Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990.
Fréttir
Svepprótin Sprettur gagnslaus við skógrækt:
Eins og að selja mönnum
vatn með hverri plöntu
- segir Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður á Mógilsá
„Viö höfum undanfarin tvö ár
rannsakað áhrif svepprótar á vöxt
trjáa hér á Mógilsá í samráði við
Svía en niðurstööumar gefa ekki til-
efni til aö ráðleggja mönnum aö nota
sveppamit við trjárækt," sagði Jón
Gunnar Ottósson, forstöðumaður
rannsóknarstöðvar Skógræktar rík-
isins á Mógilsá, í samtali við DV.
Á síðasta ári kynnti Iðntæknistofn-
un svepprót, sem kölluð er Sprettur,
og átti að flýta fyrir vexti trjáa. Þá
mátti skilja að hér væri komið töfra-
lyf sem gerði skógrækt í landinu mun
auðveldari en áður. Sprettur hefur
verið til sölu síðan þótt skógræktar-
menn hafi alla tíð haft efasemdir um
að hann gerði það gagn sem sagt var.
„Það sem veldur því að svepprótin
skilar ekki árangri er að í náttúrunni
er mikið smit fyrir þannig að óþarft
er að kaupa þaö sérstaklega. Þetta
er nánast eins og að kaupa flösku af
vatni með hverju tré. Rannsóknir
hafa ekki sýnt beinan .1/inning,
hvorki á afkomu né vöxt plantnanna.
Svepprótin hefur mikið verið rann-
sökuð, sérstaklega vestanhafs, en
þaö er enn langt í land með að menn
skilji þetta flókna samspil sveppróta
og trjáa. Viö eru ekki í stakk búnir
að einangra einhveija tegund af
sveppum og fjöldaframleiða hana.
Það hefur komið fyrir að plöntun
á svepprót hefur skilað árangri en
þá aðeins á mjög einangruðum stöð-
um þar sem engin tré eru fyrir. Hér
á landi er náttúrulegt smit miklu
meira en búast má við.
Mér finnst því að menn hafi gengið
of langt í sölumennskunni. Það er
ekkert sem réttlætir hana,“ sagði Jón
Gunnar.
-GK
Hann kallast Litli risakórinn og söng fyrir gesti þegar afmælisrit forseta
ísiands var kynnt. Ritiö heitir Yrkja og ágóöanum á að verja til að kaupa
á hverju árl elna trjáplöntu fyrir hvern grunnskólanema.
DV-mynd Brynjar Gauti
Hagnaður af sölu afmælisrits forseta íslands:
Kaupa á trjáplöntu
handa hverju
grunnskólabarni
Ákveðið hefur verið að gefa út af-
mælisrit til heiðurs forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, á sextugsaf-
mæli hennar 15. apríl næstkomandi.
Allur ágóði af sölu ritsins verður
lagður í einn sjóð sem að ósk Vigdís-
ar verður varið til að kaupa trjá-
plöntur handa öllum grunnskóla-
börnum í landinu á hverju vori.
Afmælisritiö verður nefnt Yrkja og
er með nafninu vísað til ræktunar.
Öll vinna við ritið verður gefin en
um 60 rithöfundar og fræðimenn eiga
greinar í ritinu. Yrkja verður seld í
áskrift og geta menn með því að ger-
ast áskrifendur fyrir útkomu bókar-
innar fegnið nafn sitt á heillaóska-
lista sem forsetanum verður afhent-
ur á afmælisdaginn.
Það eru Skógræktarfélag íslands,
Skógrækt ríkisins og skólar landsins
sem sjá um plöntun á tijánum.
Menntamálaráðherra hefur ákveðiö
að skólamir megi veija einum degi
á hverju skólaári til gróöursetning-
arinnar.
Afmælisritið verður um 300 síður
að stærð og verð þess til áskrifenda
2.500 krónur.
-GK
Forstjórar álfyrirtækjanna koma um helgina:
Munu skoða hugsanlega
staði fyrir nýtt álver
- vonast eftir yfirlýsingu um samninga, segir iðnaðarráðherra
„Forstjórar álfyrirtækjanna
þriggja, Alumax, Grangers og
Hugooven, koma hingað til lands um
næstu helgi. Þeir munu byija á því
aö fara til Akureyrar og austur á land
til að sjá með eigin augum þá staði
sem til greina koma í staðsetningar-
hugleiðingum um nýtt álver. Síðan
er ætlunin að á þriðjudag verði geng-
ið frá formlegri yfirlýsingu um ásetn-
ing um að ljúka samningum. Raunar
er það aðalástæða komu þeirra að
staðfesta trúlofunina með hjóna-
bandi,“ sagði Jón Sigurðsson iðnað-
arráðherra í samtali við DV.
Hann var inntur eftir því hvort
einn staður væri ofar á óskalistanum
en annar varðandi staðsetningu ál-
vers:
„Ég hef og mun svara þessari
spurningu þannig að álmálið er
landsmál en ekki landshlutamál. Það
væri æskilegt að uppbygging stóriðju
gæti stuðlað að æskilegri þróun
byggðar í landinu. Þaö er sjónarmið
sem menn hljóta jafnan að virða. En
ef tækifæri gefst til aö koma hér á
svona stóru og öflugu fyrirtæki hlýt-
ur staðarval að koma í annarri röð,
hversu mikilvægt sem það er. Hitt
er annað mál að bandaríska fyrir-
tækið Alumax er ekkert áhugasamt
um nábýli við annað álfyrirtæki,"
sagði iðnaðarráðherra.
- Ef samningar takast á næstunni,
er þá ákveðið hvenær hafist verður
handa?
„Ætlunin er að hefjast handa við
undirbúning virkjunarframkvæmda
í sumar og þá er ég með Fljótsdals-
virkjun í huga. Framkvæmdir við
áliðjuverið sjálft munu vart hefjast
fyrr en árið 1991. En allar ákvarðan-
ir um upphaf verka verða teknar í
ljösi framvindu samninga um nýtt
álver. Ég vonast til að ákvörðun
verði tekin í næstu viku um að ljúka
samningagerðinni,“ sagði Jón Sig-
urðsson.
-S.dór
Sjónvarpsstjóri Sýnar:
Sendum út alla daga vikunnar
„Við höfum ákveðiö að vera með
dagskrá alla daga vikunnar þegar við
hefjum útsendingar í haust. Útsend-
ingar munu byija seinni hluta dags
á virkum dögum en vera frá morgni
til kvölds laugardaga og sunnudaga.
Útsendingartíminn veröur því mjög
áþekkur því sem er á Stöð 2 í dag.
Um er aö ræða 80-90 tíma á viku eft-
ir árstíðum," sagði Goði Sveinsson,
sjónvarpsstjóri Sýnar, í samtali við
DV.
- Hvað með fréttaefni?
„Við verðum ekki með íslenskt
fréttaefni í beinu fréttaformi. Við
munum sýna 2-4 erlenda fréttaskýr-
ingaþætti á viku, til að mynda „60
minutes" frá CBS sem sýndur verður
einu sinni í viku. íslenskir frétta-
skýringaþættir kæmu síðar en við
erum enn að skoöa þann möguleika.
Þá má nefna úrval fræðsluefnis,
kvikmyndir, þáttaraðir, úrval
íþróttaefnis og barnaefnis.“
- Hvernig leggst það í þig að hefia
störf við uppbyggingu á nýrri sjón-
varpsstöð?
„Það leggst mjög vel í mig. Ég er
ekki vanur að sigla lygnan sjó og vil
takast á viö nýja hluti. Mér líst vel á
fyrirtækið og þá sem að því standa
og vænti mikils af þeim.“
Goði sagði að ekkert yrði gert í
mannaráðningum fyrr en seint í
sumar.
-hlh
íslandslax:
Kröfurnar eru
1500 miiyónir
Alls var kröfum að andvirði 1.500
milljónir lýst í þrotabú íslandslax.
Eignir fyrirtækisins eru metnar á
um 900 milljónir. Ef tekst að selja þær
á matsveröi er fyrirsjáanlegt tap
kröfuhafa um 600 milljónir króna.
Eitt tilboð hefur borist í íslandslax.
Fiskveiðasjóður hefur lýst stæstu
kröfunni, 300 milljónum. Lands-
bankinn er meö 230 milljóna kröfu.
Forgangskröfur eru 13 milljónir,
veðkröfur 554 milljónir, almennar
kröfur eru 637 milljónir og aðrar
kröfur eru um 300 milljónir króna.
Jón Gunnarsson kjörinn
Jón Gunnarsson var kjörinn for-
maður Flugbjörgunarsveítarinnar
í Reykjavík á aðalfundi um síðustu
helgi. Fráfarandi formaður, Ingvar
F. Valdimarsson, ákvað að draga
sig i hlé og bauö hann sig ekki fram
gegn Jóni. Ingvar hafði veríð for-
maður i þrettán ár. Enginn hafði
boöið sig fram gegn honum á þeim
tíma. Ingvar sagði við DV aö hon-
um heföi fundist tími til kominn
að annar tæki viö.
Hópur ungra félaga í Flugbjörg-
unarsveitinni stóð á bak við for-
mannsframboð Jóns sem var
ákveðið í desember. Ingvar hafði
hins vegar ekki gefið svar um af-
stöðu sína til endurkjörs fyrr en á
fundinum en þá tilkynnti hann að
hann drægi sig til baka.
Jón Gunnarsson starfar sem
markaðsstjóri Sýnar. Hann hætti
nýlega störfum sem sölustjóri hjá
Stöð 2. Með Jóni í stjórn voru
kjömir Grímur Laxdal, Guölaugur
Þórðarson, Ingi Þór Þorgrímsson,
Guðmundur Oddgeirsson, Aöal-
steinn Þórhallsson og Jónas Guð-
mundsson.
-ÓTT
-sme