Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 12
12 Spunungin FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. Bakarðu bolludagsbollur? Aðalheiður Magnúsdóttir skrifstofu- maður: Já, ég byrja á sunnudeginum aö baka vatnsdeigsbollur. Sigríður Björnsdóttir, aðstoðarst. hjá tannlækni: Ekki núorðið en ég gerði það alltaf í gamla daga þegar allir voru heima. Jón Ingi Gíslason atvinnulaus: Nei, aldrei. Ingvar Jónsson, vinnur á Landspital- anum: Nei, ég hef aldrei gert það sjálfur en mamma bakar og ég boröa. Elin Bjarnadóttir nemi: Já, ég hef gert það síðustu árin og byrja yfir- leitt á laugardegi eða sunnudegi. María S. Gisladóttir húsmóðir: Ég baka venjulegast mikiö af bollum helgina fyrir bolludaginn og allt hverfur eins og dögg fyrir sólu. Lesendur_________________________p\ Burt með þessa ósljórn! „Háttvirtur kjósandi“ skrifar: Ég vil byrja á því að þakka tvær stórgóðar greinar sem birtust í DV, önnur 15. og hin 16. þ.m. Sú fyrri eftir Þórarin Víking (kjallaragrein) og sú síðari eftir Pál Pálsson (les- endabréf). - Er nokkur furða þótt fólk sé að missa þolinmæðina, eins og málum er komiö? Ég tek undir orð beggja þessara manna og lýsi furðu minni og jafnframt óbeit á hrokafull- um ráðherrum sem hér sitja sem fastast þótt ljóst sé orðið að þjóðin vill þá ekki - enda kaus hún þá ekki. Hvar eru nú allar skoðanakann- anaskrifstofumar, Skáís, eða hvað þær heita nú aðrar slíkar? Hvernig væri að láta fara fram alvöruskoð- anakönnun meðal þjóðarinnar, með svo sem 5000 manna úrtaki hvað- anæva af landinu, til að kanna hug og vilja fólksins í sambandi við þessa ónýtustu landsstjórn sem nokkru sinni hefur setið í þessu landi? Kannski þorir enginn að gera slíka könnun. Ef til vill er búið að leggja bann við því. - Ja, hvað vitum við um það? Þessi eindæma hroki, sem birtist nú æ oftar og ótvírætt hjá ráö- herrum þeim sem þröngvað hefur verið upp á þjóðina, er orðinn óþol- andi. Þegar þessum „herrum“ þóknast að tala til lýðsins í gegnum frétta- menn blaða og/eða sjónvarps hafa yfirlýsingar þeirra verið svo furðu- legar að engu tali tekur. Nýlega sagði t.d. einn þeirra sem er hvað hroka- fyllstur ráðherranna, Svavar Gests- son, að hann ætlaði að vera ráðherra lengi, mörg ár eða áratugi. Mörgum blöskraði þessi ósvífni mannsins sem tilheyrir stjórnmálaöflum sem eru að hverfa hvarvetna í heiminum. - Auðvitað er maðurinn beiskur og sár en hann má vita það að hann veröur tæplega ráðherra lengi enn. Síðan má halda áfram og minnast á fleiri. Svo sem krataráðherrana, Jónana tvo. Sigurðsson, sem ég hef á tilfinningunni að sé mikill hroka- gikkur er hann strunsar áfram þegar reynt er að spyija hann og snýr sér af ótrúlegri nákvæmni frá hægri til vinstri eftir atvikum. Eða nafna hans Hannibalsson? Hlustið á tóninn og endalausan oröaflauminn. Ég tel hann einfaldlega framagosa og eigin- hagsmunapotara sem setur vini og venslamenn í stjórnunarstöður í þjóðfélaginu. Óþarft er að nefna dæmi þessu til stuðnings. Fjármálaráðherrann Ólafur Ragn- ar er ráðþrota. Fólk tekur eftir hvað hann er sjúklega hræddur við Þor- stein Pálsson og Davíö Oddsson. Hann setur sig aldrei úr færi að minnast á þessa menn, jafnvel þótt þeir séu alls ekki í umræðunni. Allt- af skal hann koma þeim að! - Það er eins og í honum sé innspiluð snælda sem byrjar svona: „Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins...“, eða „Davíð Oddsson, einræð- isherra í Reykjavík..." - Svo þegar hann þarf að mæta þessum mönnum í orðræðum er eins og „snældan" flækist og ekkert verði við neitt ráð- ið. Undir allt saman spilar svo sjálfur forsætisráðherrann, sem er svo heppinn að vera fyrrverandi vinsæl- asti ráðherra þjóðarinnar, en telur að þær vinsældir skili sér áfram í ráðherrastól, svo lengi sem hann óski þess. - „Ljúft er að láta sig dreyma... “ Skoðanakönnun hjá hinum vinn- andi manni er.brýn og alveg ljóst að úrslit hennar munu verða: Burt með þessa óstjórn strax. Sjáið sóma ykk- ar, ráðherrar, að segja af ykkur með- an þiö enn getið það sjálfir. Hillur i bakaríum eru þegar farnar að svigna undan bollum fyrir bolludaginn - sem er á mánudaginn! Bolludagurinn: Bakarar ganga of langt! Hrafn hringdi: Mér finnst stundum gert heldur mikið úr öllum þessum „dögum“ sem við höfum hér á landi og teljum sjálf- sagt að halda í heiðri til minningar um siði og venjur frá fornu fari. Einn þeirra er bolludagurinn. Á þeim degi hefur verið venja að fá sér bollur með kaffinu. Ekkert er nema skemmtilegt og eðlilegt við þann sið. Mér finnst það hins vegar ganga út í öfgar þegar fariö er að teygja úr deginum þannig að hann er ekki lengur mánudagurinn einn heldur líka sunnudagurinn á undan og oft- ast laugardagurinn líka. - Og ekki nóg meö það. Víöa er farið að bjóða upp á bollur (t.d. í sumum mötuneyt- um) á fóstudeginum, í vikunni áður! Þetta er ekkert sniðugt, og dregur aðeins úr þessum skemmtilega sið að halda upp á bolludaginn. Bakarar eiga þó stærsta þáttinn í því aö teygja úr bolludeginum því þeir eru farnir að baka bollur sér- staklega löngu áður en nokkur merki eru um bolludag. Þannig hefur frá því í byrjun þessarar viku verið sett mikið magn af bollum á markaðinn í bakaríum, a.m.k. hér í Reykjavík og því átta sumir sig ekki á því leng- ur hvenær bolludagurinn er í raun. Hillur bakaríanna eru þegar farnar að svigna undan bollum af öllum gerðum og því ekki lengur sá ljómi yfir þessum degi og áður var. Mér finnst bakarar hafa gengiö of langt í þessu og efast ekki um að hér er að baki sá leiði siður margra aöila í kaupsýslu- og þjónustugreinum að gera sem mest úr einhverjum at- burðinum til að ná inn sem mestum tekjum, en athuga ekki að með þessu eru þeir í raun að eyöileggja gamla og góða venju eins og bolludagurinn getur skapað ef rétt er á málum hald- ið. - Bollur í bakaríum eru orðnar alltof dýrar og finnst mér tími til kominn að fólk athugi sinn gang í þeim málum þetta árið - og baki bara sjálft eöa kaupi einfaldar bollur sem hægt er aö fylla sultu, rjóma og öðru góögæti - á sjálfan bolludaginn. Dræm aðsókn í íþróttaferðir? Halldór Jónsson skrifar: Á undanfomum vikum hafa birst fréttir á íþróttasíðum dagblaðanna um feröir sem skipulagöar hafa verið af ferðaskrifstofum til þess að fylgj- ast meö HM í handknattieik Tékkó- slóvakíu. í fyrstu greinunum, sem birtust, var ferðunum lýst fjálglega en síöan bárust fréttir af því að lítill áhugi væri á ferðunum og töldu ferðaskrif- stofumenn það áhugaleysi almenn- ings stafa af minnkandi kaupgetu fólks í okkar ástkæra landi en einnig af minni áhuga fyrir keppninni en reiknað hafði verið með. Því var síðan slegið fostu að ein- ungis yrðu um 50 íslenskir áhorfend- ur á mótinu. Slæmt ef satt er og þar er ég nefnilega kominn að merg málsins, sem sé, að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt. Sá er þetta ritar er sannfærður um aö að- alástæðurnar séu einkum tvær. Annars vegar mjög hátt verð og hins vegar það orð sem ferðaskrifstofur hafa á sér í ferðum sem þessum, þ.e. ferðum á stórmót í íþróttum. Um fyrri fullyrðinguna þarf ekki að hafa mörg orð því mér sýnist liggja í augum uppi aö verðið er a.m.k. 15-30% of hátt. - Vegna seinni fullyrðingarinnar þarf ekki annað en að rifja upp ferðir sem famar hafa verið á vegum ferðaskrifstofa, og lyktað með því að svokölluð ferða- nefnd hefur fellt úrskurð um að greiða bæri bætur til fólks sem í ferð- ir hefur farið. En það verða ekki fáir íslendingar á HM í Tékkóslóvkíu, því vitað er um marga tugi íslendinga sem telja hag sínum best borgið með því að fara á eigin vegum til þess að fylgjast með sínum mönnum og hrópa: Áfram ísland. Sparnaður og niðurskurður Þorsteinn hringdi. Þaö er mikið talað um þessa dagana að nú þurfi niðurskurður að eiga sér stað hjá ríkinu. Lítið virðist samt ætla að ganga hjá þeim sem hæst hafa haft, m.a. fjármálaráðherranum sjálfum og þingflokki hans flokks. Blaðastyrkir til flokksblaöanna eru eitt sem mætti skera niður og við þaö sparast ómældir fiármunir. - En rík- ið getur líka sparað og skorið niður víðar á þeim vettvangi. Það var reiknað út fyrir ekki löngu hvernig spara mætti hjá ríkinu með því að hætta að kaupa blöö til þess eins að bera út til hinna ýmsu opin- beru skrifstofa, þar sem sýnilega er lítið annað gert við þau en afhenda starfsfólki til aflestrar. Mig minnir að reiknað hafi veriö út að spara mætti nokkrar milljónir ef þessu yrði hætt. Það væri fróðlegt að draga aftur fram í dagsljósið þenn- an útreikning sem gerður var af sér- fróðum aðilum á sínum tíma. - Það nær engri átt aö halda áfram að bera blööin í starfsmenn hinna ýmsu op- inberu skrifstofa, þeir eiga aö kaupa sín blöð eins og aðrir landsménn. Nóg eru' nú samt fríðindi þessa starfsfólks. „Á reið- skapnum kennisf...“ Edda skrifar: „Á reiöskapnum kennist hvar heldri menn fara,“ lætur Einar Ben. söguhetjuna segja í þýðingu sinni á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen - ekki „fyrirmenn", eins og segir í bréfi frá Ömiu Sigurðar- dóttur í lesendadálki DV þann 13. þ.m. Þegar vitnað er í „alkunnt fióð“ ber aö sýna skáldi þá kurteisi að orðrétt sé eftir því haft. Til gamans má rifia upp að reið- skjótinn, sem kemur við sögu, er (sic) „feiknarmikill grís, með kaðalenda fyrir beizli og gamlan poka fyrir hnakk“ en á honum tvímenna Gautur og grænklædda konan. áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sembirtastáles- endasíðum blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.