Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 48
F R ÉTT AS KOTIÐ 1 62 • 25 * 25 ÆSmmm fflmmam | B v wÆ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ■ : 1 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Dómsmálaráðherra: Frum- varp eftir helgi um kyn- ferðisaf- brotamál „Ég mun mæla fyrir frumvarpi i næstu viku að breytingu á 22. _ kafla hegningarlaga sem varðar kvnferðisafbrotamenn og refs- ingu þeirra. Það hefur verið sam- þykkt í ríkisstjóm að leggja fnun- varpið fram. Þetta er vandmeð- farið mál sem ég vil að Alþingi taki afstööu til. En ég vona að það nái afgreiðslu fyrir vorið. Ég vil hins vegar ekki tjá mig um mál einstakra kynferðisafbrota- manna,“ sagði Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmáiaráðherra í samtali við DV er hann var spuröur um hvort lagabreytinga væri að r vænta í ljósi þeirra atburða sem frá var skýrt í DV í gær. „Frumvarpið er samið í fram- haldi af skýrslu nauðgunarmáia- nefndar og er samið af Jónatan Þórmundssyni prófessor og Þor- steini A, Jónssyni hjá dómsmála- ráðuneytinu," sagöi Óli. „Einnig er í buröarliönum að semja frumvarp um breytingar á iögum um meðferð opinberra mála sem snerta meðal annars kynferðísafbrot. Þær tillögur eru frá minni hendi nú í athugun hjá réttarfarsnefnd. í þeim hug- myndum er meöal annars fiallaö um hugsanlega aöstoð við brota- þola vegna kynferðisafbrota. En ..það er mjög líklegt að lögunum varöandi þennan málaflokk verði breytt“. Óli sagðist ekki vilja tjá sig um sjúkleika einstakra manna sem tengjast kynferðisafbrotum. „Ég legg áherslu á að þessi mál eru það fiölþætt í eöli sínu að þau snerta fleiri ráöuneyti. Nú fyrir nokkrum dögum var ákveöið á ríkisstjórnarfundi að fela dóms- mála-, heilbrigðis-, menntamála- og félagsmálaráðherra að fialla frekar um tillögur nauðgun- armnálanefndar og leita þeirra leiða sem nú eru færar til að koma þeim i framkvæmd svo fljótt sem kostur er,“ sagöi Óli , Þ. Guðbjartsson. -ÓTT LOKI Hvað er þetta, auðvitað eru póli- tísku bankastjórarnir nítján manna makar í öðru en eftirlaunum. Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir Steingrími Njálssyni til 4. apríl: Rannsókn beinist að fleiri atburðum Rannsókn á máli kynferðisafbrota- mannsins Steingríms Njálssonar er í fullum gangi hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Sjónarvottur, sem var á Skarphéö- insgötunni þegar Steingrímur var handtekinn, segir að hann hafl áður séð Steingrím fara með dreng í íbúð sína. Sjónarvotturinn segir aö dreng- urinn hafi veriö á svipuðum aldri og litli drengurinn sem var í íbúð Stein- gríms síðdegis á flmmtudag. Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri sagðist vilja bíða með að staðfesta einstök atriöi rannsóknar- innar. Hann sagði að rannsóknin væri lokuð og hann gæti ekki sagt til um einstök atriði rannsóknarinn- ar. Rannsóknarlögreglan leitar fleiri atvika en þess sem gerðist á fimmtu- dag. Þórir Oddsson segir það vera almenna reglu þegar mál konia upp aö rannsaka hvort viðkomandi hafi hugsanlega fleira á samviskunni en það sem kært er. - Nú virðist þetta ákveðna atvik ekki vera stórglæpur. Þið hafið krafist gæsluvarðhalds,, er það gert vegna fortíðar mannsins, eða beinist rann- sóknin að öðrum hugsanlegum af- brotum? „Þegar litið er til allra aðstæðna eins og þær voru og ferils hans þá er litiö á aö hann hafi fellt á sig mjög sterkan grun um kynferðislegt at- hæfi. Að því beinist krafan um gæsluvarðhaldið," sagði Þórir Odds- son vararannsóknarlögreglustjóri. Ekki er búið að úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Steingrími Njálssyni. Úrskurðurinn mun liggja fyrir í dag. Rannsóknarlögreglan hefur krafist þess að Steingrímur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. apríl. Samkvæmt heimildum DV hefur Steingrímur neitað öllum sakargiftum. Eftir því sem næst verður komist segist hann hafa klætt litla drenginn úr buxunum af um- hyggju vegna þess hversu blautar þær voru. Steingrímur Njálsson gengur hér handjárnaður milli tveggja rannsóknarlögreglumanna inn í Sakadóm Reykjavíkur j gær. Þar var tekin fyrir krafa um gæsluvarðhald. Úrskurður dómarans mun liggja fyrir í dag. DV-mynd s Veðrið á sunnudag og mánudag: Snjóar norðan- lands Á sunnudag og mánudag verð- ur strekkingur á Vestfiöröum en annars hægari norðaustlæg eða breytileg átt. Snjókoma veröur og síðar él norðanlands ogeinnig él á víð og dreif við strendur landsins, síst þó á Vesturlandi. Hiti verður um eða undir frost- marki og fer kólnandi. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Uti að aka í 40 ár BHALEIGA v/FIugvalIarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.