Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Gtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Einokun er liðin tíð Með reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra hefur sett, er allur útflutningur á unnum ferskum fiski bannaður. Upplýst er að þetta bann er sett á að frumkvæði Sölu- sambands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, sem einokar saltfiskútflutninginn. Munu rökin vera þau að fersk- fiskútflutningurinn skaði markaðinn fyrir saltfiskinn og dragi úr fiskvinnslu hér heima. Þessu fyrirvaralausa útflutningsbanni hefur að sjálfsögðu verið harðlega mótmælt af fiskverkendum enda hefur verð pr. kíló af ferskfiski verið mun hærra heldur en kílóverðið fyrir saltfiskinn. Með þessu banni er verið að draga úr út- flutningstekjum og skerða lífskjörin á íslandi. Af þessu tilefni hafa fiskverkendur gengið á fund rík- isstjórnarinnar og gert þá kröfu að einokun SÍF á salt- fiskútflutningi verði afnumin. Þeir nafnarnir, Jón Bald- vin utanríkisráðherrra og Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, hafa tekið vel í þá kröfu en viðbrögð annarra ráðherra eru ennþá óljós. í þessu máli takast á tvö grundvallarsjónarmið. Ann- ars vegar langlíf tilhneiging okkar til að miðstýra út- flutningsversluninni og svo hins vegar sú stefna, sem óðum er að marka sín spor í öllum alþjóðaviðskiptum, að auka frelsið og samkeppnina. Þess er skemmst að minnast að það er stutt síðan útflutningur á frystum fiski var leyfður öðrum en Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Þökk sé Jóni Sigurðssyni sem hafði kjark til þess sem forverar hans höfðu heykst á. Frjáls útflutningur á frystum fiski hefur gengið vel og síður en svo skaðað hagsmuni íslendinga. Þvert á móti hefur þessi þróun leitt til hærra verðs þegar á heildina er litið. Meðan öll utanríkisviðskipti eru að þróast frá höftum, tollum og tilskipunum sýnist það afturhvarf til fortíðar- innar þegar íslensk stjórnvöld taka nú upp á því að herða miðstýringuna og beinlínis banna útflutning á ferskum fiski. Slíkar ákvarðanir hafa þau einu áhrif að lífskjörin versna og máttur er dreginn úr þeirri atvinnu- grein sem íslendingar verða mest af öllu að treysta á í framtíðinni. Útflutningsverslun með fisk, leit að hag- stæðum mörkuðum, heilbrigð samkeppni og Qölbreytni í vinnslu sjávarafurða eru augljóslega forsendur fyrir hagvexti og batnandi lífskjörum. Það er sömuleiðis full- komlega ljóst að einokun sölusamtaka og pólitísk hags- munagæsla á þessu sviði stríðir gegn þróuninni í kring- um okkur og þeirri aðlögun sem er íslenskum atvinnu- vegum óhjákvæmileg. Boð og bönn eru á undanhaldi og enda þótt við teljum okkur hafa einhvern skammtímaávinning af því að vernda þrönga hgsmuni, er útflutningsbann spor aftur á bak þegar til lengri tíma er htið. Það verður að segja Alþýðuflokknum til hróss að hann hefur haft skilning á markaðsfrelsinu og sam- keppninni og rofið áralanga einokun í fiskútflutningi. Bæði utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra hafa verið eindregnir talsmenn aukins viðskiptafrelsis og þess vegna má búast við að orðið verði við óskum fiskverk- enda um leyfi til saltfiskútflutnings. Það er líka eina syarið við útflutningsbanninu á flatta fiskinn. Hvorki SÍF né aðrir einokunaraðilar eiga eilifan rétt til frið- helgi í heimi frjálsra viðskipta. Sá tími er liðinn, ef ís- lendingar hafa á annað borð hugsað sér að njóta nútíma velmegunar. Ef við hörfum í skjól einokunarinnar erum við að dæma okkur úr leik. Ellert B. Schram Umbúðir utan um skoðanir! Um mánaöamótin jan.-febr. birtust tvær nýjar skoðanakannanir um fylgi íslenskra stjórnmálaflokka. Þrítugasta janúar birtist könnun sem Skáís gerði fyrir Stöð tvö og daginn eftir birti Dagblaðið/Vísir aðra könnun. Báðar þessar kann- anir eru einkum merkilegar fyrir sama hlutinn: það hversu fáir þeirra sem spurðir voru taka af- stöðu. Með öðrum orðum: aðeins helmingur manna veit hvaða flokki þeir myndu veita atkvæði sitt ef kosið væri til þings nú. Um það eru báðar kannanirnar fullkomlega sammála: i könnun Skáís tóku 46,2 prósent ekki afstöðu og í könnun DV samtals 48,6 prósent! Þetta er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt flokkakerfi og íslensk stjórnmál og hana er ekki hægt að hundsa. Og þessi niðurstaða er ekki neitt nýnæmi. í heilt ár hefur hlutfall þeirra sem ekki taka af- stöðu í skoðanakönnunum DV ver- ið tæpur helmingur. Hvað segir það? Um hvað vitnar það? Hvers vegna getur hálf þjóðin ekki komiist að neinni póhtískri niðurstöðu? Eina skýra niðurstaða beggja fyrrnefndra kannana er óákveðn- in, óánægðir og óákveðnir eru hátt í tvisvar sinnum fleiri en þeir sem styðja stærsta stjórnmálaflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Niðurstaðan gæti tæpast verið skýrari: fólk er óánægt með þá kosti sem því er boðið upp á, það vill nýjan kost. Því getur það einungis talist spurn- ing um tíma hvenær íslenskt flokkakerfi gliðnar í sundur, leysist upp, það samræmist ekki kröfum kjósenda, þjóðfélagið kallar á nýtt afl. Samspil öndverðra segla Að frátalinni þeirri sérstööu, sem fámenni og dreifbýli valda, hefur íslenskt þjóðfélag í grundvallarat- riðum enga verulega sérstöðu um- fram önnur vestur-evrópsk þjóð- félög. Því hlýtur að stinga í augu að íslensk stjórnmál skuh ganga svo gjörsamlega á skjön við þá meginstrauma sem ríkja annars staðar í Vestur-Evrópu. Þær breiðu kvíslar til hægri og vinstri í íhaldsflokka og jafnaðar- mannaflokka ríkja aðeins að helm- ingi á íslandi; þar er enginn jafnað- armannaflokkur í vestur-evrópsk- um stíl en dæmigerður íhaldsflokk- ur. Þetta veldur ójafnvægi í ís- lenskum stjórnmálum, sem er stór- hættulegt fyrir þjóðfélagið. Það er þetta ójafnvægi, sá skortur á tveim- ur álíka sterkum öflum, öndverð- um seglum, sem takast á, sem skað- ar íslenskt þjóðfélag mjög. Vestur-Þýskaland er gott dæmi um hið gagnstæða. í Vestur-Þýska- landi eru meginöflin í stjórnmálum tvö, hægriflokkur og vinstriflokk- ur. Þessir flokkar, þessir öndverðu seglar stjórnmálanna takast á og hafa aðhald hvor af öðrum auk þess sem þeir hafa aðhald af smá- flokkum. Umbúöir utan um skoðanir Til hvers eru stjórnmálaflokkar? Utan urn hvað myndast þeir? Hvað speglar sú eining sem kallast flokk- ur? Stjórnmálaflokkar eru hreinar umbúðir utan um skoðanir. Flokkakerfi er umbúðir utan um skoðanamun. í nútimasamfélagi eru það ekki stéttaátökin heldur miklu frekar skoðanamunurinn, átökin milli stjórnar og stjórnar- andstöðu, sem eru aflvaki stjórn- málanna. Stjórnmálaflokkar nú- tímans eru ekki stéttaflokkar held- ur tekur fólk einfaldlega afstööu til flokka eftir því hvernig því hugnast þær leiðir sem þeir vilja fara hverju sinni. Skoðanakannanir í nútíman- um gefa yfirleitt enga afdráttar- lausa vísbendingu um bein tengsl KjaUarirtn Einar Heimisson háskólanemi, Freiburg, Vestur-Þýskalandi skoðana og þjóðfélagsstöðu. Þá staðreynd er ekki hægt að leiða hjá sér. Y Samspil kjósenda og stjórnenda Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. í hverju sveitarfélag- inu á fætur ööru verður ljós ó. ánægja kjósenda með þá kosti sem þeim er boðið upp á, þær umbúðir sem skoðunum þeirra hefur verið pakkað inn í. Sveitarstjórnir eru hinar smærri einingar stjórnkerf- isins; þar eru tengsl lýðræðislega kjörinna stjórnenda og kjósenda nánari en í landstjórn. Sveitar- stjórnarmál hér í Vestur-Þýska- landi og annars staðar í Vestur- Evrópu einkennast af þessu: nánu samspih kjósenda og stjórnmála- manna. Fyrsta dæmi: í ítalskri borg þarf að lífga upp á miðbæinn. Hvað er gert? Leitað er til borgarbúa sjálfra, gerð skoðanakönnun um það sem á að breyta og það sem ekki á að breyta, yfirvöld og skipulagsarki- tektar hafa beint samráð við borg- arbúa um ásjónu borgarinnar. Annað dæmi: í vestur-þýskri borg ríkir óánægja með tiltekna ákvörð- un yfirvalda um byggingarfram- kvæmdir. Undirskriftum er safnað. Kosning verður samkvæmt vest- ur-þýskum lögum að fara fram ef tíu prósent atkvæðisbærra manna fara fram á það. Undirritaður gerði nauðsyn laga um rétt kjósenda til að fara fram á kosningu um tiltekin málefni að umræöuefni í DV í desember 1988. Á ári sveitarstjórnarkosninga skal aftur minnt á nauðsyn þess að slíku ákvæöi sé bætt inn í íslensk sveit- arstjórnarlög. Hörmuleg dæmi um misbeitingu valds hafa átt sér stað á yfirstand- andi kjörtímabili, dæmi um mis- beitingu þess umboðs sem kjósend- ur hafa veitt stjórnmálamönnum, dæmi um fullkomna hundsun á vilja kjósenda í tilteknum málum. Því þarf að afstýra að slíkt hendi aftur, lagasetning þess efnis er nauðsynleg til að tryggja heilbrigt samspil kjósenda og stjórnmála- manna. Burt með umbúðirnar! Ekki er ljóst hvernig framboðs- málum verður háttað í einstökum sveitarfélögum í næstu kosningum. Sums staðar verða til ný framboð sem samrýmast kröfum tímans, annars staðar ekki. Vilji kjósenda fyrir nýjungum er skýr en tíminn naumur; þeir fjötrar, sem flokks- hagsmunir, flokksbönd, persónu- legir hagsmunir valda, eru þykkari en svo að þeir verði leystir í einni sviphendingu. Meö öðrum orðum: umbúðirnar flækjast fyrir fólki. En á það skal minnt að þaö eru litlir hugsjónamenn sem meta flokkinn, verkfærið, umbúðirnar ofar árangrinum. íslenskir kjós- endur eru leiðir á umbúðunum sem búið er að pakka skoðunum þeirra inn í, endurtekin skilaboð þeirra vitna um það. Ljóst er að í þessum kosningum munu umbúöir þvæl- ast fyrir mörgum kjósendum, um- búðir sem eru fráhrindandi, um- búðir sem fæla fólk frá stjóm- málum, umbúðir sem valda áhuga- leysi gagnvart lýðræðinu. En þær umbúðir eru ekki eilífar og því fyrr sem þær hverfa og verða urðaðar því betra. Einar Heimisson Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar; til samanburðar eru niðurstöður fyrri OV-kannana: _______________sept. nóv. jan. mars júní ágúst okt. des. nú Fylgjandi 45.7%45,0%36.0%29,5%18.7%23,8%23.7%28.0%25,8% Andvigir 24,5%33,0%44,2%50,0%60,5%56,0%60,0%50,0%53,3% Óákveðnir 27,8%19,2%17,5%20,0%18,7%16,2%14,0%20,5%17,2% Svaraekki 2,0% 2,8% 2,3% 0,5% 2,2% 4,0% 2,3% 1,5% 3,7% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: _____________________sept. nóv. jan. mars júni ágúst okt. des. nú Fylgjandi 65,1 - 57,6- 44,9- 37,1 - 23,6- 30,0- 28,3- 35,9- 32,6- % % % % % % % % % Andvlgir 34,9- 42,3- 55,1 62,9- 76,4- 70,0- 71,7- 64,1 - 67,4- % % % % % % % % STJÓRN I skoðanakönnunum hér á landi vekur athygli hve fáir þeirra sem spurð- ir eru taka afstöðu. - Skoðanakannanir DV og fleiri sanna þetta. „Því hlýtur að stinga 1 augu að íslensk stjórnmál skuli ganga svo gjörsamlega á skjön við þá meginstrauma sem ríkja annars staðar 1 Vestur-Evrópu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.