Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Side 24
40 i'MlÐVIKUD AÍGUR 7 J MAKS 1690. Sviösljós Erlingur Gíslason leikari og Svelnn Eyjólfsson, útgáfustjóri og stjórnar- formaður Frjálsrar fjölmiölunar, glugga hér í leikskrána. Þjóðleikhúsið: Síðasta frum- sýningin Síöasta frumsýningin á stóra sviði Þjóöleikhússins fyrir lokun var síðastliðið fóstudagskvöld. Var þá Stefnumót frumsýnt sem er sntóverk erlendra úrvalshöfunda á borð við Eugene Ionesco, David Mamet og Harold Pinter. Aðeins tvær sýningar voru á Steffmmót- inu um síðustu helgi en síöan var stóra sviðinu lokað og verður lokað þar til breytingar og lagfæringar hafa farið fram. Myndir, sem hér fylgja, eru af nokkrum frumsýn- ingargestum. Fyrstu fermingarbömin í Grafarvogi í fyrsta skipti verður nú fermt á vegum safnaðarins í Grafarvogi. Á myndinni er sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Árnason, ásamt fermingarbörnum sínum. Stendur hópurinn á stað þeim í Grafarvogi þar sem kirkja mun rísa. Stúlkur úr Hollywoodkeppninni, talið frá vinstri: Elin Reynisdóttir sigurvegari, Sigrún Jónsdóttir, Lisa Björk, sólarstúlka Útsýnar, Bryndís Ólafsdóttir, Ijós- myndafyrirsæta Samúeis, Ólöf Halldórsdóttir og Harpa Sævarsdóttir. Á efri hæð Hard Rock Café voru Valsmenn að fylgj- ast með leik íslands og Spánar í handknattleik. Fyrsti rjoma- ísinn í hálft ár Stúlkumar, sem tóku þátt i ungfrú Hollywood keppni tímarits- ins Samúels, komu saman á Hard Rock Café síðastliðið fimmtudags- kvöld til að gæða sér á steikum og rjómaís í fyrsta skipti í marga mán- uði. Strangur megrunarkúr í kring- um keppnina þýddi að sætindi voru á bannlista hjá sumum í hálft ár. ♦ ■* Tóku stúlkunar vel til matar síns. Að vísu verður ungfrú Hollywood, Elín Reynisdóttir, að passa sig því hún á eftir að taka þátt í keppni í Malaysíu. Sigurður Helgason og elginkona hans, Soffia Kristjánsdóttir, ásamt dætrum slnum, Álfheiði og Guð- rúnu Helgu. DV-myndir S Sextíu ára: Sigurður Helgason Sigurður Helgason, deildarstjóri grunnskóladeildar í menntamála- ráðuneytinu, varö sextugur síðast- liðinn föstudag. Sigurður er Borg- firðingar, fæddist á Kletti í Reyk- holtsdal. Sigurður hefur auk starfs síns í menntamálaráðuneytinu starfað og setið í ýmsum nefndum pg ráðum á vegum Stjórnarráös íslands. Siguröur og eiginkona hans, Soffia Kristjánsdóttir, tóku á móti gestum í Fóstbræöraheimil- inu og voru þessar myndir teknar viö það tækifæri. Samstarfsmenn heilsast. Kristinn Hallson, óperusöngvari og starfsmað- ur I menntamálaráðuneytinu, óskar Sigurði til hamingju með afmælið. Á mllll þeirra stendur eiginkona Sigurðar, Soffia Kristjánsdóttir. Braga Melax afhent eftirliking af hreindýrshaus en Bragi Atli Ómarsson og Jón Barðdal i góðu formi. fór eftirminnilega ferð til Grænlands í haust. DV-myndir RS Fullt hús í villi- bráðarveislunni „Villibráöarveislan tókst mjög vel og allir skemmtu sér, maturinn var feiknarlega góður,“ sagði Bragi Me- lax, einn af féíagsmönnum í SKO- TREYN, Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis, en þeir félagar héldu sína árlegu villibráðarveislu um helgina fyrir fullu húsi. Maturinn var íjölbreyttur eins og eldsteikt hreindýrakjöt, rjúpur, gæsir, endur og svartfugl reyktur. Gestir tóku því vel til matar síns. „Það er gaman á þessum veislu- kvöldum og maturinn er góður yfir- leitt, menn og konur skemmta sér vel. Þetta er orðinn fastur punktur í tilverunni og verður vonandi um ókomin ár,“ sagði einn af gestunum í samtah eftir af veislunni lauk. Við vorum á staðnum og festum atburð- innáfilmu. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.