Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 13
I
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990.
13
pv______________________Lesendur
Aðgerðir fyrir Álafoss?
Skúli Skúlason skrifar:
Þá er komið eina ferðina enn að
ullariðnaðinum í landi voru. Nú
höfum við leyst vanda loðdýra-
bænda til bráðabirgða, við erum
af og til að skenkja fiskeldismönn-
um einhverja hungurlús og við tök-
um vel í beiðni hinna strjálu byggð-
arlaga vegna þungbærra skulda
sem hvíla á togara eða frystihúsi.
- Eigum við að láta Álafoss fljóta
með eina ferðina enn?
Það ér verið að kanna stöðu Ála-
foss með hugsanlegan ríkisstuðn-
ing í huga. Fyrirtækið komið í þrot,
þrátt fyrir fyrri björgunaraðgerðir,
og þrátt fyrir skuldbreytingar,
hlutaijáraukningu, sölu eigna, yfir-
töku á kröfum og niðurfellingu
vaxta. - En staðan var verri en svo
að þessar aðgerðir bæru árangur.
Þetta lesum við um og heyrum ráð-
herra útlista.
Já, vesalings iðnaðarráðherrann,
hann á ekki sjö dagana sæla að
þurfa að koma fram hvað eftir ann-
að og afkynna það sem kynjjt var
sem aðaluppistaða dagskrár Ála-
foss fyrir nokkrum mánuðum. En
hvað skal gera þegar stjórnendur
hafa ekki meiri yfirsýn en svo að
þeir sjá ekki stöðu fyrirtækisins
sem þeir stjórna? - Og nú vilja þeir
fá aðstoð frá ríkinu. Ástæðuna
segja þeir verðlækkun erlendis og
of hátt gengi krónunnar til margra
árá.
Hafa þessir stjórnendur verið
spurðir um hvort þeir eigi ekki
sjálfir einhver veð sem þeir geta
séð af? Eða eru stjórnendur allir frá
ríkinu? Þá er náttúrlega auðveld-
asta leiðin að benda bara á ríkið,
sameiginlega sjóðinn okkar (nei,
afsakið, þeirra!) og segja einfald-
lega; Meiri aur, við erum búnir...
Mér finnst nú í alvöru tími til
kominn að segja; hingað og ekki
lengra. Til viðbótar því væri ekki
úr vegi að hætta að skipa nefndir
á vegum ríkisins til að kanna stöðu
Álafoss og annarra hálfopinberra
fyrirtækja og láta svona fyrirtæki
eins og Álafoss bara rúlla pent og
rólega. - Þá er það starfsfólkið,
segja stjórnmálamenn og þing-
menn. En hafa þessir aðilar haft
samúð með fólki í einkarekstri þótt
það missi vinnuna? Ég hef ekki
heyrt það. Heldur ekki með mönn-
um í einkarekstri sem hafa þó sýnt
fádæma dugnað og lagt allt sitt
undir, farið á hausinn en skilið eft-
ir sig verðmætar eignir upp á tugi
eða hundruð milljóna króna. Lát-
um því Álafoss sigla sinn sjó, þar
verður engu bjargað.
Verðlækkun í Veitingahöllinni
H.A. skrifar:
Ég og kona mín fórum í Veitinga-
höllinna í Húsi verslunarinnar sl.
sunnudagskvöld til að borða. Mér
hafði verið sagt að þar væri boðið
upp á mat við mjög lágu verði,
kannski því lægsta í borginni, auk
þess sem maturinn væri frábær.
Við komum þarna um hálfáttaleyt-
ið og þar var margt um manninn, þó
ekki svo aö við fengjum ekki borð
strax enda er þarna starfsfólk sem
sér um að taka á móti gestum og sjá
um að þeir fái sæti og leiðbeina þeim
á annan hátt.
Þarna er fyrirkomulag þannig að
um eins konar hálf-sjálfsafgreiðslu
er að ræða, þ.e. maður fer að af-
greiðsluborði og pantar matinn, tek-
ur fyrsta réttinn og borgar um leið.
Síðan er aðalrétturinn borinn að
borði gestanna en ábætisrétt og kaffi
ná gestir svo í sjálfir. - Þarna er
hægt að fá þríréttaða máltíð frá kr.
610 og svona upp í um 1000 kr.
Að þessu sinni völdum við okkur
fiskigratín í aðalrétt (ásamt súpu,
desert og kaffi) og kostaði þetta allt
690 kr. - Þetta var aldeilis frábær
máltíð og hef ég ekki fengið hana
betri, að ekki sé talað um ódýrari, í
annan tíma. Til samanburðar kaupir
maður á skyndibitastöðum t.d. einn
„Mitt i óöaverðbólgunni, sem hér hefur ríkt, bryddar Veitingahöllin upp á
nýmæli í verðlagningu á þriréttuðum máltíðum," segir hér m.a.
rétt með kjúklingi á um 700 kr. eða
þaðan af meira. - Þarna í Veitinga-
höllinni eru þægileg borð, umhverfi
smekklegt og hreint og þjónustan er
mjög góð.
Mér finnst ástæða til að benda fólki
á svona stað sem kemur manni á
óvart, mitt í óðaverðbólgunni sem
hér hefur ríkt. - Kannski er þetta að
breytast eitthvað en það eru bara
ekki allir sem átta sig á því að þetta
er einmitt leiðin til að ná niður verð-
bólgunni, að bjóða fólki vörur og
þjónustu á sanngjörnu verði en vera
ekki að teygja sig upp eftir öllu í
álagningu þótt það sé freistandi.
Svona staðir munu uppskera aðsókn
og vinsældir fyrir bragðið.
Fermingargjafahandbók 1990
Miðvikudaginn 21. mars nk. mun hin árlega
fermingargjafahandbók DV koma út.
Fermingargjafahandbók DV er hugsuð sem handbók fyrir
lesendur þar sem í henni gefur að líta ýmislegt af þvi sem
er á boðstólum til fermingargjafa og hvað hlutirnir kosta.
Þetta finnst mörgum afar þægilegt nú á dögum tímaleysis
og af reynslunni þekkjum við að handbækur okkar hafa
verið vinsælar og auðveldað mörgum valið.
Skilafrestur auglýsinga er til 15. mars og er auglýsendum
bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta
í síma 27022 svo unnt reynist að veita öllum
sem besta þjónustu.
Auglýsingadeild
Þverholti 11, sími 27022'
@1 [M k Gabrie M HÖGGDEYFAR I
] STERKIR, ÖRUGGIR^^ .* ÓDÝRIR! ÆW
l ■IÁBER G ”
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 ■8 47 88
TIL SÖLU
Jeep Cherokee, árgerð 1989
6 cyl., 4,0 litra vél, sjálfskíptur, rafmagn i rúðum,
ccnttral-læsíngar, álfelgur, selec trac, læst drif, litað
gler og margt fleíra, ekinn 15 þús km. Verð
2.250.000.
JÖFUR HF
NÝBÝtAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð, þriðja og síðasta, á fasteigninni Hamarsgötu 18, e.h.,
Fáskrúðsfirði, þingl. eign Vignis Svanbergssonar, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 14. mars 1990 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er Magús M. Norðdahl hdl.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu.
Bæjarfógetinn á Eskifirði.
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstud. 9. mars 1990 kl. 11.00: Garðabraut 45, 01.05, þingl. eigandi Jóna Sveinbjörg Jónasdóttir. JJpp- boðsbeiðendur eru Ásgeir Þór Áma- son hdl., Lögmenn Reykjavíkurvegi 72 og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.
Garðholt, þingl. eigandi Guðmundur S. Sveinsson. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka ísland, Guðjón Ármann Jóns- son hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. Höfðabraut 1, rishæð, þingl. eigandi Elís R. Víglundsson. Uppboðsbeiðandi er Lögmannsstofan Kirkjubraut 11. Mánabraut 6B, þingl. eigandi Lífeyris- sjóður Vesturlands, en talinn eigandi Eggert Guðmundsson. Uppboðsbeið- endur em Lögmannsstofan Kirkju- braut 11 og Veðdeild Landsbanka ís-. lands.
Einigrund 9, 02.01., þingl. eigandi Haraldur Hjaltason. Uppboðsbeið- endur eru Akraneskaupstaður og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.
Presthúsabraut 26, þingl. eigandi Ól- afía S. Grímsdóttir. Uppboðsbeiðend- ur eru Róbert Arni Hreiðarsson hdl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Reynigrund 28, þingl. eigandi Rúnar Pétursson. Uppboðsbeiðandi er Akra- neskaupstaður.
Sóleyjargata 8, efri hæð, þingl. eig- andi Sigurrós Állansdóttir. Uppboðs- beiðendur eru Akraneskaupstaður, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Andri Ámason hdl. Sandabraut 6, efri hæð, þingl. eig. Guðlaugur J. Ragnarss. & Guðrún Birgisd. Uppboðsbeiðendur em Hró- bjartur Jónatansson hdl. og Lögmenn Hamraborg 12.
Bæjarfógetinn á Akranesi Bæjarfógetiim Akranesi
Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstud. 9. mars 1990 kl. 11.00:
Esjuvellir 3, þingl. eigandi Sigríkur Eiríksson. Úppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka íslands, Ingólfur Friðjónsson hdl. og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.