Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 28
36 Andlát Katrín Sigrún Árnadóttir, Smára- túni, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu 22. febrúar. Ásta Bergsteinsdóttir, Baldursgötu 25, Reykjavík, lést í Landspítalanum 22. febrúar. Guðmundur Ómar Dagbjartsson, Langholtsvegi 35, Reykjavík, lést 21. febrúar. Jardarfarir Jónina Gunnarsdóttir lést 14. febrú- ar. Hún var fædd á Neistastöðum í Vilhngaholtshreppi 20. október 1899, dóttir Gunnars Jónssonar og Guð- bjargar Guðbrandsdóttur. Jónína giftist Þorbergi Sigurjónssyni, en þau shtu samvistum. Þau eignuðust fimm syni og eru fjórir á hfi. Útför Jónínu verður gerð frá Hafnarfjarð- arkapellu í dag kl. 15. Hafsteinn Júlíusson lést 15. febrúar. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 8. júní 1928. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Björnsdóttir og Júlíus Jónsson. Hafsteinn lærði múrverk og vann við þá iðn mestan hluta ævi sinnar. Frá árinu 1985 hefur hann átt og rekið heildsölufyrirtæki sem sér um vörur og þjónustu fyrir frysti- iðnaðinn. Eftirhfandi eiginkona hans er María Bjömsdóttir. Þau hjónin eignuðust sex böm. Útfór Hafsteins -'verður ferð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Valgeir Kristófer Hauksson, Spóa- rima 15, Selfossi, verður jarðsunginn laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Hólmfríður Jónsdóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesbæ, lést í Borgar- spítalanum 18. febrúar 1990. Útfór hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Útfór Guðbjargar Björnsdóttur, Suð- urgötu 25, Sandgerði, er lést 13. þ.m. verður gerð frá Hvalsneskirkju laug- ardaginn 24. febrúar kl. 14. Sigríður Ágústsdóttir frá Bíldudal verður jarðsungin frá Bíldudals- kirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14. Magnús Þ. Mekkinósson lést 15. fe- brúar. Hann fæddist 16. júní 1928. Foreldrar hans vom Mekkinó Bjömsson og Dagmar Þorláksdóttir. Magnús rak um áratugaskeið mat- vöruverslun á homi Oðinsgötu og Baldursgötu. Eftirhfandi eiginkona hans er Guðrún Siguröardóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útfór Magnúsar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Ólafur Siguijónsson lést 18. febrúar. Hann fæddist í Reykjavík 27. mars •1926, sonur Sigurjóns Á. Ólafssonar og Guðlaugar Gísladóttur. Ólafur stundaði sjómennsku á yngri árum en 1958 hóf hann störf hjá Orkustofn- un og starfaði hann þar til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Pétursdóttir. Þau hjónin eignuöust fimm höm. Útfór Ólafs verður gerð frá Áskirkju í dag kl. '13.30. FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990* Tilkyiiniiigar Fundur hjá Aglow Fundur verður hjá Aglow mánudags- kvöldið 26. febrúar nk. Fundurinn verður í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst hann kl. 20. Formaður Aglow á íslandi, Ásta Júliusdóttir, mun tala á fundinum og er yfirskriftin: Persóna heilags anda - kraft- ur guðs. Allar konur eru hjartanlega vel- komnar og eru hvattar til aö taka með sér gesti. Hið íslenska náttúrufræðifélag Mánudagskvöldið 26. febrúar mun Kjart- an Thors jarðfræðingur halda fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifé- lags. Meðal annars mun hann rekja um- merki neðansjávar sem benda til að við lok ísaldar eða upphaf nútíma hafi sjáv- arstaða verið mun lægri í Faxaflóa, Kollafirði og Hvalfirði og allt að 40 m lægri í Eyjafirði. Einnig verður fjahað um hvemig landslagi var þá háttaö á þessum slóðum, hvemig hægt er að fara nær um tímasetningu þessara atburða og ástæður þess að saga sjávarstoöu- breytinga á Islandi í ísaldarlok er frá- bmgðin því sem þekkist annars staðar. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn að venju, verður í stofu 101 í Odda, hugvís- indahúsi.Háskólans, og hefst kl. 20.30. Kristilegt félag heilbrigðisstétta heldur fund mánudagskvoldið 26. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju. Fundarefni: Heiladauði og sið- fræðileg vandamál í ljósi Biblíunnar. 1. Hveiju breytir viöurkenning á heila- dauða? 2. Er hætta á misnotkun varöandi heiladauða? Fundarstjóri sr. Jón Bjarm- an. Frammæiendur: dr. Ásgeir B. EUerts- son yfirlæknir og cand. theol. Gunnar J. Gunnarsson. Fundargestir geta að lokn- um íramsöguerindum borið fram spurn- ingar til frummælenda. Allir sem áhuga hafa á þessu fundarefni eru boönir vel- komnir. Laugardagskaffi Kvennalist- ans verður á morgun, laugardag, kl. 11 að Laugavegi 17. Allir velkomnir. Af álf um og kálf um Indæll kunningi minn heitir Ólafur G. Einarsson. Hann er annar þing- maður Reykjaneskjördæmis og formaður þingflokks sjálfstæðis- manna. Ólafur þessi sendir mér kveðju sína í DV 20. febrúar. Dag- farsprúður er Ólafur en þó bregður svo við að þegar hann ritaði kveðju þessa þá hefur legið illa á honum aldrei þessu vant, því Ólafur G. er ekki fúllyndur maður. Það er í senn veikleiki og styrkur Ólafs að hann er með ólíkindum drottinhollur. Drottinn Ólafs heitir Þorsteinn Pálsson, núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, og ht- ur Ólafur upp til Þorsteins og er honum fylgispakur svo að með ein- dæmum má telja. Drengskapur Ól- afs í garð foringja síns er honum að sumu leyti styrkur í sinni örð- ugu pólitísku lífsbaráttu og gerir honum vafalítið marga dagana létt- bærari. Á hinn bóginn er þessi óvenjulega foringjadýrkun ðlafs G. honum mikill veikleiki af því að hún ber ekki beinlínis vott um þróttmikla dómgreind. Ergelsi Ólafs G. Sú er orsök tU geðshræringa Ól- afs að honum þykir sem ég hafi ekki sýnt Þorsteini Pálssyni næga lotningu í greinarstúf sem ég skrif- aði um nýgerða kjarasamninga í DV fyrir nokkrum dögum. í grein minni varaði ég sjálfstæð- ismenn og þó sérstaklega núver- andi formann þeirra, Þorstein Páls- son, stranglega við því að reyna að spilla hinum góða árangri sem náð- ist í kjarasamningunum. Þetta var ekki gert að ófyrirsynju af minni hálfu vegna þess að títtnefndur Þorsteinn haföi haft uppi ósköp kjánalega tUburði í ræðustól á AI- þingi þegar hann var að öfunda rík- isstjórnina fyrir að henni hafði lán- ast með skynsamlegu endurreisn- arstarfi að rétta þjóðfélagíð við eft- ir ólukkustjórn hans sjálfs og skapa grundvöU til skynsamlegra kjarasamninga. Sárreiður við sannleikann Þótt Ólafur minn hafi farið í fýlu var ekkert ofsagt í grein minni heldur einungis sagan rakin ná- kvæmlega og rétt og bent á orsakir og afleiðingar og sambandið þar á miUi. Það er ekki mér að kenna að Þorsteinn skyldi verða slíkur KjaHarinn Páll Pétursson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn slysarokkur í íslenskri pólitík þeg- ar flokkur hans fól honum fyrst ráðherrastól í fjármálaráðuneyti og síðan forsætisráðherrastól, en honum hélt Þorsteinn í 14 mánuði og það var 14 mánuðum of lengi. En um það á ég m.a. að eiga við sjálfan mig og Uokksbræður mína, en við bárum hluta ábyrgðar á þeirri ráðleysu að hafa Þorstein í forsætisráðuneytinu. Sögunni þeirri fáum við Ólafur G. hvorugur breytt og það er ósanngjarnt af Ólafi að fara í fýlu við mig út af því að Þorsteinn var mislukkaður forsætisráðherra. Ól- afur ætti hins vegar að vera þakk- látur fyrir aö Þorsteinn skyldi á endaspretti svikja hann um ráð- herrasæti í ríkisstjórn sinni og velja í staðinn annan meðreiðar- svein. Þó að Ólafl sárnaði þá sneri Guö þessu til góðs fyrir hann. Mismunandi drengskapur Það er annars til marks um mis- muninn á drengskap þeirra Þor- steins og Ólafs að alltaf þegar Þor- steinn þarf á að halda ber hann hagsmuni Ólafs fyrir borð og rekur í hann lappirnar, tekur út úr hon- um bitana og lítillækkar hann og gerir ómerkan. - Þetta er því raunalegra að Ólafur G. er lang- besti maðurinn í þingliði Sjálfstæð- isflokksins og sá greindasti líka, þó að hann missjái sig svona á Þor- steini og hnipri sig saman í skugg- anum hans. Kærleiksheimilið Það verður ekki sagt að Sjálfstæð- isflokkurinn sé samhentur. Þar er ævinlega hver höndin upp á móti annarri og mikil hætta á að fyrir- ferðarhtlir menn eins og Ólafur verði troðnir undir. - Það er annars merkilegt rannsóknarefni hvernig regnhlifarsamtök eins og Sjálfstæð- isflokkurinn hangir saman. Margvísleg hagsmunatengsl fyr- irtækja, ætta og einstaklinga krækja þessum gerólíku illskeyttu khkum, sem mynda Sjálfstæðis- flokkinn, saman. Stundum, þegar klaufaskapur forsvarsmanna flokksins er sem mestur, slitna ein- hverjar klíkur burtu eins og gerðist þegar Albert var sparkað, en and- rúmsloftið hreinast ekkert við það, allt logar í hatri og illdeilum. Alikálfi fórnað Á síðasta landsfundi kom þetta berlega í ljós. Þá varð brúklegur varaformaður Friðrik Sophusson fyrir því að vera troðinn undir. Einn af frekjudöllum flokksins, Davíð Oddsson, fann upp á því að heimta að verða varaformaður. - Davíð hafði ofmetnast vegna þess að hann hafði lifað of lengi í vernd- uðu umhverfi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þar hafði hann getað barið flokksbræður síná til hlýðni og fannst hann sjálfur vera vel til for- ustu fallinn á landsvísu og mál til komið að yflrgefa borgarstjórn. Þess vegna hrifsaði hann varafor- mennskuna af sitjandi varafor- manni og niðurlægði hann svo að hann bíður þess aldrei hætur. Ég sé í aiida þegar Davíð verður orðinn þingmaður sumarið 1991 hversu ráðhohur Friðrik verður honum eða þá Þorsteinn og Ólafur sem vita að næst muni Davíð veita þeim tilræði. - Mér segir svo hugur um að þá komi fljótlega í ljós að varaformaðurinn eigi torsótta leið fyrir höndum að sameina Sjálf- stæðisflokkinn á einu kærleiks- heimili. Samhentari hópur Núverandi ríkisstjórn er studd af fimm nokkuð ólíkum flokkum. Þrátt fyrir það er samstarf þeirra gott og með heilindum og mun standa a.m.k. út kjörtíambilið. Það er mikill munur fyrir okkur framsóknarmenn að starfa með hinum fjórum flokkunum eða með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórninni 1983-1987. Sjálfstæðisflokkurinn var þá eins og nú óhæfur til þess að koma að landsstjórninni vegna innbyrðis óheihnda og sundur- þykkju. Þess vegna er það tóm vit- leysa hjá Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin að vera að reyna að sam- eina flokka sína. Núverandi stjórnarflokkar hafa sannað að þeir geta unnið saman með ágætum en þurfa ekki á neinni sameiningu að halda. Það er miklu betra að ólíkar skoðanir og mis- munandi lífsviðhorf fmni sér stað í aðskildum stjórnmálaflokkum heldur en að samtengjast í ein- hverjum pólitískum óskapnaði eins og Sjálfstæðisflokkurinn er. Þessi grein er á enda. Ég vona að kunningi minn Ólafur taki gleði sína aftur og hætti að vera reiður við mig en finni sér fullnægingu í að þjónusta Þorstein Pálsson í framtíðinni. Þegar grein þessi gengur út á þrykk verður þing Noröurlanda- ráðs að hefjast í Reykjavík. Þar verðum við Ólafur báðir og þá verður að hafa bráð af Ólafi, enda er hann fyrir utan aðra mannkosti samkvæmismaður góður og þess þarf einnig með í Norðurlandaráði. Veislurnar situr hýr og hress hérumbil alveg laus við stress. Afhurða góður er til þess annar þingmaður Reykjaness. Páll Pétursson. „Á hinn bóginn er þessi óvenjulega for- ingjadýrkun Ólafs G. honum mikill veikleiki af því að hún ber ekki beinlín- is vott um þróttmikla dómgreind.“ Sigríður Vilhjálmsdóttir lést 15. fe- brúar. Hún var fædd á Seltjamarnesi 18. september 1903, dóttir hjónanna Bjargar ísaksdóttur og Vilhjálms Guðmundssonar. Sigríður giftíst Sveinbimi Gíslasyni en hann lést árið 1978. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. Útför Sigríðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Fjölmiðlar Þjóðlegur matur Heimildaþættirnir um íslenska matargerð eru dæmi um ágætt samstarf fjölmiöils, stofnana og áhugafólks. Örbylgjuofnakynslóð- in veit lítið sem ekki neitt um þjóð- legar heföir í mat og heiti eins og magáll eða lundabaggi eru þeim framandi. Matráð heitir félagsskapurinn sem hefur það að markmiði að afla heimilda um foma matargerð og kynna nútíma íslendingum. Marg- ir standa að ráðinu og má nefna Þjóðminjasafnið, matreiðslumeist- ara, kvenfélög um allt land og hús- stjómarkennara. Á síðasta vetri voru þættir um íslenska matargerð á rás 1 og var þá lýst eftir heimildum frá almenn- ingi alls staðar af landinu. Það kom í ljós að mikiö af gömlu fólki í landinu kunni eitt og annað fyrir sér varðandi íslenskan, þjóðlegan mat og lét í té vitneskju sem að öörum kosti hefði getað glatast með tímanum. Kostur sjónvarps umfram út- varps í svona fræðslu er augljós. Að sjá handbrögð og tækjakost út- skýrir aðferöina mun betur en mörg orð. Þeir sem aldrei hafa séð mat eldaðan í hver, baunir brennd- ar eða hlóðabakstur hijóta að vera margs fróðari. Heiti þáttana í Ríkissjónvarpinu var Innansleikjur. Orðið þýðir í raun matarleifar í iláti en ég er ekki frá því að titillinn hafi virkað fráhrindandi á margt ungt fólk sem setur þjóðlegan mat í samband við eitthvað subbulegt. En alíslenskt fræðsluefni um land og þjóð er nauösynlegt framtak í íslensku sjónvarpi og ætti aö vera oftar á dagskrá. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.