Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. 25 Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar BAustur-Þjóðverjar tefla fram sínu sterk- asta liði í heimsmeist- arakeppninni í hand- knattleik í Tékkóslóvakxu. Reyndar vántar einn leikmann í hópinn, línumanninn Michael Handschke, sem flúði til Vestur- Þýskalands í desember og leikur nú með Dússeldorf. Hann er 21 árs gamall og mjög efnilegur og Langhoff þjálfari segir að það sé mikil eftirsjá aö honum úr hópn- um. Hinn linumaðurinn, Michael Hahn, er meiddur en á að vera búinn að ná sér í tæka tið. Wahl og Schmidt til Hameln Wieland Schmidt, handknatt- leiksmarkvörðurinn frægi, flutt- ist til Vestur-Þýskalands í des- ember og leikur nú með Hameln sem er efst í 2. deild. Nú er ákveð- ið aö Frank Wahl, fyrirliði aust- ur-þýska landsliðsíns, fari eínnig til Hameln í vor að loknu keppn- istímabilinu heima fyrir. Hand- knattleikssambönd þýsku ríkj- anna eru reyndar búin að komast að samkomulagi um að einungis einn austur-þýskur leikmaðxxr geti leikið með vestur-þýsku liðí en í þessu tilvikí litur út fyrir að Schmidt verði talinn Vestur- Þjóðveiji- Rostock ætlar sér stóra hluti Empor Rostock, sera hefur veriö í fremstu röð í austur-þýska handknattleiknum um árabil, ætlar sér stóra hluti í sameinuðu Þýskalandi. Vestur-þýskt stálfyr- irtæki hefur tekið viö sem helsti stuðningsaðili félagsins og mark- miðið er að þaö verði Þýskalands- meistari þegar þar aö kemur. Rostock hefur nú samið við landsliðsmennina Mathias Hahn og Rúdiger Borchardt um að leika með félaginu fram yfir ólympíu- leikana 1992 og þeir félagar keyra nú um á glæsilegumFord-bifreið- um sem þeir fengu í sinn hlut viö samningsgerðina. Nýja nafnió er FC Berlin BFC Dynamo, austur- þýskur meistari í knattspyrnu samfleytt frá 1979-1988, skipti & um nafn í síðustu viku. Nú nefn- istfélagið FC Berlin, og formaður hefúr verið ráðinn Júrgen Bogs, fyrrum þjálfari liðsins, FC Berlin hefúr ieikið tvo leiki gegn vestur- þýskum félögum síðustu daga, tapaði 4-0 í Dortmund og 0-2 heima gegn Werder Bremen. Fé- lagið hefur þegar séö á bak Andreas Thom til Leverkusen og Marco Köller til Duisburg og Thomas Doll hefur geflö til kynna að hann vilji líka halda vestur á bóginn í sumar. Hins vegar varð ekkert af því að Rainer Ernst færi til Dortmund en hannhyggst freista þess á ný fyrir næsta tíma- bil. Áttatíu farnir til vesturs Talið er að um áttatíu austur- þýskir knattspyrnumenn leiki nú í vestur-þýsku 2. deiidinni og búist er við að fleiri fari í sumar þegar samningar þeirra heima fyrir renna út. Austur-Þjóðverjar ætla nú að reyna að snúa þróun- inni við, þeir hafa ný leyft sínum félagsliðum að fá til sín þrjá er- lenda leikmenn. Sá fyrsti er kom- inn, til Wismut Aue, en hann er reyndar Austur-Þjóöverji sem flúði vestur í.fyrra, og telst nú vestur-þýskur þó hann hafi snúiö til baka. Stórsigur KR á Nesinu - sigruðu Þórsara, 105-70 KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. í gærkvöldi sigraði KR lið Þórs með miklum yflrburðum, 150-70, eft- ir að staðan í hálfleik var 53-29 fyrir KR. Leikur liðanna fór fram í iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Eins og lokatölur leiksins gefa glöggt til kynna, höfðu KR-ingar leik- inn í sínum höndum frá upphafi til enda. Vesturbæjarhðið byrjaði leik- inn af miklum krafti og eftir aðeins sex mínútna leik var staðan orðin 22-8 og spurningin aðeins hversu stór sigur KR-inganna yrði. KR-ingar spiluðu hraðan körfuknattleik og léku oft á tíðum góðan leik þótt mót- spyrna norðanmanna væri ekki mik- il. í síðari háfleik fengu ungu og óreyndu leikmenn KR-liðsins að spreyta sig og skiluðu þeir hlutverki sínu með sóma. KR-inga eiga á að skipa sterkasta hðinu í úrvalsdeild- inni í dag og verður liðið ekki auð- unnið í úrslitakeppninni um Islands- meistaratitihnn í vor. Birgir Mikaelsson og Páll Kolbeins- son voru bestu leikmenn KR-inga í leiknum en hjá Þór var Konráð Óskarsson bestur en Dan Kennard hefur oft leikið betur. Bergur Steingrímsson og Kristján Múller dæmdu leikinn og voru ekki sannfærandi. • Stig KR: Birgir Mikaelsson 24, Lárus Arnason 16, Anatoli Kouvton 15, Böðvar Guðjónsson 12, Hörður Gauti Gunnarsson 10, Guðni Guðna- son 10, Axel Nikulásson 7, PáU Kol- beinsson 7, Matthías Einarsson 2, Þorbjörn Njálsson 2. • Stig Þórs: Dan Kennard 23, Konráð Óskarsson 15, Eiríkur Sig- urðsson 13, Jóhann Sigurösson 5, Jón Örn Guðmundsson 4, Guðmundur Björnsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Bjöm Sveinsson 2, Davíð Hreiðars- son 2. -JKS Keflavík sigraði með 47 stiga mun Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Keflvíkingar sigraðu Reyni meö 130 stigum gegn 83 í úrvalsdeUdinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Reynir hafði undirtökin í byrjun en Keflvík- ingar beittu á þá pressuvörn og sigu jafnt og þétt fram úr. í hálfleik var staðan, 60-39. Otti Olafsson og Guðmundur Stef- án Maríasson dæmdu leikinn mjög vel. • Stig ÍBK: Magnús Guðfinnsson 25, Guðjón Skúlason 23, Sandy And- erson 18, Nökkvi Jónsson 17, Falur Harðarson 15, Sigurður Ingimundar- son 14, Albert Óskarsson 8, Skúh Skúlason 6, Ingólfur Haraldsson 2, Hjörtur Arnarsson 2. • Stig Reynis: David Grissom 19, Jón Ben Einarsson 17, EUert Magn- ússon 14, Einar Skarphéðinsson 11, Anthony Stissi 5, Helgi Sigurðsson 4, Jón Guðbrandsson 3, Sveinn Gísla- son 2. Guðni Bergsson í leikskrá Tottenham: Stef nan að komast upp um styrkleikaflokk Gurrnar Sveiribjömsson, DV, Englandi: í leikskrá Tottenham Hotspur sem gefin var út fyrir leik Uðsins gegn Aston Villa í 1. deild ensku knatt- spymunnar í fyrrakvöld, var viötal við Guöna Bergsson, íslenska lands- hðsmanninn hjá Tottenham, þar sem hann var beðinn að spá í úrslit heimsmeistarakeppninnar í sumar, og jafnframt spurður um möguleika íslands í Evrópukeppni landshða. Guðni kvaðst eiga von á því aö Vestur-Þjóðverjar eða Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar, en hann bygg- ist einnig við því að írar gætu komið á óvart. „Það yrði gaman að sjá Chris Hughton og félaga fara alla leið, en kannski er þó farið að búast við of miklu af þeim eftir góðan árangur síðustu árin,“ segir Guðni. Ætlum að komast upp um styrkleikaflokk „í Evrópukeppni landsliða erum viö Islendingar í erfiðum riöh, sérstak- lega vegna þess að einungis efsta þjóðin kemst áfram,“ segir Guðni um möguleika íslands. „Við getum aðeins stefnt að því sama og Norðmenn, að komast upp um styrkleikaflokk, en ég tel að þaö sé síður en svo fjarlægur draumur. Við höfum sannað getu okkar, meðal annars með tveimur jafnteflum við Sovétmenn og við áttum möguleika á að komast í úrsht heimsmeistara- keppninnar, en því miður var enda- spretturinn ekki nógu góður. Þetta verður ekki auðvelt en við leggjum allt í sölurnar. Það verður áhugavert að mæta Albaníu og auð- velt fyrir mig að fá upplýsingar það- an því norskir og enskir félagar mín- ir hér á White Hart Lane hafa leikið í Albaníu," segir Guðni Bergs'son. Undanrásir HM í badminton: Broddi barðist vel á móti Frost - Danir þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Islendingum • Sovétmaðurinn í liði KR, Anatoli Kouvton, lék vel með liði sínu þann tíma sem hann var inn á. Kouvton lék ekkert með i síðari hálfleik. „íslenska landshðið náði oft að sýna mjög góðan leik og oft léku liðin bad- minton eins og það gerist best í heim- inum. Danir eiga á að skipa einu besta hðinu og svo fór að þeir höfðu sigur eftir marga og jafna spennandi leiki,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, fararstjóri íslenska landsliðsins í badminton í undanrásum heims- meistarakeppninnar, í samtali við DV í gærkvöldi. íslendingar léku við Dani í 16 liða úrslitum keppninnar, sem fram fara í Villach í Austurríki þessa dagana. Danir, sem hlutu bronsverðlaun á síðustu heimsmeistarakeppni í Malaysíu, þurftu að hafa fyrir hlut- unum gegn íslendingum í gær. Broddi Kristjánsson lék gegn Morten Frost, sem er númer tvö á heimslist- anum. Viðureign kappanna var jöfn framan af, Broddi náði forystunni, 5-1, í fyrstu lotu en Morten Frost sýndi styrk sinn þegar á leið og sigr- aði, 15-7. í annarri lotu náði Broddi aftur forystu í byriun, 5-2, en Frost tryggði sér sigur, 15-6. Broddi á lof fyrir sína frammistöðu að sögn Frið- riks Þórs, fararstjóra hðsins. Þorsteinn Páll Hængsson tapaði fyrir Paul Erik Larsen, 15-12, og 15-6. Þorsteinn hafði um tíma í fyrri lot- unni forystu, 10-6. Þess má geta að Paul Erik er annar á heimslistanum í badminton. Viðureign Guðmundar Adolfssonar og Jens Peter Nierhoíf var spennandi og gerði Guðmundur sér lítið fyrir og sigraði Danann í annarri lotu, 18-16. Jens Peter sigr- aði hins vegar í oddalotunni. í tvíðaleiknum biðu þeir Þorsteinn Páll Hængsson og Broddi Kristjáns- son lægri hlut fyrir Mark Christans- en og Kjeldsen, 15-13, og 15-10, eftir jafnar og spennandi lotur. Arni Þór Hahgrímsson og Ármann Þorvalds- son töpuðu fyrir Thomas Lund og Max Gandrup, 15—4, og 15-4. íslendingar léku síðan við Sovét- menn og biðu lægri hlut, 5-0. Þreytan var farin að segja til sín og kom hún niður á árangri íslensku keppend- anna. í dag sphar íslenska liðið gegn Finnum og á góðum degi á að vera möguleika að sigra þá. -JKS Bogdan samdi við HSÍ til 1993 „Þegar Bogdan Kowalczyk skrifaði undir viö HSÍ í fyrra gerðum við samning við hann til 1993. Samning- urinn er þó uppsegjanlegur af báðum aðhum með þriggja mánaða fyrir- vara,“ sagði Ólafur Jónsson, vara- formaður HSÍ, í samtali við DV. Það var Pressan sem skýröi frá þessu í sérstöku HM-blaði í gær. „Við stefnum á að halda þessu sam- starfi við Bogdan áfram. Við erum með gott lið í höndunum en líklega á sér staö einhver breyting á hðinu eftir heimsmeistarakeppnina en sú uppstokkun verður þó að vera hæg,“ sagði Ólafur Jónsson. -JKS Spánverjar lagðir af stað á HM í Tékkó Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona: Spænska handboltalandsliðið, sem leikur í sama riðli og íslendingar í heimsmeistarakeppninni í Tékkósló- vakíu, lagði af stað til Austurríkis í gær þar sem fram fara síðustu æfing- amar áður en lagt verður upp til Tékkóslóvakíu. Landsliðiö hefur gengið í gegnum strangt æfingaprógramm í Castellde- felds, smábæ nærri Barcelona, í um vikutíma. Allt liðiö gekkst undir læknisskoðun í gær og var leikinn síðasti æfingaleikurinn á spænskri grund. Liðið verður í Vínarborg til þriðju- dags en þá verður haldið í rútubíl til Tékkóslóvakíu. Leiknir verða tveir leikir gegn landsliði Austurríkis á laugardag og sunnudag. Spænskir flölmiðlar hafa ekki flall- að mikiö um væntanlega mótherja sína í keppninni. Þó er helst að um eftirvæntingu sé að ræða viðvíkjandi leiknum gegn Júgóslövum. ísland mætir Spánverjum í Zlín 1. mars. -JKS Æfmgabuðir Fyrir fáum dögum var upplýst í Austur- Þýskalandi að í landinu hefðu veríð starf- ræktar í tíu ár sérstakar æfingabúðir neðan- jarðar, í Kienbaum sem er nálægt Berhn. Þar hefur íþróttafólk æft í sölum þar sem líkt hefur verið með loftþrýstingi eftir aðstæðum í 2000-4000 metra hæð, og þar með hefur af- kastageta þess aukist þegar það hefur kornið í venjulegt loft. Afreksfólk i frjálsum íþróttum, fijólreiðum, fimieikum, handknattleik og róðri hefur fyrst og fremst notið góðs af þessari aöstöðu, en með þessu hafa Austur-Þjóðverjar sloppið við að senda þetta fólk úr landi til æflnga. Kostn- aður viö stöðina var óhemju mikill á sínum tima, 16-17 milljónir marka, eða um 600 millj- ónir íslenskra króna. Aðstaðan leigó til erlendra aðila Nú hefur leyndarmálið verið opínberað og Austur-Þjóðverjar hyggjast auðgast á því að leigja aðstöðuna til erlendra aðila. Hver tími verður seldur á 200-300 mörk, eða 4000-5000 íslenskar krónux- en salirnir eru tveir, annar 18x18 metrar á stærð en hinn 18x10 metrar. -VS Handboltalandsleikir gegn Hollandi í kvöld og á morgun: „Munum leika á fullu gegn Hollendingum“ - segir Guðjón Guðmundsson, Hðsstjóri íslenska landsHðsins „Þetta verða lokaleikir okkar fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkósló- vakíu og við munum reyna að fara í gegnum þá þætti sem unnið hefur verið að undanfarið. Við munum • Jakob Sigurðsson skoraði 8 mörk þegar ísland vann Holland í B- keppninni í Frakklandi, 31-17. leika á fullu gegn Hohendingum og það verður ekkert gefið eftir. Ég á von á því aö Hohendingar muni bíta hressilega frá sér og okkur hefur oft gengið illa í síðustu landsleikjunum fyrir stórmót. Ég vona að fólk flöl- menni á leikina en þetta er síðasta tækifærið sem íslenskir handknatt- leiksunnendur hafa til að hta á lands- liðið fyrir HM,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, liðsstjóri íslenska lands- liðsins í handknattleik, í samtali við DV í gær. Landslið Hollands í handknattleik er mætt til íslands og leikur í kvöld og á morgun gegn okkar mönnum. Lokahnykkinn er nú veriö að gera í undirbúning íslenska liðsins fyrir HM í Tékkó en liðið heldur áleiðis til Tékkóslóvakíu á sunnudaginn. 10sigrar í 11 leikjum íslendingar og Hohendingar hafa leikið 11 landsleiki í handknattleik og verður ekki sagt að Hollendingar hafi riðið feitum hestum frá þeim viðureignum. Fyrsti leikur þjóðanna fór fram í B-keppni HM í Frakklandi árið 1977 og þá sigraði ísland 26-20. Aftur vann íslenska liðið í B-keppni HM á Spáni 1979, þá 28-14. Á HM í Frakklandi 1981 sigraði ísland 23-17 og aftur með sömu markatölu í B- keppni HM í Hollandi tveimur árum síðar. Fyrst léku íslendingar gegn Hollandi hér á landi í Kópavogi 1985 og þá sigruðu okkar menn, 28-25. Annar sigur vannst í Hafnarfirði, 26-18, á Akranesi, 25-19, og síðasti leikur þjóðanna í keppnisferð Hol- lendinga hingað 1985 fór fram í Reykjavík og þá urðu lokatölur 23-20. Eina tapið1986 Eini landsleikurinn sem íslendingar hafa tapað gegn HoUendingum fór fram í Hollandi árið 1986. Þá sigruðu heimamenn, 26-24. Níunda sigurinn unnu íslendingar árið 1987 á Polar Cup, 23-17, og var það í þriðja skipti í níu leikjum sem þær lokatölur sáust á markatöflunni. Síðasti landsleikur þjóðanna fór svo fram á síðustu B- keppni í Frakklandi og þá vann ís- land stóran og eftirminnilegan sigur, 31-17. í leikjunum 10 er markatalan hagstæð, 280-192. Þess má geta aö íslendingar hafa einu sinni leikið gegn B-liði Hollendinga og sigraði íslenska hðið, 27-18. • Leikurinn í kvöld fer fram í LaugardalshöU og hefst klukkan átta. Síðari leikurinn, og jafnframt síðasti landsleikur íslenska liðsins fyrir HM fer svo fram á sama stað á morgun, laugardag, og hefst klukkan fimm. -SK Sportstúfar Landsliðskandídatar í frjálsum íþróttum munu dveljast í æfingabúðum að Laugarvatni um helgina, laugardag og sunnudag. Það er landsliðsnefnd FRÍ sem stendur fyrir búðunum en þar verður æft af kappi og haldnir fyrirlestrar. Leiknir fær styrk Leiknismenn úr Breið- holti, sem leika í 4. deild- inni í knattspyrnu í sum: ar, hafa fengið góðan liðs- styrk fyrir tímabUið. Þprleifur Óskarsson, markvörður úr ÍR, Sig- urður Sigurþórsson, vamarmaður L m úr Snæfelli, og Þórarinn Guðnason, miðjumaður frá Selfossi, hafa gengið tíl liðs við Leikni. Þá mun Gunnar Örn Gunnarsson leika með liðinu, auk þess aö þjálfa, en hann var þjálf- ari Leiknis í fyrra og gat þá ekkert spilað með vegna meiðsla. Bergþór í Val Bergþór Magnússon mun leika á ný með Valsmönnum í 1. deildinni í knattspymu í sumar, en hann spilaði með Víkverja í 3. deUd á síðasta tíma- bih. Bergþór lék áður með Val um nokkurra ára skeið, hefur spilað 46 leiki í 1. deild með félaginu og skorað í þeim 5 mörk. Hann skoraði níu mörk í 17 leikjum með Víkverja í 3. deildinni síðasta sumar. St. Mirren mætir Clydebank í bikarnum Guðmundur Torfason og félagar hans í St. Mirren, mæta 1. deildar hðinu Clydebank í 16 liða úrslitum skoska bikarsins í knattspyrnu á laugardaginn. „Möguleikar okkar að vinna sigur í leiknum verða að telj- ast góðir en Clydebank hefur samt góðu liði á að skipa. Það kostur fyrir okkur að leika á heimavelli," sagði Guðmundur Torfason. Stórleikurinn í 16 liða úrslitum er án efa leikur erkiflendanna, Celtíc og Rangers, en leikurinn verður á sunnudag á Park- head, heimavelli Celtic. 30 manna hópur heldur utan á þriðjudaginn 30 manna hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Sögu heldur utan á heimsmeist- arakeppnina í handknatt- leik í Tékkóslóvakíu á þriðjudaginn kemur. Að sögn Amar Steinsen, framkvæmdastjóra ferðaskrifstof- unnar, geta fleiri slegist í hópinn á þriðjudaginn. Ef til kemur að ís- lenska liðið komist áfram í milliriðil keppninnar hefur ferðaskrifstofan uppi hugmyndir aö um bjóða upp á ferð til Bratislava en þar fara leikir í milhriðlinum fram. Þegar sú staða kæmi upp verður það auglýst nánar. Islandsmót fatlaðra í frjálsum innanhúss Nú um helgina fer fram íslandsmót íþróttasam- bands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss. Á mótið eru skráðir 60 keppendur frá sjö íþróttafélögum. Mótíð hefst í Baldurshaga á morgun, laugardag, kl. 10 og mótínu verður síðan fram haldið í Laugardalshöhinni á sunnu- dag kl. 13.30. ?h Stúdentar sigruðu Víkverja Stúdentar sigruðu Vík- verja í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir venjuleg- an leiktíma var staðan jöfn en í fram- lengingu reyndust Stúdentar sterk- ari og sigruðu með 82 stigum gegn 77. Leikur hðanna fór fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Austur á Laugarvatni sigruðu heimamenn í Laugdælum lið Léttis úr Reykjavík með 85 stígum gegn 51. stúfar rn“"""j Svo gæti farið að hið I íS I Þelíiita spánska knatt- I /7 % I spyrnulið Real Madrid '......* setti nýtt markamet í spönsku 1. deildinni í knatt- spymu á yfirstandandi keppnis- tímabili. Leikmenn liðsins hafa heldur betur verið á skotskónum og skorað 74 mörk í 26 leikjum eða tæplega 3 mörk aö meðaltah í leik. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum á keppnistíma- bilinu og ekki era miklar hkur á því að liðið tapi um næstu helgi er Real Madrid leikur gegn einu af botnliðunum, Rayo Valiecano. Það gæti sem sagt bæst hressilega við markatöluna hjá Real um helgina. Enr» gengur iila hjá Boston Celtics Enn gengur iha hjá hinu fræga liði Boston Celtícs í NBA-deild- inni bandarísku í körfuknattleik. Liðið hefur tapað mörgum leikj- um í vetur en slíkt þykir jafnan tíðindum sæta. í fyrrinótt lék Boston á heimavellí sínum, Bos- ton Garden, gegn Utah Jazz og tapaði 103-116. Úrsht í öðrum leikjum urðu þessi: Cleveland-Portland......121-109 Detroit-Orlando........140-109 Indiana-Atlanta........123-96 Miarai-Seattle..........85-92 NJ Nets-Minnesota.......95-93 Denver-LA Lakers......111-113 Golden State-76ers......95-96 • Loks kom að þvi að nýliöar Minnesota töpuðu leik en liðið hafði leikið eina sex leiki i röð án taps fyrir leikinn gegn New Jersey Nets. Enn eitt áfalliö skelIuráMike Tyson Mike Tyson hnefaleikakappi á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Á dögunum tapaði Ty- son heimsmeistaratíthnum til landa síns James Douglas efth- sögulega viðureign sem lengi verður í minnum höfð. Lauk henni með þvi að Tyson sjálfur lá rotaður í hringnum. í gær varð Tyson svo fyrh- miklu áfalli er eina systir hans, 24 ára gömul, lést eftír hjartaáfall. TVson tók fráfall systur sinnar mjög nærri sér enda voru þau mjög samrýnd. Systír Tysons hét Deniese. Þess má geta að Tyson á bróður á lífi sem heitir Rodney. „Hvíti hákarlinn“ heldur enn sínu toppsæti Greg Norman, bestí kylfmgur heims, oft nefndur „hviti hákarl- inn“ heldur enn topp- sætinu á hsta alþjóðagolfsam- bandsins yfir bestu kylfinga í heiminum. Greg Norman vann á dögunum opna ástralska meist- aramótíð og styrkti þar með stöðu sína. Bretimx Nick Faldo er í öðru sæti og hefur lýst því yfir að hann hafi mikinn hug á aö krækja í toppsætið. En til þess þarf hann að leika rnjög vel því „hákarl- inn“ gefur ekkert eftir. Spán- verjinn Severiano Ballesteros er í þriðja sætí og eftír honum er haft að liann hafi Htinn áhuga á þessum sætum. „Ef ég fer að setja mér of rnörg takmörk er hætta á að einbeitingin glatist," segir Bal- lesteros. Og hann bætir því við að hann hafi meiri áhuga á að flölga sigrum sínum á stærstu golfmótum hvers árs. Ballesteros hefur þrívegis sigi-að á Britísh open og tvívegis á US Masters.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.