Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Fimmtíu ár frá því að vélbáturinn Kristján var talinn af Komu fram á mið fundi en voru lifa - Kjartan Guðjónsson, einn skipverja á Kristjáni, segir frá Blöðin birtu frásagnir af hvarfi Kristjáns RE-90 daglega i þá tólf daga sem hans var saknað. ítarlega var skýrt frá björguninni og fjölluðu leiðarar nokk- urra blaða um slysið og öryggismál sjómanna. Það var klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti þann 19. febrúar 1940 að vélbáturinn Kristján frá Reykjavík lagði upp í róður frá Sandgerði í ágætu veðri. Línan var lögð 8 sjómíl- ur vestur af Sandgerði. Um klukkan íjögur síðdegis, þegar búið var að droga síðasta bólfærið, stöðvaðist vélin vegna bilunar. í sama mund skall á svartabylur. Sífellt bætti í veðrið og að því kom að bátinn rak stjómlaust um hafið. í tólf daga hröktust bátsverjar við slæman að- búnað og voru fljótlega taldir af. Þann fyrsta mars náðu þeir loks landi við illan leik og allir heilir á húfi. Þetta eru lengstu hrakningar sem vitað er um hér við land og eru skráð- ir sem slíkir í Heimsmetabók Guin- ness. Man alltaf 1. mars Fimm menn voru á bátnum: Guð- mundur Bæringsson skipstjóri, Kjartan Guðjónsson vélstjóri og há- setamir voru þrír: Sigurður Baldur Guðmundsson, Siguijón Viktor Finnbogason og Haraldur Jónsson. Kjartan Guðjónson er enn á lííi, tæplega 83 ára, og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. „Ég man afitaf eftir 1. mars ár hvert því það er dagurinn sem við náðum landi. Þó að ég sé farinn að kalka smávegis man ég þessar hrakningar okkar mjög vel,“ segir Kjartan Guð- jónsson. „Eg hef stundum sagt að ég sé 33 ámm yngri en ég er af því ég fékk lífið aftur löngu eftir að ég var talinn dauður. Það þótti merkilegt - og þykir sjálfsagt enn - að öfi áhöfnin skyldi komast af og enginn okkar slasast." Nítján bátar leita í aftakaveðri Áhöfnin sendi strax neyðarmerki og dró upp segl. Sama dag sáu skip- veijar bæði vélbát og togara á sigl- ingu. Þegar þeir sáu togarann kyntu þeir bál til að gera vart við sig en aOt kom fyrir ekki; bylurinn var shk- ur. „Það var alltaf kolvitlaust veður aOa dagana. Einn daginn vom nítján bátar að leita að okkur í afar vondu veðri, grenjandi byl og stórsjó. Varð- skipin leituðu víða en sennilega hafa þessi skip aldrei leitað nógu langt,“ segir Kjartan. Hvorki gátu þeir stað- sett sig né gefið upp staðarákvarðan- ir því engin tæki vom fyrir hendi í bátnum. Talstöðin var biluð og var í viðgerð í Reykjavík. í dagblöðum frá þessum tíma má lesa um hvarf bátsins, leitina og síðan af því þegar áhöfnin náði landi. í mörgum blaðagreinum er fjallað um hversu nauðsynleg öryggistæki tal- stöðvar em og að fara á sjó án þeirra geti haft alvarlegar afleiðingar. Þorstinn var erfiðastur Kostur var ekki mikOl um borð, enda er ekki gert ráð fyrir að slíkir bátar séu nema einn dag á sjó. SEp- veijar átu af aflanum: lifur fyrsta daginn ög hrogn næstu þijá daga en fiskurinn var orðinn slæmur til átu þegar leið á. Vatn var af skornum skammti um borð og var þorstinn þeim erfiður. „Á sínum tíma kom fram að ekkert vatn hefði verið um borð en það var ekki rétt. Tankar \ voru fullirreins og ávallt þegar lagt var frá landi,“ segir Kjartan. „Hins vegar gerðist það óhapp að vatnið fór forgörðum. Einn okkar fór niður að hita kaffi en þá var frosið í krananum. Hann gleymdi að skrúfa fyrir kranann aftur þegar hann fór upp. Krapastíflan hefur síðan losnað og allt vatnið rann niður í kjöl.“ Bruggkunnáttan kom að góðum notum í fyrstu átu þeir snjó, sleiktu möst- ur eða skoluðu munninn með sjó til að tungan festist ekki við góminn. Það átti eftir að koma sér vel að Kjart- an kunni eitt og annað fyrir sér í bruggun landa. Hann smíðaði eim- ingartæki og gátu þeir eimað aOt upp í fjórar flöskur af vatni á dag. „Við skiptum vöktum og undir það seinasta urðum við stöðugt að passa upp á vatnseiminguna. Það finnst engum manni að hann deyi úr hungri Skipshöfnin á vélbátnum Kristjáni, talið frá vinstri: Haraldur Jónsson, 32 ára, Kjartan Guðjónsson, 32 ára, Sigurður Guðmunds- son, 19 ára, Guðmundur Bæringsson, 34 ára, Sigurjón Viktor Finnbogason, 32 ára. Ljósmynd úr Öldinni okkar en þorstinn kvelur mann óskaplega," segir Kjartan. Ekki vildi hann stað- festa að einhverjir eftirmálar hefðu orðið vegna bruggkunnáttunnar. „Skömmu síðar hitti ég lögregluþjón í Reykjavík sem sagði að það væri nú munur að kunna að brugga landa. Sögusagnir um tortryggni vegna bruggkunnáttu minnar eru því bara vitleysa." Brenndu öllu lauslegu Eins og nærri má geta var kuldinn óskaplega mikill. Þeir hentu sér í öO- um fötunum í kojurnar en lítið var um svefn heldur blunduðu þeir að- eins. Megn stækja var í lúkarn- um af olíu og öðru þvi sem þeir brenndu. „Við héldum á okkur hita með því að brenna öllu sem hægt var, lóða- stömpum og meira segja einni koj- unni,“ segir Kjartan og tekur fram að samvinna skipverja hafi aOtaf ver- ið með miklum ágætum og alfir hafi þeir haldið ró sinni. Báturinn lak mjög mikið og þar sem véhn var stopp gengu dælur ekki. Þurftu skip- verjar því að ausa allan sólarhring- inn og reyndist þeim það mjög erfitt. Kjartan segir að Kristján hafi verið feikna góður bátur en sjórinn hafi verið það mikiO að hann hafi slegið úr sér, eins og það er kaOað. Keyrðu bátinn í gegnum brimið Að morgni þann 1. mars sáu þeir til lands við Merkines og settu stefn- una á fjöruna. Hafnarmenn höfðu séð til bátsins og skynjað að ekki var allt með felldu. Hins vegar hvarflaði ekki að þeim að hér væri Kristján á ferð. „Við vorum aOir sammála um að láta bara slag standa og keyra í gegn- um brimið," segir Kjartan. „Við vor- um sennOega orðnir nokkuð sljóir en við vissum að við höfðum engu að tapa og töldum alveg víst að ná landi. Við rerum alveg í gegnum brimið; þar tók báturinn niðri og síðan hvolf- di honum. Þá vorum við komnir í gegnum mesta brimgarðinn og þurft- um að synda í land.“ Áður haföi björgunarmönnum tek- ist að ná einum bátsveija með því að kasta út línu. Mennimir tóku nokkar kollsteypur í briminu áður en þeir náðu landi við Olan leik. Þeir voru orðnir mjög kaldir og höfðu sopið mikinn sjó á leið í gegnum brimið. „Einn björgunarmanna spuröi mig hvaða bátur þetta væri og þegar ég sagði honum að hann héti Kristján trúði hann mér varla,“ segir Kjartan. „Ég skalf óskaplega af kulda og tenn- urnar glömmðu uppi í mér. Við Guð- mundur skipstjóri vorum settir á sama heimOið, hjá foreldmm Ellýjar Vilhjálms, og þar nutum við mjög góðrar aðhlynningar." Samúðarbréf frá séra Jónmundi Skipverjar voru alhr vel hressir eftir þetta volk og engum varð meint af. Þeir voru löngu taldir af og bátur- inn átti að Oggja á hafsbotni. Kjartan var trúlofaður HaOdóru Maríasdótt- ur frá Sútarabúðum í Jökulijörðum og áttu þau von á sínu fyrsta barni. HaOdóra vann lengi hjá séra Jón- mundi á Stað, þeim merkismanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.