Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990.
3
dv______________________________Fréttir
Er skráplúra gullnáma framtíðarinnar?
Ef hún selst verða
íslendingar ríkir
- segir Guömundur Bragason hjá Haírannsóknastofnim
Horður Kristjánsson, DV, fsafirði:
Innan tíöar hefjast á vegum Haf-
rannsóknastofnunar rannsóknir í og
viö Ísaíjaröardjúp á skráplúru.
Veröa veiöarnar stundaðar meö svo-
kölluðu fótreipistrolli þar sem ekkert
miðnet er til staðar. Hins vegar er
trollið útbúið með leggpoka og eiga
flestar aðrar tegundir en skráplúra
að sleppa þegar togað er.
Guðmundur Skúli Bragaspn hjá
Hafrannsóknastofnuninni á ísafirði
sagöi í samtali við DV að skráplúra
heföi hingað til verið talin til óætis.
Þarna er um kolategund að ræða sem
skyld er langlúru, þykkalúru og
skarkola. Hún lifir á leirkenndum
botni og er mjög algeng víða í kring-
um landið, einkum í Djúpálnum fyrir
vestan, þar aUt út á landgrunns-
kantana og fyrir austan. Sagði Guð-
mundur að ef hægt væri að selja
þessa tegund að einhverju ráði þá
yrði íslenska þjóðin rík.
Geysilega mikið mun vera af
skráplúrunni við landið og þar er um
algjörlega vannýttan stofn að ræða.
Helstu kaupendur á þessari fiskteg-
und munu vera Japanir, Frakkar og
jafnvel Spánverjar. Sölumöguleikar
íslendinga á skráplúru koma þó vart
í ljós fyrr en búið er aö senda til-
raunasendingar út en skráplúra, sem
veiöist við Ameríkustrendur, er þó
talin vaxa hraðar og vera bragð-
betri. Þetta á þó allt eftir að koma í
ljós. Ef af veiðum verður gæti þarna
orðið um verulega búbót að ræða,
t.a.m. fyrir rækjubáta við ísafjarðar-
djúp á vorin og fram á sumar.
Húsið að Hafnarstræti 84 á Akureyri skal hverfa og eigendur skulu hafa
rifið þaðfyrirl. maí. DV-myndgk
Akureyri:
Gamla húsið skal rif ið
- þrátt fyrir andmæli Húsfriöunamefndar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Byggingarnefnd Akureyrarbæjar
hefur gert eigendum hússins Hafnar-
stræti 84 að rífa húsið fyrir 1. maí
nk. ella verði það fjarlægt á kostnað
þeirra í samræmi viö ákvæði í bygg-
ingarreglugerð.
Húsfriðunamefnd ríkisins hafði
mælst til þess við bæjaryfirvöld að
þau beittu sér fyrir varðveislu húss-
ins og vildi ekki mæla með niðurrifi
þess. Byggingamefnd fól formanni
nefndarinnar og byggingarfulltrúa
að kanna ástand hússins og segir i
áliti þeirra að húsið hafi verið um-
hirðulaust um langa hríð, það sé í
algjörri niðurníðslu og með öllu
óbúðarhæft. í kjallara sé fúlt vatn
eða sjór. Því sé fráleitt að kosta til
endurbyggingar hússins vegna mik-
ils kostnaðar. Húsið hafi ekki varð-
veislugildi vegna húsgerðar eða
heildarmyndar í húsaröð.
Hmtða. bfíl
Hægt er að halla aftursætisbaki og auka þannig
vellíðan aftursætisfarþega.
fæst sléttgólfog margfalt farangursrými.
DAIHATSU
APPIAUSE
Framhjóladrifinn fjölskyldubíll
með einstakt notagildi
— á frábæru verði
Daihatsu Applause er hlaðinn lúxusbúnaði s.s.: 1600 cc 16 ventla
vél, vökvastýri, samælsingu á hurðum, sjálfstæðri fjöðrun á hverju
hjóli og fáanlegur með sjálfskiptingu, veltistýri o.fl., o.fl.
Komið og reynsluakið Appjause
daihatsu Brimborg hf.
- draumur að aka Faxafeni 8, sími 685870
MJUJÓNfi
uHAPPDRÆTTI
Stuðningsmenn
landsliösins