Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990.
Útlönd
Reagan fyrirskipaöi íran-kontramálid
Fyrrum forseti Bandarikjanna, Ronald Reagan, segir að íran-kontra
vopnasölumálið hafl verlð ieynileg aðgerð samkvæmt fyrirskipunum
hans en að hann haff ekki vitað að ágóðinn af sölu vopna til írans
hafi verið sendur tii styrktar kontraskæruliðum f Nigaragua.
Simamynd Reuter
Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandarikjanna, segir að íran-kontramál-
iö hafi verið leynileg aðgerð sem hann hafi fyrirskipað. Hann kveðst þó
ekki hafa fyrirskipað né vitað tii að ágóðinn af sölu vopna til írans hafi
verið veittur á laun til kontraskæruliða í Nicaragua, þvert á bann banda-
ríska þingsins um opinbera aðstoð til þeirra. Þetta kom fram í vitnis-
burði forsetans fyrrverandi sem tekinn var vegna réttarhalda yfir John
Poindexter, fyrrum öyggisráðgjafa Reagans. Poindexter kemur fyrir rétt
þann 5. næsta mánaðar vegna meintrar aðildar hans að íran-kontramál-
inu. Vitnisburður Reagans var tekinn upp á myndband fyrir nokkru en
birtur í gær.
íran-kontrahneykslið snýst um vopn sem voru seld til írans í þeirri von
aö vestrænum gíslum í haldi mannræningja yrði sleppt. Hluti ágóðans
af sölu vopnanna var veíttur á laun til kontraskæruliða í Nícaragua þrátt
fyrir bann bandaríska þingsins um hernaðarlega aöstoð tO skærulið-
anna. Reagan, sem nú hefur vitnað í fyrsta sinn um þetta mál, hefur
ætið sagt að hann hafi ekki vitaö um né heimilað að ágóðinn af sölu vopn-
anna gengi til kontranna. í vitnisburði sínum kvaðst Reagan hafa gert
ráð fyrir að embættismenn í stjóm sinni færu að lögum hvað þetta varðar.
Versnandi kreppa í Póllandi
Stjórnarandstaðan í Póllandi vill að stjómin, sem er undir forystu verka-
lýðssamtakanna Samstöðu, dragi úr aðhaldsaögerðum sínum en þær
hafa mjög tekið á efnahag landsins. Þingmenn segja að framleiðsla hafi
farið minnkandi, kaup og kjör versnandi, atvinnuleysi aukist stöðugt og
að efhahagslífið sé á niöurleið. Nýlegar tölur sýna að nú em 107 þúsund
Pólveijar atvinnulausir en þegar stjómin kynnti aðhaldsaögerðir sínar
voru þeir 9.600.
Stjómin segir að takmark sitt sé í fyrsta lagi að draga úr miklum hraða
verðbólgu og þvi næst endurskipuleggja efnahaginn og aðlaga hann vest-
rænum fýrirmyndum.
Uppstokkun í kanadísku stjórninni
Fastlega er búist við að Brian Mulroney, kanadiski forsætisráðherrann
sem hér sést ásamt fjölskyldu sinni, stokki upp i stjóm sinni í dag.
Simamynd Reuter
Brian Mulroney, kanadíski forsætisráðherrann, mun stokka upp í stjórn
sinni í dag, föstudag, aö því er talsmaður stjórnarinnar sagöi í gær. Tals-
maðurinn vildi ekki tjá sig um hversu víðtæk uppstokkunin verður né
hversu margir ráðherrar fái að fjúka.
Vinsældir stjórnar íhaldsmanna, sem á á brattann að sækja m.a. vegna
sívaxandi fiárlagahalia, hafit aldreí verið minni frá því hún tók við árið
1984 að því er fram kemur í skoðanakönnunum. Niðurstöður nýlegrar
könnunar sýna að tuttugu og eitt prósent styður íhaldsmenn en rúmur
helmingur, eða fimmtíu og eitt prósent, frjálsiynda. Þá fær Nýi demókrata-
flokkurinn tuttugu og tvö prósent stuðning.
Jafnaðarmenii vilja myntbandalag
Austur-þýskir jafnaðarmenn viija að vestur-þýska markið verði gjald-
gengt í Austur-Þýskaiandi fyrir 1. júii næstkomandi að því er fram kom
á flokksþingi Sósialdemókrataflokks Austur-Þýskalands, SPD, í gær. Jafn-
aðarmenn eru taldir sigurstranglegir í fyrirhuguðum kosningum í Aust-
ur;Þýska!andi þann 18. næsta mánaöar.
Á þinginu sagði íbrahim Boehme, sem talinn er líkiegur forsætisráð-
herra Austur-Þýskalands áður en til sameiningar kemur, að myntbanda-
iag sem fyrsta skrefið til sameiningar þýsku ríKjanna, væri lífsnauösyn-
legt fyrir austur-þýska efnahaginn.
Bandaríski varnarmálaráöherrann, Dick Cheney, ásamtToshiki Kaifu, japanska forsætisráöherranum.
Simamynd Reuter
Bandaríski herinn við Kyrrahaf:
Tíu prósent
fækkun
- segir Dick Cheney vamarmálaráðherra
Bandaríski vamarmálaráðherr-
ann, Dick Cheney, staöfesti í morgun
þá fyrirætlun Bandaríkjastjórnar að
fækka um tíu prósent í herliði
Bandaríkjanna við Kyrrahaf og í
Asíu en hét því að stjórnvöld í Wash-
ington myndu ekki draga að fullu her
sinn frá þessum heimshluta og skapa
þannig tómarúm eins og hann orðaði
það. í ræðu, sem ráðherrann hélt við
lok tveggja vikna heimsóknar til
Kyrrahafsríkjanna, sagði hann að
þeir hundrað og tuttugu þúsund
bandarísku hermenn, auk herskipa
og flugvéla, sem þarna væru, sköp-
uðu stöðugleika í þessum heims-
hluta.
Cheney sagði japönskum embætt-
ismönnum í gær aö Bandaríkin
hygðust fækka eitthvað í ílmmtíu
þúsund manna herliði sínu í Japan
fyrir 1994 en að það myndi ekki
veikja hernaðarstöðu Bandaríkj-
anna við Kyrrahaf. Ekki er ljóst
hversu mikla fækkun er um að ræða
og sagði yfirmaður varnarmála í Jap-
an, Juro Matsumoto, að slík ákvörð-
un yrði tekin í Washington. Banda-
rískir embættismenn hafa áður sagt
að fækkað verði um allt að fimm
þúsund hermenn.
Cheney lagði áherslu á að þetta
væri ekki fyrsta skrefið til brottflutn-
ings bandarískra hermanna frá þess-
um heimshluta. Bandamenn Banda-
ríkjanna við Kyrrahaf óttast að svo
kunni að fara aö Bandaríkjastjórn
ákveði að leggja niður varnarstöðvar
sínar viö Kyrrahaf. Bandaríkin hafa
á að skipa 43.500 hermönnum í Suð-
ur-Kóreu, rúmlega fimmtíu þúsund
í Japan og Okinawa og nærri átján
þúsund á Filippseyjum.
Cheney lagði á það áherslu í ræðu
sinni að til grundvallar veru banda-
rískra hermanna í þessum heims-
hluta lægju margar ástæður auk
þeirrar að Sovétmenn hefðu her í
Asíu. Bandaríkjastjórn telur ástæðu
til að óttast óróa á þessu svæði, sagöi
ráðherrann. Reuter
Aftur verðfall í Tokýo
Hlutabréf féllu mjög í verði á verð-
bréfamörkuðum í Tokýo í morgun.
Þegar viðskiptum lauk snemma í
morgun að íslenskum tíma, síðla
dags að staðartíma, var ljóst að verð-
fall hafði orðið á japanska verðbréfa-
markaðnum, annan daginn í þessari
viku. í gær náði markaðurinn í
Tokýo sér á strik eftir að Nikkei-
verðbréfavísitalan hafði fallið um
þrjú prósent, eða rúmlega eitt þús-
und stig, á miðvikudag, og hækkaði
á ný um 92,51 stig.
Nikkei-vísitalan féll um 2,61 pró-
sent, eða rúm 935 stig, í dag og var
skráð á 34.890,97 við lokun. Þetta er
i fyrsta sinn sem Nikkei-vísitalan er
skráð á undir 35.000 síöan verðfallið
varð í október síöastliðnum. Að því
er sérfræðingar segja má rekja verð-
falliö í dag enn á ný til ótta við vaxta-
hækkun en það var einnig sögð
ástæða verðfallsins á miðvikudag.
Dollar var stöðugur gagnvart jap-
anska yeninu um miðjan dag þrátt
fyrir óróa á verðbréfamörkuðum.
Um hádegið var hann skráður á
146,32 gagnvart yeni en 1,6773 gagn-
vartvestur-þýskumarki. Reuter
Evrópsk Ariane-eldflaug sprakk í gærkvöldi:
Orsakir ókunnar
- milljónatjón
Evrópsk Ariane eldflaug, með tvo
japanska gervihnetti innanborðs,
sprakk innan viö tveimur mínútum
eftir að henni var skotið á loft seint
í gærkvöldi. Simamynd Reuter
Evrópsk Ariane-eldflaug, með tvo
japanska gervihnetti innanborðs,
sprakk innan við tveimur mínútum
eftir að henni var skotið á loft seint
í gærkvöldi að því er forseti Aria-
nespace, Frederic d’AUest, skýrði frá
í morgun. Farmur flaugarinnar,
tveir samskiptagervihnettir, var
metinn á milljónir dollara.
Flaug flugs 36, flauginni sem
sprakk, var skotið á loft frá skotpalli
í Frönsku Guineu. Embættismenn
hafa enn ekki tjáð sig um orsök
sprengingarinnar að öðru leyti en því
að orðið hafi vart vandkvæða í skot-
útbúnaði flaugarinnar. Frekari upp-
lýsingar liggja ekki fyrir fyrr en um
miðjan dag í dag, að loknum fundi
embættismanna og blaðamanna.
Þetta er í fyrsta sinn sem ekki tekst
sem skyldi að skjóta á loft Ariane-
eldflaug frá árinu 1987. Ariane-
geimáætlunin var þróuö af ríkjum
Vestur-Evrópu á áttunda áratugnum
á vegum Evrópsku geimferðastofn-
unarinnar.
Annar gervihnötturinn um borð í
flauginni, BS-2X var að minnsta kosti
130 milljón dollara virði. Hinn gervi-
hnötturinn, Superbird-2, var annar
tveggja samstæðra hnatta sem skjóta
átti upp sínum hvoru lagi. Saman eru
þeir metnir á um 600 milljónir doll-
ara' Reuter