Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. 11 Utlönd Suður-Afnka: Heimalöndin hornsteinn aðskilnaðarstefnunnar Nær níu tíundu hlutar suöur- afrísks landsvæöis eru frátekriir fyrir hvíta, afganginum hefur veriö skipt í svokölluð heimalönd þar sem blökkumönnum er ætlaö aö búa. Lög um þetta hafa verið í gildi frá 1913 og 1936. Þá þegar voru þau svæöi sem áttu aö verða heimalönd fyrir hina ýmsu ættbálka í Suður- Afríku alltof þéttbyggð. Heimalöndin tíu, sem suður- afrísk yfirvöld hafa komið á fót og þar sem 10 milljónir af 27 milljón- um allra blökkumanna í Suöur- Afríku búa, eru sjálfur hornsteinn- inn í lögunum um kynþáttaaö- skilnaðarstefnuna. Stefnu sem byggir á því að skilja að hvíta og svarta, að svipta svarta öllum pólí- tískum réttíndum í þeim hluta þar sem hvítír búa og að svartir fái sjálfstæði í því sem suður-afrísk yfirvöld kalla þeirra eigin lönd- um. Án ríkisborgararéttar Árið 1976 lýstu yfirvöld yfir sjálf- stæði heimalandsins Transkei. Síð- ar var lýst yfir sjálfstæði þriggja heimalanda til viðbótar, Bophut- hatswana, Venda og Ciskei. Borg- arar þessara fjögurra heimalanda hafa, þrátt fyrir að margir búi og vinni í Suður-Afríku, ekki ríkis- borgararétt í Suður-Afríku. Litið er á þá sem vinna og búa í Suður- Afríku sem farandverkamenn. Suður-Afríkustjórn hefur lýst því yfir að hin heimalöndin sex eigi að hafa pólítískt sjálfsforræði. Enn eru þau talin sem hluti af Suður- Afríku og litið er á íbúana sem Suður-Afríkubúa. Tilraunir yfir- valda til að lýsa einnig yfir sjálf- stæði þessara heimalanda hafa mistekist þar sem andstaðan þar gegn sjálfstæði hefur verið mikil. Alþjóðleg gagnrýni Heimalandakerfið hefur sætt mikilli alþjóðlegri gagnrýni þar sem það er hornsteinninn í kyn- kvæðagreiðslu um innlimun heimalandanna í Suður-Afríku. Leiðtogar annarra heimalanda eru harðir andstæðingar slíks þar sem þeir vilja halda völdum sínum. De Klerk forseti er einnig sagður and- vígur þjóðaratkvæðagreiðslu og fór hann í heimsókn tíl Transkei í fyrra til þess að reyna að fá Holom- isa til að breyta um skoðun. Vopn í viðræðum Sagt er að de Klerk vilji engar breytingar í heimalöndunum fyrr en samningaviðræður við leiðtoga blökkumanna séu komnar á skrið. Simamynd Reuter Hann vilji nota heimalöndin sem vopn í samningaviöræðunum og reyna að komast að málamiðlunar- samkomulagi. Nú er hins vegar talið að vonir de Klerks bregðist jafnvel áður en viöræðumar hefjast. Holomisa hef- ur nú eignast bandamann, Oupa Gqozo, leiðtoga uppreisnarmanna í Ciskei. Hann sagði þúsundum stuðningsmanna sinna í kjölfar uppreisnarinnar að fremsta mark- mið stjómar hans væri að innlima Ciskei í Suður-Afríku. TT og Reuter Ibúar heimalandsins Ciskei fagna falli Lennox Sebe forseta. þáttaaðskilnaðarstefnunni. Þess vegna hafa heimalöndin fjögur, sem lýst hafa verið sjálfstæð ríki, ekki verið viðurkennd sem slík af umheiminum. Ákvarðanir suður-afrískra yfir- valda um að senda hermenn til að bæla niður óeirðir í heimalöndun- um hafa vakið athygli þar sem slíkt gengur þvert á yfirlýsingu yfir- valda um sjálfstæði heimaland- anna. Reyndar tilkynntu uppreisn- arleiðtogar í Ciskei að þeir hefðu beðið um aðstoð suður-afrískra hermanna sem sendir hefðu verið að landamærum heimalandsins til að vernda eigur Suður-Afríku- manna. Kröfur um innlimun Breytt afstaða yfirvalda til kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunnar og vilji til að ganga til viðræðna við Afríska þjóðarráðið hefur oröið kveikjan að kröfum manna í sum- um heimalandanna að þau verði innlimuð í Suður-Afríku. Bantu Holomisa herforingi, sem stjómað hefur í Transkei frá því að herinn gerði þar uppreisn fýrir tveimur árum, er í fararbroddi þeirra sem berjast fyrir þjóðarat- Dregur Nú fer að draga að lokum laga- legu hliðar íran-kontra vopnasölu- málsins í Bandaríkjunum. Val í kviðdóm fyrir réttarhöldin yfir John Poindexter, fyrrum þjóðarör- yggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, er hafið. Poindexter er hæstsettí embætt- ismaður stjómar Ronalds Reagan, fyrrum forseta, sem leiddur er fyr- ir rétt vegna meintrar aðildar að sölu vopna til írans til að fá banda- ríska gísla í haldi mannræningja í Líbanon lausa. Hluti ágóðans af vopnasölunni var veittur á laun til kontraskæruliðanna í Nicaragua þrátt fyrir bann bandaríska þings- ins viö hemaöaraðstoð til þeirra sem þá var í gildi. Poindexter þarf að svara til saka fyrir fimm ákæru- atriði vegna þessa máls og tilrauna til að þagga það niður þegar það komst í hámæli. Leitað að kviðdómendum Lögfræöingar, þ.e. verjendur Poindexters sem og sækjandi, hafa hafið leit aö kviðdómendum fyrir réttarhöldin. Leitin getur tekið langan tíma því báöir aðilar vilja koma í veg fyrir að fólk, sem kunn- ugt er ummælum Poindexters í að lokum íran-kontramálsins John Poindexter, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandarikjaforseta, ásamt elginkonu slnni, Lindu. Poindexter hefur verið ákærður fyrir að Ijúga að bandaríska þinginu, eyðlleggja opinber skjöl auk þess að hindra störf þingsins, allt I tengslum við íran-kontramálið svokallaða. Simamynd Reuter þingyfirheyrslum sumarið 1987, sem og réttarhöldunum yfir Oliver North í fyrra, taki sætí i kviðdómi. North var embættismaður í Þjóðar- öryggisráði Bandaríkjaforseta á þeim tíma sem íran-kontramálið gerðist. Þá vilja lögfræðingarnir eiimig reyna að finna fólk sem ekki hefur fylgst vel með blaðaskrifum um þetta mál og hefur þá ekki lesið framburð Reagans sem birtur var í flestum stórblöðum Bandaríkj- anna. Reagan var spurður spjörun- um úr af báðum lögfræðingum og var yfirheyrslan tekin upp á mynd- band. Þetta myndband kemur til með að vega þungt í réttarhöldun- um yfir Poindexter. Lögfræðingar Poindexters fóru fram á að Reagan yrði yfirheyrður til að sýna að sakbomingurinn hefði talið sig hafa heimild forseta- embættisins í þessu máli, sem og að hann hefði ekki talið sig vera að bijóta lög. Vonast þeir til að myndbandið sýni kviðdómendum að Poindexter taldi sig hafa heimild forsetans fyrir gjörðum sínum. í yfirheyrslunum, sem dagblöð og aðrir flölmiðlar hafa birt, kveðst Reagan ekki hafa heimilað neitt það sem bryti gegn lögum. Ef Poindexter verður fimdinn sekur um allar ákærur sem gefnar hafa verið út á hendur honum kann hann að verða dæmdur í 25 ára fangelsli og/eöa 1,25 milljón dollara sekt. Hann kveðst s"vlaus af öllum ákærum. Versta hneykslismál Reaganstjórnarinnar John Poindexter sagöi af sér emb- ætti þjóðaröryggisráðgjafa í kjölfar þess að upp komst um vopnasölu- málið í nóvember árið 1986. Þetta hneykslismál er það versta sem kom upp í ríkisstjórn Reagans og um tíma hriktí í stoðum stjómar hans. Poindexter, sem er hæstsetti sakborningur Iran-kontramálsins, var sá eini sem hafði greiðan og daglegan aðgang að bæði Reagan og George Bush, þáverandi vara- forseta og núverandi forseta. Vöm Poindexters byggir á þeirri fullyrðingu hans aö Reagan hafi heimilað honum að halda leyndum aðgerðum á vegum forsetaembætt- isins sem hafi leitt til vopnasölunn- ar og færslu fjárins til kontra- skæruliöa. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.