Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Page 15
FÖSTÚDAGUR 23. FKBKÚAR 1990. 15 Allir geðveikir nema borgarstjórinn? Greinarhöf. vitnar í viðtal við borgarstjóra í DV 15. febr. sl. Það er engin furða þó að íþrótta- málin í Reykjavík drabbist niður þegar sj álfur borgarstj órinn verður uppvís að jafnmikilli fáfræði og fram kemur í viðtali við hann í DV sl. flmmtudag þegar hann var spurður um byggingu fjölnota íþróttahúss vegna HM í handknatt- leik 1995. „Geðveiki að byggja hús fyrir einn leik“ er haft eftir honum, eins og væntanleg bygging myndi að- eins nýtast fyrir úrslitaleik HM. Borgarstjóri, sem talar með.þess- um hætti, er annaðhvort illa upp- lýstur um þetta mál eða andsnúinn íþróttahreyflngunni af einhverjum ástæðum, nema hvort tveggja sé. Skyldi aldrei hafa hvarflað að borg- arstjóra að það væri geðveiki að byggja ráðhús fyrir 2000 milljónir, sumir segja fyrir einn mann? Geðveikir flokksbræður? Geðveikistal borgarstjóra í DV á fimmtudaginn er enn furðulegra fyrir þá sök að ýmsir flokksbræður hans hljóta að lenda í geðveikis- flokknum vegna eindregins stuðn- ings við HM á íslandi 1995. Þanrng hlýtur Matthías Á. Mathi- esen, fyrsti þingmaður Reyknes- inga, að vera geðveikastur allra, þar sem hann var formaður þeirrar nefndar sem vann að því að fá keppnina til íslands. Sömuleiðis Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og borgar- stjóri, sem lýsti yfir stuðningi við málið í ráðherratíð sinni. - Og þá má ekki gleyma Gunnari Birgis- syni, sigurvegara í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Kópavogi, sem setti þessa íþróttahúsbyggingu á oddinn KjaUaiinn Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins í sinni prófkjörsbaráttu. Bæjarstjórnirnar í Kópavogi og Hafnarfirði hljóta með sama hætti að lenda á geðveikrahæli fyrir að vilja HM-húsið í sínar heimabyggð- ir, að áliti borgarstjórans, sem er mjög gjarn á að afgreiða andstæð- inga sína með stóryrðum. - Er skemmst að minnast orðaskaks hans við íbúa Árbæjarhverfis þeg- ar þeir neituðu að kyngja sopeyð- ingarstöð borgarstjórans. Kyrrstaða í Reykjavík Það er bráðnauðsynlegt fyrir íþróttafólk í Reykjavík að sam- vinna milli ríkis og Reykjavíkur- borgar takist um byggingu stórrar íþróttahallar, í samræmi við loforð íslenskra stjórnvalda að hér á landi rísi slík bygging vegna HM í hand- knattleik 1995. Frá upphafi hefur verið talið sjálfsagt að þessi bygging rísi í Laugardalnum í tengslum við Laugardalshöllina og nýta mætti aðstöðuna til sýningahalds, auk íþróttaæfinga og kappleikja, að ógleymdri aðstöðu fyrir frjáls- íþróttafólk, sem er að hrekjast úr borginni vegna aðstöðuleysis. Sannleikurinn er sá að vöntun er á stóru íþróttahúsi í Reykjavík. íþróttafélögin í borginni líða fyrir skort á íþróttatímum í stórum söl- um. Slíkir sahr hafa sprottið eins og gorkúlur í nágrannasveitarfé- lögunum á sama tíma og kyrrstaða hefur ríkt í Reykjavík. Þessi þróun hefur leitt til þess að íþróttafélög í næsta nágrenni við Reykjavík eru að skjóta Reykjavíkurfélögunum ref fyrir rass í sumum íþróttagrein- um. Alvarlegast er, að ráðamönnum Reykjavíkurborgar virðist standa á sama um þessa þróun. Rangfærslur borgarstjóra íþróttahreyfingin í Reykjavík getur illa sætt sig við þá deyfð, sem ríkir í þessum málum, því að varla stafar hún af fjárskorti ríkasta sveitarfélags landsins. Að kasta frá sér tækifæri til að byggja stóra íþróttahöll, sem að miklu leyti yrði fjármögnuð af ríkisstjórninni, eru óskiljanleg vinnubrögð. Allt tal borgarstjóra um kostnað upp á 1 milljarð er út í hött. Rök hafa verið leidd að því að slíkt hús mætti byggja fyrir 500-600 milljón- ir, þar af tekur ríkisstjórnin, eins og fyrr segir, verulegan þátt í kostnaðinum. Vonandi reyna góðviljaðir menn innan Sjálfstæðisflokksins að koma viti fyrir borgarstjórann í þessu máli. Þaðkann þó að reynast þrautin þyngri, því að um margt minna stjórnarhættir borgarstjór- ans á vinnubrögð ónefndra einræð- isherra í austri meðan allt lék í lyndi og járntjaldið var á sínum stað. Alfreð Þorsteinsson „Alvarlegast er að ráðamönnum Reykjavíkurborgar virðist standa á sama um þessa þróun.“ „Kyrr kjör“ Kjarasamningarnir hafa nú ver- ið samþykktir í flestum stéttarfé- lögum vinnumarkaðarins, mögl- unarlítið. En ekki er þar með sagt að allir séu fuilsáttir við samning- ana. Á vinnumarkaðinum er mikil ólga, atvinnulausir eiga í fá hús að venda og um þessar mundir er rétt- ur sumra þeirra til atvinnuleysis- bóta að renna út. Aðrir eiga ekki einu sinni rétt á atvinnuleysis- bótum vegna þess að þeir hafa ekki starfað sem launþegar heldur talið sig „verktaka" og vakna nú upp við vondan draum, réttlausir með öllu. Á sama tíma verður æ algengara að fólk ráði sig sem „verktaka" í störf sem það hefur áður unnið sem launþegar. Sífellt fleiri eru með óljósa stöðu á vinnumarkaðinum og versla með öryggi sitt fyrir fá- einar krónur ef þeir þá fá þær. Ef valið stendur um taxta upp á fjörutíu þúsund krónur og réttindi eða fimmtíu þúsund krónur og rétt- leysi kjósa margir að „gleyma“ réttindunum um stund, treysta því að verða ekki veikir, missa verk- efnin eða vinnuna. Vinnumarkað- urinn er á fleygiferð, allt nema kjörin. Þau eru kyrr. Lýst eftir tímamótum Það væri í sjálfu sér ekkert at- hugavert við kyrr kjör ef launin hefðu fest í sómasamlegum tölum. Þá hefði verið hægt að tala um tímamótasamninga. En að festa í Kjallariim Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans sessi kaup og kjör sem hafa versn- að ár frá ári um nokkurra ára skeið er forkastanlegt. Það hefðu verið tímamót ef víð- tæk samstaða hefði náðst um að hækka lægstu launin þannig að þau nægðu til framfærslu og þá hefði verið kominn kaupmáttur sem verðugt væri að tryggja! En þannig var ekki staðið að málum og um þaö varð einhverra hluta vegna ekki þjóðarsátt. Hvernig stendur á því að enn hefur ekki náðst „órofa samstaða", „þjóðarsátt" eða bara samkomulag um að stíga þetta skref? Ríkið gæti til dæmis gengið á undan með góðu fordæmi og samið við launafólk í þjónustu ríkisins um daglaun sem dygðu til framfærslu. En það hefur svo sannarlega ekki gerst og það er ekkert undarlegt þótt ýmsum sé að verða nóg boðið. Undir lygnu yfirborði kyrra kjara kraumar mikil óánægja. Hætta á versnandi ástandi Það má vel vera að kjörin reynist ekki kyrr þegar fram í sækir. Þau gætu versnað enn meir. Úr öllum áttum heyrast efasemdir um að rík- isstjórnin hafi burði til að standa við gefin fyrirheit. Forsvarsmenn ýmissa ríkisstofnana efast um að hægt verði að reka þær án gjald- skrárhækkana, svo þröngur stakk- ur sé þeim sniðinn f fjárlögum. En jafnvel með ýtrustu bjartsýni um aö verðlag verði stöðugt eru samn- ingarnir ónothæfir fyrir láglauna- fólk. í þeim hópi eru konur í mikl- um meirihluta. Það þýðir ekki að láta sig dreyma um að kvenleg þolinmæði sé enda- laus. Móðir hefur enga þohnmæði til að bíða eftir því að búa bömum sínum öryggi, eiga fyrir mat og húsaskjóli. Hún leitar allra færra leiða til að leysa vandann. Það er ekki láglaunamóðirin sem nýtur góðs af lækkun vaxta, hún hefur ekki efni á að festa sér húsnæði né safna stórum skuldum. Það er von að upplausn ríki á vinnumarkaði sem ekki býr betur að hinum lægst launuðu. Það er von að menn leiti allra leiða til að skrimta, selji jafnvel félagsleg rétt- indi launþega fyrir lítið fé ef það fé er það sem á vantar til að kom- ast af án þess að þiggja bætur. Það er ekki bara fáfræði og hirðu- leysi sem rekur menn til að fara í strætó fyrir orlofspeningana sína, til og frá vinnu reyndar, en ekki í orlof út í lönd eins og margur hygg- ur að allir íslendingar geti leyft sér. Eða borða fyrir peninginn sem á að tryggja mönnum rétt til veik- indadaga, menn verða jú veikir ef þeir borða ekki s\o það er kannski von að þeir velji það að borða fyrir þær örfáu krónur sem þeir selja rétt sinn til veikindadaga á. Orsakir og afleiðingar Og svo senda „aðilar vinnumark- aðarins" frá sér yfirlýsingu í kjöl- far kjarasamninganna um áhyggj- ur sínar af þeirri þróun mála að sífellt fleiri gerist „verktakar" í stað þess að vera launþegar. Sjá þeir virkilega ekki samhengið milli lágra launa og þessarar þróunar? Fyrir tveimur árum vakti Kvennalistinn athygli á þeirri var- hugaverðu þróun að menn réðu sig sem „verktaka“ í hefðbundin launastörf. Þingsályktunartillaga Kvennahstans um að gera átak í kynningu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði náði ekki fram að ganga á því þingi og var því endur- flutt nú í vetur. Umræða um málið hefur stór- aukist og meðal annarra hafa ýmis stéttarfélög fjallað ítarlega um þessi mál. Það er vel en forsvars- menn félaganna verða að sjá sam- hengið í þróun mála ef þeim á að lánast að sameina launafólk innan sinna raða. Áralöng réttindabar- átta stéttarfélaganna má ekki hverfa út í bláinn, hvorki végna þekkingarleysis fólks og hirðuleys- is né heldur vegna þess að fólk hætti að líta á stéttarfélögin sem málsvara sína vegna þess að þau tryggi félagsmönnum sínum ekkert nema kyrr eymdarkjör. Ánna Ólafsdóttir Björnsson „En jafnvel með ýtrustu bjartsýni um að verðlag verði stöðugt eru samning- arnir ónothæfir fyrir láglaunafólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.