Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 26
42
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990.
Fólkífréttum
Hjörtur Torfason
Hjörtur Toríason hæstaréttarlög-
maður, Búlandi 3, hefur verið skip-
aður hæstaréttardómari.
Hjörtur er fæddur á ísafirði 19.
september 1935. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1954 lauk lögfræðiprófi frá Háskóla
íslands árið 1960. Hann var við
framhaldsnám við Torontoháskóla
í Kanada árið 1961 til 1963 og lagði
þar stund á félagarétt, samkeppnis-
rétt og skaðabótarétt og síðar af-
brotafræði.
Frá ársbyrjun 1964 hefur Hjörtur
verið meðeigandi að lögmannskrif-
stofu með Eyjólfi Konráð Jónssyni
og Jóni Magnússyni og fleirum en
hafði áður unnið á sömu stofu. Lög-
mannsstarfið hefur síðan verið að-
alstarfHjartar.
Frá 1964 til 1971 var Hjörtur ráðu-
nautur stóriðjunefndar og ráðgjafi
iðnaðarráðherra við undirbúning
stóriðjufyrirtækja eins og Álversins
í Straumsvík og Kísigúrverksmiðj-
unnar við Mývatn. Hann var í stjón
íslenska álfélagsins fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar 1966 til 1971.
Árin 1973 til 1977 vann Hjörtur
fyrir iðnaðarráðuneytið við samn-
ingsgerð fyrir íslenska járnblendifé-
lagið og var stjórnarformaður 1977
til 1984. Þá hefur hann starfað að
breytingum á samningum varðandi
íslenska álfélagið 1983 til 1985 og
undanfarið unnið með öðrum lög-
fræðingum að undirbúningi samn-
ingi vegna nýs álvers.
Hjörtur hefur einnig verið lög-
fræðingur Landsvirkjunar frá
stofnun hennar árið 1965. Hjörtur
hefur einnig unnið lögræðistörf í
sambandi við stofnun íslenska stál-
félagsins 1988 og verið þar í stjóm.
Hjörtur er sonur Torfa Hjartar-
sonar, fyrrverandi tollstjóra í
Reykjavík og um árabil sáttasemj-
ara í vinnudeilum, og Önnu Jóns-
dóttur húsmóður. Toríi er fæddur
21. maí 1902 en Anna er fædd 23.
júlí 1912.
Foreldrar Önnu voru Jón Sigurðs-
son, vélfræðingur og útgerðarmað-
ur í Hrísey, og Sóley Jóhannsdóttir.
Skafti Jónsson, skipstjóri og lengi
starfsmaður FAO í þróunarhjálp,
var albróðir Önnu. Hálfsystkini
hennar eru Sigurður Jónsson, vél-
fræðingur á Akureyri, og Ebba
Jónsdóttir sem býr í Flórída.
Jón var frá Ási í Hegranesi. Hann
var sonur Sigurðar Ólafssonar frá
Hellulandi, Péturssonar af Ásætt frá
Hegranesi, og Önnu Jónsdóttur,
dóttur séra Jóns Þorvarðarsonar.
Systir Ólafs var Steinunn Péturs-
dóttir, móðir Sigurðar málara og
Davíðs, föður Ólafs Davíðssonar
náttúrfræðings.
Sóley var dóttir Jóhannesar Dav-
íðssonar úr Þingeyjarsýslu og
Margrétar Guðmundsdóttur, sem
áður var gift Hákarla-Jörundi.
Torfi Hjartarson er sonur Hjartar
Snorrasonar, skólastjóra búnaðar-
skólans á Hvanneyri og alþingis-
manns á árunum 1914 til 1925, og
Ragnheiðar Torfadóttur, Ólafsson-
ar, skólastjóra búnaðarskólans í
Ólafsdal. Aslaug var systir Ragn-
heiðar, móður Ragnars H. Ragnar
tónlistarskólastjóra og amma
Magnúsar Þ. Torfasonar, fyrrver-
andi hæstardómara.
Kona Torfa Ólafssonar var Guð-
laug Zakarísadóttir frá Heydalsá í
Strandasýslu. Móðir Guðlaugar var
dóttir Einars í Kollafiarðarnesi, fóð-
ur Torfa og Ásgeirs alþingismanna.
Hjörtur Snorrason skólastjóri var
sonur Snorra Jónssonar og Maríu
Magnúsdóttur, búenda á Magnús-
skógum í Hvammssveit í Dalasýslu.
Torfi Hjartarson átti tvo bræöur.
Annar var Snorri Hjartarson skáld
en hinn Ásgeir Hjartason, sagn-
fræðingur og leikdómari. Kona hans
var Oddný Ingimarsdóttir og áttu
þauþrjúbörn.
Systkini Hjartar Torfasonar eru:
Ragnheiður menntaskólakennari,
fædd 1. maí 1937. Maður hennar er
Þórhallur Vilmundarson, prófessor
og forstöðumaður Örnefnastofnun-
ar. Börn þeirra eru Guðrún mál-
fræðingur, Torfi rafmagnsverk-
fræðgur og Helga verkfræðinemi.
Sigrún skrifstofumaður, fædd 23.
október 1938. Dóttir hennar og Hraf-
kels Thorlacíus er Halla Thorlacíus
kennari, gift Sveinbimi Þorkelssyni
og eiga þau tvö börn. Maður Sigrún-
ar er Robert Kajioka Ph. D. veiru-
fræðingur í Toronto í Kanada. Dæt-
ur þeirra eru Rosmary flautuleikari
ogKathleennemi.
Helga Sóley, hjúkrunarfræðingur
við Landspítalann, fædd 13. sept-
ember 1951.
Eiginkona Hjartar Torfasonar er
Nanna Þorláksdóttir, fædd 25. des-
ember 1935. Hún er dóttir Þorláks
Helgasonar verkfræðings og fyrri
konu hans, Ingu Sörensen. Hún var
dóttir Aage Sörensen og Bertu Jó-
hannessen, dóttur Matthíasar Jó-
hannessen, afa Matthíasar, ritstjóra
Morgunblaðsins.
Þorlákur Helgason var sonur
Helga Sveinssonar, útibússtjóra ís-
landsbankans á ísafirði, og Kristj-
önu Jónsdóttur.
Helgi var sonur Sveins prests, al-
þingismanns og ritstjóra Norðan-
fara, Skúlasonar. Kristjana var dótt-
ir Jóns Sigurðssonar, bónda og al-
þingismanns á Gautlöndum í Mý-
vatnssveit. Hún var systir Kristjáns
og Péturs Jónssonar ráðherra, Re-
bekku, móður Haraldar Guðmunds-
HjörturTorfason.
sonar ráðherra og ömmu Jóns Sig-
urðssonar iðnaðarráðherra og Sigr-
únar, móður Steingríms Steinþórs-
sonar forsætisráðherra.
Ragnar Aðalsteinsson lögfræðing-
ur er einnig barnabarn Helga
Sveinssonar bankastjóra og einnig
Einar Viðar lögfræðingur sem nú
erlátinn.
Hjörtur Torfason og Nanna Þor-
láksdóttir eiga þrjú börn. Þau eru
Torfi, starfsmaður Námsgagna-
stofnunar, fæddur 27. maí 1961;
Logi, nemi í stjórnmálafræði við
Háslólaíslands, fæddur 19. sept-
ember 1962; og Margrét Helga, nemi
í frönsku í Frakklandi, fædd 27.
ágúst 1968.
Afmæli
Bjamdís Jónsdóttir
Bjamdís Jónsdóttir húsmóðir, Vest-
urhólum 11, Reykjavík, er sjötug í
dag.
Bjamdís fæddist í Reykjavík ög
ólst þar upp í foreldrahúsum á Vita-
stígnum. Hún stundaði nám við
Ingimarsskólann og starfaði síðan
við Alþýðublaðið um skeið.
Bjamdís giftist 1942 Gunnari S.
Guðmundssyni vörubifreiðarstjóra,
f. 28.6.1917, d. 21.6.1963, enforeldrar
hans vom Guörún Finnbogadóttir,
húsmóðir í Reykjavík, og Guðmund-
ur Erlendsson trésmiður.
Bjamdís og Gunnar eignuðust sex
böm. Þau eru Sigurbjört Gunnars-
dóttir, f. 25.12.1942, kaupkona í
Reykjavík, gift Emi Sigurðssyni
sölustjóra, en þau eignuðust fiögur
böm; Guðrún Elín Gunnarsdóttir,
f. 29.3.1946, verslunarmaður í
Reykjavík, gift Erni Péturssyni
leigubifreiðarstjóra og eiga þau fiög-
ur böm; Unnur Gunnarsdóttur, f.
23.9.1947, skrifstofustúlka á Sauðár-
króki, gift Baldri Heiðdal veitinga-
manni og eiga þau þijú börn; Jó-
hannes Jón Gunnarsson, f. 6.5.1950,
veitingamaður í Reykjavík, kvænt-
ur Ásgerði Flosadóttur, sem er að
ljúka námi í stjórnmálafræði, og
eiga þau tvö böm; Gunnar Björn, f.
14.7.1959, læknir í sérnámi í Wis-
consin í Bandaríkjunum, kvæntur
Þorgerði Þráinsdóttur hjúkrunar-
fræðingi, ogHelga, f. 1.8.1961, sölu-
maður hjá SÍS, gift Emi Rósin-
kranssyni rafvirkja og eiga þau einn
son.
Böm Sigurbjartar og Amar Sig-
urðssonar: Sigrún Margrét, f. 25.1.
1964, skrifstofustúlka í Reykjavík, á
eina dóttur, Sunnu Dís, f. 1986;
Bjarndís, f. 30.9.1965, verslunar-
maður, í sambúð með ívari Árna-
syni málara; Örn, f. 23.5.1969, í for-
eldrahúsum, og Gunnar Þór, f. 1.3.
1971, d. 28.3.1987.
Böm Guðrúnar Elínar og Arnar
Péturssonar: Gunnar Sverrir, f. 27.9.
1964, búsettur í Svíþjóð og á eina
dóttur; Svala, f. 30.7.1966, húsmóðir
í Reykjavík, sambýhsmaður hennar
er Eiríkur Leifsson og þau eiga tvö
böm, Guðrúnu Örnu og óskírðan
son; Linda, f. 11.4.1972, húsmóöir í
Reykjavík, í sambýli með Friðrik
Emi Egilssyni, og Fríða, f. 28.6.1973,
nemi í foreldrahúsum.
Börn Unnar og Baldurs: Eiður, f.
27.1.1969, nemi, í sámbúð með Þór-
eyju Gunnarsdóttur; Sigrún, f. 15.1.
1972, verslunarstúlka í sambúð með
Sverri Hólm Reynissyni, og Júlíana,
f. 29.6.1974 nemi.
Börn Jóhannesar og Ásgerðar:
Guðrún Eva, f. 26.9.1977, og Flosrún
Vaka, f. 18.3.1985.
Sonur Helgu og Arnar Rósin-
kranssonar er Huginn, f. 22.3.1982.
Seinni maður Bjarndísar er Krist-
inn Guðjónsson, f. 8.4.1921, forstjóri
Banana hf. í Reykjavík.
Stjúpböm Bjarndísar em Sigrún,
f. 7.4.1946, skrifstofustjóri í Reykja-
vík, og á hún einn son; Jóhannes
Ágúst, f. 17.5.1949, flugstjóri í Lúx-
emborg, kvæntur Þorbjörgu Jóns-
dóttur og eiga þau fiórar dætur, og
Elín, f. 1.10.1958, húsmóðir í Reykja-
vík, gift Magnúsi Gíslasyni fram-
kvæmdastjóra og eiga þau þijú
börn.
Bjamdís er þriöja elst átta systk-
ina en á nú einn bróður á lífi, Har-
ald. Systkini hennar: Sigurbjört, f.
22.10.1915; JóhannesJ. 21.3.1918;
Ingólfur, f. 24.2.1922; Haraldur, f.
30.1.1924; Jón Júlíus, f. 27.7.1926;
óskírður tvíburabróðir, f. s.d., d. s.d.
Foreldrar Bjarndísar voru Jón
Jónsson, f. 13.6.1879, d. 25.5.1950,
sjómaður og síðar fisksah í Reykja-
vík, og kona hans, Júlíana Björns-
dóttir, f. 19.7.1884, húsmóðir.
Jón var sonur Jóns, b. í Hmna-
króki í Laxárdal og Hörgsholti í
Hreppum, bróður Guðmundar í
Hörgsholti, föður Jóns á Brúsastöð-
um, gestgjafa á Þingvöllum, og föður
Bjarna, óðalsb. í Hörgsholti. Jón var
einnig bróðir Jónasar „Plausor",
dyravarðar Alþingis og kímni-
skálds, og Snorra í Gröf, föður Tóm-
asar, útgerðarmanns á Járngerðar-
stöðum í Grindavík. Jón var sonur
Jóns, óðalsb. í Hörgsholti, bróður
Guðbjargar, móður Jóns, ættfóður
Setbergsættarinnar í Hafnarfirði,
langafa Vigdísar, móður Harðar
Sigurgestssonar, forstjóra Eim-
skips. Jón í Hörgsholti var sonur
Jóns, b. þar, Magnússonar.
Móðir Jóns í Hrunakróki var Guð-
rún hin fróða Snorradóttir, b. á
Kluftum, Hahdórssonar, b. í Jötu í
Ytrahreppi, Jónssonar, langafa Ein-
ars Bjarnasonar ættfræðiprófess-
ors, Einars Jónssonar myndhöggv-
ara og Bjarna í Nýja-bíói, fóður
Harðar, húsameistara ríkisins.
Hahdór var einnig langafi Tryggva
verslunarmanns, föður Nínu hst-
málara. Faðir Hahdórs var Jón
Jónsson „lesari", hálfbróðir Kol-
beins Þorsteinssonar, prests í Mið-
dal. Móðir Snorra var Guðrún
Snorradóttir, b. í Berghyl, Jónsson-
ar, fóður Magnúsar í Birtingaholti,
afa séra Magnúsar Kennaraskóla-
stjóra, séra Magnúsar í Hruna,
Ágústs, óðalsb. í Birtingaholti, og
séra Guðmundar í Reykholti, föður
Ásmundar biskups.
Móðir Jóns fisksala var Sesselja,
sem lést rúmlega aldargömul í
marsmánúði 1950, Guðmundsdóttir,
b. á Fossi í Ytrahreppi, Helgasonar,
b. á Grafarbakka, Einarssonar,
lögrm. á Galtarfelli, Ólafssonar.
Móðir Sesselju var Margrét Guð-
mundsdóttir, „læknis" og b. í Hellis-
holtum, Ólafssonar. Móðir Guð-
mundar „læknis" var Marín Guð-
mundsdóttir, b. á Kópsvatni, Þor-
steinssonar, ættföður Kópsvatns-
ættarinnar sem margir okkar
fremstu skákmenn eru komnir af.
Bjarndís Jónsdóttir.
Júhana, móðir Bjarndísar, var
áður gift Sigurbjarti Hróbjartssyni
en hann lést fyrir aldur fram og
einnig böm þeirra tvö. Júlíana var
dóttir Björns, b. í Þjóðólfshaga,
Magnússonar, b. á Vestri-Geldinga-
læk og Þjóðólfshaga, Magnússonar,
b. í Bolholti á Rangárvöhum,
Björnssonar. Móðir Magnúsar á
Vestri-Geldingalæk var Sólveig
Brandsdóttir, b. í Næfurholti, Jóns-
sonar.
Móðir Júlíönu var Arndís Er-
lendsdóttir, b. á Þverlæk og Ásmúla,
Ólafssonar, og konu hans, Sigríðar
Árnadóttur. Arndís var áður gift
Þórði Þorvarðssyni en dóttir þeirra,
Ástríður, var amma Bessíar Jó-
hannsdóttur kennara.
Bjamdís er stödd erlendis þessa
dagana.
Til haminsíiu með daeinn
Snlvany! pafr|ai-T'rfti
QC ára GuðbjörgOlsen, a(\ UD aia Fannarfelh6.Revkiavik. ***' ata
Eiaar Jónsson, Víðimýri 2, Neskaupstað. Árhi Baldursson, Geil, Fljótshliðarhreppi. Kristín Áslaug Guðmundsdóttir,
Digranesvegi 117, Kópavogi.
70nrn 60ara Karl Arthursson,
f U drd . Engjaseh 57, Reykjavík.
uaidur iieigason, Sveinn Vilbcrgsson, Páfastöðum, Staðarhreppi. Langholtsvegil22,Reykjavík. BjarniHjaltalin, Bj amveig Gunnlaugsdóttir, Grænumýri 18, Ákureyri. Guðrún B. Blöndal, Garðabraut 54, Gerðahreppi. ' ’ Gylfi Kristinsson,' : Hringbraut 89, Reykjavík.
URVAL alltaf
betra og betra
Úrval
tímarít fyrir alla