Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 32
 tu»w*! ** i.-«■««*» Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er ga?tt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 FOSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1990. Tugir innbrota upplýsast Komiö hefur í ljós að fjórir piltar, sem voru handteknir viö Litlu kafS- stofuna þar sem þeir höfðu fest bíl sinn aðfaranótt miðvikudagsins, eiga aðild að tugum innbrota í Reykjavík á síðastliðnum vikum. Lögreglan á Selfossi handtók f]ór- menningana í Svínahrauni þegar þeir voru á leið til Reykjavíkur. Voru þeir grunaðir um að hafa gert tilraun til þjófnaðar í báti í Þorlákshöfn. Voru þeir búnir að bera sjónvarps- tæki út á þilfar bátsins þegar þeir flúðu í burtu. Voru þeir síðan færðir í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins tók síðan málið til meðferðar. Við yfir- heyrslur kom í ljós að fjórmenning- amir hafa mjög látið til sín taka vegna afbrota víðsvegar um borgina að undanförnu. Að sögn Jóns Snorrasonar, deildarstjóra hjá RLR, tengjast ffeiri aðilar íjórmenningun- -um. Jón sagði við DV í morgun að hér væri um tugi innbrota að ræða. -ÓTT Umhverfisráðherra í dag? Kjaramálin töfðu um- neytið LOKI Fréttu þeir á ísberginu ekki af B-deginum? 200 kassar af bjór og 435 kíló af skinku fundust í ísberginu: Foldu smyglið i fiskkössum í gámi Tvö hundruð kassar af bjór og tæp- lega hálft tonn af skinku fannst i gámi í flutningaskipinu ms. ísbergi við leit tollvarða úr rannsóknar- deild tollgæslunnar i gær. Pimm skipverjar hafa játað að eiga smyg- hð. Gáraurinn stóð í annarri hæð á þilfari þegar skipiö kom til Hafh- arfjarðar frá Noregi i gænnorgun. Smyglið fannst síðan í tómum fisk- kössum som áttu að flytjast í gámn- um með skipinu til ísafjarðar í vik- unni. ísbergiö komfrá útlöndum í gær- morgun og var Beraen síðasti við- gámurinn átti aö fara áfram til Isaíjarðar komustaöur skipsins. Tollverðir ákváöu að leita í öllum gámum sem skipið kom með til landsins. Toll- verðimir voru búnir aö íjarlægja mikið magn af tómum fiskkössum úr gámnum þegar þeir komu loks að kössunum þar sem búið var að raða smyglvamingnum í. Fisk- kassarnir, sem smygliö fannst í, voru aliir innst í gámnum. Kom þá í Ijós að þar voru tvö hundruð kassar af bjór geymdir og 87 fimm kílóa dósir af skinku. Mest af biórnum. sem laet var haid á var Tuborg-bjór en töluvert magn var einnig af Carlsberg Elephant og Beek’s. Gámurinn var hifður í land og varningurinn síðan fluttur til Reykjavíkur með sendibíl. Málið er að fullu upplýst. Að sögn Kristins Ólafssonar toll- gæslusijóra mun bjórimr, sem lagt ýar hald á í gær, fara á útsölustaði ÁTVR samkvæmt lögum. Aöspurð- ur um hvað gert yrði við skinkuna sagði Kristinn að ef um hráa kjöt- vöru væri áð ræða, sem er smygf, væri slíkt yfirleitt brennt eða því PVfff á flnnati KáH' VaWtanrK una sagði Krístinn að hún yiöi sennilega seld úr landi um borð í skip sem sigla til útlanda. Aðspurð- ur um hvort skinkan færi ekki á innanlandsmai-kað, þar sem hún er niðursoðin og í raun lögleg, sagði Kristinn: „Varðandi niðursoðið kjöt ems og skinku þykir ekki eölilegt að setja það á markað hér þar sem um verndunarsjónarmið gagnvart landbúnaði er að ræða. Það verður þvi reynt að koma kjötinu í pening fyrir ríkissjóð - þó ekki á innan- landsmarkaöi." skemmdar- Sljórnarfrumvarp um Stjórnarráð íslands kom ekki á dagskrá í efri deild Alþingis í gær en 3. umræða er eftir áður en frumvarpið verður að lögum. Ætlunin er að ljúka um- ræðu um málið í dag en að sögn Júl- hsar Sólnes hagstofuráðherra er íkkert samkomulág við stjórnarand- stöðuna um að ljúka umræðunni. Ef frumvarpið verður að lögum, ains og flest bendir til, ætti Júlíus að verða fyrsti umhverfismálaráðherra andsins í dag. í gær voru það kjara- málin sem töfðu fyrir frumvarpinu m útht er fyrir að kjaramálafrum- varpið verði einnig samþykkt í dag. Júlíus sagði að næstu mánuði yrðu starfsmenn umhverfisráðuneytisins önnum kafnir við að skipuleggja starfsemi þess. Vegna þess sagðist hann ekki hafa áhyggjur af tillögum framsóknarmanna um gróðurvernd en þær fela í sér að ákvörðunarvald þar um er flutt til landbúnaðarráðu- neytisins. Júlíus játaði að hann heföi 3kki verið hrifinn þegar hann sá þær fyrst en sagði að þær yrðu aðeins millibilsástand þar til ný lög um _ Landgræðsluna. og Skógræktina yrðu samþykkt. Stefnt er að því að samþykkja þau næsta haust. _SMJ verk á Sauðár- Menn úr „svarta gengi“ tollgæslunnar, með tæki sín og tól, bera Tuborg og Elephant bjór út úr 20 feta gámi á hafnarbakkanum í Hafnarfirði í gær. Bjórinn og skinkan, sem lagt var hald á, var upphaflega í fiskkössum inni í gámnum. Tollgæslan vildi ekki gefa upp hvort ákveðinn grunur hefði leikið á um að smygl væri í skipinu áður en það kom til landsins. DV-mynd S Brotist var inn á vélaverkstæði á Sauðárkróki í fyrrinótt og stolið það- an tugum þúsunda króna í pening- um. Verið var að vinna fram á nótt á verkstæðinu og var innbrotið síðan framið eftir að starfsmenn yfirgáfu þaö. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hefur verið mikið um innbrot og skemmdarverk þar að undan- fórnu. Nýlega var brotist inn í íþróttahúsið, gagnfræðaskólann og í sundlaugina. í öllum tilfellum var peningum stohð og skemmdir unnar. Mikið tjón hefur verið vegna rúðu- brota á öllum þessum innbrotsstöð- um. Einnig var brotist nýlega inn á bensínstöð Shell á Sleitustöðum sem er skammt frá Sauðárkróki. Þaðan var stolið talsverðum verðmætum. Lögreglan telur allt benda til þess að við innbrotin á Sauðárkróki hafi sömu aðilar verið að verki. Rann- sókn stendur yfir vegna ahra þessara innbrota. -ÓTT Veðrið á morgun: Snjókoma sunnan- og vestanlands Á morgun þykknar upp með austan- og suðaustanátt. Snjó- koma sunnan- og vestanlands síð- degis. Úrkomulítiö á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður við frostmark við suður- og austur- ströndina en undir frostmarki vestan- og norðanlands. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Uti að aka í 40 ár BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 f i i i i i i i i i i i i i i i i i \ \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.