Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. Viðskipti___________________________________________dv Frumvarpið um greiðslukortaviðskipti brátt til umræðu á Alþingi: Bankastjórum bannað að taka tryggingar - þetta gengur ekki upp, segir Stefán Pálsson, Búnaðarbanka Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að það gangi engan veginn upp að bann- að verði að taka tryggingar vegna útgáfu greiðslukorta eins og gert sé ráð fyrir í því lagafrumvarpi um greiðslukortaviðskipti sem lagt var fyrir Alþingi síðastliðið haust. Frum- varpið mun mjög sennilega skjóta upp kollinum aftur á Alþingi þegar Norðurlandaráðsþinginu lýkur. Það er nú til umsagnar hjá ýmsum aöil- um, meðal annars Sambandi við- skiptabankanna. „Skylt að taka tryggingar" „Það er mjög einkennilegt að korta- 'útgefendum verði fyrirboðið að tryggja sig. Það gengur engan veginn upp og stenst varla. í bankalögum segir að bönkunum sé skylt að taka tryggingar," segir Stefán Pálsson. Stefán segir ennfremur aö Sam- band íslenskra viðskiptabanka muni einnig verða á móti því að Verðlags- stofnun hafi eftirlit með framkvæmd laganna. „Bankaeftirlitið er okkar eftirlits- aðili og þessi viðskipti, eins og önnur bankaviðskpti, hljóta að heyra undir bankaeftirhtið. Þessi tvö atriði í frumvarpinu munum viö fyrst og fremst gera athugasemdir við.“ Viðskiptatraust ráði ferðinni í greiðslukortafrumvarpinu segir orðrétt um tryggingar kortaútgef- enda en bankamir annast útgáfu kortanna fyrir hönd greiðslukorta- Verslunarráö: Keflavíkur- flugvöllur vannýtt stór- auðlind Verslunarráð íslands telur að Keflavikurflugvönur sé vannýtt stór-auðlind vegna þess mögu- leika sem er fyrir hendi að hafa alþjóölega vörudreifingarstöð við vöhinn. Þetta kom fram á aðal- fundi ráðsins fyrr í vikunni. i greinargerð ráðsins á fundin- um segir að mjög ríkar ástæður séu til þess að íslensk verslunar- fyrirtæki geti átt miklu hlutverki að gegna í aiþjóðaversluninni vegna legu landsins. „Þetta er tækifæri sem gæti lagt okkur upp í hendurnar mögu- leika á því meðal annars að byggja Keflavíkurfiugvöll upp sem dreifingarstöð fyrir vörur á ieið milli Austurlanda og Evrópu og mílli Norður-Ameríku og Evr- ópu. Möguleikarnir felast i hnatt- stöðu okkar. Plássið er nóg og umsvifin þurfa ekki að takmark- ast allan sólarhringinn,“ segir í greinargerðinni. Og ennfremur:„Keflavíkurflug- völlur er nánast tilbúin, stóriega vannýtt „auðiind" frá þessu sjón- arhomi.“ -JGH Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Það hefur vakið athygli að Neytendasamtökin og Kaupmannasamtökin hafa staðið saman og óskað eindregið eftir því að korthafar beri allan kostnað af notkun greiðslukortanna. Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólgan snarminnki eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs og verði eftir það á bilinu 4 til 8 prósent. Jafn- framt gerir Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólgan verði um 5 til -6 pró- sent fyrri hluta næsta árs, ársins 1991. Svona tölur hafa ekki sést lengi á prenti hérlendis. Þessi spá er birt i nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins, efnahagsriti bankans. Orðrétt segir um verðbólguút- reikningana:„Útreikningar hag- fræðideildar Seðlabankans sem byggðir eru á kjarasamningunum og forsendum um stöðugt gengi krón- unnar, sýna lækkandi verðbólgu á næstu misserum. Sökum reynslu af óáreiðanleika mánaðartalna er hér spáð með meðalvísitölur fyrir árs- fjórðunga." Þá segir að viðskiptabankamir telji að nafnvextir geti lækkað um 14 pró- sent og að verðlag geti þess vegna orðið um 1 til 2 prósentum lægra í lok ársins en fram kemur i spánni. „Allgóðar horfur eru því á aö ekki komi til frekari breytinga á launa- töxtum á árinu 1990 vegna kaup- máttarákvæða samningsins." Þá segir Seðlabankinn að sam- kvæmt þessari verðbólguspá lækki kaupmáttur greiddra launa um 1 til Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, óskaði eftir því á dögunum að greiðslukortafyrirtækin hækkuðu gjöld sín á korthafa minna en ráð- gert hafði verið. í fyrradag tóku kortafyrirtækin tillit til óska ASÍ. 2 prósent á árinu 1990 en hækki svo aftur á fyrri hluta ársins 1991. Seðlabankinn segir ennfremur að stjórnvöld geti átt þátt í að móta það efnahagslega umhverfi sem kjara- samningarnir hvíla á. „Æskilegt er að leita leiða til að fjármagna fyrir- sjáanlegan halla á ríkissjóði innan- fyrirtækjanna: „Útgáfa greiðslukorts skal fyrst og fremst byggð á viðskiptatrausti um- sækjanda. Aðeins í undantekning- artilvikum er kortaútgefanda heimilt að krefja korthafa fyrirfram um að hann leggi fram tryggingar með ábyrgð annarra aðila fyrir úttekt sinni. Ábyrgðaraðili samkvæmt þessari málsgrein getur hvenær sem er og án fyrirvara krafist að greiðslu- kortasamningur sem hann er í ábyrgð fyrir sé afturkallaður þegar í stað.“ Korthafar beri aukinn kostnað Fleiri athyglisverð atriði er að flnna í frumvarpinu en fyrirmynd þess er að mestu sótt í dönsku greiðslukortalögin. Það atriði sem mjög á eftir aö koma til umræðu og þrætt verður um er skipting kostnað- arins við notkun kortanna á milli korthafa og kaupmanna. Til þessa hafa neytendur, korthafar, sloppið. Nú verða þeir hins vegar að taka stóran hluta kostnaðarins á sig á móti kaupmönnum, samkvæmt frumvarpinu. Gert ráð fyrir að viö- skiptaráðherra setji almennar reglur um skiptingu kostnaðarins á milli korthafa og kaupmanna. Þess má geta að í dönsku greiðslukortalögun- um bera kortahafar allan kostnað- inn. Neytendasamtökin vilja að korthafar borgi brúsann Mörgum hefur þótt athyglisvert að lands og beita fyllsta aðhaldi í pen- ingámálum til að draga enn úr viö- skiptahalla og fyrirbyggja launa- skrið, svo og að gera verðjöfnunar- sjóð virkan á ný til að bregðast við hugsanlegri hækkun afurðaverðs umfram forsendur samninganna.“ -JGH Neytendasamtökin og Kaupmanna- samtök íslands hafa saman farið þess eindregið á leit að kostnaöur af notk- un greiðslukorta verði lagður á kort- hafa þannig að hann komi ekki fram í hærra vöruverði. Ætla má að á síðasta ári hafi kostn- aður kaupmanna af notkun kort- anna, þóknunin til greiðslukortafyr- irtækjanna, verið um 360 milljónir króna, auk rúmra 300 milljóna í vaxtakostnað vegna þess greiðslu- dráttar sem af notkun greiðslukort- anna leiðir. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR <%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán. uppsögn 8-9 Ib 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb Sértékkareikninqar 4-7 Lb.Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2 5-3,0 / Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7.25 Sb Danskarkrónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 20,5-26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandarikjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR Överðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Lánskjaravísitala mars 2844 stig Byggingavísitala mars 538 stig Byggingavisitala mars 168,2 stig' Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,702 Einingabréf 2 2,581 Einingabréf 3 3,095 Skammtímabréf 1,602 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,069 Kjarabréf 4,640 Markbréf 2,474 Tekjubréf 1,937 Skyndibréf 1,398 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,267 Sjóðsbréf 2 1,734 Sjóðsbréf 3 1,587 Sjóðsbréf 4 1,338 Vaxtasjóðsbréf 1,5060 Valsjóðsbréf / 1,6005 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 530 kr. Eimskip 477 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 344 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb=Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útgáfa greiðslukorts byggist á viðskipta- trausti umsækjanda en ekki að hann leggi fram tryggingar fyrirfram. Búast má við fjörugum umræðum á næstunni um þetta frumvarp þegar það verð- ur tekið til umræðu á Alþingi. Sögulegt línurit:. Svona verður verðbólgan 1989 1990 1991 ’Heimild: Seölabanki islands Þetta er sögulegt línurit i íslensku efnahagslífi. Verðbólgan er að snar- minnka og verður um 4 til 6 prósent frá miðju þessu ári fram á mitt næsta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.