Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Side 25
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990.
33
Kristín ísleifsdóttir fékk Menningarverölaun DV fyrir listhönnun. Vegna veik-
inda hennar tók eiginmaður hennar, Jónas Hallgrímsson, við verðlaununum
úr hendi Torfa Jónssonar.
Listhonnun - Kristín ísleifsdóttir:
Nytjahlutir sem sóma
sér hvar sem er
„Allmörg atriöi voru höfð til hlið-
sjónar við val á verðlaunahafa varð-
andi listiðnaðarverðlaunin. Þau mik-
ilvægustu voru:
Skýr krafa um að hlutirnir væru
nytjahlutir, listiðnaður eða iðnhönn-
un; að verðlaunahafi heföi yfir að
ráða faglegri kunnáttu og listrænum
metnaði og að verðlaunahafi hefði
verið starfsamur á árinu. Nefndin
var sammála um að veita Kristínu
ísleifsdóttur hstiðnaðarverðlaunin
að þessu sinni,“ sagði Torfi Jónsson,
formaður dómnefndar um listhönn-
un.
„Það kom snemma í ljós að tiltölu-
lega fáir af þeim fjölmörgu sem
menntaðir eru á sviði listiðnaðar fást
við nytjalist. Margir ágætir listiðnað-
armenn hafa lagt megináherslu á
frjálsa listsköpun og gera þá mynd-
verk sem ekki taka tillit til annarrar
notkunar en fagurfræðilegrar upplif-
unar áhorfandans.
Ástæðurnar eru margar. Við telj-
um fullkomlega eðlilegt aö þeir sem
menntaðir eru á sviði listiðnaðar
kjósi að vinna hugverk sín eftir leik-
reglum frjálsrar listsköpunar vegna
þess að krafan um notagildi krefst
óhjákvæmilega ákveðinna takmark-
ana. Aftur á móti teljum við að ytri
skilyrði listiðnaöar hér á landi hjóti
að vega þungt. Þar má meðal annars
nefna það að listamannalaun eru ein-
skorðuð við frjálsa listsköpun og að
greiða þarf virðisaukaskatt af list-
iðn.“
Torfi sagði að Kristín hefði sem
fyrr vakið mikla athygli fyrir fágað
handverk og næma efnismeðferð.
„Hún ræður yfir fjölbreyttri úr-
vinnslutækni. Hlutirnir sem hún
skapar eru nytjahlutir sem sómi er
að hvar sem er en verk hennar eru
meðal annars í eigu ýmissa stofnana,
þar á meðal í Tokyo.“
-hlh
Þráinn Bertelsson vann til Menningarverðlauna DV í kvikmyndagerð fyrir
mynd sina Magnús. Baldur Hjaltason afhenti honum verðlaunin.
Kvikmyndagerð - Þráinn Bertelsson:
Virðingarvottur fyrir
þrautseigju
„Það var sérstaklega ánægjulegt
að sjá Þráin Bertelsson snúa sér aftur
að kvikmyndagerð eftir nokkurra
ára hlé. Þótt Þráinn hafi komið víða
við hefur kvikmyndagerð auðsýni-
lega veriö hans ástríða eftir að hann
lauk námi við Dramatiska institut í
Stokkhólmi. í Magnúsi var Þráinn
bæði höfundur handrita, leikstjóri
og framleiðandi myndarinnar.
Myndinni hefur verið einstaklega vel
tekið hérlendis sem erlendis og var
Þráinn meðal annars tilnefndur til
evrópska Felixins fyrir handrit sitt
að Magnúsi. Með þetta í huga var
dómnefndin, sem í eru auk mín þeir
Hiimar Karlsson og Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson, sammála um að veita
Þráni Bertelssyni Menningarverð-
laun DV í kvikmyndagerð," sagði
Baldur Hjaltason þegar hann afhenti
Þráni verðlaunin.
Baldur sagöi verðlaunin vera virö-
og bjartsýni
ingarvott fyrir þá þrautseigju og
bjartsýni sem hefur einkennt Þráin
í gegnum árin. Hafi runnið mikið
vatn til sjávar frá fyrstu mynd hans,
myndinni um þá félaga Jón Odd og
Jón Bjarna frá 1981. Þá hafi Þráinn
slegið á létta strengi í myndunum
Nýju lífi, Dalalífi og Löggulífi.
Skammdegi hafi aftur reynst Þráni
þungur fjárhagslegur baggi þar sem
myndin átti ekki greiða leið að hjört-
um landsmanna.
„Það var svo ekki fyrr en 1988 að
Þráinn réðst í gerð Magnúsar. Virð-
ist hann hafa notað tímann til að ná
áttum og útkoman varð heilsteypt
mynd sem gerist í daglega lífinu.
Magnús er kvikmynd í einstaklega
góðu jafnvægi þar sem tekist hefur
að sameina bestu kosti Þráins sem
leikstjóra og handritahöfundar. Þeg-
ar það tekst þarf ekki að spyrja að
leikslokum." -hlh
_________________________________Meiming
Kristján Guðmundsson - myndlist:
Listræn rökvísi Krístjáns eftirsótt
Kristján Guðmundsson myndlistarmaður tekur við verðlaunagrip sínum úr
hendi Aðalsteins Ingólfssonar en Kristján hlaut Menningarverðlaun DV fyr-
ir myndlist.
„Til eru visir menn sem halda því
fram að í eðli sínu sé myndhst fyrst
og fremst huglægt fyrirbæri - „una
cosa mentale“ eins og fjölhæfasti
listamaður allra tíma, Leonardo da
Vinci, kallaöi hana - og að sú árátta
að veita sköpuninni sífeilt í farveg
hins þekkjanlega eða hlaða á hana
margvíslegum aukamerkingum sé
ekkert annað en rangfærsla, jafnvel
afskræming, á markmiðum hennar.
Benda þessir sömu menn meðal
annars á þá staðreynd að í sinni tær-
ustu og óspilltustu mynd, það er í
meðfórum barna, alþýðulistamanna
og svokallaðra frumstæðra hsta-
manna, sé myndræn tjáning ævin-
lega huglægs eðlis.
I dag erum við sennilega flækt svo
rækilega í net myndhstarlegra auka-
atriða að þau eru orðin óaðskiljan-
legur hluti af vitund okkar. Því er
ekki ónýtt að hafa á meðal okkar I
hstamann sem með verkum sínum
minnir okkur stöðugt á hinn hug-
læga kjarna allrar hstsköpunar",
sagði Aðalsteinn Ingólfsson meðal
annars er hann mælti fyrir munn
dómnefndar um myndlist.
„Þær hugmyndir eða hugtök sem
Kristján velur sér til úrvinnslu eru
þær sömu og mannsandinn hefur
ghmt við að skilja og skilgreina frá
upphafi vega: „tími“, „rými“, svo og
önnur óræð og óáþreifanleg rann-
sóknarefni eins og „þögn“, „orsök/af-
leiðing" og, jákvæð/neikvæð" gildi.“
Með Aðalsteini í myndhstarnefnd
voru Elísabet Gunnarsdóttir og Sig-
urður Örlygsson.
-hlh
Höröur Áskelsson - tónlist:
Athafnasamur á sviðum tónlistarinnar
„Hörður hefur verið einkar af-
kastamikill í tónlistarstörfum sínum
undanfarin ár. Hann er upphafsmað-
ur og aðaldriffjöður Kirkjulistahátíð-
ar Hallgrímskirkju sem nú er viss
viðburður í tónhstarlífi okkar. Hann
er og athafnasamur í Listvinafélagi
Hahgrímskirkju sem staðið hefur að
ýmsum tórdistarviðburðum.
Hörður hefur stuðlað að hingað-
komu heimsfrægra erlendra Usta-
manna, organleikara, tónskálda og
söngvara svo eitthvað sé nefnt. Hann
hefur ferðast víða til tónleikahalds,
bæði sem organleikari og kórstjóri,
og stuðlað bæði beint og óbeint að
flutningi verka eftir íslensk tónskáld
víða um lönd.
Hörður hefur einnig stuðlað að til-
urð nýrra tónverka í samstarfi sínu
við tónskáld, einkum kirkjulegra
verka í tengslum við Hallgríms-
kirkju. Störf hans sem kórstjóri Mót-
ettukórs Hallgrímskirkju hafa og
vakið sérstaka athygli.
Hörður var athafnasamur á öllum
nefndum sviðum á síðasthðnu ári og
því ákvað dómnefndin að hann
skyldi hljóta Menningarverðlaun DV
fyrir tónlist 1989,“ sgði Áskell Más-
son, formaður tónlistarnefndar og
tónhstargagnrýnandi DV, í greinar-
Hörður Askelsson, kórstjóri og organleikari, tekur við Menningarverðlaun-
um DV fyrir tónlist úr hendi Áskels Mássonar.
gerð sinni við verðlaunaafhending-
una.
Með Áskeli sátu Rut Ingólfsdóttir
og Robert Magnus í dómnefndinni.
Áskell sagði að dómnefndin heföi í
vah sínu einkum tekið tilht til starfa
viðkomandi listamanns á síðastliðnu
ári en einnig til starfa hans undan-
farin ár. Sagði hann erfitt að meta
störf listamanna á ólíkum sviðum
tónlistarinnar en þeir sem útnefndir
voru til menningarverðlaunanna
fyrir tónlist voru hljómsveitarstjóri,
tónskáld, kirkjutónhstarmaður,
óperusöngvari og píanóleikari.
-hlh
Bókmenntir - Vigdís Grímsdóttir:
Lofsöngur til fjölbreytileika lífsins
„Þeir sem brjóta af sér eru líka
fólk með sína sögu, fortíð og mótun-
arskeið. Við getum því reynt að skhja
þá sem hrakist hafa út úr reglum
samfélagsins. Eru þetta einfaldlega
vondir menn frá náttúrunnar hendi
eða berum við öll að einhverju leyti
ábyrgð á gerðum hvers annars? Við
getum spurt hvenær hinn eiginlegi
glæpur sé drýgður. Þessi grundvall-
arspurning er eitt meginviðfangsefni
þeirrar bókar sem bókmenntanefnd-
in hefur ákveðið að veita Menningar-
verðlaun DV fyrir árið 1989, Ég heiti
ísbjörg. Ég er ljón, eftir Vigdísi
Grímsdóttur,“ sagði Gísli Sigurðs-
son, formaður dómnefndar um bók-
menntir, meðal annars.
„Saga ísbjargar kemur okkur við.
Hún er djörf og fjallar um ljótar slóð-
ir mannlífsins sem hafa verið nær
ókannaðar í íslenskum bókmennt-
um. Sagan dregur upp hehsteypta og
margbrotna mynd af aðalpersónu
sinni, skýrir andstæður hennar, lýsir
upp hiö góða og hla og bendir á sköp-
unarmátt skáldskaparins andspænis
köldum veruleikanum. ísbjörg er
utangarðs en snertir þó líf okkar
hinna miklu víðar en við gerum okk-
ur grein fyrir.
Vigdís Grimsdóttir (ékk Menningarverðlaun DV fyrir bók sína Eg heiti Is-
björg. Ég er Ijón. Hér sést Gísli Sigurðsson afhenda henni verðlaunin.
DV-myndir GVA
Bókin lýsir sársauka, einsemd og
afbrotum einstaklinga og samfélags
gagnvart aukaleikurum sínum sem
hrekjast út á barm örvæntingar.
Stingandi stíhinn tekur undir með
efninu og hehsteypt bygging sögunn-
ar vinnur með merkingu hennar. Ég
heiti ísbjörg. Ég er ljón er lofsöngur
til fjölbreytileika lífsins og getur gert
lesendur sína að betri manneskjum
með þvi aðð auka skhning þeirra á
brestumannarra.“ -hlh