Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARÓAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Kvikmyndir Óskarsverðlaunatilnefningar birtar: Margt kom á óvan Þá er búiö aö birta nöfn þeirra sem munu berjast hatrammri baráttu í rúman mánuö fyrir því að fá náð hjá amerísku kvikmyndaakademí- unni þegar afhending hinna eftir- sóttu óskarsverðlauna fer fram í lok apríl. Óskarsverðlaun eru kannski ekki sá mælikvarði fyrir gæði sem gagnrýnendur óska sér en ef kvik- mynd fær óskarsverðlaun eða er tilnefnd vekur það meiri athygli á myndinni heldur en heils árs markaðssetning fagmanna. Þetta á einnig við um leikara. Má segja að framtíð þeirra sé borgið þótt aðeins sé um tilnefningu að ræða. Hafa margir leikarar risið upp úr ösk- ustó og öðlast vinsældir aðeins með því að fá tilnefningu. í fyrrakvöld voru birtar tilnefn- ingar fyrir 1990. Má segja að aka- demían hafi í mörgum tilfellum komið á óvart. Það kom þó ekki á óvart að Born on the Fourth of July og Dead Poets Society skyldu vera í fremstu röð kvikmynda sem tilnefndar voru. Það kom aftur á móti á óvart að kvikmynd Bruce Beresford, Driving Miss Daisy, skyldi fá níu tilnefningar og vera sú kvikmynd sem ílestar tilnefn- ingar hlaut. Driving Miss Daisy er mannleg saga og um leið gamansöm mynd um eldri gyðingakonu og samskipti hennar við svartan einkabílstjóra sinn. Hin breskættaða Jessica Tandy, sem er orðin 81 árs gömul, fékk tilnefningu til óskarsverð- launa í aðalhlutverki. Þá fékk Morgan Freeman, sem leikur bíl- stjóra hennar, einnig tilnefningu sem besti leikari í aðalhlutverki. Vietnam-mynd Olivers Stone, Bom on the Fourth of July, sem flestir höfðu spáð yfirburðum í til- nefningum, fékk átta tilnefningar, þar á meðal Tom Cruise fyrir best- an leik í aðalhlutverki. Leikur hann Ron Kovic, hermanninn sem lamaðist í stríðinu og gerist einn helsti talsmaður mótmælenda stríðsins þegar heim kemur. Þá fékk Oliver Stone tilnefningu sem besti leikstjóri en hann er fyrrver- andi Vietnam-hermaður sem særð- ist tvisvar. Bæði Born on the Fo- urth of July og Driving Miss Daisy em meðal kvikmynda í flokknum besta myndin. Ef svo vildi til að Jessica Tandy og Morgan Freeman ynnu bæði tíl óskarsverðlauna yrði það í sjötta sinn sem par fengi slík verðlaun fyrir sömu mynd. Fyrsta parið sem fékk slík verðlaun vom Clark Gable og Claudette Colbert fyrir leik sinn í It Happened One Night sem gerð var 1934. Þekktasti leikarinn í Driving Miss Daisy er vafalaust Dan Aykroyd og fékk hann tilnefningu sem besti leikari í aukahlutverki. Það vom margar tilnefningar sem komu á óvart. Meðal annars að hinn ungi breski snillingur Ken- neth Brannagh skyldi fá tilnefn- ingu sem besti leikari og besti leik- stjóri fyrir mynd sína Hinrik 5. sem gerð er eftir leikriti William Sha- kespeare. Með þeirri mynd fetaði hann í fótspor Laurence Olivier sem gerði einmitt kvikmynd eftir þessu verki 1944, kvikmynd sem margir telja bestu Shakespeare-kvikmynd sem gerð hefur verið. Þá kom ekki síður á óvart að írska kvikmyndin My Left Foot, sem byggð er á ævi írska skáldsins og málarans Christy Brown, skyldi fá flmm tilnefningar, þar á meðal fékk Daniel Day Lewis tilnefningu sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Christy Brown. Þriðji breski leikarinn, sem fékk tilnefningu í aðalhlutverk, var Kvikmyndir Hilmar Karlsson Tom Cruise vinnur stórsigur sem leikari í Bourn on the Fourth of July. Hér er hann í hlutverki Ron Kovic, nýkominn heim frá Vietnam. Franska leikkonan Isabella Adjani fær tilnefningu sem besta aðalleik- kona fyrir leik sinn í Camille Claudell. Pauline Collins, sem fáir aðrir en breskir sjónvarpsáhorfendur þekktu þar til hún fékk aðalhlut- verkið í Shirley Valentine sem sleg- ið hefur í gegn í Bandaríkjunum. Endurtekur hún þar hlutverk sem hún lék á sviði í London. Fimm tilnefningar fékk einnig Glory sem segir frá atburði í þræla- stríðinu. Fleiri tilnefningar, sem komu á óvart, eru til að mynda Robin Williams fyrir leik sinn í Dead Poets Society. Ekki það að leikur hans sé ekki góður en hann er í mesta lagi helming sýningar- tímans á tjaldinu. Þá kom einnig á óvart að Isabella Adjani skyldi vera tilnefnd sem besta leikkona í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Camille Claudel þar sem sú mynd er á frönsku. Hér á eftir fer listi yflr tilnefningar í helstu verðlauna- flokkana: Besta kvikmynd: Born on the Fourth of July, Dead Poets Society, Driving Miss Daisy, Field of Dre- ams og My Left Foot. Besti karleikari í aðalhlutverki: Kenneth Brannagh (Henry V.), Tom Cruise (Bom on the Fourth of July), Daniel Day Lewis (My Left Foot), Morgan Freeman (Dri- ving Miss Daisy) og Robin Williams (Dead Poets Society). Besta leikkona í aðalhlutverki: Isabelle Adjani (Camille Claudel), Pauline Collins (Shirley Valent- ine), Jessica Lange (Music Box), Michelle Pfeiffer (The Fabulous Baker Boys) og Jessica Tandy (Dri- ving Miss Daisy). Besti karlleikari í aukahlutverki: Danny Aiello (Do the Right Thing), Dan Aykroyd (Driving Miss Daisy), Marlon Brando (A Dry White Sea- son), Martin Landau (Crimes and Misdemeanors) og Denzel Was- hington (Glory). Besta leikkona í aukahlutverki: Brenda Fricker (My Left Foot), Anjelica Huston (Enemies, a Love Story), Lena Olin (Enemies, a Love Story), Julia Roberts (Steel Magn- olias) og Dianne Wiest (Parentho- od). Besti leikstjóri: Oliver Stone (Born on the Fourth of July), Wo- ody Allen (Crimes and Misdemea- nors), Peter Weir (Dead Poets Soci- ety), Kenneth Brannagh (Henry V.) og Jim Sheridan (My Left Foot). Besta handri: Woody Allen (Cri- mes and Misdemeanors), Tom Schlman (Dead Poets Society), Spike Lee (Do the Right Thing), Steven Soderbergh (Sex, Lies and Videotapes) og Nora Ephron (When Harry Met Sally). Besta handrit byggð á öðm verki: Oliver Stone og Ron Kovic (Born on the Fourth of July), Alfred Uhry (Driving Miss Daisy), Roger L. Sim- on og Paul Mazursky (Enemies, a Love Story), Phil Alden Robinson (Field of Dreams) og Jim Sheridan (My Left Foot). Besta erlenda kvikmyndin: Cam- ille Claudel (Frakkland), Cinema Paradiso (Ítalía), Jesus of Montreal (Kanada), Santiago, the Story of his New Life (Puerto Rico) og Waltzing Regitze (Danmörk). Eins og sjá má em nokkrar kvik- myndir sem virðast hafa farið vel í hina 6700 meðlimi bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem svo mun velja úr þessum tilnefningum. Það vekur athygli að í þriöja skipt- ið í röð á Danmörk mynd meðal tilnefninga um bestu erlendu kvik- myndina og menn skulu mun það að Veisla Babbettu og Pelle sigurvegari sigruðu í þeim flokki og máltækið segir: Allt er þegar þrennt er. -HK Kenneth Brannagh er tilnefndur til tveggja óskarsverðlauna, sem besti leikari og besti leikstjóri fyrir Henry V. Það er ekki síst leikurunum Jessica Tandy og Morgan Freeman að þakka hve vel hefur tekist til með Driving Miss Daisy. My Left Foot er tilnefnd til fimm óskarsverðlauna. Á myndinni er Dani- el Day Lewis í hjólastólnum, leikstjórinn Jim Sheridan stendur bak við hann og til hliðar við þá er leikarinn góðkunni, Cyril Cusack.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.