Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. Meiming__________________________________________________________________________x>v Menningarverðlaun DV afhent 1 tólíta sinn: „Húra og bravó“ „Markmið þessara verðlauna hef- ur verið tíundað svo oft og rækiiega að ég tel ekki þörf á að hafa mörg orð um þau. Þau eru, og verða vonandi áfram, virðingarvottur okkar lesenda, áhorfenda, áheyrenda, í stuttu máli okkar njótenda, við nokkra hsta- menn sem unnið hafa eftirminnileg afrek, hver á sínu sviði, á nýliðnu ári. Á þeim tólf árum sem þessum verð- launum hefur verið úthlutað hafa þau fallið í skaut 82 aðilum, einstakl- ingum, stofnunum og vinnuhópum. Meðal einstakhnganna eru 17 kon- ur, en sú saga segir ekki aha söguna því í að minnsta kostí þijú skipti hafa hópar, sem að mestu hafa verið skipaðir konum, hlotið verðlaunin. Ég nefni aðeins verðlaunin 1987 sem hlotnuðust íslenska dansflokknum. Upphaflega voru verðlaunin fimm talsins, fyrir bókmenntír, myndhst, tónlist, leiklist og byggingarhst en árið 1981, við upphaf „íslenska kvik- myndavorsins", bættust kvikmyndir við. 1988 kom hsthönnun síðan til skjalanna," sagði Aðalsteinn Ingólfs- ^son, veislustjóri og menningarmála- ritstjóri DV, þegar Menningarverö- laun DV voru afhent á Hótel Holti um hádgisbil í gær. Menningarverðlaun DV voru þá afhent í tólfta skipti og htur nú út fyrir að þau verði langlífust verö- launa af þessu tagi hér á landi fyrr og síðar. Við verðlaunaafhendinguna voru saman komnir verðlaunahafar, dómnefndarfólk, fulltúar DV og Frá 12. afhendingu Menningarverðlauna DV að Hótel Holti í gærdag. fastir gestir við þetta tækifæri, til aö mynda Thor Vilhjálmsson rithöf- undur. Verðlaunagripinn hannaði Pétur Bjarnason myndhöggvari. Thor Vilhjálmsson tók tíl máls að lokinni verðlaunaafhendingunni og Ingimundur Sveinsson - byggingarlist: Þaulhugsuð og skapandi hönnun „Dómnefnd fyrir byggingarhst var sammála um að Menningarverðlaun DV skyldi veita Ingimundi Sveins- syni arkitekt fyrir skrifstofu- og þjónustuhús fyrirtækjanna Sjóvá- Álmennra og Kaupþings við Kringl- una 5 í Reykjavík. Húsið er afar vandað að allri gerð og frágangi og ber fagurt vitni um þaulhugsaða og skapandi hönnun í stóru og smáu. Nútímalegt útht byggir á klassískum grunnformum, teningi, hringi og þrí- hymingi. Yfir húsinu hvíhr jafnvægi sem hefur jákvæð áhrif á órólegt og sundurlaust umhverfi. Það er gleði- legt til þess að vita aö fyrirtæki í við- skiptum og þjónustu hafi skilning og vilja til að taka þátt í að reisa slíkt hús því aö án skilnings og vilja byggj- andans verður góð byggingarlist ekki til, alveg sama hvað arkitektínn er hæfur og leggur sig fram,“ sagði Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt, formaður dómnefndar um bygging- arhst. Hróbjartur sagði að þessari dóm- nefnd. væri alltaf nokkur vandi á höndum þar sem um mörg verk af ólíkum toga getur verið að ræða. „Það er rétt að hafa í huga, nú þeg- ar höfundur verks hlýtur viðurkenn- ingu, að um mörg góð verk var að ræða. Engri rýrð er á þau kastað þótt framhjá sé gengið. Eitt sérein- kenni íslenskra byggingarhátta, um leið dapur vitnisburður um íslenska „stjórnheimsku", veldur því að ágæt hús þykja varla tilefni th verðlauna, en það er langur byggingartími. Sumar byggingar eru raunverulega orðnar gamlar þegar þær eru teknar í notkun. Hvað skyldi til dæmis Þjóð- arbókhlaða verða orðin gömul þegar hún verður vígð?“ Með Hróbjarti í dómnefndinni voru Guörún Guðmundsdóttír arkitekt og Sigurjón Jóhannsson leikmynda- teiknari. -hlh sagði meðai annars að stefna DV í menningarmálum væri sem betur fer öndverö þeirri stefnu sem alltof margir hefðu aðhyhst í gegnum tíð- ina, nefnilega að fara sem verst með listamenn. Þeir sem aðhyllst hefðu þá stefnu hefðu borið því viö að „svanasöngur listamannanna væri svo fallegur" eins og hann orðaði það. „Þessi verðlaunaafhending er gerð af miklum stórhuga og umfram allt kærleika. Húrra og bravó,“ sagði Thor. „Ég þakka fyrir að einhver aöili hér á landi skuh verja tíma og fé til þess að vekja athygh á störfum lista- manna og það með þessum höfðing- lega hætti,“ sagði Þráinn Bertelsson handhafi kvikmyndaverðlaunanna þegar hann þakkaði fyrir sig. Fleiri notuðu tækifæriö til að skjóta athugasemdum inn. Þar á meðal var Hróbjartur Hróbjartsson, formaður dómnefndar um bygging- arlist. Það var Ingimundur Sveins- son sem fékk menningarverðlaun DV í þeim geira að þessu sinni en Hróbjartur gat ekki látíð hjá líða að skjóta fram athugasemd þegar hann gerði grein fyrir dómnefndarstörfun- um. Hann sagði að það hefði hvarflað að sér að veita Guðjóni Samúelssyni heitnum, fyrrverandi húsameistara ríkisins, Menningarverðlaun DV fyr- ir Þjóðleikhúsbygginguna ekki síst þar sem í bígerð væri að eyðileggja það merkilega verk. Tilraunastarfsemi í sjávarút- vegi Að venju voru ótroðnar slóöir farn- ar í matargerðarlistinni þessa ánægjulegu hádegisverðárstund. Útskýrði Jónas Kristjánsson fyrir gestum hvaö þeir hefðu lagt sér til munns. Hann sagði að samkvæmt venju væri um tilraunastarfsemi í sjávarútvegi aö ræða en hingað tíl hafa annaðhvort verið notaðar hefð- DV-myndir GVA bundnar aðferðir við matreiðslu nýstárlegs hráefnis eða nýstárlegar aðferðir við martreiðslu heíðbundins hráefnis úr hafinu. Forrétturinn var kútmagi meö loðnufylhngu og hvítvínssölvasósu. í loðnufyllingunni var loðna, stein- bítskjöt, eggjahvíta, rjómi og þara- strimlar. Aðalrétturinn samanstóð af þrenns konar síld: Sporðstykki steiktu á gamla mátann, hálfu síldarflaki, skornu á lengdina, fylltu með síldar- farsi, bragðbættu með eplum og öðru hálfu flaki, fylltu með venjulegu síld- arfarsi. Með síldinni var borinn fram „kartöflupottur", laukur soðinn í sérríi og kryddi, gulrótarstrimlar og dillsósa. Fyrir matinn var boðið upp á þurrt sérrí og eftir matinn kaffi og gamalt portvín. Var ekki annað að sjá en þessi „gastrónómísku" listaverk féllu gest- um vel í geð. -hlh Ingimundur Sveinsson tekur hér við menningarverölaununum fyrir bygging- arlist úr hendi Hróbjarts Hróbjartssonar. Grétar Reynisson - leiklist: Hinir gagnrýnustu kinkuðu ánægðir kolli „Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir árið 1989 hlýtur Grétar Reynis- son, höfundur leikmyndar í sýningu Borgarleikhússins á Ljósi heimsins. Auk mín sátu í dómnefndinni þau Gunnlaugur Ástgeirsson og Sigrún Valbergsdóttir og það var samdóma áht okkar að veita bæri Grétari verð- launin fyrir þessa leikmynd sem lagði grunninn að einum merkasta leikhstarviðburði ársins og var sem höfundarverk sterk undirstaða og burðarþáttur sýningarinnar. Leikmyndin kristallaði og studdi á einstakan hátt inntak og grunnþema þess margræða skáldverks sem Ljós heimsins er. í augum þeirra sem bók- menntum unna er þetta aht að því heilög bók og það var því með kvíða- blandinni eftirvæntingu sem sýning- ar var beðið. Það var ekki síst að þakka fágæta vel unninni úrlausn á leikmyndinni sem jafnvel hinir gagnrýnustu kink- uðu ánægðir kolli eftir sýningu og létu í ljós gleði sína,“ sagði Auður Eydal, formaður leikhstamefndar, meðal annars í ávarpi sínu. „Grunnhugmyndin í verki Grétars er hringlaga form, hóh umflotinn vatni. Hann minnir á ehífðina en leggur um leið áherslu á innilokun og heftingu einstaklingsins. Þegar Grétar Reynisson hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir leikmynd sína við Ljós heimsins. Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV og formaður leik- listarnefndarinnar, afhendir honum hér verðlaunin. minnst varir sprengir þetta form af sér öll bönd í sýningunni og andinn flýgur frjáls þrátt fyrir alla kröm. Leikmyndin ber skýr höfundarein- kenni listamannsins Grétars Reynis- sonar og er án efa hans besta verk fyrir leikhús tíl þessa. . Hann er sem endranær óhræddur við að fara nýjar leiðir í verkum sín- um og hefur margsinnis sannað fá- gæta hæfileika tíl þess að sameina hstræna útfærslu þeim megintil- gangi leikmyndarinnar að styðja höf- undinn í því sem hann vih segja og hefja fram hugsun og þema viðfangs- efnisins." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.