Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Útlönd Bjartsýni Bjartsýni ríkir nú í Líbanon um að síðasta vopnahléð 1 átökum stríðandi fylkinga kristinna muni haldast. En í gær hélt straumur óttasleginna íbúa austurhluta Beir- út áfram til öruggari svæða þar sem byssumenn voru við þau virki sem enn höfðu ekki verið íjarlægð. Alls hafa átta hundruð manns látið lífið í hörðum bardögum krist- inna og yfir tvö þúsund særst. Sérfræðingar í hernum hófu að gera jarðsprengjur óvirkar og farið var að ryðja vegatálmum burt með vinnuvélum skömmu eftir að sext- ánda vopnahléð á fimm vikum náð- ist. Ágreiningur er samt sem áður enn ríkjandi milli Michel Aouns, í Líbanon yfirmanns herafla kristinna, og Samirs Geagea, yfirmanns líbanskra þjóðvarðliða. Átök milli þeirra brutust út 31. janúar síðast- hðinn þegar Aoun reyndi að fá þjóðvarðhða til að leggja niður vopn. Stjómmálamenn segja að Aoun sé reiðubúinn að binda enda á stríðið. Honum hefur ekki tekist að afvopna þjóðvarðhða sem ráða yfir tveimur þriðju hlutum svæða kristinna og helstu opinberu stofn- unum. Aoun lítur á sig sem eina löglega leiðtoga Líbanons og viður- kennir ekki stjórn Hrawis forseta sem nýtur stuðnings Sýrlendinga. Reuter Börn í Beirút leika sér á skriðdreka. Símamynd Reuter Nelson Mandela: ítrekar sáttatilbod Suður-afríski blökkumannaleið- toginn Nelson Mandela ítrekaði í gær boð sitt um sáttir mihi svartra og hvítra í landinu og kvaöst vonast fil þess að einhvem tíma myndi mistök, grimmd og ofbeldi kynþáttaaðskiln- aðarstefnunnar vera gleymd og graf- in. Blökkumenn eru í miklum meiri- hluta í Suður-Afríku, hátt í þijátíu mihjónir en hvítir Suður-Afríkubúar eru aftur á móti aðeins fimm mhljón- ir. „Það er von okkar að fyrr eða síðar verði mistök, grimmd og óréttlæti fortíðarinnar gleymd svo að ahir i landinu geti einbeitt sér að því að byggja upp þjóðina," sagði hann á fundi með blaðamönnum. Mandela var látinn laus úr fangelsi í síðasta mánuði eftir rúmlega aldar- fjórðungs dvöl á bak við lás og slá. Reuter Nelson Mandela var í gær í Tanzaníu en heldur I dag til Zimbabwe. Símamynd Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lét undan I gær og féll frá tillögum um að sameinað Þýskaland setji skilyrði fyrir viðurkenningu á að núverandi landamæri Pólland og Austur-Þýskalands séu varanleg og endanleg. Simamynd Reuter Vestur-Þýskaland: Kohl gef ur eftir - Sovétmenn auka þrýsting á vestur-þýsk stjómvöld Deilur Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sem hér sést, og Kohls kanslara urðu nærri valdar að stjórnarslitum i Vestur- Þýskalandi. Simamynd Reuter Svo virðist sem Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, hafi tekist að koma í veg fyrir að stjórn sín missti völdin vegna ágreinings um afstöðu vestur-þýskra yfirvalda tíl landamæra Austur-Þýskalands og Póllands. Kanslarinn gaf eftir í af- stöðu sinni í gær. Hann hafði áður sagt að Þjóðveijar gætu ekki gert samkornulag við Pólveija um núver- andi landamæri nema ráðamenn í Póllandi áréttuðu samning frá árinu 1953 þar sem þeir afsala sér öllum kröfum um stríðsskaðabætur á hendur sameinuðu Þýskalandi. Málamiðlunarsamkomulag Þessi hugmynd Kohls féll í grýttan jarðveg hjá samstarfsflokki kristi- legra demókrata, flokks kanslarans, í stjórninni sem og erlendra ríkja. Eftir harðar deUur stjórnarflokk- anna neyddist Kohl tíl að láta undan tU að koma í veg fyrir fah stjórnar- innar. í málamiðlunartillögu, sem lögð verður fyrir vestur-þýska þingið á morgun, er gert ráð samkomulagi sameinaðs Þýskalands og Póllands þar sem núverandi landamæri eru viðurkennd. Lagt er til að þing beggja þýsku ríkjanna samþykki samhljóða ályktun eins fljótt og auðið er í kjöl- far fyrirhugaðra kosninga í Austur- Þýskalandi þann 18. þessa mánaðar. „Leysa ber landamæradeiluna með samningi milli ríkisstjórnar samein- aðs Þýskalands og ríkisstjómar Pól- lands þar sem innsigluð er sátt þjóð- anna,“ sagði talsmaður vestur-þýsku stjómarinnar í gær og vitnaði þar með í málamiðlunarsamkomulagið. í samkomulaginu er ekki minnst á stríðsskaðabætur, að því er heimildir herma. Afstaða Kohls vakti gremju Hópur hægri manna í Vestur- Þýskalandi fehst ekki á samkomu- lagið frá árinu 1945 þar sem landa- mæri Póllands í vestur em miðuð við Oder-Neisse línuna svoköhuðu. Þessi hópur vih gera kröfu um að Þjóðveijar fái það landsvæði sem Pólveijar fengu til umráða eftir stríð. Það land, sem hér um ræðir, er ahs þriðjungur pólska ríkisins. í ljósi þess að kosningar eru fyrir- hugaðar í Vestur-Þýskalandi í des- ember hefur kanslarinn ekki viljað gera út um landamæradeiluna af ótta við að missta stuðning hægri manna. Því sagði hann að sameinað Þýska- land myndi ekki krefjast. landa- mærabreytinga að því tilskildu að Pólland gerði ekki kröfu til stríðs- skaðabóta að sameiningu lokinni. Þessi afstaða Kohls vakti gremju meðal Pólveija og kom af stað hörð- um deilum innan stjórnarinnar. Margir fréttaskýrendur sögðu deilur þessar ógna stjórn Kohls nema mála- miðlunarsamkomulag næðist. Og í gær, að loknum löngum fundi, lét kanslarinn sig. Sovétmenn auka þrýstinginn Sovétmenn hafa aukið þrýstinginn á stjórn Kohls varðandi sameiningu þýsku ríkjanna og stöðu sameinaðs Þýskalands í framtíðinni. í gær lýsti Gorbatsjov Sovétforseti því yfir að Sovétríkin myndu aldrei samþykkja að sameinað Þýskaland væri aðili að Nato, Atlantshafsbandalaginu. „Við getum ekki samþykkt (aðhd sameinaðs Þýskalands að Nato),“ sagði forsetinn í viðtah í gær að lokn- um viðræðum við Hans Modrow, for- sætisráðherra Austur-Þýskalands, í Moskvu í gær. Gorbatsjov ítrekaði þá afstöðu sína að taka þyrfti tillit til allra ríkja í Evrópu, sérstaklega þeirra sem eiga sameigmleg landamæri við þýsku ríkin, við sameininguna. Þessi um- mæli forsetans eru þau skilmerkustu hingað til um andstöðu Moskvu- stjórnarinnar gegn því að landsvæði Austur-Þýskalands, sem er aðhi að Varsjárbandalaginu, falh undir yfirráð Nato. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.