Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990.
13
Reykjavík fyrr og nú
Þessar tvær myndir eru teknar frá
Lækjartorgi austur yfir Arnarhól-
inn og er eldri myndin þrjátíu ára.
Þaö eru einkum tvær breytingar
sem greina má í bakgrunni mynd-
anna frá 1960. Lindargata 9, sem á
gömlu myndinni sést milli Sölu-
turnsins og Þjóðleikhússins, var
gosdrykkjaverksmiðja Sanitas fyr-
ir þijátíu árum en 1962 var húsinu
breytt í skrifstofubyggingu Dags-
brúnar og Sjómannafélagsins og
heitir síðan Lindarbær.
Þá teygir sig upp í bakgrunni
nýju myndarinnar íbúðarháhýsið á
Völundarlóðinni sem verið hefur í
byggingu sl. tvö ár.
Söluturn með níu líf
Róttækar breytingar urðu á
gatnamótum Hafnarstrætis, Kalk-
ofnsvegar, Hverfisgötu og Lækjar-
götu, einkum með breikkun Lækj-
argötu og Kalkofnsvegar 1970-71.
Rafstöðvarhúsið lengst til vinstri
á gömlu myndinni, Hreyfilshúsið
og Söluturninn uröu að víkja við
þessar framkvæmdir en það var
einungis Söluturninn sem lifði
umbrotin af, enda hefur hann
a.m.k. níu líf og yngist með hveiju
árinu þrátt fyrir þá staðreynd að
borgaryfirvöld hafa haft horn í síöu
hans af og til allt frá árinu 1916.
Sölutuminn var færður af Lækj-
artorgi á Arnarhólshornið árið
1918 og fékk að standa þar í rúma
hálfa öld, þó ekki alveg óáreittur,
því hann var tvisvar færður örlítið
ofar í Hólinn á þessu tímabili.
Húsið lengst til vinstri á nýju
myndinni var byggt er Hafnar-
stræti 22 var rifið 1977. Rishæð þess
var svo bætt við 1985 en húsið var
teiknað af Bjama Marteinssyni
arkitekt.
Stöðvarhús Hreyfils
Stöðvarhús Hreyfils, sem á gömlu
myndinni er vinstra megin við
Sölutuminn, var múrhúðað timb-
urhús, reist er Bílastöðin Geysir
var stofnuð 1938.
Þegar Samvinnufélagið Hreyfill
var stofnað 1943 keypti félagið
Geysisstöðina og varð húsið þá að-
alstöðvarhús Hreyfils til ársins
1951 er Hreyfilsmenn keyptu Litlu-
Myndasafn DV
sem steyptur var á lóðamörkum
Amarhóls og Hreyfils. Veggurinn
er þar enn þótt einungis efsti hluti
hans standi nú upp úr síðar að-
keyrðum jarðvegi. Á veggnum er
mjótt hlið sem einnig sést á gömlu
myndinni, milli stöðvarhússins og
Söluturnsins.
Á Arnarhólnum hefur verið
óvenju fámennt, þegar gamla
myndin var tekin, en fyrir þrjátíu
árum var þar oft krakkaskari á
þessum árstíma og feikilegt fjör.
Ibúðabyggð í Skuggahverfinu,
Þingholtunum og gamla vestur-
bænum var þá enn nógu fjölmenn
til að fylla Arnarhólinn af táp-
miklum krökkum með skíðasleða
og magasleða. Þá var það geysivin-
sælt, en engu að síður ískyggilegt
hættuspil, að renna sér af háhóln-
um í átt að Hreyfilsplaninu, í gegn-
um hliðið á steinveggnum og inn á
planið milli stöðvarhússins og
Söluturnsins.
Þeir sem þá renndu sér á Amar-
hólnum á kyrrum vetrarkvöldum
muna sjálfsagt enn eftir glamrinu
frá Kolakrananum, tilkynningum í
hátalarakerfi BSÍ við Kalofnsveg
DV-mynd BG
Umsjón:
Kjartan G. Kjartansson
bílastöðina við Hlemmtorg. Hreyf-
ilsmenn höfðu þó áfram aðsetur í
stöðvarhúsinu við Arnarhól uns
húsið var selt Reykjavíkurborg og
það rifið árið 1970.
Á bensínafgreiðslu Hreyfils við
Arnarhól störfuðu um skeið, m.a.
Jenni Jóns tónlistarmaöur og
Valdimar Lárusson leikari. Þá var
Kristbjörg Kjeld leikkona skrif-
stofustjóri Hreyfils í nokkur ár.
Er gamla myndin var tekin og
fram eftir sjöunda áratugnum var
hinn góðkunni Reykvíkingur og
útvarpsmaður, Pétur Pétursson,
með sælgætissölu í Hreyfilshúsinu.
22 4 22
Ugglaust muna ýmsir eldri Reyk-
víkingar eftir elsta símanúmeri
Hreyfils, 66 33. Það fer hins vegar
ekkert á milh mála að flestir Reyk-
víkingar, sem komnir eru á miðjan
aldur og þar yfir, muna vel eftir
næsta Hreyfilssímanúmeri, 22 4 22.
Þegar símanúmer í Reykjavík
breyttust í fimm stafa tölu fjölguðu
Hreyfilsmenn línum sínum til
muna en það gerði þeim ókleift að
setja tölustafinn 1 fyrir framan
gamla fjögurra stafa númerið. Því
reiö nú á að finna gott símanúmer
sem auðvelt væri að muna. Hreyf-
ilsmönnum bauðst númerið 22 4 22
en þegar auglýsa átti númerið í
Morgunblaðinu auglýsti blaðið
| rangt símanúmer. Hpeyfilsmenn
brugðu þá á það ráð að auglýsa
rösklega í útvarpinu með þeim
ágæta árangri að hvert mannsbarn
í Reykjavík mundi númerið.
Stefán Magnússon, faðir Ás-
mundar, formanns ASÍ, var fram-
kvæmdastjóri Hreyfils á árunum
1956-69, en hann hefur getið þess
að stundum hafi nokkur óþægindi
fylgt því hversu vel þekkt síma-
númerið var, því oft hringdu menn
á Hreyfil til þess eins að ganga úr
skugga um að sími hringjandans
væri í lagi. Ef vel er aö gáð má sjá
þetta víðfræga símanúmer málað á
stöðvarhúsið.
Þegar Arnarhóllinn
var sleðabrekka
Á gömlu myndinni má sjá stein-
vegg, u.þ.b. sextíu sentímetra háan,
og auglýsingum í formi htskyggna
sem sýndar voru á norðurvegg
Nýja bíós.
En nú þekkja krakkar ekki leng-
ur skíðasleða, Arnarhóhinn stend-
ur einn og yfirgefinn hvemig sem
viðrar og þaðan heyrast ekki leng-
ur á vetrarkvöldum hin gamal-
kunnu varnarhróp sleðamanna:
„Frá, frá, frá, Fúsa liggur á!“
KGK
Um miðjan mars verður efnt til
samkeppni þar sem birtar verða
10 myndir, ein mynd í hverri viku,
hér í D.V. Dregið verður úr réttum
lausnum og fær sá sem þekkir hvað
allar myndirnar fjalla um vegleg
verðlaun. Einnig verða nokkur
aukaverðlaun.
BÓKin FÆST í FLESTUM BÓFA VFRSLUF1UM.
BIBLÍAN í MYNDUM
230 lista'verk eftir Gustarve Doré.
Aðaltilgangur útgáfu þessarar bókar er
aðglæða áhuga almennings á að lesa ogfræðast
um hina helgu bók, Biblíuna. Bókin er 248 bls.
í A4 brotí Við hverja mynd er hægt að fletta
upp í Ritningunni og lesa um þann atburð,
sem myndin sýnir...
í rúma öld hafa biblíumyndir Dorés
mótað hugmyndir okkar um
fólk, húsakynni og atburði sem
Biblían segirfrá.