Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. - paradís skíðaiðkenda Anna Bjamason, Flórída: Síðustu dagana hafa skíðaunnend- ur í Bandaríkjunum fengið enn eina „himnasendinguna". Talsverð snjó- koma hefur verið í Klettafjöllunum, einkum í Colorado, Montana og norður í Kanada. Sl. miðvikudag var snjódýptin á helstu stöðunum í Col- orado, fyrir utan nýfallna lausa- mjöll, frá 84 cm upp í 114 cm. í Den- ver hefur verið frost að undanfórnu, allt niöur í 12 til 13 gráður að nætur- lagi, en hitinn farið yfir núllið í sól- skininu á daginn. Colorado er óumdeilanlega besta skíðaland Bandaríkjanna þó að góð skíðalönd séu einnig í Sierrafjöllun- um og Sqaw Valley í Kalifomíu, í Deer Valley og Park City í Utah og Killington og Mount Snow í Ver- mont, svo nefndir séu helstu staðirn- ir þar sem aðstaðan er fjölbreyttust og best. Það sem skapar skíðastöðum í Col- orado vinsældir umfram aöra staði er landlæg verðurblíða, auk lands- lagsins. Sólskinsdagar eru þar fleiri en víðast hvar á jarðarkringlunni. Mikill munur er á hitastigi dags og nætur. Höfuöborgin, Denver, er í rúmlega 1600 metra hæð yfir sjó og þaðan er farið upp í fjöllin til skíða- staðanna sem eru í 2400 til 3500 metra hæð yfir sjó. Ferðir frá Denver til skíðastaðanna taka 2-4 klst. Vegna hinnar miklu hæðar yflr sjó er lofts- lagið þunnt og þurrt og því er lausa- mjöllin léttari í sér og betri til skíða- iðkana. Yfirleitt snjóar ekki nema að næt- urlagi og það er ekki amalegt fyrir skíðafólkið að geta að morgni rennt sér á 3-10 cm nýfallinni mjöll ofan á Veðrið í útlöndum HITASTIG [ GRÁÐUM inki -2° ihófn 1° imborg 5 Beriín 3 FeneyjaMI . A Montre Létt8ký)a6^^M!l^íd © mmí* ^.. Chicago 0° ^ jpr New York 3° SkWa« W AiskýjBð Los Angeles 5° ^^Atlanta 19° ^ Q)Orlando20° \ 1 ► X"'' > I \, Va/ ] DVJRJ Rlgnlng V Skúrlr V Snjókoma Þrumuve&ur = Þoka Byggl á veðurfrétlum VeOurslolu Islands kl. 12 á hádegi, lósludag Þrándheimur -2 Bergen Reykjavfk -1° © Þórshöfn 1° a Glasgow 5 Víða er hægt að renna sér niður hrikalegar brekkur. þykkum snjómassa. Fullkomnasti tækjabúnaður gerir troðnu brekk- umar sem nýjar á hveijum degi. „Sjón er sögu ríkari" Náttúrufegurðin í Klettafjöllum er með ólíkindum og vart hægt að lýsa með orðum. Ef orðtakið „sjón er sögu ríkari“ á nokkurs staðar við þá er það þar. Þessa útsýnis nýtur fólk vel úr skíðalyftunum. Margir skíðabæjanna eru gamlir námabæir sem búa yfir sérstökum „sjarma" en hafa nú fengið nýtt hlut- verk, nýjan svip og ný og glæsileg hótel og íbúðahverfi sem standa skíðafólki opin. Þarna er allt sem hugurinn girnist, bæði ró og kyrrð og fegurð, en einnig skemmtanalíf, framúrskarandi veitingastaðir og verslanir. Góðir íslenskir skíðamenn, sem hafa verið á skíðum bæöi í Colorado og á ýmsum stöðum í Evrópu, full- yrða að snjórinn í Colorado sé betri en annars staðar. Hann er kornóttari og lausari í sér. Þegar skíðafólkið brunar niður ótroðnar brekkurnar þyrlast snjóstrókur í kringum það. Fólkið getur víöast valið hvort það fer ótroðnar brekkur eða troðnar. „Sjö af ellefu bestu" eru í Colorado Ef skíðalönd í Bandaríkjunum eru metin eftir íjölda fólks sem leitar í þau til útiveru og skíðaiðkana eru sjö skíðastaðir í Colorado meðal þeirra ellefu sem flestir heimsækja. Efst á þeim lista er Vail en þangað koma um 1,2 til 1,3 milljónir manna á skíði á hverjum vetri. Meðal annarra staða, sem komast á listann yflr „11 íjölsóttustu“, eru tveir í Kaliforníu, Mammoth Moun- tain og June Mountain, og Stratton Mountain í Vermont. Lítum nánar á einstaka skíðastaði í Colorado: Vail Vail er paradis skíðafólks í Col- orado og vinsælastur allra skíða- staða þar. Þar er allt stærst og best, flestar lyfturnar, mest úrval af brekkum og göngubrautum og hótel- in, matsölustaöirnir og skemmtana- lífið fjölbreyttast. í Vail er, eins og alls staðar annars staöar, lögð áhersla á að uppfylla óskir allra skíðaunnenda, bæði þeirra sem kjósa hefðbundna skíðaiðkun eða skíða- bretti. Til Vail er um það bil tveggja klukkustunda akstur frá Denver. Þangað er hægt að komast með smár- útu sem gengur á hálftímafresti frá flugvellinum og kostar 25 dollara aðra leiðina. Herbergi í Vail kosta frá 95-;300 dollara yfir nóttina. Á miðvikudag var snjódýptin 33 tommur (84 cm) en þá hafði lítið snjó- að sl. 24 klst. Aspen Til Aspen er um það bil fjögurra klukkustunda akstur frá Denver og langflestir fljúga þangað. Flugferðin tekur um klukkustund og kostar 160 dollara fram og til baka. Herbergi í Aspen kosta frá 65-300 dollara yfir nótt. Snjórinn var 35 tommur (89 cm) á dýpt á miðvikudaginn. Breckenride, Colorado Á síðustu árum hefur skíðastaður- inn Breckenridge öðlast auknar vin-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.