Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Auglýsing frá tölvunefnd Þann 1. janúar 1990 tóku gildi lög nr. 121 frá 28. desemb- er 1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, en lög þessi leysa af hólmi lög nr. 39/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Sam- kvæmt 30. gr. laga nr. 121/1989 hefur dómsmálaráðherra skipað nefnd fimm manna, tölvunefnd, til þess að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og reglna settra sam- kvæmt þeim, veita leyfi þau og heimildir sem kveðið er á um í lögunum og úrskurða ágreiningsefni. I. Tölvunefnd vekur athygli á því að samkvæmt hinum nýju lögum er starfsemi eftirtalinna aðila óheimil án sérstaks starfsleyfis sem tölvunefnd veitir: a) Þeirra, sem annast söfnun og skráningu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögper- sóna í því skyni að miðla öðrum upplýsingum um það efni, sbr 15. gr. laganna. b) Þeirra, sem selja úr skrám eða afhenda með öðrum hætti nöfn og heimilisföng tiltekinna hópa einstakl- inga, stofnana, fyrirtækja eða félaga, sbr 21. gr. laganna. c) Þeirra, sem annast fyrir aðra áritanir nafna og heimil- isfanga svo sem með límmiðaáritun eða aðra útsend- ingu tilkynninga til tiltekinna hópa einstaklinga, stofn- ana, félaga eða fyrirtækja, sbr 21. gr. laganna. d) Þeirra, sem í atvinnuskyni annast markaðs- og skoðana- kannanir um atriði, sem falla undir ákvæði laga nr. 121/1989, sbr 24. gr. laganna. e) Þeirra, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra, sbr 25. gr. laganna. Er öðrum en starfsleyfishöfum skv. 25. gr. óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum, sem falla undir ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna (viðkvæmar persónuupplýsingar); upplýsingum, sem falla undir ákvæði V. kafla laganna (fjárhagsmálefni og lánstraust) og upplýsingum, sem falla undir ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna (samtengingu skráa). Samkvæmt 37. gr. laga nr. 121/1989 getur það varðað refsingu að hafa með höndum slíka starfsemi, sem að fram- an greinir, án starfsleyfis frá tölvunefnd. Þeim sem nú hafa ofangreinda starfsemi með höndum er hér með veittur frest- ur til 7. mars nk. til þess að sækja um starfsleyfi til tölvu- nefndar. í umsókn skal greina nafn umsækjanda, starfssvið, starfs- stöð og aðrar upplýsingar sem máli skipta. Umsóknir sendist til ritara nefndarinnar, Jóns Thors, skrif- stofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 609010. II. Þá vekur tölvunefnd athygli á því að samkvæmt lögum nr. 121/1989 er eftirtalin starfsemi almennt óheimil hafi ekki veVið fengin heimild nefndarinnar til hennar: a) Að safna og skrá upplýsingar þær um einkamálefni ein- staklinga'sem nánar eru taldar í 1. mgr. 4. gr. laganna. Tekur þetta til upplýsinga sem m.a. varða heilsuhagi, trúarbrögð, stjórnmá|askoðanir, áfengis- og vímuefna- notkun og veruleg félagsleg vandamál. b) Að skýra frá þeim upplýsingum sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laganna, og taldar eru í ll-a hér að framan, sbr 5. gr. laganna. c) Að tengja saman skrár, sem hafa að geyma persónuupp- lýsingar í skilningi laga nr. 121 /1989 ef um er að ræða skrár sem ekki eru í eigu sama skráningaraðila, sbr 6. gr. laganna. d) Að annast markaðs- og skoðanakannanir þegar um er að ræða aðila, sem ekki hafa fengið til þess starfsleyfi, sbr l-d hér að framan, sbr 24. gr. laganna. e) Að safna og skrá kerfisbundið persónuupplýsingar til geýmslu eða úrvinnslu erlendis svo og að láta af hendi til geymslu eða úrvinnslu erlendis skrá eða frumgögn sem geyma upplýsingar þær sem taldar eru í 1. mgr. 4. gr. sbr ll-a hér að framari, sbr 27. gr. laganna. f) Að varðveita í skjalasöfnum, svo sem Þjóðskjalasafni, afrit eða útskriftir úr skrám sem annars skal afmá þar eð þær hafa glatað gildi sínu, sbr 28. gr. laganna. Þeir sem óska eftir heimild til þeirrar starfsemi sem talin er í liðum a-f hér að ofan skulu sækja um það til tölvunefndar. III. Nefndin vekur athygli þeirra sem fengið hafa útgefin starfs- leyfi og aðrar heimildir samkvæmt lögum 39/1985 að þau leyfi og heimildir féllu úr gildi um sl. áramót. Reykjavík, 14. febrúar 1990. Tölvunefnd Þorgeir Örlygsson formaður Jón Ólafsson varaformaður Bjarni K. Bjarnason Bjarni P. Jónasson Hilmaf Þór Hafsteinsson Hmhliðin Höröur G. Ólafsson, tannsmiöur og tónlistarmaður á Króknum, telur Siggu Beinteins vera faliegustu konuna fyrir utan eiginkonuna. DV-mynd GVA Stefni á sextánda sætið eða ofar -segirHörðurG. Ólafsson, sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins Hörður Gunnar Ólafsson frá Sauðárkróki átti sigurlagið í Söngvakeppni sjónvarpsins um síðustu helgi. Hörður Gunnar var óþekktur tónlistarmaður fram að þeim tíma en hann sendi tvö lög í keppnina sem bæði komust í tólf laga úrslit. Hörður starfaöí í hljóm- sveit Geirmundar á Króknum í sautján ár þannig aö hann er ekki óvanur tónlistinni. Nú er hann með eigin hljómsveit og hefur fengiö feikilega góð viðbrögð í öllum Riör- dæmum eins og hann orðár það. Á næstunni verður nóg að gera hjá Herði aö „fínisera“ lagiö áður en það veröur tekið upp á myndband til sýningar í evrópskum sjón- varpsstöðvum. Það er Hörður sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafíi: Hörður Gunnar Ólafs- son. Fæðingardagur og ór: 28. ágúst 1953. Maki: Margrét Sigurðardóttir - hún fær að fara með til Júgóslavíu. Börn: Þau eru þíjú, Guörún Helga, 18 ára, Ólafur Heiöar, 11 ára og Elva Hlín 3ja ára. Bifreið: Subaru árgerð 1988. Starf: Tannsmiður og tónlistar- maður í aukavinnu. Laun: Ágæt. Áhugamál: Tónlíst og laxveiðar. Ég reyni að komast í lax eins oft og ég get. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Mest þrjár, minnir mig. Hvaö finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst alltaf gott að slappa af heima og vera meö fjöl- skyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Lenda í stressi og álagi og komast ekki yfir allt það sem þarf að gera. Uppáhaldsmatur: Það er svína- hamborgarhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk, ég drekk mikið af mjólk - gott fyrir tennurnar. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Ekki spurning - Eyjólfur Sverrisson sem spilar með Stuttgart. Hann er héð- an af Króknum. Uppáhaldstímarit: Heimsmynd. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Þessi er erfið. Ætli það sé ekki Sigga Beinteins. Hún hefur unnið svo vel fyrir mig að undanfórnu. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Paul McCartney. Uppáhaldsleikari: Dustin Hoffman. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Phil Collins. Uppáhaldsstjómmálamaður: Dav- íð Oddsson, Uppáhaldsteiknimyndapersóna: ÆUi það séu ekki Tommi og Jenni en ég notaði þau nöfn í keppninni. Uppáhaldssjónvarpscfni: Það eru strákamir á Stööinni. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Guörún Gunnarsdóttir. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Ætli ég horfi ekki nokkuð jafnt á báöar stöðvar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel ísland. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Tinda- stóll - engin spuming með það. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að komast í sext- ánda sætið eöa ofSr í Eurovision í Júgóslaviu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu - hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég þvældist um landið siðastliðið sumar en í sumar ætla ég til Banda- ríkjanna. Svo fer ég auðvitað til Júgóslavíu í maí. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.