Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. 3 Fréttir Eru fyrirsjáanlegar breytingar á hlutverki hersins hér á landi? Varaflugvöllur verður helsta friðarstofnunin - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra I herstöðinni í Kefiavík er nú verið að reisa mikiar ibúðablokkir og kemur það heim og saman við hugmyndir þeirra sem telja að eftirlitshlutverk herstöðvarinnar eigi eftir að aukast og þá um leið mikilvægi hennar. DV-mynd BG Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra er nýr vara- flugvöllur á íslandi forsenda þess að hér verði sinnt því eftirlitshlutverki sem þarf í framtíðinni. „Það er margt hálfhjákátlegt í þró- un mála í dag og þá ekki síst það að þeir sem hafa risið helst upp til að mótmæla þessum varaflugvelli eru þeir sem hafa talað hvað mest um afvopnun. Kannski það verði niður- staðan að varaflugyöllur verði helsta friðarstofnunin á íslandi,“ sagöi ut- anríkisráðherra. Jón Baldvin segist tengja varaflug- vallarmálið og framtíð Keflavíkur- herstöðvarinnar mjög við þá þróun sem verður í afvopnun á höfunum. Verði samþykkt sú krafa íslenskra stjórnvalda að viðræður um atvopn- un á höfunum hefjist gæti ísland fengið það hlutverk að vera eftirhts- stöð með afvopnunarsamningum. Þar af leiðandi fengi herstöðin í Keflavík og önnur mannvirki á veg- um NATO og Bandaríkjamanna hér á landi aukið vægi. Taldi utanríkisráðherra að eftir- Utshlutverkið gæti orðið margþætt og jafnvel í samvinnu við bæði stór- veldin. Hann sagðist þó ekki geta séð fyrir sér að Sovétmenn fengju að- stöðu hér á landi þótt þeir ættu hins vegar að geta fengið aðgang að upp- lýsingum sem safnað væri hér. Nauðsyn varaflugvallar eykst „Ef ísland tæki við því hlutverki að annast eftirlit með gagnkvæmum afvopnunarsamningum á höfunum yrðu áreiðanlega geröar ennþá strangari kröfur um að hægt væri að sinna því allan sólarhringinn aUt árið um kring. Það er ekki hægt á meðan KeflavíkurflugvöUur er einn til staðar. Það er þetta sem bendir til þess að varaflugvöllurinn sé enn nauðsynlegri enn ella.“ Utanríkisráðherra sagði að ákaf- lega erfltt væri að sjá fyrir hvert hlutverk Keflavíkurherstöðvarinnar yrði í framtíðinni. Hann taldi þó ólík- legt að starfsemin þar minnkaði frá því sem hún væri nú enda væri ekki um mikinn mannafla né tækjakost að ræða í dag. - Hvaða áhrif hafa aUar þessar hræringar í afvopnunarviðræðum og Austur-Evrópu á stöðu íslands? „Fyrst um sinn liggur ekkert fyrir um breytingar á varnarstöðunni í Keflavík. Afvopnunarsamningarnir i Vín ná ekki til hennar. Fækkun og útrýming langdrægra kjarnavopna í Genf nær ekki til hennar. Stöðin er' svo fámenn að hún er ekki marktæk - hún nær ekki máli í þeim afvopn- unarsamningum sem þarna er verið að gera. Það er sérstaða stöðvarinnar sem er aðalatriðið. Þessi eftirUtsstöð hef- ur því hlutverki að gegna að annast fyrst og fremst eftirlit með umferð kafbáta á Norður-Atlantshafi og flug- umferð. En þá erum við komnir að kjarna málsins. Þrátt fyrir þann ár- angur, sem náðst hefur í afvopnun- armálum, hefur enn ekki náðst neitt samkomulag um að hefja viðræður um afvopnun á höfunum," sagði ut- anríkisráðherra. Þá sagði utanríkisráðherra að ný- gerður samningur - svokallaður Open Sky sem gerður var í Ottawa í Kanada - hefði nokkur áhrif á stöð- ina í Keflavík. Hún verður opin fyrir yfirflugi um það bil fjórum sinnum á ári frá ríkjum Varsjárbandalags- ins. „Þetta er traustvekjandi aðgerð sem kemur ekki í staðinn fyrir eftir- lit.“ Pentagon skoðar afvopnun á höfunum Að sögn utanríkisráðherra liggur í augnabhkinu ekkert sérstakt fyrir varðandi afvopnun í höfunum. Hann sagði þó að Islendingar hefðu lagt fast að aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins að byrja nú þegar skipulega úttekt og rannsókn á þeim tillögum og kostum sem fyxir liggja. Sjónarmið Bandaríkjanna og Breta væru þó sem fyrr að þar sem NATO væri flotabandalag ætti ekki að ræða um afvopnun á höfunum. Utanríkisráðherra sagði að það mætti þó sjá ýmis merki þess að frumkvæði íslendinga væri að bera árangur. í Pentagon væri nú áhrifa- mikil nefnd að skoða þessi mál og þar að auki lægi fyrir að áhugi Norð- manna og Kanadamanna væri að aukast. -SMJ Keflavíkurstööin: Verður ekki eftirlitsstöð - segir Hjörleifur Guttormsson „Ég tel að rökin fyrir því að við- halda þessari herstöð Bandaríkjanna séu engin. Þau hafa alltaf verið veik en nú eru þau gersamlega fallin og það sem er á dagskrá núna er að við segjum upp samningi um þessa her- stöð. Það þarf að láta reyna á vilja þings og ríkisstjórnar til að stíga slíkt skref,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins í utanríkismálanefnd, þegar hann var spurður álits á því hvort hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík væri að breytast. „Það hefur orðið slík gjörbylting í alþjóðamálum hin síðari ár að næsta verkefni er að losa okkur við þessa herstöð. Allt tal um eftirlitshlutverk hennar undir núverandi fyrirkomu- legi er út í bláinn." Hjörleifur sagði að það kæmi hon- um ekki á óvart að stöðin væri ekki á skrá yfir stöðvar sem á að skera niður. Það væri einfaldlega vegna vegna þess að herstöðin í Keflavík hefði í áratugi verið áhtin af Banda- ríkjamönnum vera heimavarnarstöð fyrir Bandaríkin. „Það er staðreynd sem menn ættu að hafa vel í huga núna. Það var til dæmis staðfest í kveðjuræðu McVadon í maí í fyrra og svipað virðist haft eftir núverandi yflrmanni Keflavíkurstöðvarinnar í DV. Ég tel því út í hött að stöðin geti orðið eftirlitsstöð undir núverandi fyrirkomulagi," sagði Hjörleifur. -SMJ Keflavíkurstöðin: Aukið eftirlitshlutverk ýtir á eftir varaflugvelli - segir Jóhann Einvarðsson „Þrátt fyrir allar þessar breyt- Jóhann sagðist ekki sjá mikla þá spennu sem hugsanlega er fyrir ingar munu báðir aðilar, austur og möguleika á að herstöðinni í Kefla- hendi." vestur, telja þaö nauðsynlegt að vik yröi lokað þó að Bandaríkja- - Vilt þú tengja eftirlitshlutverk- það verði öflugri eftirhtsstöðvar menn væru að fækka hermönnum ið varaflugvehi? beggja aðila einhvers staðar til aö sínum og herstöðvum víöa um „Min skoðun hefur ekki farið auka slökun og efla traustvekjandi heim. dult. Ég tel að okkur vanti hér aðgerðir. Ég tel því að eftirhts- - En sérð þú fyrir þér að Sovét- varafíugvöll og það er af tvennum hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar menn eigi aðgang að eftirhti hér? ástæðum. Bæði tel ég að Banda- muni aukast og það teljist nauðsyn- „Mér finnst það ekki útilokað þó ríkjamenn, það er að segja eftirhts- legt að reka hana áfram sem slíka,“ aö ég sé ekki beinlínis að tala um stöðin, þurfl varaflugvöll á öðru sagði Jóhann Emvarösson, for- aðgang að stöðinni en verulega veðursvæði en Keflavíkurflugvöll- maður utanríkismálanefndar Al- miklum upplýsingum frá stöðinni. urhm er. Þá er íslenski flugflotinn þingis, þegar hann var spm-ður að Ég tel að eftirhtsstöðvar, sem verða að breytast í tveggja hreyfla flug- því hvort að hlutverk Keflavíkur- þónokkrar í heiminum, muni vélar sem krefst þess að sé til vara- stöðvarinnar myndi breytast. skiptast á upplýsíngum til að losa flugvöllur,“sagðijóhann. -SMJ Keflavlkurstöðin: Umsvif hennar munu minnka Kvennalistinn 1 Reykjavík: Framboðslistinn um mánaðamót segir Ingi Björn Albertsson Uppstihingarnefnd vinnur nú að uppröðun á hsta Kvennalistans fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Áætlað er að halda fund 28. febrúar þar sem nefndin kynnir niðurstöður sínar. Búið er að framkvæmda skoðana- könnun um nöfn á framboðshstann. Eftir því sem næst verður komist er það einungis uppstilhngarnefnd sem veit hver vilji þátttakenda í skoðana- könnuninni er. Hugsanlega liggur framboðslisti Kvennalistans fyrir um eða eftir mánaðamót. -sme „Ég sé nú ekki fyrir mér að Atl- antshafsbandalagið né Ameríkuher sé á leiðinni í burtu. Hins vegar hlýt- ur verkefni þeirra að breytast eitt- hvað með þeirri slökun, sem orðið hefur í heiminum, og færast ennþá meira í eftirhtshlutverkið eins og menn hafa látið liggja að,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þingflokksformað- ur Frjálslyndra hægrimanna, þegar hann var spurður áhts á breyttu hlutverki Keflavíkurstöðvarinnar. „Það er hins vegar ekki hægt að loka augunum fyrir því að þó að þetta fari kannski meira yfir í eftirlits- hlutverkið þá er þetta varnarstöð áfram. Sú þróun sem er í gangi í dag í Austur-Evrópu er ahs ekki búin og það veit enginn hve langt hún fer í frelsisátt. Það er því engin leið að segja hvar kemur upp ófriður og þó að almennur friður verði kannski í heiminum þá leggjast herstöðvar ekkert niður. Umsvif stöðvarinnar munu hins vegar minnka og þá bæði með tilliti til þessara atburða og ekki síður þeirra tæknibreytinga sem eru að eiga sér stað,“ sagði Ingi Björn. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.