Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 9
• MIÐVn KUDAGim"?/ MA’RS IÍ990.
Valdaránstilraun
í Afganistan
Gerð var tilraun í gær til að steypa Najibullah, forseta Afganistans, af stóli.
Símamynd Reuter
Yfirvöld í Afganistan fullyrtu í gær-
kvöldi að brotin hefði verið á bak
aftur valdaránstilraun hersins sem
Tanai varnarmálaráðherra er sagð-
ur hafa stjórnað.
Uppreisnarmenn gerðu í gær loft-
árásir á höll Najibullah forseta og
stóðu bardagamir milli þeirra og
hermanna hlynntra forsetanum yfir
allan daginn. Najibullah tilkynnti að
Tanai varnarmálaráðherra hefði flú-
ið og fyrirskipaði að hann yrði grip-
inn lífs eða liðinn. Forsetinn til-
kynnti jafnframt að fjöldi leiðtoga
uppreisnarmanna hefði verið hand-
tekinn og að margir hefðu gefist upp.
Sendiherra Afganistans hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Noor Ahmed No-
or, sagði á fundi með fréttamönnum
í New York í gær að uppreisnarmenn
hefðu ekki verið margir. Nokkrir
þeirra . hefðu verið myrtir, aðrir
handteknir og sumir hefðu gefið sig
fram.
í útvarpsfréttum frá Kabúl í gær-
kvöldi sagði að allt væri með kyrrum
kjörum um allt land. Hins vegar
hefði útgöngubann verið sett á í Kab-
úl og væri það í gildi frá og með
klukkan nífján á kvöldin.
Heimildarmenn afganskra útlaga í
hermanna og mujahedinskæruliða
hefur staðið yfir I ellefu ár. Eitt ár
er nú liðið frá brottför sovéska hers-
ins frá Afganistan.
Pakistan sögðu valdaránstíiraunina
eiga rætur sínar að rekja til langvar-
andi deilna tveggja fylkinga, Parc-
ham og Khalq, í Lýðræðisflokki al-
þýðunnar sem verið hefur við stjóm
frá valdaráninu 1978.
Tanai, sem er fyrrum yfirmaður
hersins, tilheyrir Khalq-fylkingunni
sem nýtur mikils stuðnings innan
hersins. í þeirri fylkingu eru menn
andvígir tilraunum Najibullah til að
breyta ímynd flokksins til að koma
til móts við mujahedinskæruliðana
sem em að reyna að koma honum
frá völdum.
Najibullah sagði að Tanai hefði
haft samráð við skæruliðaleiðtogann
Hekmatyar sem þegar í stað lýsti
yfir stuðningi sínum við uppreisnar-
menn.
Tanai er grunaður. um að hafa átt
aðild að nokkmm fyrri tilraunum
sem gerðar hafa verið til að steypa
Najibullah af stóli. Heimildarmenn
afganskra útlaga segja að hann hafi
tekið þátt í ráðabmggi í desember
síðasthðnum þegar yfirvöld í Kabúl
tilkynntu um fjöldahandtökur, þar á
meðal þeirra herforingja sem sagðir
vom í tengslum við flokk Hekmaty-
ars.
Stuðningsmenn Parcham-fylking-
ar Najibullahs forseta eru margir og
meðal þeirra er Khad-öryggislögregl-
an sem hann var í forsvari fyrir í sex
ár áður en hann varð forseti 1987.
Til þess að einangra Tanai og draga
úr klofningnum innan flokksins hef-
ur innanríkisráöherrann Watanjar
verið útnefndur nýr vamarmálaráð-
herra.
Reuter
Kontrar vilja snúa heim
liða til að afvopnast strax. í gær varp-
aði Ortega fram þeirri spurningu
hvers vegna Bandaríkin, sem styðja
kontraskæruliða, og yfirvöld í Hond-
uras þrýstu ekki á um að kontra-
skæruliðar afvopnuðust. Kvað Or-
tega Bandaríkin eiga hlut að máh þar
sem þau hefðu fjármagnað átta ára
stríö kontraskæruliða gegn stjóm
sandínista. Um tólf þúsund kontra-
skæruhðar og fjölskyldur þeirra eru
í bækistöðvum í Honduras nálægt
landamærum Nicaragua. Ortega vfil
að þeir verði reknir frá Honduras.
Einnig viU hann að fé það sém
kontraskæruUðar fá frá Bandaríkj-
unum verði í staðinn afhent alþjóð-
legum samtökum sem eftirlit hefðu
með afvopnun kontranna.
Segir forsetinn fráfarandi að
kontraskæruUðar séu að undirbúa
hefndaraðgerðir í kjölfar sigurs Cha-
morros á sandínistum í kosningun-
um 25. febrúar síðastUðinn. „Þeir em
þeirrar skoðunar að kominn sé tími
til að láta bænduma sem veittu þeim
viðnám fá að kenna á því.“
Bush Bandaríkjaforseti sendi full-
trúa sinn til fundar við kontraskæru-
Uða í síðustu viku og kvaðst hann
vera sannfærður um að kontra-
skæraUðar myndu leggja niöur
vopn.
Reuter
Kontraskæruliðar frá Nicaragua,
sem eru með bækistöðvar í Hondur-
as, tjáðu sendimönnum Chamorro
forseta og embættismönnum kirkj-
unnar að þeir vildu snúa aftur til
sérstakra svæða í Nicaragua og vera
áfram vopnaðir þar til stjórn hins
nýkjöma forseta gæti tryggt öryggi
þeirra.
Skæruliðarnir era einnig sagðir
hafa lagt tíl að eftirlitsmönnum frá
Sameinuðu þjóöunum, Samtökum
Ameríkuríkja og „hveijum þeim
samtökum sem myndu vilja taka
þátt“ yrði boðið til fyrmefndra
svæða.
Bæði Chamorro og Ortega, fráfar-
andi forseti, hafa hvatt kontraskæru-
Sendimenn Violetu Chamorro, hins nýkjörna forseta Nicaragua, fóru á fund
kontraskæruliða I gær. Simamynd Reuter
8
9
Útlönd
Átök hafa brotlst út milli andstæðra fylkinga i mótmælum I Austur-
Þýskalandi. Þessi mynd er frá 1. þessa mánaðar þegar róstur upphófust
á fjöídafundi. Simamynd Reuter
Að sögn stjórnmálamanna og lögreglu 1 Austur-Þýskalandi hefur
mátt merkja vaxandi ofbeldi i kosningabaráttunni þar i landi síðustu
daga, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmálanna, Andstæðar pólití-
skar fylkingar rífa mður af veggjum kosningaspjöld hver annarrar, hat-
ursfullar bréfaskriftir núlli þeirra eru orðnar algengai' og heyrst hefur
aö til líkamsmeiðinga hafi komið. „Kosningabaráttan er gróf og verður
æ grófari,“ sagði Michael Hahn, félagi í Lýöræðisvakmngunni. Leiðtogi
vakningarinnar, Wolfgang Schnur, fær til aö mynda liflátshótanir reglu-
Sovéska þingið hefur samþykkt lög sem heimila sovéskum borgurum
einkaeign en þetta er eitt atriða efnahagsmnbóta Gorbatsjovs Sovétfor-
scta. Eftir langar viðræður í gær samþykktu fulltrúamir á þingi lögin.
Samkvæmt nýju séreignarlögunum er einkaeign lítilla fyrirtækja nú
leyfð. Arðrán er bannað. Lög þessi, sem ganga lengra en tillögur scm
ríkisstjórnin lagði fram í síðasta mánuði, gætu opnað dyrnar fyrir eignar-
rétti að vestrænni mynd en slíkt var til skamms tíma litið hornáuga í
kommúnistaríkjum.
„Þetta er mikil framför," sagði róttæki þingraaðurinn Alexei Jablkov
um lögin í gær. En hann og aðrir umbótasinnar voru ekki ánægðir með að
í lögunum væri ekki talaö um „einkaeign“ heldur „eign borgaranna“.
Kjósendur viða I sovésku lýðveld-
unum Rússiandi, Hvíta-Rússlandi
og Úkraínu þurfa að ganga til at-
kvaxla á ný vegna þess að ekki
fengust niðurstöður í mörgum
kjördæmum í kosningunum um
nýliðna helgi. Mikill ijöldi fram-
bjóðenda og flókinn kjörseðOl í
mörgum kjördæmum gerði fólki
valið erfitt og náði engimi hreinum
meirihluta mjög víða. Tilaö mynda
voru frambjóðendur sjö þúsund
talsins í Úkraínu en kosið var í
rúmlega eitt þúsund embætti.
Aukakosningar fara fram 18. mars.
Fyrstu niöurstöður kosmnganna
gefa til kynna að umbótasinnar
ætli aö vinna glæsilegan sigur í
þessum kosningum. i Leningrad
t.d. er Ijóst að frambjóðendur, sem
nutu stuðnings samtakanna „Lýð-
ræðislegar kosningar 90", munu
ná meirihluta í borgarráði.
Sovéskir embættismenn telja a«-
kvæði I nýafstöönum kosnlngum f
þremur stærstu lýðveldum lands-
Ins. Sfmamynd Reuter
um í gær. Tveir í áhöfh skipsins slösuöust lítillega þegar sprengingin
varð. Um borð í skipinu voru átján miUjónir lítra af upphitunarolíu.
Eldtungur úr skipinu teygðu sig allt að þtjú hundruð metra upp i loftið
í kjölfar sprengingarinnar og þykkan svartan reyk lagöi um höfnina.
Ekki er Ijóst hvað olli sprengingunni.
verða
i Rússlands
Boris Jeltsin, róttæki umbótasinninn, vill verða forseti sovéska lýöveldis-
ins Rússland. Simamynd Reuter
Sovéski umbótasinnmn Boris Jeltsin sagöi í gær aö hann hygðist bjóða
sig fram til forseta lýðveldisins Rússlands aö því tiiskildu að umbótasinn-
aðir frambjóðendur hlytu fimmtíu prósent í nýafstöðnum þing- og sveitar-
stjórnarkosningum í þremur stærstu lýðveldum Sovétríkjanna sem fram
fóru um helgina. Jeltsin, sem var rekinn úr stjórnmálaráði Kommúnista-
flokksins, var kosinn á þing í Rússlandi í kosningununt með áttatíu pró-
sentum atkvæða.