Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 32
F Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022 Biðu eftir Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990 rútu í nótt Tuttugu og einn nemandi og tveir kennarar úr Menntaskólanum við Sund þurftu að bíða í á sjötta tíma í rútu við afleggjarann á Þrengslavegi skammt frá skíðaskálanum í Hvera- dölum í nótt. Hafði hópurinn verið í mat í skíðaskálanum og lagði fólkið af stað áleiðis á Hótel ísland um 21.30 í gærkvöldi. Rútan festist svo í skafli í miklu snjókófi við afleggjarann. Björgunarsveitarmenn komu fólk- inu svo til hjálpar og var það komið aftur í skíðaskálann á fjórða tíman- um í nótt. Þar gisti hópurinn í nótt. -ÓTT Konur ætla að kæra klám Samtökin Konur gegn klámi hyggj- ast kæra dreifingu á myndabanda- spólum sem auglýstar hafa verið sem „fulloröinsmyndir" í smáauglýs- ingadálki DV. Samtökin boðuöu pingmenn, rannsóknarlögreglu- menn og fulltrúa ríkissaksóknara á sinn fund í gær og sýndu sýnishorn úr þeim myndum sem hægt var að fá í gegnum auglýsinguna. Kæran hefur hins vegar ekki enn borist sak- sóknara. Síðast birtist þessi auglýsing í smá- auglýsingadálki DV 14. febrúar síð- asthðinn. Ritstjórar blaðsins hafa ákveðið að þessi auglýsing fái ekki að birtast aftur. -gse Kjarasamningar sjómanna í strand í gær slitnaði upp úr samningavið- ræðum sjómanna og útgeröarmanría hjá sáttasemjara. Að ósk sjómanna hefur annar sáttafundur ekki verið boðaður. Ástæðan er sú að Sjó- mannasamband íslands hefur boðað til formannafundar næstkomandi þriðjudag til að ræða stöðuna. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði í morgun aö hann vildi ekki spá neinu um framháldið. Hann sagöist vita aö harka væri í sjómönnum og því gæti allt gerst ef sama mótstaða yrði hjá útgerðarmönnum varðandi olíuhlut- deildina og verið hefur á samninga- fundunum tveimur. Sjálístæðisflokkurinn á Akureyri: ■ ■ ■ m ■■ w ' i TifAiv1 ln2Ai2iipfiiIItvii2iif ; I WCrl IfCWGrjCBI 1M IM MCfll A settir út í kuldann Gylfi Kristjánsaon, DV, flkuieyri; „Það er algiört hneyksli aö ílokkur, sem telur síg vera lýðræðisflokk, skuli ganga gegn niöurstöðu eigin skoðanakönnunar meðal flokks- manna sinna og setja tvo bæjarfull- trúa, sem komu mjög vel út úr þess- ari könnun, út í kuldann, hremlega henda þeim út af listanum. Þetta er ekkert annað en klofningur í flokknum,“ segir sjálfstæðismaöur úr innsta hring flokksins á Akur- eyri, en uppstillinganefnd flokksins hefur hathað bæjarfulltrúunum Jóni Kr, Sólnes og Guðfinnu Thorlacius í efstu sæti listans a.m.k. Jón Kr. Sólnes varð í 3. sæti skoð- anakönnunarinnar, Guðfmna Thorlacius í 4. sæti og fékk lang- bestu útkomu kvenna. Fljótiega varð ljóst að uppstillingarnefndin vildi fá konu í 3. sætið, og samning- ar höfðu tekist milli Jóns og Guð- finnu um það að hún yrði í 3. sæt- inu. Uppstillingarnefndin var hins vegar á öðru máli og niðurstaða hennar varðandi efstu sætin er að Sigurður J. Sigurðsson verði í 1. sæti, Björn Jósep Arnviðarson í 2. sæti, Birna Sigurbjörnsdóttir i 3. sæti, Vaigerður Hrólfsdóttir í 4. sæti og Hólmsteinn Hólmsteinsson í 5. sæti. Flokkurinn á fióra fulltrúa í bæjarstjórn. Innan Sjálfstæðisflokksins er nú farið að ræða um sérframboð þvi ekki sé hægt að una þessum vinnu- brögöum uppstillingarnefndar. En hvað segir Jón Kr. Sólnes um það? „Éghefekki tekið afstöðu til þess. Eins og allir vita fór fram könnun innan flokksins en það virðist sem lýðræðisöflin hafi ekki yfirhöndina í Sjálfstæðisílokknum á Akureyri og það á ekki að una niðurstöðum þessarar könnunar vegna þess að hún hentar ekki þeirn sem ráða málum. Ég hef ekki gert út um þetta mál viö mittilokksfólk,“ segir Jón Kr. Sólnes. „Menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta orð í þessu máli. Ég er farínn að spyrja mig þeirrai’ spurn- ingar eftir hvaða leikreglum Sjálf- stæðisflokkurimi hér á Akureyri starfi,“ segir heimildarmaður DV. Hamt sagði að Þorsteini Pálssyni hetði verið tilkynnt hvað væri að gerast en þrátt fyrir afskipti hans af málinu yrði uppstillingarnefnd- inni ekki haggað. Hún mmt Ieggja tfllögu sína fyrir flokksráðsfund í næstu viku og segir heimildarmað- ur DV að ljóst sé að þar sé einung- is um formsatriði að ræða. Þjóðverji í fangelsi: Dæmdur fyrir fjársvik „Þeir hafa ekki einu sinni veriö til viðtals um það mál en olíuhlutdeildin' er það sem við leggjum höfuðáherslu á,“ sagði Óskar Vigfússon. -S.dór Með kaffibollann i annarri hendi og pípuna í hinni horfir allsherjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson fram á við þar sem hann situr á einu kaffihúsa höfuðborgarinnar í gær. Án efa hefur kaffið komið sér vel i óveðri þvi sem rikti í gær en ekki er að sjá annað en að allsherjargoðinn sé vel útbúinn til aö takast á við veðrið. DV-mynd GVA Þjóðverji situr nú í fangelsi hér á landi eftir að hafa nýlega orðið upp- vís að fjársvikum á Hótel Loftleiðum. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp sextíu daga-fangelsisdóm yfir manninum síðastliðinn fóstudag. Þjóðverjinn fór strax í afplánun þeg- | ar dómur var upp kveöinn. Maðurinn hefur verið búsettur í Bandaríkjunum en hann dvaldi á hótelinu frá 19.-22. febrúar síðastlið- inn. Að lokinni dvöl þar reyndi hann að greiða fyrir sig með erlendri ávís- un og reyndist viðkomandi reikning- ur vera lokaður. Maðurinn var kærður til Rannsóknarlögreglu rík- isins sem síðan krafðist þess að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ríkissaksóknari lagði síðan fram ákæru til Sakadóms Reykjavíkur þar sem Pétur Guðgeirsson sakadómari dæmdi Þjóðverjann í sextíu daga fangelsi síðastliðinn föstudag. Hon- um var einnig gert að greiða hótelinu 90 þúsund króna skaðabætur. Maðurinn var dæmdur fyrir fjár- svik með því að láta skrá sig á hótel- | ið, dvelja þar og láta færa sér veiting- ar og annan beina án þess að hann hefðimöguleikaáaðgreiða. -ÓTT Veörið á morgun: Léttskýjað og frost Á morgun verður norðlæg átt um mestallt landiö, víðast gola eða kaldi. Dálítil él við norður- ströndina, en annars úrkomulít- ið. Léttskýjað víða sunnanlands. Frost verður 2-8 stig. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Uti að aka í 40 ár I BÍLALEIGA Á v/FlugvalIarveg 91-61-44-00 4 Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.