Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990
9
Urval - verdid
hefur lækkað
en gæðin
halda sér
Úrval
tímarit fyrir alla
F,ug er frarTltlðin
Lærið að fljúga hjá
fuHkomnum flugskóla.
* Bjóðum kennslu til
einka- og atvinnuflug-
mannsprófs.
* Fullkomin 2 hreyfla
flugvél til blindflugs-
kennslu.
+ Flughermir.
Greiðsluskilmálar og
fyrirgreiðsla.
I
Gamla Flugturninum
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavik
Siml 91-28122
Kl. 651174-0239
k0tARHOlTI M s/M;
4^
MEIRI HÁTTAR
SKEMMTISTAÐUR
ÞJÓÐBJÖRG
_ OG
DODDI 4
PÓ^CAfÉ
Föstudags- og
laugardagskvöld
Reykvíkingar og aórir landsmenn,
útvegum gistingu á sérkjörum.
BORÐAPANTANIR í SÍMUM
23333 og 29099
ÞAR SEM FJÖRIÐ ER MEST
SKEMMTIR EÓLKID SÉR BEST
15. febrúar 1990
BREYTING Á
REGLUGERÐUM
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilislækni og
heilsugæslulækni.
0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu-
tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni-
falin er ritun lyfseðils.
500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag-
vinnutíma og á helgidögum. Innifalin
er ritun lyfseðils.
400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag-
vinnutíma.
1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan
dagvinnutíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og
komur á göngudeild, slysadeild og
bráðamóttöku sjúkrahúss.
900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á
göngudeild, slysadeild og bráðamót-
töku sjúkrahúss.
300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu til sérfræðings, á göngudeild,
slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
húss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. - Fyrir hverja komu.
100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjár-
hæð en kr. 3000 á einu almanaksári
fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á
göngudeild, slysadeild, bráðamót-
töku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum
greiðslum.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir.
Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers
kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyíjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. - Elli- og örorkul ífeyrisþegar fyrir hverja
lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af
sjúkratryggingum.
230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur
lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja-
skammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja-
búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum
langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til
Tryggingastofnunar ríkisins í þeimtilvikum, sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA
í LÆKNISHJÁLP O.FL.
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl-
ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun.
Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu-
tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur
ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma.
Koma á slysavarðstofu
Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkuIífeyrisþega)
vegna komunnar.
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann-
sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um
rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en
kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkul ífeyrisþega) í
hverri komu.
Koma til sérfræðings
Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga
greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkullfeyrisþega) í hverri komu.
Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr.
900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Rannsóknir á rannsóknarstofu
Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir
hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar,
sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé
sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald
vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar-
beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn-
ar, sem fram fór á sýnistökustað.
Röntgengreining
Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða
annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega). Ekki skiptirmáli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e.
frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi.
Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir,
þ.m.t. vegnaeinnota vara, umbúðao.þ.h., eróleyfileg.
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS