Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARÐAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Skák Þeir tefia á 1. boröi i stórveldaslagnum í Reykjavík: Jusupov (Sovétrikin), Short (Englandi) og Agdestein (Norðurlandaúrvaliö). Árvisst bíða skákunnendur með óþreyju eftir febrúarmánuöi sem auk snjóa og ótíðar hefur jafnan fært þeim hamingjuna í gervi skák- viðburða. í ár verður biðin lengri en vant er en áreiðanlega ekki til einskis. Nú er von á fleiri stór- mennum skákborðsins hingað til lands en nokkru sinni fyrr. Stórveldaslagur VISA og IBM hefst 9. mars. Landslið Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna og Bretlands auk úrvalsliðs Norðurlanda munu þá eigast við á tíu borðum. Fyrir- hugað er að tefla í nýjum höfuð- stöðvum skákhreyfmgarinnar að Faxafeni 12 í Reykjavík og verður þetta fyrsta alþjóðlega skákkeppn- in sem þar fer fram. Aðstaða fyrir áhorfendur ætti að vera síst lakari þar en að Hótel Loftleiðum, þar sem skákmenn hafa oftast fengið afdrep hin síðari ár. Ekki þarf að efa að fastagestirnir af ganginum verða fljótir að finna sér þægilegt hom á kafflstofunni í Faxafeni. Sovéska sveitin hefur sterk- ustum stórmeisturum á að skipa, jafnvel þótt K-in tvö sjái sér ekki fært að styrkja hana. Vassily Ivant- sjúk er þeirra stigahæstur en hann er jafnframt hæstur allra kepp- enda, með 2665 Eló-stig. Hins vegar kemur það í hlut Arturs Jusupovs að verma sætið við 1. borð. Hann er þeirra traustasti hðsmaður og komst lengst áfram í heimsmeist- arakeppninni, sem hvort tveggja réttlætir ákvörðun hðsstjórans. Sovéska sveitin verður þannig skipuð, í endanlegri borðaröð: 1. Jusupov (2615) 2. Ivantsjúk (2665) 3. Vagapjan (2605) 4. Sokolov (2585) 5. M. Gurevits (2645) 6. Dolmatov (2620) 7. Azmaiparashvih (2610) 8. Polugajevsky (2610) 9. Tukmakov (2570) 10. Dreev (2605) 1. varam.: Eingom (2570) 2. varam.: Makarítsév (2510) Liðsstjórar verða Efim Geher og Júrí Razuvajev. Þrátt fyrir þetta einvalahð Sovét- manna ætla þeir sér varla auðveld- an sigur. BUið mhli sovéskra og vestrænna skákmeistara minnkar stöðugt, kannski í réttu hlutfalh við göpin í jámtjaldinu? Englendingar mæta með alla sínu sterkustu menn, stórmeistara á öllum borð- um og meira að segja einn rúm- og 14. Reykjavíkurskákmótið fylgir í kjölfarið enskan að auki. Það er Mikhai Suba, sem af fyrirhyggju skák- meistarans flúði land sitt, löngu áður en dagar Ceuasescus vom all- ir. Margir íslendingar telja Suba vera blett á annars bráöspræku ensku hði og varla verða liðsheild- inni til nokkurs nema ills. Þeir muna hvemig Suba lék Ingvar Ás- mundsson, skólastjóra Iðnskólans, á ólympíuskákmótinu í Buenos Aires 1978: Þeir áttu biðskák að kvöldi og Suba bauð jafntefli á stöð- una símleiðis. Morguninn eftir, er undirrita átti pappírana, vildi Suba síðan ekki kannast viö boðið. Þrátt fyrir áköf mótmæh Ingvars var þeim gert að tefla skákina áfram og haföi Suba sigur. Nigel Short leiðir enska liðið. Hann sigraði með glæsibrag á IBM-mótinu 1987 og á eflaust ekki síðri minningar frá mótinu fræga í Vestmannaeyjum tveimur ámm áður, þótt taflmennskan væri þá lakari. Liðsmenn Englendinga eru, í réttri borðaröö: 1. Short (2635) 2. Speelman (2610) 3. Nunn (2600) 4. Chandler (2585) 5. Hodgson (2540) 6. Adams (2555) 7. King (2515) 8. Suba (2505) 9. Mestel (2525) 10. Norwood (2520) 1. varam.: Kosten (2485) Liðsstjóri er David Anderton. Bandaríska sveitin hefur ekki lakari mannskap en Englendingar en þeirra vandi hefur legið í hðs- heildinni. Þar koma menn hver úr sinni áttinni og eiga fátt sameigin- legt nema aö kunna að tefla skák og reyndar eru fjórir fæddir austur í Sovétríkjunum. Sveitin verður þannig skipuð: 1. Gulko (2610) 2. Seirawan (2595) 3. Fedorowicz (2560) 4. de Firmian (2565) 5. Christiansen (2560) 6. Browne (2560) 7. Benjamin (2530) 8. Kudrin (2565) 9. Dlugy (2525) 10. Dzindzihashvili (2545) 1. varam.: D. Gurevits (2470) Liðsstjóri er A1 Lawrence. Fyrirfram má búast við því að norræna sveitin muni eiga undir högg að sækja. Hún stendur hinum a.m.k. að baki hvaö stigatölu sveit- armanna varðar. Miklu munar að Ulf Andersson hinn sænski og Curt Hansen hinn danski sjá sér hvorug- ur fært að tefla. Andersson mun verða vini sínum Jan Timman til aðstoðar í áskorendaeinvíginu við Karpov í mars og heyrst hefur að Curt Hansen og Kasparov muni heyja einvígi í Danmörku. Það eru vitaskuld kaldar kveðjur frá frændum okkar Dönum að standa að slíku einvígi á sama tíma og stórveldin slást í Reykjavík. Friðrik Ólafsson verður liðsstjóri norrænu sveitarinnar og hans bíð- ur erfitt hlutskipti að stilla streng- ina. Hann er jafnframt 1. varamað- ur og það er aldrei að vita nema hann laumist óvænt inn á vígvöll- inn. Með norrænu sveitinni tefla sex íslendingar, þrír Svíar og einn Norðmaður, Dani og Finni. Borða- röðin verður þessi: 1. Agdestein (Noregur, 2600) 2. Helgi Ólafsson (2575) 3. Margeir Pétursson (2555) 4. Hellers (Svíþjóð, 2545) 5. Jóhann Hjartarson (2505) 6. Jón L. Árnason (2500) 7. Schussler (Svíþjóð, 2490) 8. Yijöla (Finnland, 2495) 9. Mortensen (Danmörk, 2480) 10. Wessman (Svíþjóð, 2505) 1. varam.: Friðrik Ólafsson (2485) ríkjanna og úrvalssveit Norður- landa. Keppni þessi vakti mikla athygh og spennandi var hún. Eftir fyrri keppnisdaginn hafði sveit Norðurlanda vinningsforystu en Bandaríkjamenn náðu aö klóra í bakkann og liðin skildu á endanum jöfn, 12-12. Margar skemmtilegar skákir voru tefldar í keppninni en sú th- þrifamesta var sigur Helga Ólafs- sonar á stórmeistaranum Larry Christiansen. Skákin var bráðvel ■tefld af Helga hálfu og var vahn ellefta besta skák tímabilsins í júgóslavneska skákritinu Inform- ator. Það er viö hæfi að rifja þessa skák upp hér en vonandi fá áhorfendur að sjá ámóta tilþrif á skákhátíðinni sem nú fer í hönd. Hvítt: Larry Christiansen Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. b4 Þessi leikur Bandaríkjamannsins var og er óvenjulegur en með hon- um leggur hann fullmikiö á stöð- una, eins og Helga tekst að sýna fram á. Eftir 9. Dc2 Da5 er vel þekkt staöa komin fram. 9. - Be7 10. Dc2 Bd7 11. Be2 Hc8 12. 0-0 dxc4 13. Hadl De8! 14. Hd2 2. varam.: Karl Þorsteins (2455) Að loknum stórveldaslagnum verður síðan 14. Reykjavíkurskák Skák Jón L. Árnason mótið, eða „Chess Summit Open“, haldið í Faxafeni. Búast má við að fjölmargir stórmeistaranna dvelji áfram á landinu og taki þátt í mót- inu auk ýmissa minni spámanna. Tefldar verða 11 umferðir um 30 þúsund dala heildarverðlaun eða um 1,8 millj. ísl. króna. Þátttöku- rétt eiga skákmenn með 2300 Eló- stig eða meira en einnig íslenskir skákmenn með allt niður í 2200 stig. Hvítur hefur í hyggju aö tvöfalda í d-línunni og vinna síðan rými með e3-e4. Þessu tekst Helga skemmti- lega að andæfa. 14. - a5! 15. b5 15. - Rb4! 16. axb4 Fallegasta skákin Stórveldaslagur VISA og IBM nú kemur í beinu framhaldi af nýstár- legri landskeppni „VISA ah star“ sem fram fór í Reykjavík fyrir íjór- um árum. Þá mættust sveit Banda- Hvítur verður að þiggja fórnina. Eftir 16. Db2 Rbd5 stendur svartur mjög vel. 16. - axb4 17. Re4 Svartur hefur fengiö tvö ógnandi peð fyrir manninn og hættulegt frumkvæði. Leikur Christiansens er besti kostur hvíts. Helgi gefur upp framhaldið 17. Ra4?! Bxb5 18. Rb6 b3! 19. Dbl Hc6 og svartur á mun betra tafl. 17. - b3 18. Rxf6 Bxf6 19. Dbl c3 Þvingar hvítan til að gefa hrók fyrir biskup og reyna að létta á stöðunni. Einnig var 19. - Bxb5!? athyglisverður möguieiki. 20. Hxd7 Dxd7 21. Dxb3 c2 22. e4 Ekki 22. Bxc4? Hxc4! 23. Dxc4 Hc8 og vinnur. 22. - Hc3 23. Da4 Hfc8 24. Bcl h6! „Opnar gluggann" og nú er ljóst að svartur hefur tök á stöðunni. Nú leikur hvítur best 25. g3 og næst 26. Kg2 og freistar þess að halda jafnvæginu. Næsti leikur er slakur. 25. e5? Be7 26. Dg4 Kh8 27. Dh5?! Ba3! 28. Dg4 Viðurkennir mistök sín í 27. leik. Fórnin stenst ekki: 28. Bxh6 gxh6 29. Dxh6+ Kg8 30. Rg5 (eða 30. Dg5+ KíB 31. Dh6+ Ke8 32. Dh8 + BÍ8 og vinnur) cl = D 31. Dh7+ Kf8 32. Dh8+ Ke7 33. DÍ6+ Ke8 34. Dh8+ Bí8 og svartur vinnur. 28. - Bxcl 29. Hxcl Hb3! 30. De4 Hbl! 31. Hxbl cl = D! 32. Rel Eða 32. Hxcl Hxcl + 33. Bfl Ddl og vinnur. 32. - Dcd2 33. Bd3 g6 34. h4 Dd5 35. Dg4 Dxe5 36. RÍ3 Def4 37. Dxf4 Dxf4 38. Bfl Hcl 39. g3 Hxfl + Og hvitur gafst upp. Skákkeppni framhaldsskóla Um næstu helgi verður íjölmenni í skákmiðstöðinni að Faxafeni 12 en þá fer fram skákkeppni fram- haldsskóla 1990. Hver sveit er skip- uð fjórum nemendum (f. 1968 og síðar) auk 1-4 til vara og er fjöldi sveita frá hverjum skóla ekki tak- markaður. Sendi skóh fleiri en eina sveit skal sú sterkasta nefnd a- sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Keppnin hefst fóstudagskvöldið 23. febrúar kl. 19.30 og er fram hald- ið laugardaginn 24. febrúar kl. 13-19 og sunnudaginn 25. febrúar kl. 13-17. Tefldar verða sjö um- ferðir eftir Monrad-kerfi og er um- hugsunartími ein klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Þátttöku má tilkynna í síma Tafl- félags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20-22, í síðasta lagi nk. flmmtudag. Þátttaka er ókeypis. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.