Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS. FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýtt umhverfisráðuneyti Alþingi mun samþykkja ný lög um umhverfismála- ráðuneyti. Frumvarpið hefur verið lengi í meðförum þingsins, þrátt fyrir forgang þess af hálfu ríkisstjórnar- innar enda liður í uppstokkun stjórnarinnar þegar Borg- araflokkurinn gekk til liðs við hana. Júlíus Sólnes hefur gegnt stöðu hagstofuráðherra í vetur, meðan beðið hef- ur verið afgreiðslu nýja ráðuneytisins. Þannig er verið að breyta lögum um stjórnarráð íslands og ráðuneyta- skiptingu til að þjóna pólitískum hagsmunum líðandi stundar. Nýlega skilaði sérstök nefnd áliti sínu um breytingar á stjórnarráðslögunum. Þar er meginniðurstaðan sú, að ráðuneytum skuli fækkað og ráðherrum sömuleiðis. Sú niðurstaða styðst við almenna skynsemi, enda er erfitt að skilja að lítil þjóð þurfi á ellefu ráðherrum að halda. Fækkun ráðuneyta hefur verið á dagskrá hjá hinum ýmsu flokkum og gagnger endurskoðun stjórnar- ráðslaganna hefur verið boðuð. Þess vegna skýtur það skökku við að á sama tíma skuli nýtt ráðuneyti vera stofnað sem er á skjön við skynsemina og sparnaðinn sem allir eru að tala um. Alhr geta hins vegar verið sammála um að þörf sé á skipulegu átaki í umhverfismálum. Hér er í rauninni um eitt stærsta verkefni stjórnmálanna að ræða enda ógnar náttúruspilling og mengun andrúmsloftsins hvar- vetna umhverfmu. Sérstakir stjórnmálaflokkar hafa ris- ið upp með það eitt á stefnuskránni að vernda um- hverfið og náttúruna. Græningjum hefur víða orðið mikið ágengt. Deilan á alþingi hefur heldur ekki snúist um um- hverfisvernd eða ekki umhverfisvernd. Stjórnarand- staðan hefur haldið því fram að þau ráðuneyti og stofn- anir sem til eru í landinu, eigi hvert um sig að sinna sínum málum, enda séu þau í nánari snertingu við við- fangsefnin. Verkefni sem tengjast umhverfisvernd í iðn- aðarmálum, orkuframkvæmdum eða landbúnaði, svo dæmi séu tekin, hljóta auðvitað að skarast og þá er slæmt ef hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir. Stjórnarflokkarnir hafa engu að síður valið þann kost að sameina umhverfismáhn undir einn hatt. Meiri- hlutinn ræður og ráðuneytið mun verða staðreynd. Gallinn er hins vegar sá að hatrammar deilur eru enn um það hvaða málaflokkar heyri undir hið nýja ráðu- neyti. Verkefnalistinn hefur ekki einu sinni verið ákveð- inn. Stórir málaflokkar eins og landvernd og annað sem tengist landbúnaði, sveitarstjórnarmálum og iðnaðar- málum hafa ekki verið settir undir stjórn umhverfis- málaráðherra. Þetta er náttúrlega ekkert annað en hálfkák og hráka- smíð og sú skoðun gerist óneitanlega áleitin að hér sé' frekar verið að smíða stól undir Júlíus, heldur en að áhuginn á umhverfismálunum ráði ferðinni. Umhverfis- málaráðuneyti gerir lítið annað en að safna að sér starfs- fólki og stækka báknið, meðan menn hafa ekki komið sér saman um það hvað ráðuneytið og ráðherrann eigi að gera. íslendingar eiga auðvitað að gera átak í umhverfis- málum en við þurfum ekki síður að gera átak í ríkis- geiranum og hreinsa þar út. Spillt stjórnkerfi er ekkert betra en spillt náttúra. Sú hreinsun á að leiða til fækkun- ar ráðuneyta en ekki fjölgunar. Umhverfisráðuneyti á ekki rétt á sér þótt ríkisstjórnina vanti stól undir Júlla. Ellert B. Schram „Margir eru uggandi vegna fyrirsjáanlegrar sameiningar Þýskalands, einkum hefur Margaret Thatcher verið andsnúin henni.“ - Margaret Thatcher og Helmut Kohl á góðri stundu. Sameinað Þýskaland Það er nú fyrirsjáanlegt að þýsku ríkin eru að sameinast, hugsanlega strax á þessu ári. Vestur-Þjóðverjar hafa fengið því framgengt við sig- urvegarana í síðari heimsstyrjöld- inni að sameiningin fari þannig fram að fyrst sameinist þýsku ríkin og síðan semji sameinað Þýskaland viö fjórveldin um endalok hemáms fjórveldanna í Þýskalandi og bindi þannig formlega enda á ástandið sem ríkt hefur síðan í stríöslok. Fyrsta skref í átt til sameiningar var stigið í vikunni þegar ákveðið var að taka upp myntbandalag þar sem vestur-þýska markið verði gjaldmiöill alls Þýskalands. Hinn 18. mars verða frjálsar kosningar í Austur-Þýskalandi, hinar fyrstu þar frá upphafi og að líkindum hinar síðustu. Fastlega er gert ráð fyrir að það þing, sem kosið verður, muni lýsa yfir eftir kosningar að Austur-Þýskaland sameinist Vestur-Þýskalandi, en fyrir því er gert ráð í stjórnarskrá Vestur-Þýskalands. Þar með myndi stjórnarskrá Vestur-Þýskalands sjálfkrafa gilda í Austur-Þýska- landi líka. Að þessu loknu myndu stjórnir þýsku ríkjanna leggja sameining- aráætlanir sínar fyrir fjórveldin, Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Breta og Frakka. Fjórveldin munu afsala sér sérréttindum sínum í Þýskalandi eftir að útistandandi mál, svo sem austurlandamæri Þýskalands, Oder-Neisse línan, verða endanlega afgreidd og fyrir árslok á að kynna niðurstöðurnar fyrir öryggismálaráðstefnu Evr- ópu, hinni svokölluðu Helsinkiráð- stefnu 35 ríkja. Að þessu búnu, og að leystu vandamálinu um aðild að Nato, gæti sameinað Þýskaland með Berlín sem höfuðborg orðið að veruleika nú í desember á þessu ári. Þau undur og stórmerki munu ekki ganga þrautalaust fyrir sig. Myntbandalag Það fyrsta sem gerist við samein- inguna og mun reyndar strax eftir myntbandalagið byrja aö hafa áhrif er að þýska markið veikist. Al- menningur í Austur-Þýskalandi á mikið sparifé en hefur lítið haft til að kaupa fyrir það. Þegar allt austur-þýskt sparifé kemur út í veltuna sem vestur-þýsk mörk er óhjákvæmileg verðbólga, eða að minnsta kosti meiri verð- bólga en verið hefur, sem mun að líkindum neyða Efnahagsbanda- lagið til að endurskoða stöðu marksins í myntkerfi sínu og gæti torveldað áætlanir um evrópskt myntbandalag. í ööru lagi mun veröa óhjákvæmilegt aö hækka skatta á almenningi í Vestur- Þýskalandi því að Austur-Þýska- land verður þung byrði á vestur- þýskum almenningi fyrstu árin. Þaö mun kosta hundruð eða þús- undir milljaröa marka aö byggja upp efnahagslíf Austur-Þýskalands Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður og endurnýja undirstöður efna- hagslífsins þar eftir 40 ára óstjórn. Búist er viö aö atvinnuleysi í Aust- ur-Þýskalandi tífaldist og á aðra milljón manna missi atvinnuna þegar illa rekin austur-þýsk fyrir- tæki veröa gjaldþrota eftir samein- inguna. Vestur-þýska almanna- tryggingakerfið verður að taka á honum stóra sínum. Þjóðartekjur á mann í Austur-Þýskalandi eru ekki taldar nema einn fimmti af meðal- þjóðartekjum Vestur-Þjóðverja og í því felst að meöalþjóðartekjur sameinaðs Þýskalands munu lækka um fjórðung. Á móti kemur aö hagvöxtur í sameinuðu Þýska- landi verður mjög ör og mun auk- ast um hálft prósent á ári nsestu tvö ár. Hinir bjartsýnustu spá því að tak- ast megi að vinna bug á öllum efna- hagsörðugleikum og jafna lífskjör í austur- og vesturhlutanum á um það bil fimm árum, aörir tala-um tíu ár. Allt mun þetta leiða til að Þjóðverjar munu á næstu árum verða mjög uppteknir af sjálfum sér og sínum vandamálum, þeim til hugarhægðar sem óttast þá ógn- arorku sem í sameinuðu Þýska- landi býr. Nato og Oder-Neisse Aðildin að Nato er eitt snúnasta vandamáliö sem óleyst er. Sovét- menn hafa hingað tll krafist þess að allt erlent herlið fari frá Vestur- Þýskalandi áöur en þeir fari sjálfir frá Austur-Þýskalandi. Það mundi tryggja að Sovétríkin væru öflug- asta herveldið í Evrópu. Á móti hefur Gorbatsjov sam- þykkt að sameinað Þýskaland verði í Nato og fallið frá kröfu sinni um hlutleysi. Þýskaland án erlends herliös væri engin ógnun í huga Sovétmanna, allra síst innan Nato. Tilgangur Gorbatsjovs með því að halda Þýskalandi innan hernaðar- bandalags við Bandaríkin er að Bandaríkin í samráði við Sovétrík- in hafi þar með hemil á Þjóðverjum ef einhverjir þeirra hyggja á endur- skoðun landamæranna viö Pól- land. Pólsku landamærin, Oder- Neisse línan, er óafgreitt hitamál og Kohl kanslari hefur vikiö sér undan því að viðurkenna þau form- lega. Margir eru uggandi vegna fyrir- sjáanlegrar sameiningar Þýska- lands, einkum hefur Margaret Thatcher veriö andsrúin henni. En sameiningin er komin á of mikinn skrið til að hún verði stöðvuð, eftir að Gorbatsjov samþykkti hana. Það er meira aö segja hugsanlegt að Gorbatsjov samþykki að erlent herlið verði áfram í Vestur-Þýska- landi en Nato hafi engar bæki- stöðvar í núverandi Austur-Þýska- landi. Kosningar Aðalástæðan fyrir því hversu hratt hlutirnir ganga fyrir sig hefur verið áframhaldandi fólksflótti að austan til Vestur-Þýskalands, 2000 til 3000 manns á dag, og bein hætta á efnahagslegu hruni Austur- Þýskalands, sem torvelda mundi sameiningu enn meir efnahags- lega. Þess vegna er myntbandalag sett á strax. Ef sú áætlun, sem nú er komin á skrið, gengur eftir gæti svo farið að þingkosningarnar í Vestur- Þýskalandi í desember yrðu jafn- framt fyrstu kosningarnar f sam- einuðu Þýskalandi. Þá mundu flokkarnir í Austur-Þýskalandi bjóða fram og þar sem jafnaðar- mannaflokkurinn er Ijölmennur í Austur-Þýskalandi gætu Austur- Þjóðverjar orðiö þess valdandi að kristilegir demókratar og Kohl kanslari misstu völdin. Ef jafnaðarmenn kæmust til valda í árslok er nokkuð víst að þeir munu kreíjast þess aö allt er- lent herlið fari frá Vestur-Þýska- landi, Gorbatsjov til ánægju. Á næstu mánuðum er að skapast eitt öflugasta ríki veraldar og fyrir- sjáanlegt forysturíki Evrópu. Sam- eining Þýskalands breytir öllum hemaðarlegum og pólitískum við- horfum, ekki aðeins í Evrópu, held- ur í samskiptum risaveldanna. Ný heimsmynd blasir við og ekkert getur aftur orðiö eins og það var. Gunnar Eyþórsson „Sameining Þýskalands breytir öllum hernaöarlegum og pólitískum viðhorf- um, ekki aðeins í Evrópu, heldur í sam- skiptum risaveldanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.