Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. 15 Lífskjörin í landinu Það var þörf áminning að hlusta á Dagsbrúnarmennina deila hart á kjarasamningana þegar þeir voru bornir undir atkvæði. Þeir töluðu tæpitungulaust beint upp úr launa- umslaginu. Og það var auðvitað hárrétt hjá þeim sem sögðu að lág- markslaunin ættu frekar að vera áttatíu þúsund frekar en ijörutíu þúsund. Maður hrekkur raunar viö þegar shk sultarlaun eru nefnd og því er ekki að neita að obbinn af samborg- urunum og maður sjálfur er orðinn svo fjarri raunveruleikanum í sínu vemdaða umhverfi að ég heföi svarið fyrir að svoleiðis laun þekkt- ust hér á landi. Það er von að menn- irnir æsi sig og rífi skitinn hundr- aðkalhnn fyrir framan nefið á verkalýðsforingjum sem sitja uppi með það vanþakkláta hlutverk að mæla með þessum hundraökalla- bisness. Kaldhæðni örlaganna Kjarasamningarnir era skyn- samlegir og kannski það eina sem gert hefur verið af viti í háa herr- ans tíö. En í þeirri skynsemi felst áminningin og kaldhæðnin. Það eru kaldhæðin örlög að verkalýð- urinn í landinu þuríi að samþykkja yfir sig núlllausn í kjaramálum til að gera sér einhverja von um að komast hjá hfskjaraskerðingu. Það er ihyrmislegur sannleikur þegar verkalýðshreyfingin verður að sætta sig við hundraökalla í kjara- bótum. Við sem betri höfum laúnin og þykjumst vera ábyrgir og löghlýðn- ir borgarar yþptum öxlum og klöppum samningamönnunum á bakið fyrir hófsemdina og skyn- semina. Sumir okkar fara svo bak- dyramegin með sína launasamn- inga eins og verkfræðingamir gerðu thraun til og bæta sér upp lúsina í samningunum með sporsl- um og sérkjörum. Við lifum flest í vernduðu umhverfi og eigum okk- ar fjölskyldu og fjallabíl og fylgjum hinum lygna straumi velmegunar- innar. Við hrökkvum upp þegar Dagsbrúnarmaðurinn lemur í borðið. Hvaða læti era þetta? Vhja menn- irnir ekki skynsamlega samninga? spyr sá sem ekki þarf að hafa áhyggjur af kjarasamningum, sá sem ekki þarf að telja hundraðkall- ana upp úr mnslaginu. Hvaða læti eru þetta í mönnunum? Og helm- ingurinn af þjóðinni rekur upp stór augu og hefur aldrei séð svona verkakalla áður og skilur varla þessa ókurteisi og ósvífni að heimta hærri laun þegar alhr eru búnir að semja um kjörin. Já, allir. Allir bankastjórarnir og ráðherrarnir og forkólfarnir og foringjarnir. Já, all- ir sem ráða. Hvað eru mennirnir eiginlega að rífa kjaft? Eru þeir brjálaöir? Það er kannski von aö sjón- varpsáhorfendur hrökkvi upp þeg- ar Dagsbrúnarmaðurinn lemur í borðið. Þeir kannast ekki viö þann mann. Þeir þekkja ekki þessa rödd, þessa beiskju, þessa fyrirlitningu á erkibiskups boðskap. Bonus pater hefur orðið viðskha við rödd hróp- andans í eyðimörkinni. Ég og mín fjölskylda förum allra okkar ferða á okkar fjallabíl og skiljum ekki svona læti. Yfirstéttin Hér er að verða stéttaskipting, óhugnanleg og óbrúanleg stétta- skipting. Annars vegar yfirstéttin, hins vegar láglaunahópurinn. Yfir- stéttin er ekki samansafn af bur- geisum eða aðalsfólki á borð við ríka fólkið í útlöndum. Yfirsteitin er heldur ekki fólk sem býr í sér- stökum hverfum og nýtur alls- nægta á svignandi veisluborði. Yfirstéttin er ekki Pétur þríhross eða Búi Árland. Þegar ég tala um yfirstétt á ég við fólk sem hefur komið sér upp snotrum íbúðum og lífsgæðum sem það hefur öðlast í kapphlaupinu um lífsþægindin. Fólk sem hefur menntast, fólk sem býr við góða atvinnu, snurfusað líferni og tekjur sem þaö getur meira og minna skammtað sér sjálft. Margt af þessu fólki hefur fengið silfurskeiðar í vöggugjöf en aðrir hafa unnið sig í efni. Umfram allt hefur það þó no- tið gjöfuls uppeldis og metnaðar th að koma sér vel fyrir í lífinu. Til- vera þess og tilgangur er fólginn í þægindum, fyrirhafnarleysi og pínulitlu snobbi fyrir útliti, sýndar- mennsku og umhverfi. Þetta er ekki vont fólk eöa ómerkhegt. Hér era bara börn síns tíma á ferðinni, börnin sem eru af annarri og þriðju kynslóð stríðs- gróðans, afsprengi þeirrar heims- menningar sem rutt hefur sér til rúms og eru ekki alin upp í slor- inu. Stéttarvitund, félagsmála- áhugi, þjóðfélagsbarátta er utan og ofan við áhugasvið þessarar ný- kynslóðar. Eigin velferð, sjálfs- ímyndin og einkamál viðkomandi eru upphaf og endir þeirra lífsvið- horfa sem einkenna þennan hóp. Þetta eru börn tíðarandans og nú- tímalifnaðarhátta og eru ekki verri fyrir það. Láglaunahópurinn Hins vegar er svo láglaunahópur- inn sem lifir í sínum eigin heimi og nýtur ekki hins verndaða um- hverfis fjármála og fjallabíla. Sá hópur er líka innhverfur en af allt öðrum ástæðum. Hann er inn- hverfur og sjálflægur vegna þess að hann má ekki vera að öðra. Hann er upptekinn við að eiga í sig og á, stritið og stjanið við börn í ómegð, bilaðan bílskrjóð, bankalán og baráttu við að halda í við lífs- þægindi sem engin efni era th. Þetta fólk er líka einangrað og af- skipt vegna þess að það er of stolt til að bera sorgir sínar á torg, opin- bera fátækt sína, og þegir yfir van- sæld sinni. Minnimáttarkennd heitir það eða beiskja út í sjálfan sig fyrir að hafa beðið ósigur í lífs- þægindakapphlaupinu. Örvinglað í eigin vítahring. Auövitað lifir enginn af fjörutíu þúsund krónum og ástæðan fyrir því að undirmálsfólkið skrimtir og kreistir fram lífið er að oftast eru tvær fyrirvinnur á heimihnu. Sá nöturleiki er fyrir löngu orðinn staðreynd í þessu landi velmegun- ar og velferðar að engin fjölskylda kemst af nema bæði karlinn og konan vinni fyrir leigu og mat og vöxtum og klæðum og afnotagjöld- um af öllum þeim lúxusi sem nú er orðinn að lifsnauðsynjum. Annirnar á vígstöðvum þessarar baráttu eru shkar að enginn tími gefst til stéttarbaráttu eða félags- starfa. Hver má vera að því að eyða tíma sínum í fánýtt félagsmála- vafstur og hver nennir því eftir langan vinnudag? Einhver kann að segja að þetta hafl menn gert hér áður fyrr, þreyttir úr erfiðisvinnu, soltnir af matarskorti, hvattir áfram af hug- sjóninni einni. En þá var heldur ekkert sjónvarp sem mataði þjóð- ina á heimskunni og mettaöi hana á afþreyingunni. Þá voru menn soltnir í menningu og þjóðmál og réttindabaráttu og þyrsti í blóð. Nú þyrstir engan í blóð vegna þess að allt þeirra blóð rennur til þeirrar skyldu að gera eins og hinir. Hugsa um sjálfan sig, strjúka sér um mag- ann og skipta um rás. Hugsjónirnar hafa borið lægri hlut fyrir einka- högunum. Tveir heimar Það er mikið metnaðarleysi í þeirri þjóð sem lifir svona lífi, svona tvöfóldu lífi. Sem lætur það viðgangast að skiptast í tvennt og lætur afskiptalaust að annar helm- ingurinn af þjóðinni loki sig inni í vernduðu umhverfi lífsgæðanna meðan hinn býr við sult og seyru láglaunanna. Lengi vel gátum við gumað af því, íslendingar, aö vera stéttlaust samfélag og við erum þaö í rauninni enn í þeim skilningi að hér er hvorki aðall né lávarðadeild og öll erum við jafningjar í orði. En á borði eru leiðir að skhjast. Börnin alast ekki lengur uppi við sveitastörf, unglingarnir alast ekki lengur upp viö sams konar aðstæð- ur, fullorðna fólkið á sér óhka heima. Hér er auðvitað ekki við stjóm- málin að sakast. Ekki heldur skóla- kerfið eða verkalýðshreyfinguna. Það er einfaldlega tíðarandinn og þjóðfélagið í heild sem er að breyt- ast. Ný kynslóð hefur fengið nýja lífssýn, annars konar uppeldi en áður og nýjan heim th að lifa í. Athvarf einstaklinga er ekki lengur í andlegri næringu heldur þeirri lífsfyllingu sem felst í þægindunum og eigin vehíðan. Hvar eru fullhugarnir sem óðu eld og brennistein fyrir málstað- inn? Hvar era garparnir sem ætl- uðu að breyta heiminum? Hvar er eldmóður Hannibals í verkalýðs- hreyfmgunni eða kraftur Thors Jensens í athafnalífinu? Hvar era glæsimennin í pólitíkinni? Asklok fyrir himin Dagsbrúnarmennirnir þurftu að bíta í það súra eph að láta núh- lausnina yfir sig ganga. Þeir urðu meira að segja að auðmýkja sig til að rétta upp hendurnar til að sam- þykkja yfir sig þessa smán. Ráð- herrarnir voru búnir að semja um þetta, bankástjóramir, atvinnu- rekendurnir og verkalýðsforingj- arnir mæltu með þessum samning- um sem skásta kostinum. Hvað á lítill eyrarkarl að vera að ybba gogg þegar höfðingjarnir og fyrirmenn- irnir hafa sagt sitt síðasta orð? Hvers má sín sú alþýða sem ekki sækir fundi, sem nennir ekki að hafa skoðanir, sem hefur týnt krafti sínum og samtakamætti? Fólkið hefur verið tamið th hlýðni, það hefur glatað trúnni á mátt ein- stakhngsins til áhrifa. Það hefur vanið sig við að láta aðra stjórna og segja sér fréttirnar í sjónvarp- inu. Á verkalýðsfundum eru þetta nokkrar hræður sem mæta til að greiða atkvæði um lífskjör sín. Hin- ir hafa dregið sig í hlé og eru sestir að í híði sínu og kyngja örlögum sínum. Þeir láta foringjana og fyr- irsvarsmennina segja sér fyrir verkum. Lífskjörin í landinu verða ekki miklu betri þótt kauphækkunin hefði orðið nokkrum prósentum hærri en samningarnir segja til um. Stéttaskiptingin hefði ekki breyst og heldur ekki þær tvær þjóðir sem búa í landinu. Fátækir hefðu orðið fátækir áfram og þeir ríku ríkir. Um það snýst ekki þessi hugleiðing heldur hitt að við erum að verða viðskila hvert við annað. Vitum ekki hvert af annars kjörum og, það sem verra er, okkur koma þau ekki við. Við heyrum í Dagsbrúnarmann- inum þegar hann lemur í borðið og sjáum hann rífa hundraðkall- inn. Hrökkvum upp eitt augnablik og spyrjum forviða: Getur það ver- iö að blessað fólkið hafi ekki hærri laun? Skiptum svo um rás. í fjarrænu augnaráði hins ókunna manns má ekki merkja nein svipbrigði. Unga kynslóðin er upptekin við framtíðina, fráskilda konan við ómegðina, verkamaður- inn við hundraðkallinn og yfir- stéttin við fjallabílinn. Hver hugsar um sitt og þjóðin paufast áfram út í óvissuna og lætur sér fátt um finnast. Einstakhngamir era hvort sem er ókunnugir öllum nema sinni eigin persónu. Nema sínu eig- in askloki. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.