Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Side 9
9
FÖSTUDÁGUR 23. FEBRÚAR' 1990.
r>v Útlönd
Carlsson mynd
ar nýja stjórn
mála um flest atriðin í nýju tillögun-
um um þær efnahagsaðgerðir sem
ný stjórn jafnaðarmanna hefur hugs-
að sér að leggja fram.
Vinstri flokkurinn kommúnistar
samþykkir þó ekki allar tillögurnar
og meðal þess sem flokkurinn sættir
sig ekki við er tillaga um skattastöðv-
un. Aftur á móti styður flokkurinn
tillögu um að draga úr of miklum
byggingarframkvæmdum í stórborg-
um.
Lars Werner sagði í gærkvöldi að
betri atriðin í tillögunum um efna-
hagsaðgerðirnar væru enn til staðar
en því sem felldi stjómina hefði ver-
ið kippt burt. Werner kvaðst vera
mjög ánægður með að fallið hefði
verið frá tillögum um bann við verk-
föllum og launastöðvun, tillögum
sem Carlsson heföi aldrei átt að
leggja fram að því er Werner sagði.
Víst þykir að Miðflokkurinn og
Umhverfisvemdarflokkurinn munu
sitja hjá við atkvæðagreiðslu um
nýja stjórn jafnaðarmanna en Hægri
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn
greiða atkvæði gegn henni. Þeir álitu
að kosningar væm eina rétta lausnin
þar sem stjórnin hefði verið felld og
síðan farið frá.
Það var seint í gærkvöldi sem
Carlsson lýsti því yfir að hann hefði
samþykkt að verða við tilmælum
þingforseta um myndun nýrrar
stjórnar. Mikil fundarhöld áttu sér
stað allan daginn í gær og í gær-
kvöldi. Ingvar Carlsson fór tvisvar á
fund þingforseta og þess á milli ráð-
færði þingforseti sig við hina flokks-
leiðtogana og varaþingforsetana.
TT
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
bráðabirgðastjómar Svíþjóðár, getur
nú í ró og næði hafið myndun nýrrar
stjómar í Svíþjóð. Lars Werner, for-
maður Vinstri flokksins kommún-
ista, lýsti yfir stuðningi sínum við
Carlsson í gærkvöldi og þar með hef-
ur verið tryggður meirihluti fyrir
nýja stjórn jafnaðarmanna.
Jafnaðarmenn eru með 156 þing-
sæti og Vinstri flokkurinn kommún-
istar með 21. Samanlegt eru þeir því
með meirihluta af sætunum sem alls
eru 349.
Werner sagði að ef Carlsson myndi
leggja fram þær tillögur sem þeir
ræddu um í gærdag myndi hann
hljóta stuðning Vinstri flokksins
kommúnlsta. Wemer sagði einnig að
hann og Ingvar Carlsson væru sam-
Ingvar Carlsson er reiðubúinn að veita forystu nýrri stjórn.
Símamynd Reuter
Nýtt spor í Palmemálinu
fannst í dönsku fangelsi
Danska blaðið B.T.:
Nafn Christers Pettersson var nefnt í sambandi við byssukaup á minnis-
miða sænsks fanga sem afplánar dóm í Danmörku. Simamynd Reuter
Danska lögreglan telur sig hafa
fundið mikilvægt spor í leitinni að
morðingja Olofs Palme, fyrrum for-
sætisráðherra Svíþjóðar, að því er
danska blaðið B.T. skrifar í morgun.
í klefa sænska bankaræningjans
Björns Asser Holmstrand í fangels-
inu í Ringsted hefur lögreglan fundið
þijá minnismiða þar sem Christer
Pettersson, sá sem dæmdur var í
undirrétti í Svíþjóð í lífstíðarfangelsi
fyrir morðið á Olof Palme en síðan
sýknaður í yfirrétti, er talinn koma
við sögu.
Á miðunum kemur fram að Holm-
strand, sem nú afplánar og tveggja
og hálfs árs fangelsisdóm fyrir til-
raun til ráns, hafi verið kunnugt um
að Christer Pettersson hafi keypt
skotvopn.
B.T. skrifar að kaupin hafi átt sér
stað fyrir milligöngu tveggja manna.
Annar þeirra hafi verið eigandi spila-
klúbbsins Oxen þar sem Christer
Pettersson var kvöldið sem Palme
var myrtur. Á nnnnismiðunum á
einnig að hafa verið gefið í skyn að
byssunni hafi síðar verið fleygt í
Karl Bergs-skurðinn í Stokkhólmi.
Fangaklefi Holmstrands var hler-
aður á meðan annar fangi, sálfræð-
ingur sem dæmdur er fyrir kynferð-
isafbrot, „yfirheyrði“ Holmstrand.
Á einum minnismiðanna sem
sænska nefndin sem rannsakar
Palmemorðið hefur nú fengið í hend-
ur stendur: „Nisse seldi Sigge vopn
sem síðan seldi Christer Pettersson
það.“ í B.T. stendur að Sigge sé
klúbbeigandinn Sigvard Cedergren
sem þekkti Christer Pettersson og
sem haft hefur í fórum sínum ýmis
skotvopn, meðal annars skamm-
byssu af gerðinni Smith & Wesson
357 Magnum. Það var með slíku
vopni sem Palme var myrtur. í blað-
inu stendur einnig að sænska lög-
reglan viti hver Nisse er.
A öðrum miða stóð: „Magnum-
klúbburinn, tveir danskir félagar
Petersen og Andreassen." Sagt er að
sænska lögreglan þekki til „Magn-
um-klúbbsins“. Og á þriðja miðan-
um, sem faimst í fangaklefanum, seg-
ir blaðið að hafi staðið: „Bergs-skurð-
urinn. Klara Bergs-skurðurinn.“
Sænska lögreglan er sögð telja að um
sé að ræða Karl Bergs-skurðinn í
Stokkhólmi.
í málinu gegn Christer Pettersson
fullyrti sænska lögreglan að Petters-
son heföi flúið til aöaljámbrauta-
stöðvarinnar í Stokkhólmi eftir
morðið og tekið lest til úthverfisins
Rotebro þar sem hann býr. Lestin
ekur yfir brú sem liggur yfir Karl
Bergs-skurðinn og-í B.T. stendur að
verið geti að vopninu hafi verið kast-
að í skurðinn úr lestinni. B.T. skrifar
einnig að allir minnismiðarnir og
segulbandsspólurnar sem varði mál-
ið hafi verið afhent sænsku lögregl-
unni.
Ritzau
Lögreglumaöur leilar a Albana i Kosovoheraói i Júgoslaviu.
Simamynd Reutor
Til átaka kom í Kosovo í Júgóslavíu í gær milli lögreglumanna og Al-
bana. Að sögn sjónarvotta skutu Albanir á lögreglumenn frá bíl í bænum
Titova Mitrovica. Lögreglan fylgdi, hóf eftirför og skaut á byssumennma
úr þyrlu áður en henni tókst aö grípa þijá þeirra. Ekki hefur verið greint
frá hvort einhverjir hafi særst.
Þetta vora fyrstu átökin frá þvi aö útgöngubann var sett á í Kosovo á
miðvikudaginn í kjölfar dauða að minnsta kosti tuttugu og átta manns,
flestra Albana, i óeirðunum sem hófust í síðasta mánuði.
Albanir krefjast afsagnar ráöamanna, frjálsra kosninga og aukins sjálfs-
forræðis frá lýðveldinu Serbíu.
í Svíþjóð
í fyrra gengu fleiri í fijónaband í Sviþjóð en nokkru sinni áður eða 110
þúsund pör. Era þaö næstum því þrisvar sinnum fleiri en undanfarin ár.
Ástæðan til þessarar giftingaöldu, sem náöi hámarki í desember siðast-
liðnum, var breyttar reglur varöandi ekknalífeyri. Þrátt fyrir að regiurn-
ai- hafi aöeins gilt um 45 ára og eldri voru 50 þúsund brúðanna i desemb-
er undir 45 ára aldri. Alls voru giftingarnar í desember 65 þúsund. Um
100 þúsund þeii-ra sem gengu upp að altarinu eða fóru til borgarfógeta í
fyrra höföu verið í sambúð.
Bæði tryggingastofnunin og Landssamband verkalýðsfélága hvöttu kon-
ur í sambúð til að gifta sig fyrir árslok því annars myndu þær missa af
ekknalífeyri vegna lagabreytíngæ
Shamir vitl ekki úrslitakosti
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sagði í gær að hann
myndi ekki samþykkja neina úr-
slitakosti varðandi friðarviöræöur
ísraela og Palestínumanna. Verka-
mannaflokkurinn, Likudflokkur-
inn, flokkur Shamirs, og Banda-
ríkjastjórn hafa þrýst á Shamir og
í gær veitti Verkamannaflokkur-
inn Shamir tveggja til þriggja vikna
frest til að taka skref í átt að friði
milli ísraela og Palestínumanna.
Ágreiningur er núlli harðlinu-
manna í Likudflokknum um
hvernig eigi að bregðast við áætlun
Shamirs um kosningar Palestínu-
manna á herteknu svæðmium
Grímuklæddir Palestinumenn á gagnrýndu Shamir fyrir að hafna
vesturbakkanum héldu í gær upp e^ki þegar í stað kröfum Verka-
á 21 árs afmæli róttækrar palestín- mannaflokksins.
skrar hreyfingar. israelskir her- James Baker, utanríkisráðherra
menn skipuðu mörgum Palestfnu- Bandaríkjanna, sagði áætlaö er að
mönnum á vesturbakkanum að hitti Moshe Arens, utanrikisráð-
halda kyrru fyrir í þorpum sínum berra Israels í dag í Washington,
til að koma í veg fyrir óeirðir. sagði í gær að þörf væri á aðgerðum
Símamynd Reuter mjög bráðlega.
Skiptar skoðanir í Líbanon
Samir Geagea, yfirmaður kristiima þjóðvarðliða í Líbanon, hefm- lýst
því yfir að baráttu hans um yfirráð yfir kristnum sé lokið en Michel
Aoun, yfirmaður herafla kristinna, sér fram á frekari bardaga.
Báðir aðilar hafa notaö vopnahléð undanfarna daga til að styrkja stöðu
sína með því aö kalla til liösauka og útvega sér fleiri skriðdreka og vopn.
Aoun sagði í gær að samninganefnd sú sem reynt hefur að koma á friði
hefði ekki náð árangri. Alls hafa sjö hundruð manns látið iífiö og tvö |
þúsund og fimm hundruð særst í bardögunum sem hófust fyrir um þrem-
urvikum.
Sprenging í olíuflutningaskipi
: Sprenging varö um liorð i:olíu-;
flutningaskipi frá Kuwait á Persa-
flóa í gær. Aö sögn eígenda skips-
tns, sem siglir undir bandarískum
fána, cr skipstjórans og fyrsta
stýrimanns saknað.
Bandarísk freigáta kom hinum
skipverjunum tuttugu og þremur
til aðstoöar og skip og þyrlur leit-
uöu hinna söknuðu.
í fyrstu var talið að sprengingin
heföi orðið vegna sprengju sem sett
heföi verið I hafið í Persaflóastrið-
inu. Nú þykir lúns vegar talið víst
að sprengingin liafi orðið um borð í skipinu sjálfu og jafnvel ekki talið
útilokað að hún hafi orðiö þegar verið var að hreinsa tanka.
Olíuflutnlngaskipið, sem spreng-
Ing varð I í gær, i Ijósum logum f
mynni Persaflóa. Sfmamynd Reuter