Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Spumingin Ertu sátt(ur) við frammistöðu okkar manna íTékkó? Sverrrir Arngrímsson framkvæmda- stjóri: Já, ég held þeir hafi gert sitt besta. Halldór Steingrímsson sjómaður: Já, þó það nú væri. Þetta eru allt efni- legir strákar en Bjarki er maður liðs- ins. Guðrún Þorleifsdóttir nemi: Já, verð- ur maður ekki að vera það. Svanur Tryggvason verkamaður: Nei, þeir hefðu mátt standa sig betur gegn Spánverjum. Áslaug Bæringsdóttir húsmóðir: Ég hef engan leik séð en mér finnst ekki gott þegar þeir tapa. Kristján Kristjánsson verslunarmað- ur: Nei, ekki alveg. Fyrsti leikurinn var góður en töpin tvö voru slæm. Lesendur___________________________________________________ dv Kosningar til borgarstjómar: Ræður „Risið“ úrslitum? ,Of langt gengið í góðseminni," segir hér m.a. - Húseignin Hverfisgata 105.1 „Risinu" kunna úrslitin að leynast. Reykvíkingur skrifar: Eg get ekki látið hjá líða að senda nokkrar línur til lesendasíðu blaðs- ins eftir að fréttist að Reykjavíkur- borg, ásamt Félagi eldri borgara hér í Reykjavík, hefði ætlaö að ganga til samninga við eigendur að „Risinu“, sem er hluti af húsi því við Hverfis- j götu sem hefur verið kennt við Al- 1 þýðubandlagið. - En umrætt „Ris“ er í eigu svokallaðs Sigfúsarsjóðs. Ekkert hefur birst um þetta mál í Morgunbl. og Þjóðviljanum Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að Reykjavíkurborg reyndi ekki að fmna æskilegra húsnæði fyrir starf- j semi Félags eldri borgara en einmitt ! þetta, sem þeir buðu svo í! - Ég sem sjálfstæðismaöur og innfæddur Reykvíkingur, auk þess verðandi meðlimur í Félag eldri borgara, ef mér endist líf og heilsa, get ekki til þess hugsað að Reykjavíkurborg sé að styrkja máttarstólpa Alþýðu- bandalagsins svona sérstaklega með því að semja við þá um kaup á eign sem hefur ekki gengið út þótt mikið hafi verið reynt að selja. Þegar tilboð Reykjavíkurborgar barst svo Sigfúsarsjóði Alþýðu- bandalagsins þótti það of lágt og þannig standa máhn er þetta er skrif- að. Æth borgarstjóm geri þá bara ekki annað tilboö th að koma til móts við kröfur Alþýðubandlagsins! Gangi þaö eftir finnst mér þetta aht meira en lítið dularfullt svo ekki sé fastar að orði kveðið. - Eða á þetta að vera einhver nýmóðins taktík í kosningabaráttu okkar sjálfstæðis- manna? Viö vitum nú að sumir „alla- bahar“ hafa oft átt hauk í homi þar sem borgarstjórinn okkar er. Hér fmnst mér hins vegar gengið of langt í góðseminni. Eftir að það varð ljóst að ekki var orðið við óskum fjölmargra kjósenda Sjálfstæðisflokksins um að viðhafa prófkjör finnst mér ekki mega bæta gráu ofan á svart og ergja okkur með því að gera skyndisamninga um þátt- töku borgarinnar í kaupum á „Risi“ allaballanna. - Ef þetta á að tryggja hagstæð úrsht fyrir Sjálfstæðisflokk- inn hér í Reykjavík, þ.e. að fá fylgi leifanna úr Alþýðubandalaginu, þá er ég illa svikinn og flokkurinn okkar líka. Mættum við sjálfstæðismenn fá meira að heyra um máhð? Suðurnesjamaður skrifar: Ég hef margsinnis heyrt hina og þessa stjómmálamenn gorta af því að við íslendingar gætum sjálfir gert hitt og þetta í sambandi við flugvall- armál okkar, ekki síst á Keflavíkur- hugvelli. Nú síðast heyrði ég í einni þingkonu Kvennalista á þingi ræða þessi mál. Hún sagði eitthvað á þá leið, ég held bara orðrétt - Við eigum sjálhr að byggja okkar hugvelli. - Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn, var einu sinni sagt. Síðan las ég í DV frétt eina þar sem þessi sama þingkona Kvennalistans segir aöspurð að hún telji eðlhegt að Keflavíkurstöðin verði lögð niður og vitnar til þróunar í friðsamlegum samskiptum þjóða sem eigi að vera komin svo langt að ekki sé nokkur þörf á svona varðstöð á íslandi. Ekki ætla ég að deila við þessa merkiskonu á þinglista kvenna á ís- landi. Ég vil þó gera þá athugasemd eina, að þingkonan gerir sér enga grein fyrir því hvað myndi gerist ef varnarhðið bandaríska færi héðan. í fyrsta lagi yrði þá enginn rekstur alþjóðahugvallar á íslandi, í öðru lagi gætum við engan varahugvöll að byggja vegna tilkomu nyrra hug- vélategunda hjá íslensku hugfélög- unum - og í þriðja lagi myndum við einangrast að mestu leyti hvað hugs- amgöngur varðar innan 2 eða 3 ára, vegna þess að við sjálfir höfum engin efni á - né þekkingu th að byggja fullkominn hugvöll. - Skyldi þing- konan vita hve margar milljónir ís- lenskra króna kostar að reka Keha- víkurflugvöll í dag? Ég get svarað því, Það kostar um eða rúmar 8 millj- ónir króna á dag! Sigurður Guðmundss. skrifar: Bónda nokkum, rakinn fram- sóknarmann, dreymdi þann draum að harrn væri hggjandi í rúmi sínu. Fannst bónda sem þá kæmi inn í herbergiö óboðinn gestur, sem hann hafði ekki haft kynni af, en þekkti þó glöggt af myndum. - Þar var á ferð sjálfur Jósef Stalín. Ekki er aö oröíengja það að Stalín bregöur sér strax upp í til bóndans og tekur þegar að leita á hann. Brást bóndi ókvæða við og hrekkur upp af draumi sinum. Nú sagði bóndi ýmsum draum sinn. En jafnvel hinum draums- pökustu mönnum bar ekki sam- an um ráðninpna og voru marg- ar skýringar á lofti og sumar hin- ar skrautlegustu. Einn fann þó hina réttu ráðn- ingu: Sem sé þá að kommar og framsóknarmenn myndu fara saman í eina flatsæng imian tíð- ar. Og það var eins og við mann- inn mælt: Steingrímur Her- mannsson myndaði stjóm með Svavari, Ólafi Ragnari ogheirum sem lengi hafa verið í fóstri hjá söfnuði félaga Stalín. - Sór ekki enn fyrir endann á þeim faönhög- um. Dómsorð yfir Jóni Óttari: Hvað veldur? Magnús Hafsteinsson skrifar: Morð og misþyrmingar er talið hiö ágætasta sjónvarpseöh og varla held ég að líði svo kvöld að ekki sé drepinn maður á skjá Rík- issjónvarpsins. Hvað veldur þá að dómsyfirvöld áhta það hafa verri áhrif á sálar- lif bama og veikgeöja fóhts að horfa á í sjónvarpi á þá athöfn sem sérhver einstaklingur á th- veru sína að þakka - en mis- þyrmingar? Þessa spyr fávís maður i lok tuttugustu aldar, eftir að hafa heyrt dómsorð Sakadóms yfir Jóni Öttari Ragnarssyni, stofn- anda og fyrrum sjónvarpsstjóra á Stöð 2. Norðurlandaráð nálgast núllið: Sammála Schliiter Haraldur Einarsson hringdi: Mig langar th að lýsa stuðningi við hinn danska forsætisráðherra, Paul Schluter, þegar hann kemst þannig að orði á fundi Norðurland- aráðs hér í Reykjavík að þau vandamál, sem þetta ráö átti að leysa, hafi fyrir löngu verið leyst og í framtíðinni muni dagskrá þessa ráðs sífeht þynnri og þýðing- anninni. í svipinn minnist ég t.d. eins máls, sem þingmaðurinn Eiður Guðnason hafði miklar væntingar um á sínum tíma, nefnilega TELE-X gervihnattarsendisins sem átti að leysa allar eða flestar stöðv- ar af hólmi hvað varðar sjónvarp fyrir okkur íslendinga. - Auðvitað kom enginn TELE-X gervihnöttur. Við fengum Stöð 2 í mhlitíðinni og síðar allar stöövarnar frá hinum ýmsu gervihnöttum. Og brátt fáum við eina stöðina enn, Sýn, og verður þá sennhega fullnægt sjónvarps- þörf okkar í bhi. En það er rétt hjá danska forsæt- isráðherranum að áðilar norrænn- ar samvinnu hafa ekki skilið sinn vitjunartíma og þeir hafa oftar en ekki neitað að taka þátt í þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Evrópulöndunum. Þótt ekki sé ástæða til að hætta norrænu sam- starfi sem shku, svona rétt fyrir siðasakir, þá er engin sérstök þörf fyrir okkur að hanga í pilsfaldi konungdæma Norðurlandanna sem við á sínum tíma höfnuðum. Mér finnst við ættum að taka til athugnar orð danska forsætisráð- herrans því það er styttra í það en margur hyggur aö við göngum formlega í Evrópubandalagið eins og Svíar og Norðmenn sem fylgja bráðlega í kjölfar Dana inn í það bandalag. Umsvif í flugvallarmálum: Hver á að byggja? Frá Keflavíkurflugvelli. - Gætum við tekið við rekstrinum þegar og ef þörf krefur? byggt, en hann er orðið mjög brýnt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.