Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 17. PEBRÚAR 1990. 5 Fréttir Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips, í Sakadómi: Greiddi mútufé RúmeniukjÖtið: Nægar frysti- geymslur á áfangastað „Hér er næg aöstaða fyrír hendi til aö geyma frosið kjöt ef til þess kemur vegna tafa í dreifmgu á því. Annars er fjöldi fólks sem kemur við sögu viö dreifinguna og búist viö aö hún gangi fljótt fyrir sig,“ sagði viömælandi DV á skrifstofu Rauöa krossins í Búkarest í samtali x gær. Fyrstu 120 tonnin af alls 600 tonnum af lambakjöti eru farin áleiðis til Rúmeniu. Næstu kjöt- sendingar til Rúmeníu fara frá landinu næstu daga. Efasemdir komu upp varðandi möguleika Rúmena á að geyma frosið kjöt og var óttast að það skemmdist í dreifmgu. Jóhannes Georgsson, rúmenskfæddur hljóðfæraleikaiá Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, sem sýnt hefur kjöt- sendingu íslendinga mikinn áliuga, staðfesti i samtali við blaðið að nægar frystigeymslur væru i Rúmeniu frá þeim tíma er þeír fluttu út kjöt og sam- kvæmt heimildum hans standa þærnútómar. -hlh ísafjörður: Mjög persónu- legar deilur „Þaö býður nýrrar stjórnar sjúkrahússins að ákveða ffarn- haldið. Hún tekur til starfa eftir sveitarstjómarkosningarnar í vor. Við ákváðxrm að segja lækn- unum upp til aö nýja sijórnin hefði hreint borð þegar hún tekur viö,“ sagði Pylkir Ágústsson, for- maöur stjórnar sjúkrahússins á Jsafirði. Stjónin hefur ákveðiö að segja þremur læknum við sjúkrahúsið og heilsugeeslustöðina upp. Jafn- framt hefur yfirlæknirinn sagt starfi sínu lausu. Fyrsti læknir- inn úr þessum hópi er á leið í fri og kemur ekki til starfa aftur. Hitúr fara í maí og júní. „Það getur enginn sagt til um hvers vegna þessar deilur hafa magnast upp. Þær eru mjög per- sónulegar og því illar viðureign- ar. Við urðum á endanum aö höggva á hnútinn með því að segja öllum upp. Allar tilraunir til sátta höfðu mistekist. Stjórnin hafði reynt allt til að ná sáttum milli læknanna og landlæknir líka en allt kom fyrir ekki,“ sagði Fylkir. -GK Nauðgunarmálanefndin: Skýrslan hefur ekki sést í ráduneytinu - segir heilbrigðisráðherra Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar heObrigöisráðherra hefur engin virma farið fram í kjölfar skýrslu þeirrar er nauðgimar- málanefhd skilaði af sér í október 1988. Upplýsti ráðherra að i haust heföi meira að segja komið í Ijós að skýrslan var ekki einu sinni til í heilbrigðisráðuneytinu og aldrei hefði verið eftir henni leit- að þar. Þetta kom fram þegar heil- brigöisráðherra svaraði fyrir- spurn Guðrúnar Agnarsdóttur, þingkonu Kvennalistans, um af- drif skýrslunnar. Gagnrýndi Guörún harðlega að ekki skyldi vera raeira unnið úr niðurstöðum skýrslunnar en þar var meöal annars lagt til aukín fi-æðsla fólks í heilbrigðisstéttum varöandi við- brögð við nauðgunum. Sagði ráðherra að það hlyti vissulega að teljast slæmt að svo stórt og ítarlegt nefndarálit hefði ekki verið notað. -SMJ Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips, sagði við yfir- heyrslur í Sakadómi í gær að hann hefði á árinu 1983 gefið út ávísun, leyst hana út og stópt peningunum í erlendan gjaldeyri og greitt erlend- um aðila til að liðka fyrir flutningum með Hafstópi. Fjárhæðin var 163.000 tóónur í október 1983. Framreiknuð samkvæmt lánskjaravísitölu er fjár- hæðin 574.000 í dag. Björgólfur sagði að þessi greiðsla hefði verið færð í bókhald Hafskips sem afsláttur og að það hefði verið rétt að gera svo. Hann sagðist sjálfur hafa greitt peningana, enda hefði það verið hans Ixlutverk sem forstjóra félagsins. „Ég var ráðinn til félagsins til þess að sjá um slíka hluti.“ „Ég sá um það. Ég lét Albert Guð- mundsson hafa peningana. Ég bar mig saman við Ragnar Kjartansson en hefði ekki þurft þess, ég gat alveg ákveðið þetta einn,“ sagði Björgólfur þegar hann var spurður um peninga- gjöf Hafskips og Eimskipafélagsins til handa Guðmundi J. Guðmunds- syni, formanm Dagsbrúnar. Björgólfur sagði að Albert hefði átt hugmyndina að gjöfmni og að ektó hefði átt að tala um hana. í upphafi greiddi Hafskip alla pen- ingana, 120 þúsund krónur. Eimstóp Idómsalnum Sigurjón M. Egilsson greiddi sinn hluta mánuði síðar, 60 þúsund krónur, á Þorláksmessu 1983. Björgólfur skipti ávísuninni og þeir peningar komu aldrei til Haf- stóps. Björgólfur sagðist hafa gefið heimilismönnum á vistheimili í Reykjavík peningana. Hann sagði það algengt, og allt að því til þess ætlast, að stórfyrirtæki styrktu menningarlíf, gæfu til lista og liknar- mála. Björgólfur sagði að hann ósk- aði þess að forstöðumaður vistheim- ilisins kæmi síðar fyrir dóminn sem vitni. Greiddi utanlandsferð í einni lögregluskýrslu segir vitni að hann hafi hitt Björgólf í Austur- stræti og í samtali þeirra hafi komið fram að manninn langaði í utan- landsferð en hann ætti ekki fyrir því að bjóða konu sinni með. Samkvæmt framburði mannsins varð þetta sam- tal til þess að Björgólfur keypti fars- eðla og afhenti manninum. „Hvort ég hitti hann í Austurstræti eða Bergstaðastræti skiptir engu máli,“ sagði Björgólfur. Björgólfur sagði að umræddur maður hefði ver- ið í viðskiptum við Hafskip og það hefði ekki verið óalgengt að Hafskip greiddi utanlandsferðir fyrir við- skiptavini, bæði skemmti- og kynn- ingarferðir. Umræddur maöur var stór umboðsaðili og samkvæmt því sem Björgólfur sagði færði hann Hafskipi talsverð viðskipti. „Hann var stór umboðsaðili og þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér vegna þeirra viðskipta sem hann færði okkur.“ Bókhald í góðu lagi Björgólfur sagði að bókbald Haf- skip heíði verið mjög góðu lagi. Þau gögn, sem ljggja fyrir í málinu, sagði hann vera lítið brot af þeim hundruð- um þúsunda fylgiskjala sem fóru um hendur Hafsldpsmanna. Hann sagði Hafskip ektó hafa verið skóbúð held- ur stóifyrirtætó og að mjög vel hefði verið staðið að málum miðað við umfang. „Það sagði við mig lögfræöingur, sem ég hitti á götu: „Þaö er eins gott að tékkheftið mitt er ekki tekið upp“,“ sagði Björgólfur Guðmunds- son. -sme VOLVO sýnir nýja kynslóð Við sýnum um helgina 1990 árgerð af öllum bifreiðum í Volvo fjölskyldunni, þar á meðal: Fjölskyldusportbílinn Volvo 440 Turbo • Volvo 240 og 740 skutbílana - bíla sem eiga sér enga keppinauta • Flaggskipið Volvo 760 GLE með öllum þeim búnaði sem lúxusbifreið þarf að hafa. Við kynnum sérstaklega nýja kynslóð af Volvo 740, en það er 740 GLTi, sem er ríkulega búin lúxusbifreið með sportlegt útlit og á ótrúlega hagstæðu verði. Verið velkomin til okkar um helgina Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 13-16. VOLVO Brimborg hf. Bifreið sem þú getur treyst Faxafeni 8, sími 91 -685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.