Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 7
Fréttir Guðmundur G. Þórarinsson teluí* ólíklegt að framkvæmdir við álver hefjist í ár: Varla framkvæmdir í tíð þessarar ríkisstjórnar „Ég tel að þessar samningaviðræð- ur geti tekið talsverðan tíma og það er mjög ólíklegt að framkvæmdir byrji fyrr en um mitt næsta ár ef að samningar takast yfirleitt. Þaö er auðvitaö fyrsta skilyrði að samning- ar náist. Það er því ákaflega ólíklegt að framkvæmdir við nýja álverk- smiöju byrji í tíö þessarar ríkis- stjórnar," sagði Guðmundur G. Þór- arinsson alþingismaður og fulltrúi í álviðræðunefndinni. Guðmundur hefur langa reynslu af samningagerð í kring um stóriðju og segir að það sé reynslan að allar viðræður taki lengri tíma en gert sé ráð fyrir í upp- hafi. Sem kunnugt er þá hefur banda- ríska fyrirtækið Alumax samþykkt að gerast aðili að viðræðum Atlan- tals hópsins svokallaða. Þrátt fyrir að svör Bandaríkjamanna hafi borist fyrr en ætlað var er engin ástæða til að ætla að viðræður gangi hratt nú. Alumax er töluvert stærra fyrir- tæki en Gránges fyrirtækið sænska og Hoogovens fyrirtækið hollenska. Þess vegna er gert ráð fyrir að Alum- ax sjái um rekstur álversins eins og ætlunin var aö Alusuisse gerði. Fyr- irtækin þrjú eiga því eftir að koma sér saman um þjónustugjöld til Al- umax. Einnig eiga þau eftir að ganga frá öllum samningum sín í milli um eignarhlut. Þó að Alumax hafi þegar fengi inn- sýn í viöræður við íslensku álvið- ræöunefndina þá er enn mikið starf eftir. Samningar varðandi skattamál, mengunarvarnir en þó ekki síst orkuverö eru enn eftir. - En eru líkur á að Alþingi afgreiði heimild til þess að reisa álver á þessu þingi? „Það er ljóst að heimildarlög eöa samningar fara ekki fyrir þetta þing. Siík lög fara ekki fyrir þing fyrr en í haust og það tekur einhvem tíma í þinginu og það myndi þýða af- greiðslu fyrir áramót ef allt gengur Alþjóðlegt handboltamót í Garðabæ Alþjóðlegt handknattleiksmót hefst hér á landi á fostudaginn kem- ur. Mótinu verður skipt í tvo riöla. í A-riðli 'leika unglingalandslið ís- lands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, Bandaríkjamenn og Stjarnan. í B-riðli leika KR, ÍBV og Valur. Ali- ir leikirnir á mótinu fara fram í Garðabæ, að undanskildum einum leik sem verður á milli íslenska ungl- ingalandsliðsins og Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu verðlaun á mótinu verða eitt hundrað þúsund krónur, önnur verðlaun fimmtíu þúsund og þriðju verölaun nema tuttugu og fimm þús- undum króna. Bandaríkjamenn munu dvelja hér á landi til 22. febrú- ar í æfingabúðum og munu síðan fylgjast meö heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakíu. llfC Bankamenn funda „Ég get lítið annað sagt en að samn- ingaviðræðurnar eru á viðkvæmu stigi,“ sagði Ingvi Örn Kristinsson, formaður Sambands bankamanna, í samtali við DV í gær, en í dag er boðaður samningafundur í banka- mannadeilunni. c jA_ upp og enn er ég að gefa mér að ættu að nást yrðu menn að gefa sér einn stjórnarliði sagði þá verður að setningu álvers en háværar kröfur samningar náist sem ég fullyrði ekk- góðan tíma til samninga. fara að setja framkvæmdir í gang ef eru nú farnar að heyrast úr öllum ert um,“ sagði Guðmundur. Hann Meðal ýmissa stjórnarliða má hins ná á hagvextinum upp á þessu ári. landshlutum um að álver sé byggt sagði einnig að ef góðir samningar vegar finna óþolinmæði því eins og Þá er alveg eftir að fjalla um stað- hérogþar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.