Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Umsóknir um 26 ný stöðugildi hjá lögreglunni í Reykjavík:
Sjö synir og tveir bræður
ekki ráðnir vegna tengsla
Á næstu dögum verður endanleg
ákvöröun tekin um hverjir af um-
sækjendum verða ráðnir í 26 nýjar
stöður hjá lögreglunni í Reykjavík.
Hér er um að ræða sextán fastar
stöður og tíu menn verða ráðnir til
afleysinga.
Að sögn Guðmundar M. Guö-
mundssonar ráðningastjóra sóttu
um níu menn sem eru mjög tengd-
ir starfandi lögregluþjónum - sjö
synir og tveir bræður núverandi
lögregluþjóna. Guðmundur sagði í
samtali við DV að þar sem svo
margir tengdir hefðu sótt um hefði
sú ákvörðun verið tekin að taka
þær umsóknir ekki gildar.
„Við erum ekki að tala um að
hafa þetta svona til frambúðar en
þetta var afgreitt á þennan hátt
núna. Hér var um að ræða svo
marga. Það er óæskilegt að í lög-
reglunni séu starfandi aðeins örfá-
ar ættir. Það má ekki líta svo á að
við séum aö lýsa vantrausti á þessa
menn. En þegar á að velja úr svo
stórum hópi er alltaf spurning
hvem á að taka og hvem ekki,“
sagði Guðmundur.
Aðspurður sagði Guðmundur að
svokallað handleggsbrotsmál frá
því í fyrra, þegar feðgar áttu í hlut
og þurftu að bera vitni, væri ein
ástæöan fyrir því að nú era ekki
ráðnir nánir ættingjar. „Feðgar og
bræður era undanþegnir vitna-
skyldu. Hins vegar má segja að lög-
reglan í Reykjavík sé stór stofnun
og það mætti alltaf færa menn til.
En þetta var ákveðið núna þar sem
um svo marga var að ræða. En ég
vil ítreka aö þessi ákvörðun var
ekki tekin til frambúðar," sagöi
Guðmundur.
Rösklega hundrað umsækjendur
sóttu um nýju stöðurnar sem veitt
var heimild fyrir í síðustu íjárlög-
um. Umsækjendur þreyttu fyrst
íslenskupróf og minnkaði hópur-
inn þá töluvert, að sögn Guðmund-
ar. Þeir sem þá voru eftir fóru svo
í þrekpróf þar sem meðal annars
þurfti að hlaupa 2.400 metra á 12
mínútum. Sálfræðingarnir Sæ-
mundur Hafsteinsson og Jóhann
Ingi Gunnarsson sáu síðan um
hæfnispróf þar sem lagðar voru
spurningar fyrir umsækjendur
ásamt ýmsum þrautum. Að loknu
hæfnisprófi voru 33 sendir á eins
dags námskeiö á Laugarvatni. Þar
var meginmarkmið þeirra sem sjá
um ráðningarnar að kynnast því
hvemig umsækjendur eru í við-
kynningu. Fljótlega eftir helgi
verða 16 ráðnir í fastar stöður. Tíu
verða ráðnir til afleysinga síðar.
-ÓTT
Jafnvægi er að
Snjóhengjurnar við Sauðárgil þar sem drengurinn fór niður. Valgeir Kára-
son, sem kom til bjargar, er næst á myndinni. DV-mynd Þórhallur
Ungur Sauðkrækingur nær drukknaður í Sauðárgili:
Festist undir snjó-
hengju rétt ofan
við vatnsborðið
Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Minnstu munaði að 10 ára drengur á
Sauðárkróki drakknaði í Sauðárgili
þegar hann hrapaði þar niður með
snjóhengju. Drengurinn festist undir
snjóílikki, sem menn telja að hafi
verið um tvö tonn að þyngd, og lá
þár rétt ofan viö vatnsborðið í ánni
þar til tókst að losa hann.
Tildrög óhappsins vora þau að fyr-
ir viku léku fjórir drengir á aldrinum
10 til 11 ára sér að því að bijóta niður
sjóhengjur í börmum Sauöárgilsins.
Stór fylla losnaði og barst einn
drengurinn með henni niður í gilið
og sat þar fastur upp að mitti í snjó
rétt ofan við árvatnið.
Félagar hans hlupu strax eftir hjálp
og náðu í Valgeir Kárason sem býr
skammt frá gilinu. Honum tókst að
losa drenginn úr snjónum. Hafði
hann þá verið fastur í stundarflórð-
ung og var orðinn kaldur og stífur
en jafnaði sig þó fljótt.
Valgeir telur að snjóflikkið, sem
drengurinn varð undir, hafi verið um
átta fermetrar að stærð og og ekki
undir tveimur tonnum að þyngd. Það
vildi drengnum þó til happs að flikk-
ið vó salt og lá því ekki af fullum
þunga á honum.
komast á enska
markaðinn
Jafnvægi er nú að komast á enska
markaðinn eftir miklar sveiflur að
undanfórnu. Þau skip, sem landað
hafa síðustu viku, hafa fengið mun
lægra verð en vikuna þar á undan.
16. febr. og fyrir voru seld
1.263.672,50 kg af fiski úr gámum fyr-
ir 173.613.351,10 kr. Meðalverð var
137,39 kr. kg.
19.-21. febrúar voru seldar 512 lest-
ir fyrir 62 milljónir. Meöalverð 121,74
kr. kg.
Bv. Víðir frá Hafnarfirði seldi afla
sinn 21.-22. febr. í Bremerhaven alls
145 tonn fyrir um 10 milljónir kr.
Meöalverð 2,81 DM kg.
París
Heldur hefur lifnað yfir laxamark-
aðnum að undanfornu. Mest er af
laxi frá Noregi en einnig er talsvert
frá Skotlandi. Verðið hefur hækkað
um 40-45 kr. kg frá því að það var
lægst. Ekki hefur verið getið um lax
frá íslandi að öðru leyti en því að þær
umbúðir, sem farið er að nota, líka
mjög vel, en því miður var magnið
svo lítið að það var ekki sagt frá verð-
inu.
London
Eins og viðast hvar á fiskmörkuð-
unum fór veröið á Billingsgate mark-
aönum upp úr öllu valdi og komst í
244 kr. kg af þorski. Eins og getið
hefur verið um í undanfomum þátt-
um ríkir verðstríð milli Noregs og
Skotlands. Þetta byijaði með því að
Skotar töldu Norðmenn vera með
undirboð á markaönum. Síöan gerist
það að Skotar koma með ódýrari lax
inn á Billingsgate markaðinn sem
veldur því að fiskkaupmenn kaupa
ekki af Norðmönnum svo lengi sem
þeir geta fengið ódyrari lax frá Skot-
um.
Gert er ráð fyrir að umræöur milli
aðila fari fram fljótlega og lýkur þá
vonandi þessu stríði.
Svíþjóð .
Eftir Tsjemobylslysið eru allar lík-
ur á að ekki verði hægt að veiða
geddu fyrr en árið 2000. Tsjernobyl-
slysiö hefur sett sín spor í náttúruna.
í rúmlega 14.000 vötnum er óætur
fiskur og ekki talið að þar verði ætur
fiskur fyrr en árið 2000.
Svíar segja að allt að 30 ár muni
líða þar til öll vötn verði orðin hrein
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
af menguninni frá Tsjemobyl. Lars
Hokánsson, efnafræðingur í Lundi,
telur að flýta megi hreinsun á vötn-
unum meö sérstökum aðgerðum svo
þau verði með ætan fisk 5-7 árum
fyrr en gert er ráð fyrir.
Mílanó
Norðmenn bera sig illa yfir hinum
háu tollum sem þeir þurfa að greiöa
á innfluttan fisk. Tollur á laxi er 2%
en tollurinn á þorski er 12% og telja
þeir að nær ógerningur sé að flytja
inn þorsk þangað með svo háum tolli.
Að undanfómu hefur innflutning-
ur Norðmanna til Ítalíu á ferskum
fiski aukist mikið en ljón er í vegin-
um þar sem tollur er mjög hár. Verð-
ið á þorskirtum hefur verið eins og
víðar alveg ævintýralegt og komst á
tímabili í 344 kr. kg.
Bíldekkjum ætlað að auka fiskigengd
við ströndina
Stjórn Malaysíu er um þessar
mundir aö kaupa 4 milljónir notaðra
bíldekkja frá Japan. Dekkin verða
notuð til þess að búa til neðansjávar-
rif, segir sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra. Stjórnin hafði safnað
saman öllum tiltækum dekkjum*í
Malaysíu en í þeirri söfnun söfnuð-
ust aðeins 1,4 mflljónir dekkja. Þá
varð þaö að ráði að fá frá Japan dekk
til að framkvæma það verkefni sem
tfl stóö.
Reynslan af slíkum neðansjávar-
hryggjum hefur verið góð þar sem
þeir hafa verið notaðir. Strandlengj-
an við Malaysíu er 5.500 kílómetra
löng, svo ekki er að furða þó mikið
þurfi af dekkjum. Dekkjunum er
sökkt í sjó eftir að þau hafa verið
hlekkjuð saman með sverum keðj-
um. Þegar frá líður vex á þessum
hryggjum alls konar sjávargróður
sem þykir ákjósanlegur fyrir ungvið-
ið. Ennfremur myndast lygnur sem
eru ákjósanlegar fyrir fisk aö hrygna
í. Litlar framfarir hafa orðið á veiði-
aðferðum og era veiðamar stundað-
ar á mjög frumstæðan hátt. Þrátt
fyrir það eru Malaysíubúar ein
mesta framleiðsluþjóð á krabbafiski
og útflutningur þeirra mjög mikils
virði fyrir þjóðarbúið. í undirbúningi
er að flytja inn nútímatæki og auka
þannig veiðarnar.
Fiskaren
Rán hf. 4, 19.2 '90 Hull
Sunduriíðun Selt Verðí Meðalverð Söluverð Kr.
eftirtegundum magn kg erl. mynt pr. kg ísl. kr. pr. kg
K 1,. ftft 110CC1 -14 4 4 A r/\f> a a r.
KUIbNUÍ 30.UUU,UU ■1 O OCfl AA 1 n 740 qa 1, IH 1 -I Q i i .ouo.uou,yz 4 AA1 ArA Ar~ I I u,OZ
Ysa 1 o.obU,UU O/IA AA I O. /4Z,oU 044 40 l,io A 70 1.607.953,85 A4 AAA -1*7 120,36
UTSI o4U,UU -j-JC, AA CC') CA U , /2 A 04 24.962,77 aa nrr a4 73,42
Karfi / /b,UU 1 *7 QAA AA ooz,ou 1 Q Q/IQ OA U,o4 66.655,91 A AftA A*1A rA 86,01
uraluoa i /.yuu,uu 1 A7Q QA I ,11 2.036.978,50 113,80
Blandað 1.4UU,UU I .U/o,oU 0,77 109.676,86 78,34
Samtals: 132.435,00 150.308,00 1,13 15.352.308,81 115,92