Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Síða 7
i tír t i l j -'ir í'i’ í y'i ■' jÍ : > * 'r v 1 ' t •
FÖSTÍJDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. ?
dv_______________________________________________________Fréttir
Hæstaréttardómar í kynferðisafbrotum:
Þyngri refsingar fyrir
fjársvik en kynferðisglæpi
- þyngri dómur fyrir að borga ekki leigubíl en þukla unga drengi
Þyngd refsidóma
Rán
Nauðgun
Fíkniefni
Fjársvik
Líkamsárás
Skírlífisbrot
Fjárdráttur
Skjalafals
Tilraun til
nauðgunar
Meöaltal fangelsisdóma eftir dómum
Hæstaréttar 1985 - 1987
48
36
DVJRJ
Miðað við lauslega könnun DV á
refsidómum Hæstaréttar virðast þeir
sem fremja kynferðisafbrot gagnvart
börnun fá álíka eða jafnvel léttari
fangelsisdóma en kveðnir eru upp
yfir þeim sem fremja auðgunarbrot
á borð við fjársvik og fjárdrátt. Þá
kemur einnig í ljós að þeir sem
fremja hrottalegar nauðganir fá létt-
ari fangelsisdóma en þeir sem hafa
framið rán á bíræfinn hátt.
Af viðbrögðum almennings við
kynferðisafbrotum og þá einkum
gagnvart börnum má ráða að hann
telji refsingar dómkerfins vegna
þessara brota léttvægar og þá eink-
um þegar brotin beinast gegn börn-
um. Þegar fréttir berast af niðurstöð-
um dóma í málum af þessu fagi má
ráða af viðbrögðum almennings að
langt bil sé á milli réttlætiskenndar
almennings og dómstólanna.
Leigubílinn dýrmætari
en drengirnir
Sem dæmi um mismunandi þyngd
dóma eftir sakarefnum, sem eflaust
fer fyrir brjóstið á mörgum, má nefna
mál gegn Steingrími Njálssyni frá
1986. Þá komu til Hæstaréttar tveir
dómar yfir Steingrími.
Annars vegar dómur vegna þess
að Steingrímur tók leigubifreið frá
Seltjarnarnesi til Keflavíkur án þess
að hafa möguleika á að greiða far-
gjaldið sem þá var um 3 þúsund
krónur. Steingrímur var dæmdur
vegna þessa í þriggja mánaða fang-
elsi í sakadómi.
Hinn dómurinn var vegna tveggja
atvika. Annars vegar veittist Stein-
grímur að 11 ára gömlum dreng fyrir
utan veitingastað, kyssti hann á and-
htið og fór höndum um hann utan-
klæða, meðal annars kynfærin. Hins
vegar dró Steingrímur 13 ára dreng
til sín í' búningsklefa í Sundhöll
Reykjavíkur þar sem báðir voru
naktir, neyddi drenginn til að sitja í
kjöltu sinni, kyssti hann á hálsinn
og fór höndum um kynfæri hans.
Sakadómur fann Steingrím sekan
vegna þessara brota og dæmdi hann
í 30 daga fangelsi.
Steingrímur fékk því þrefalt þyngri
dóm vegna þess að hann greiddi ekki
fyrir leigubílinn til Keflavíkur en
hann fékk fyrir að veitast að þessum
tveimur drengjum. Hæstiréttur
þyngdi samanlagða refsingu fyrir
þessa báða dóma upp í 7 mánuði.
Einn mánuður vegna
samræðis við vangefna stúlku
Á því tímabili sem DV kannaði,
1985 til 1987, kvað Hæstiréttur upp
þrjá aðra dóma vegna skírlífisbrota.
I þessum dómum voru þeir sem brot-
in frömdu dæmdir í eins til níu mán-
aða fangelsi.
Sá sem fékk þyngsta dóminn eða
níu mánuði var sekur fundinn um
að hafa fjórum sinnum haft holdlegt
samræði við þrettán ára gamla
stúlku. Refsingin er ekki einvörð-
ungu fyrir þetta brot því að maður-
inn var jafnframt fundinn sekur um
líkamsárás þar sem hann braut með-
al annars fimm tennur í fórnarlamb-
inu. Hér er því ekki um hreinan dóm
vegna skírlífisbrots að ræða.
Þá fengu tveir menn dóm vegna
samræðis við stúlku sem samkvæmt
greindarprófi reyndist vera á mörk-
um þess að vera þroskaheft og mjög
þroskaheft. Annar fékk eins mánað-
ar óskilorðisbundinn fangelsisdóm
og hinn þrjá mánuði.
Svo aftur sé leitað samanburðar við
Steingrím Njálsson þá hlaut hann 4
mánaða dóm árið 1987 fyrir að hafa
stolið seðlaveski með 10 þúsund
króna ávísun úr bil á bílastæði.
Um þrjú árfyrir
hrottalegar nauðganir
Á þessu þriggja ára tímabili féll
einn dómur vegna nauðgunar á
barni. Þar var maður fundinn sekur
um að hafa nauðgað 13 ára gamalli
stúlku sem var að gæta barna hans.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Maðurinn kom drukkinn heim á
undan konu sinni og neyddi stúlkuna
til samræðis gegn vilja hennar. Þegar
hún reyndi að komast undan elti
hann hana; meðal annars inn á sal-
erni þar sem hann braut upp hurð-
ina. Stúlkan komst ekki undan
manninum fyrr en hann hafði komið
vilja sínum fram og sofnaði áfengis-
dauða. Þessi maður var dæmdur til
tveggja og hálfs árs fangelsis í Hæsta-
rétti en hafði verið dæmdur í þriggja
ára fangelsi í sakadómi Rangárvalla-
sýslu.
Tveir aðrir nauðgunardómar féllu
á þessu tímabili; báðir í mjög hrotta-
legum nauðgunarmálum. Annars
vegar var maður dæmdur til þriggja
ára fangelsisvistar fyrir að nauðga
eldri konu á leiði foreldra hennar í
kirkjugarðinum við Suðurgötu í
Reykjavík. Hins vegar fékk maður
þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyr-
ir að nauðga tveimur stúlkum með
klukkutíma millibili á Hverfisgötu í
Reykjavík.
En allt að fimm ár
fyrir bíræfin rán
Eins og dómar fyrir skírlífisbrot
eru yfirleitt mildari en dómar fyrir
íjársvik þá eru þessir þrír nauðgun-
ardómar mildari en þeir tveir dómar
sem féllu í Hæstarétti vegna rána á
ofangreindu tímabili.
Þannig fékk höfuðpaurinn í ráninu
við Laugaveginn, þar sem dagsölu
Áfengisverslunarinnar við Lindar-
götu var rænt af tveimur starfs-
mönnum verslunarinnar, 5 ára fang-
elsi. Árið 1986 var maður dæmdur
fyrir þrjú lík rán, þar sem hann sló
fólk í höfuðið, svo að það lá eftir, og
tók af því veski. Hann var dæmdur í
3 ára fangelsi.
Það skal tekið fram að hér er ekki
verið að bera ofangreinda glæpi sam-
an heldur einungis að leitast við að
finna dæmi sem geta leitt í ljós
ástæðu þess að almenningur virðist
almennt telja að kynferðisafbrota-
menn fái milda dóma. Þessi dæmi,
og þá einkum þau sem beinast gegn
börnum, virðast benda til þess aö
álit almennings sé ekki úr lausu lofti
gripið.
Á þessu tímabili dæmdi Hæstirétt-
ur í einu máli þar sem nauðgaranum
tókst ekki að fullkomna verknaðinn.
Hæstiréttur dæmdi manninn í
þriggja mánaða ósk'ilorðisbundið
fangelsi þrátt fyrir að hann hefði
neitað verknaðinum. Dóminn byggði
rétturinn á framburði fórnarlambs-
ins og ummerkjum í íbúðinni þar
sem atburðurinn átti sér stað. Tveir
af fimm dómurum réttarins vildu
hins vegar sýkna ákærða þar sem
framburður stúlkunnar væri ekki
nægur til að sakfella hann.
Svipaðar refsingar fyrir
fjárdrátt og kynferðisafbrot
Á þessu þriggja ára tímabili, sem
DV skoðaði, voru kveðnir upp 38
fangelsisdómar í alvarlegri sakamál-
um utan manndrápa og dóma fyrir
fjölþætt brot. Þegar dómunum hefur
verið skipt eftir brotum kemur í ljós
að meðaltals-fangelsisvist fyrir skír-
lífisbrot er um 4,3 mánuðir og 36
mánuðir fyrir nauðganir.
Til samanburðar eru meðaltals-
fangelsisdómar fyrir skalafals 4
mánuðir og sömuleiðis fyrir fjár-
drátt. í þeim dómum sem hér um
ræðir var í flestum tilfellum um mjög
litlar upphæðir að ræða. Þeir sem
dæmdir voru fyrir líkamsárásir
fengu að meðaltali 6 mánaða fangels-
isdóm en þeir sem fengu dóm fyrir
fjársvik fengu að meðaltali 6,7 mán-
aða dóm.
Fíkniefnadómar fólu að meðaltali í
sér 15,5 mánaða dóm. Nauðgarar
fengu 36 mánuði að meðaltali og
ræningjar 48 mánuði.
Hér er ekki um vísindalega úttekt
á refsingum að ræða. Þannig er ekki
tekið tillit til ýmiss konar lögfræði-
legra atriða heldur einungis kannað
hvaða dóm menn fengu ef brot þeirra
þóttu sönnuð.
Árið 1986 var Steingrímur Njálsson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyr-
ir að taka leigubíl frá Seltjarnarnesi til Keflavíkur án þess að borga. Sama
ár var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir kynferðislega áreitni
gagnvart tveimur drengjum. Hér er Steingrímur leiddur inn í sakadóm í
fyrri viku þar sem hann hlýddi á gæsluvarðhaldsúrskurð vegna áreitni
gagnvart sjö ára dreng. DV-mynd KAE