Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. 12 Ofátog aukakQó Svona förum viö með rjómabollur og sprengidag - hvemig ofætur og annað fólk getur búið sig undir hátíð í bæ Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar. Að leyfa sér sama mun- að og aðrir í mat og drykk Á næstunnl mun DV birta vangaveltur Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar um ofát og aukakíló ásamt raunhæfH aðferð til aö halda hvoru tveggja í skefjum. Greinamar eru fyrst og fremst ætlaðar fólki sem þjáist af röngu mataræði, eins og greinarhöf- undur sjálfur, og vill koma skikk á það í eitt skipti fyrir öll og öðl- ast þannig eölilega iikamsþyngd og halda henni ævilangt, lifa samt heilbrigðu lífl og leyfa sér sama munaö í mat og drykk og annað fólk. Aö stofni til verður hérna stuðst við bókina Þaö er alit hægt, vinur sem Ásgeir Hannes tók saman og Almenna bókafélagið gaf út fyrir jólin. Meðferöin er sett fram á einfaldan hátt og byggist á þess- um þrem flokkum: 1) Nýtt matar- æði og matarvenjur. 2) Aukin hreyflng. 3) Andlegur stuðningur úr OA-fræðunum sem fengin eru frá AA-samtökunum. Einnig verða birtir ýmsir molar sem að gagni mega koma fyrir alla. Saman mynda þessar grein- ar því nokkuö heiisteypta aðferð þegar öllu er til skila haldið. Það er því gott ráð að klippa út alla þættina og eiga við höndina.Þeir birtast annan hvern laugardag. Þannig geta lesendur haldið þræðinum ef þeir vflja og tekið á honum stóra sínum heima fyrir, komiö smám saman reglu á mat- aræðið og náð raunhæfum ár- angri sem endist þeim allt lífiö. Sama gildir fyrir þá sem finnast þeir ekki þuría að losa sig við mörg aukakíló nú um stundir en þvi ágæta fólki er alveg óhætt að hugsa líka sinn gang. Það hafa nefnilega allir gott af því að skipuleggja mataræðiö því fitan sest ekki bara utan á líkamann heldur líka innan á æöamar. Og það getur veriö banvænt saln. Hér er haldið af stað i lok þorra og blótin meö blessaðan þorra- matinn eru að bakl En framund- an eru bæði bolludagur og sprengidagur og allar fermingar- veislumar. Rétt er að standa fast í ístaöinu því það eru mörg ljón í veginum. Allir eru velkomnir í hópinn. Velkomnir heim. OA- fundir OA-samtökin starfa nú á fjórum stöðum í Reykjavík (í Árbæjarkirkju, á Barónsstíg 20, HávaUagötu 16 og í Mýrarhúsaskóla), á Hólmavík, Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík og Flúð- um og verið er að stofna defldir á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Fundir em opnir öUum sem vilja hætta ofáti. Við sem eigum í stöðugri baráttu við ofátið og aukakílóin og höfum þess vegna tamið okkur nýtt og skipulagt mataræði verðum alltaf að vera á vaktinni þegar sérstök hátíð- artilefni gefast í mat og drykk. Með skipulögðu mataræði eram við alls ekki að einangra okkur frá mann- heimum og ræna okkur þeirri gleði og ánægju að halda hátíð í bæ. Síður en svo. Skipulagið á einmitt að gera okkur kleift að taka þátt í öUum hátíöum ársins með fjölskyldunni án þess að verða sjúkdómnum ofáti að bráð - lifa heilbrigðu og eðlilegu lífi þrátt fyrir vanmátt okkar frammi fyrir matnum. En til þess verður maður að halda skipulagið út í æsar aUa virka daga svo að rúm sé fyrir frávik- in um hátíðar, borða jafnvel minna og hreyfa sig meira dagana á undan og á eftir veislunni og búa til svigrúm fyrir mati'nn. Sama gildir Uka fyrir allt svokallað venjulegt fólk sem viU láta sér líöa vel og lifa heilbrigðu lífi. Þungur veislumatur og annar afbrigðflegur kostur belgir það líka út um hátíðar og veldur bæði brjóstsviða og súram ropa í koki. Vigtin stígur hjá mörgum og strengur þrengist í brók. Þess vegna er öUu fólki hollt að skipull- leggja mataræðið sitt og búa sig sér- staklega undir dagana þegar hátíð er í bæ. Framundan era tveir stórmerkir dagar á dagatalinu og er sjálfsagt að njóta þeirra eins og ekkert hafi ískor- ist. Bolludagur BoUudagur er bráðskemmtilegur dagur. Hann býður upp á þann merkilega sið að flengja fólk fyrir rjómabollur með súkkulaði. Við megum ekki missa af því fyrir nokk- um pening og skoramst því ekki Af hveiju éta menn yfir sig? Hvað er ofát? Það er góð spurning. Senni- lega er það einhvers konar bilun í hemlabúnaði líkamans þannig að mannskepnan sleppir fram af sér beishnu þegar minnst varir. Hemla- leysi eða hömluleysi. Hömluleysið er ekki alltaf við eina fjölina feUt. Oft er einn og sami mað- urinn heltekinn á fleiri en einu sviði. Sumt fólk kann sér ekki hóf í drykkju áfengis eða átí. lyfja og fíkniefna margs konar. Aðrir reykja tóbaks- vörar úr hófi fram eða setja í munn og nef og jafnvel víðar. TU era þeir sem iðka kynlíf langt út yfir mörk hjónabands og sambúð- Líkaminn er eina þekkta vélin sem sUtnar við hreyfingarleysi. Dagleg hreyfmg er þriöjungur af meðferð- inni þegar fólk vill ná árangri í gUm- unni við ofátið og aukakflóin og er því fastur liður á dagskrá. En það hreyfir líkamann enginn annar máttur en okkar eigin kraftar. Hreyf- ingin fæst því hvorki í búð né í áskrift. Þess vegna verðum viö sjálf að leggja af stað. Góð hreyfmg er fyrir Ukamann eins og að fá húsvörðinn eða lag- hentan frænda í heimsókn. Hann lag- Umsjón: Ásgeir H. Eiríksson undan bolludeginum. Því tökum við eina rjómabollu inn á matseðUinn og annaöhvort með hádegismat eða kvöldverði. ar með fólki af báðum kynjum á öll- um aldri og jafnvel dýrum merkur- innar. Enn aðrir taka jafnan alla hugsanlega áhættu þegar verðmæti era annars vegar og leggja allt undir í spUum og öðrum leikjum. Fleiri fíknir er sjálfsagt hægt að telja til á meðan fingur og tær endast. En flestir kunna þó líklega ekki að hemja sig innan um mat. Hömlulaust mataræði er því vafalaust langal- gengasti bresturinn í þessari Ul- ræmdu fjölskyldu lastanna. Gömul alþýðuspeki segir reyndar að summa lastanna sé ávallt sú sama. Ef einn og sami maðurinn þjáist af marg- brotnu hömluleysi og nær tökum á ar hitt og þetta. Dyttar að ýmsu sem úr sér er gengiö og aUt verður miklu auðveldara fyrir bragðið. Það gerist líka eitthvað í efnum líkamans viö hreyfingu sem hefur góð áhrif á líðan fólks. íslendingar eru vel í sveit settir með svigrúm fyrir góða hreyfmgu. Ýmsar miðstöðvar standa opnar fyr- ir hvers konar líkamsrækt og þjálf- un. AUt frá leikfimi í skólum landsins og upp í vandaða klúbba fyrir fólk á öllum aldri. Skíðabrekkur og skauta- sveU á vetram og golfvelUr og reið- Við rjúfum ekki regluna 301 fyrir eina boUu: Þrjár máltíðir á dag og ekkert á milh mála en einn dag í einu. Það gengur ekki. Tökum þátt í boUu- deginum með því að feUa boUuna inn í dagskrána en ekki með því að ganga þvert á hana. Vonandi koma svo brátt sykur- lausar bollur og fitusnaúðar með gervirjóma. En þangað til göngum við til dæmis mataræðinu þá vaxi vín- hneigðin eða kynlostinn að sama skapi. Þessi kenning er afar merkileg. og flýtur hérna með þó ég kunni ekki að gera henni nein frekari skil að svo komnu máli. Hömluleysið er ólæknandi sjúk- dómur og því tómt mál að tala um bata. En það er hægt að halda honum niðri og Ufa næstum eðlUegu lífi. Nú kunna að vera til mörg ráð til að halda ofátinu í skeíjum en hér verður lögð áhersla á OA-kerfið sem byggir á AA-fræðunum. I næsta þætti verður sagt frá stofn- un AA og OA-samtakanna í barátt- unni við hömluleysið. mennska á sumrin. Allt er þetta meira og minna góð hreyfmg og holl útivist og stendur öllum landsmönn- um til boða. Hér verður þó ekki gert upp á milli hinna mörgu valkosta á einn eða annan hátt. Aðeins bent á þá hreyf- ingu sem hiklaust er mælt með að fólk temji sér reglulega á hveijum degi og færð nokkur rök fyrir því vali. Það eru gönguferðir. Viö byrj- um á byrjuninni og stígum fyrsta skrefið í næsta þætti. hægt um gleðinnar dyr. Gleðilegan bolludag. Sprengidagur Sprengidagur ætti að vera okkar versti óvinur eftir öllum sólarmerkj- um að dæma. Að borða saltað kjöt með sykraðri stöppu þangað til mað- ur stendur á blístri. Vá, þetta hlýtur að vera þjóðhátíðardagur hjá sjúk- dómnum hömlulausu ofáti. Það er á hreinu. Bæði salt og sykur eru bann- vara: Saltið bindur í okkur óþarfan vökva og sykurinn kallar stöðugt á meiri sykur. Og fleira. En við snúum vöm í sókn og getum líka leikið á ofátið. Að sjálfsögðu tökum við þátt í sprengidegi eins og hverjum öðram drottins degi. Eins og venjulegt fólk. En við borðum ekki á okkur gat. Sá er munurinn. Viö gerum ráð fyrir sprengidegi í dagskránni okkar og borðum heldur minna dagana á und- an og á eftir. Heldur minna til að rýma til fyrir saltkjötinu. Allt sam- kvæmt dagskrá. Við sjóðum rófurnar í ósöltu vatni og sykrum ekki stöppuna eða söltum. Það þarf ekki að taka það fram. Við notum ekki soðið af saltkjötinu í súp- una heldur lögum nýja súpu frá grunni. Við getum útvatnað kjötið áður ef við viljum en þess gerist varla þörf. Gætum þess að borða ekki of mikið því að þá er tilgangi ofátsins náð. Við fórum upp um nokkur kíló eftir átið en það lagast. Og hér kemur rúsínana í pylsuend- anum. Við getum hæglega leikið á kerfið og ofátið. Við einfaldlega kaupum okkur venjulegt súpukjöt í staðinn fyrir saltkjöt. Þá þurfum við næstum engar áhyggjur að hafa af deginum. Saltkjöt og baunir. Túkall. í næsta þætti tökum við á heimboð- um og veislumat með sérstakri hlið- sjón af fermingarveislum. Matur getur reynst ofætunni banabiti og er þá hvergi of sterkt til orða tekið. Ofát og rangt mat- aræði draga manninn oft til dauða um síðir á einn eða annan hátt. Stundum er dauöastríðið stutt og laggott en oftar er það bæöi langvinnt og kvalafúllt. Á dánarvottorðinu stendur kannski hjartasjulídómar eöa krabbamein en þegar grannt er skoöað kemur ofátið í Ijós á bak við tjöldin. Við eram þaö sem viö borðúm. Þegar við sjáum matvælin i löngum rööum í hillum og á borð- um matvörubúða er hollt að rifja þetta upp: „Blessaöur maturinn er vissu- lega mannsins megin og án hans getum við ekki lifað. En maturinn getur líka reynst okkur eiturlyf á meðan við kunnum ekki að fara með hann.“ Viö þekkjum það best sjálf sem höfum haft matinn fyrir meistara í áratugi. Þess vegna er aðeins um tvennt að velja: Að breyta skipulega um mataræöi og freista þess aö lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi. Eða halda áfram aö þjóna ofátinu þangað til hth gómsæti aukabitinn reynist vera banabit- inn. Að éta yfir sig Hreyflng: Gangan léttir fleira en lund...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.