Kjart- an var „dáinn“. „Þetta var huggunarbréf til hennar og mikið var ég nú góður maður, eins og flestir sem eru dauðir," segir Kjartan og hlær. „Ég átti þetta bréf lengi. Þetta var afar vel skrifað, eins og vænta mátti af séra Jónmundi." Þú lýgur því Faðir Kjartans var á lífi á þessum tíma og hjó undir Eyjaíjöllum en þar er Kjartan fæddur. „Ég bað Valtý Stefánsson, sem var þá blaðamaður á Morgunblaðinu, að tilkynna fóður mínum afturhvarf mitt tfl lífsins. Ekki var sími heima hjá pabba svo stúlka af næsta bæ var send til hans með skilaboðin um að ég væri lif- andi,“ segir Kjartan. „Hann var nú ekki stórorður maður, alla jafna, en við stúlkuna sagði hann blákalt: „Þú lýgur því“, enda átti hann ekki von á þessum ósköpum frekar en aðrir." Skilaboð úr himnaríki Skipverjarnir komu meira að segja fram á miðilsfundi hjá Láru miðli og háru þau skilaboð til ætt- ingja að þeim Uði vel í himnaríki. Kjartani er greinilega skemmt yfir þessari „vitrun“ sinni. „Hún segir reyndar frá því í bók að hún hafi verið blekkt í þessu tilfelh. Ég heyrði síðar að Hafsteinn Björnsson miðill hefði alltaf verið sannfærður um að við værum hfs.“ Minningarathöfnin átti að fara fram daginn eftir að Kristján kom að landi en í staðinn fengu skipverjar heillaskeyti frá prestinum. Engin öryggis- tæki um borð „Sjómannastéttin hafði mikið gagn af þessu slysi því eftir það var farið að leita miklu betur að týndum bátum. Það var afgreitt mjög fljótlega að báturinn væri sokkinn með manni og mús. Öryggi sjómanna hefur líka aukist og neyðarútbúnaður er betri,“ segir Kjartan. „Fyrir utan það að hafa ekki talstöð var enginn dýptar- mælir til staöar, hvað þá ratsjá. Við vorum komnir það langt frá landi að við vorum hættir að sjá fugl.“ Kjartan Guðjónsson sem komst lífs af úr mestu hrakningum hér við land. Hrakningar aftur viku síðar Viku síðar fór Kjartan aftur th sjós og nú á vélbátinn Hjört Péturs- son sem gerður var út frá Sandgerði. Þá lenti hann aftur í hrakningum á sama stað og áður. „Skyndilega hvessti hann á suð- vestan og þegar við erum að draga fyrsta balann kemur þessi feikna dræsa upp á yfirborðið og aht fer í skrúfuna. Vélin snarstoppar og ég reyndi að setja hana í gang en við gátum ekki kúplaö af því að skrúfan var stopp," segir Kjartan. „Talstöðin var í landi til viðgerðar - eins og var hjá Kristjáni — og við settum upp neyðarflaggið. í því kemur Brúarfoss fyrir Reykjanesið og setur stefnuna beint á okkur. Fyrst var reynt að koma léttabátunum th okkar en veðr- ið var svo vont að við treystum okkur ekki í þá. Þá leggja þeir að okkur og taka bátinn í tog. Síðan kaha þeir í varðskipið Sæbjörgu og hún dregur okkur inn til Keflavíkur. Það varð að setja bátinn í shpp th að hreinsa úr skrúfunni." - Hvernig leiö þér þá - kominn á sama stað og nánast í sömu aðstöðu? „Mér datt einna helst í hug að ég hefði verið sá eini feigi úr hópnum og hér væri komið að endalokun- um,“ svarar Kjartan. Upp frá þessu gekk sjómennska Kjartans áfalla- laust í áratugi. Var á sjó fram yfir sjötugt Hann og Hahdóra fluttust til Bol- ungarvíkur og þar var Kjartan til sjós á skipum Einars Guðfinnssonar þar th hann varð 72 ára. Ekki settist hann í helgan stein þegar hann hætti th sjós heldur fór að stála í frystihúsinu. „Ég hætti daginn áður en ég varð áttræður. Mér fannst ég hafa skhað nógu starfi um ævina.“ Kjartan og Hahdóra eignuðust tíu börn en af þeim létust þrjú af slys- fórum. „Ég fór ekki í sjóinn en það átti fyrir elsta syni mínum að liggja. Hann fórst með Heiðrúnu frá Bolung- arvík í vonda veðrinu þegar nokkrir togarar fóru niður í Djúpinu. Annar sonur fórst í bruna í Danmörku og yngsta dóttir mín varð fyrir bíl aðeins 22 ára,“ segir Kjartan. „Það er mikhl skóh, lífið, en ég er ríkur núna að eiga sjö börn. Með barnabörnum og barnabarnabömum em niðjar mínir nálægt því sjötíu talsins og það er mikh auðlegð. Ég átti þetta allt eftir þegar ég komst lífs úr hrakningun- um.“ Halldóra Maríusdóttir lést árið 1970. Eins og blómi í eggi Það má sjá að Kjartan hefur verið mikið hraustmenni; stórar, vinnu- lúnar hendurnar bera merki erfiðis- ins. „Núna fyrst hefur maður það vemlega gott; ég þarf ekki einu sinni að hugsa. Ég bjó lengi einn með DV-mynd KAE yngstu bömunum mínum eftir að konan mín lést. Þegar þau fluttu að heiman fór ég fara í sólarlandaferðir og hef farið árlega síðustu árin og síðast til Portúgal,“ segir Kjartan. Kjartan býr í einu rúmgóðu her- bergi á Hrafnistu í Hafnarfirði og hefur mikið útsýni. -Á góðviðris- dögum sér hann sjö kirkjur út um gluggann. „Ég tók þá ákvörðun að flytja hingað á Hrafnistu meðan ég væri enn með ráði og rænu. Hér er afar gott að vera og ég lifi eins og blómi í eggi,“ segir Kjartan Guðjóns- son sem komst lífs af úr mestu hrakn- ingum hér við land. JJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.