Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Andlát Séra Trausti Pétursson andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars. Jenný Maria Eiríksdóttir, Rjúpufelli . 34, Reykjavík, lést í Landspítalanuro mánudaginn 5. mars. Jarðarfarir Sigurður Þórðarson, Bakkaseli 26, verður jarðsunginn frá Grensás- kirkju fóstudaginn 9. mars kl. 15. Bragi Marsveinsson, Álfaskeiði 53, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 8. mars kl. 15. TiJkyimingar Íþróttahátíð Háskóla Íslands1990 Íþróttahátíð Háskóla íslands verður haldin í íþróttahúsi Hagaskóla fimmtu- daginn 8. mars. Hátíðin fylgir í kjölfar íþróttamóts Háskólans sem þá hefúr staðið yfir frá 24. febrúar og mun hún hefjast stundvíslega kl. 13 með ávarpi rektors. Meginuppistaða í dagskrá hátíð- arinnar verður úrslitaleikir karla og kvenna í viðamestu greinum íþrótta- mótsins, handbolta, körfubolta og knatt- spymu. Inni á milli leikjanna verður síð- an skotið gríni og skemmtiatriðum. Stærsti atburður hátíðarinnar er án efa stórleikur í handbolta þar sem mætast úrval háskólapilta og Valur B en Valur B samanstendur af gömlmn landsliðs- kempum, Hemma Gunn, Ólafi H. Jóns- syni, Ólafi Benediktssyni, Þorbimi Jens- * syni, Gunnsteini Skúlasyni, Jóni Pétri Jónssyni og fleirum. Hugbúnaðargerð í brennidepli Skýrslutæknifélag íslands stendur fyrir fjölbreyttri hugbúnaðarráðstefnu fimmtudaginn 8. mars nk. kl. 13.15 að Hótel Loflleiðum. Á ráðstefnunni verða flutt erindi sem varða þjónustu, sam- skipti verkkaupa og verksala. Fjallað verður um ný viðhorf í hugbúnaðargerð og kynnt verða þijú athyghsverð íslensk hugbúnaðarkerfi þar sem beitt er nýjustu aðferðum við forritun. Þá er sérstakur dagskrárhður helgaður stöðlun i hug- ^ búnaðargerð. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 2.900 fyrir félags- menn SÍ og kr. 3.500 fyrir aðra. Þátttaka tilkynnist í síma 27577. Verðlaunasamkeppni á sviði lista - meðal ungs fólks Listahátíð í Reykjavík viU vekja sérstaka athygU á því að skilafrestur í „verðlauna- samkeppni á sviði lista meðal imgs fólks" hefur verið framlengdur tíl 31. mars 1990. Þetta er gert vegna fjölda fyrirspuma og sívaxandi áhuga á keppninni. Þátttak- endur mega senda inn hérumbU hvað sem er, svo fremi sem það með nokkm móti getur taUst einhvers konar Ust: ljóð, sögur, myndir, leikrit, kvikmyndir, dans- verk, tónverk o.s.frv. Og að þessu geta þátttakendur staðið einir sér eða í hóp, aUt eftir því hvað þeim sýnist. Reyndar er gefið upp að Listahátíð hafi sérstakan áhuga á verkum sem eru unnin út frá _ grunnhugmyndinni „íslendingur og haf‘. En það skal tekið sérstaklega fram að þetta er ekki skilyrði. Þátttakendur skulu vera 19 ára eða yngri miðað við skiladag. Verkin skulu send á eða skUað á skrifstofu Listahátíðar, GimU við Lækj- argötu, 101 Reykjavik. Hugrækt, heilun og líföndun Námskeið verður haldið 10. og 11. mars nk. Það stendur yfir frá kl. 10-22 laug. og kl. 10-18 sunnud. Leiðbeinandi er Frið- rik PáU Ágústsson, Prof. Reb. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Lífsafli í s. 622199 frá kl. 9-13 virka daga. Tónleikar Vinir Dóra á Borginni Vinir Dóra halda blústónleika fimmtu- daginn 8. mars og em þetta fyrstu tón- leikar vinanna á þessu ári. Vinir Dóra em: HaUdór Bragason gítar og söngur, Guðmundur Pétursson gítar, Andrea Gylfadóttir söngur, Hjörtur Howser org- el, Jens Hansson sax, Ásgeir Óskarsson trommur, Haraldur Þorsteinsson bassi. Sérstakur gestur kvöldgins er blökku- söngkonan Marlene Little frá USA. Fólki er bent á að koma tímanlega tU að tryggja sér miða en tónleikamir hefjast klukkan rúmlega tíu. Kynþokkinn kemur frá botninum Úrval tímarit fyrir alla Fundir ITC deildin Gerður heldur fund miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30 í KirkjuhvoU, Garðabæ. Steffúndar- ins er: „Fyrst er að vUja, afgangurinn er tækni". Á dagskrá er m.a. þjálfun í fram- sögn í höndum Eddu Þórarinsdóttur leik- konu. Upplýsingar veitir Elínborg í síma 656790. Gestir velkomnir, mætið stund- víslega. ITC deildin Korpa, Mosfells- bæ heldur fund í kvöld, 7. mars, kl. 20 í Hlé- garði. AUir eri velkomnir. Upplýsingar gefa Guðrún í s. 666229 og Sara í s. 666391. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur (afmæUsfundur) verður í safnað- arheimUi kirkjunnar fimmtudaginn 8. mars kl. 20.30. Gunnbjörg Óladóttir guð- fræðinemi syngur einsöng og segir einnig frá ferð sinni til BrasiUu, kaffi, að lokum verður hugvekja sm sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Bridge Undankeppni íslandsmóts í sveitakeppni: Búið er aö draga í riðla í undan- keppni íslandsmóts í sveitakeppni sem fer fram á Akureyri dagana 22.-25. mars nk. Töfluröðin er eftir- farandi: A-riðill 1. Pálmi Kristmannsson, Austurl- andi 2. Gunnlaugur Kristjánsson, Rvk. 3. Brynjólfur Gestsson, Suðrl. 4. Jón Þorvarðarson, Rvk. 5. Samvinnuferðir/Landsýn, Rvk. 6. Jón Andrésson, Rnes 7. B/M Vallá, Rvk. 8. Trésíld, Austurl. B-riðill 1. Modem Iceland, Rvk. 2. Þorsteinn Bergsson, Austurlandi 3. Friðþjófur Einarsson, Rnes 4. Delta, Rvk. 5. Harðarbakarí, Vesturlandi 6. Grettir Frímannsson, Norð. ey. 7. Öm Einarsson, Norð. ey. 8. Sigurpáll Ingibergsson, Rvk. C-riðill 1. Ólafur Lárusson, Rvk. 2. Ármann J. Lámsson, Rvk. 3. Kristinn Kristjánsson, Vestf. 4. Guðlaugur Sveinsson, Rvk. 5. Ólafur Steinason, Suðurl. 6. Tryggingamiðstöðin, Rvk. 7. Sigmundur Stefánsson, Rvk. 8. Ragnar Jónsson, Rnes. D-riðill 1. Sjóvá/Almennar, Vesturl. 2. Þórainn Andrewsson, Rnes. 3. Július Snorrason, Rvk. 4. Ásgrímur Sigurbjömsson, Norð. ve. 5. Ævar Jónasson, Vestf., 6. Sveinn R. Eiríksson 7. Anton Lundberg, Austurl. 8. Símon Símonarson, Rvk. 1. varasveit: Valtýr Jónasson, Norðurlandi vestra: Keppnisgjaldið í undankeppninni er kr. 20.000 á sveit. Uppgjör verður að liggja fyrir eigi síðar en fimmtudag- inn 15. mars - á dánardegi Cesars - að öömm kosti eiga sveitir á hættu að glata rétti sínum til þátttöku. Hægt er að leggja inn greiðslur á ávísanareikning Bridgesambands- ins nr. 2012 í íslandsbanka (sem áður var Útvegsbanki). Tímasetning mótsins er eftirfarandi: 22. mars fimmtudagur 1. umferð: 14.30 22. mars fimmtudagur 2. umferð: 20.30 23. mars föstudagur 3. umferö: 13.00 23. mars föstudagur 4. umferð: 19.30. 24. mars laugardagur 5. umferð: 13.00 24. mars laugardagur 6. umferð: 19.30 25. mars sunnudagur 7. umferö: 10.00 Stúdentaráð Háskóla íslands: Sameiningartákn allra stúdenta í vetur stunda um 4600 stúdentar nám í hinum ýmsu greinum við Háskóla íslands. Það sem mörgum þessara nemenda er e.t.v. ekki ljóst er að um leið og þeir innrita sig til náms við Háskóla íslands þá verða þeir sjálíkrafa meðlimir í Stúdenta- ráöi HÍ því hluti innritunargjald- anna rennur til ráðsins. - Er það tahð stuðla að öflugri hagsmuna- baráttu að skylduaðild sé að Stúd- entaráöi. En hvaö er gert við peningana sem renna til Stúdentaráös HÍ og hvernig starfar það? Þar sem stúd- entar eru nú einu sinni skylduaðil- ar að Stúdentaráði HÍ eiga þeir rétt á því að fá svör við spurningum sem þessum, því hvér vill vera meðlimur í félagi og hafa ekki eina einustu hugmynd um starfsemi þess og hlutverk? Hlutverk og uppbygging Stúdentaráðs Háskóla íslands Til Stúdentaráðs HÍ rennur ákveðinn hluti af innritunargjöld- um stúdenta, þ.e. í ár eru þau 6700 krónur og fær Stúdentaráð 5000 krónur af þessari upphæð. Hún skiptist þannig að 43% gjaldsins renna beint til ráðsins á móti 57% sem fara til Félagsstofnunar stúd- enta. Þau 43%, sem renna til Stúd- entaráðs, fara annars vegar til reksturs skrifstofu ráðsins og hins vegar í sjóði sem skipt er á milli hinna ýmsu félaga skólans, þ.e. í félagsmálasjóð og stúdentaskipta- sjóð. Mál þau sem Stúdentaráð hefur til meðferðar eru mjög brýn, en það skipa 30 fulltrúar nemenda. Á hverju ári eru kosnir 15 fulltrúar til setu í ráöinu, þar af 2 sem sitja jafnframt í Háskólaráði ,og eru þessir fulltrúar kosnir til tveggja ára í senn. Stúdentaráð fundar a.m.k. einu sinni í mánuði en þess á milh starfa vinnunefndir. Fundir ráðsins eru opnir öUum stúdent- um, nema annað sé tekið fram. Innan Stúdentaráðs er kosin 6 manna stjórn og fjórar fastanefndir ráðsins eru starfandi en þær eru hagsmunanefnd, menntamála- nefnd, utanríkismálanefnd og funda- og menningarmálanefnd. Undir hagsmunanefnd falla öll hugsanleg hagsmunamál stúdenta svo sem lánamáUn og fleira. Menntamálanefnd er í beinum tengslum við Háskólaráð og tekur tíl meðferöar allt það sem tengist menntamálum á einhvem hátt. í utanríkismálanefnd er lögð áhersla á tengsl við samsvarandi stúdenta- samtök erlendis í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum og efla samstarf stúdenta af ólíku þjóð- erni. Að lokum er það funda- og menningarmálanefnd en hún á að gangast fyrir fundahöldum. Kjállariim Jóhanna María Eyjólfsdóttir í 2. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs HÍ Auk þessara fastanefnda á Stúd- entaráð HÍ 3 fuUtrúa í stjóm Fé- lagsstofnunar stúdenta, 1 fulltrúa í stjórn LÍN og 1 fulltrúa í stjóm ÆSÍ. Öflugt hagsmuna- tæki stúdenta í Stúdentaráði HÍ sitja fulltrúar úr sem flestum deildum Háskólans, fólk sem kemur víða að og hefur ólik lífsviðhorf og mismunandi skoðanir. Eitt er það þó sem sam- einar þetta fólk en það er eilíf bar- átta fyrir hagsmunamálum stúd- enta. í lögum Stúdentaráðs HÍ segir að tilgangur þess skuli vera að gæta að hagsmunum stúdenta og efla sameiginlegt félagslíf þeirra, auk þess að vera æðsti fulltrúi þeirra innan Háskólans og utan. Það er þvi mjög mikilvægt að stúdentar við Háskóla íslands geri sér grein fyrir hversu öflugt hagsmunatæki Stúdentaráð HÍ er í þeirra þágu. Ekkert Stúdentaráð starfandi fyrir stúdenta jafngildir því að ekkert Alþingi væri starfandi fyrir íslend- inga. Hvað hefur áunnist? Nú standa kosningar fyrir dyrum í Háskóla íslands en þann 13. mars næstkomandi verður kosið til Stúdentaráðs og Háskólaráðs HÍ. Þar takast á tvær fylkingar, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla íslands. Kosnir verða 13 fulltrúar í Stúdentaráð en 2 í Háskólaráð. Síðastliðið ár hefur Vaka, f.l.s. haft meirihluta í Stúdentaráði og hefur mikið og öflugt starf verið unnið. Einn af homsteinum stefnu Vöku er að standa stöðugan vörð um hagsmuni stúdenta og halda sig utan við hina almennu þjóðmála- umræðu og flokkadrætti, ólíkt Röskvu sem telur aö Stúdentaráð skuli vera pólitísk stofnun sem eigi að taka afstöðu í póhtískum málum fyrir hönd stúdenta. Vaka telur hins vegar aö með póUtísku dægurþrasi skapist eng- inn árangur í hagsmuna- og félags- málum stúdenta enda hefur árang- ur Vöku í stjóm Stúdentaráðs síð- asthðinn vetur sýnt það og sannaö. Af mörgu er að taka þegar Utið er yfir helstu mál sem árangur hefur náðst í undir stjóm Vöku. Má m.a! nefna að nú loksins hafa hinar ýmsu deUdir Háskólans íhugað desemberpróf í stað janúar- prófa en síðastliðið vor lét stjórn Stúdentaráðs gera könnun meðal nemenda um fylgi við desember- próf. Um 80% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vom fylgjandi des- emberprófum. í febrúar síðasthðn- um samþykkti FélagsvísindadeUd að koma til móts við óskir nemenda og hefur ákveðið að halda sín próf eftirleiðis í desember. í öðrum deildum er málið til umræðu og tilefni tíl að ætla að þær fylgi í kjöl- farið. Mikill árangur hefur náðst í sam- bandi við einkunnaskU kennara en Vaka hefur gert mikið átak í þeim málum. Starfsemi Húsnæðismiðl- unar hefur verið rekin af fuUum krafti og hafa nú þegar verið leigð- ar út 230 húsnæðiseiningar fyrir tUstilU miðlunarinnar, sem er sjö- földun frá því fyrir 2 árum. í vetur var komið á samræmdri könnun um gæði á kennslu við Háskóla íslands sem er stórt skref í baráttu stúdenta fyrir bættri kennslu. Niðurstöður Uggja nú fyr- ir og mun verða tekið tillit til þeirra við ráðningu kennara í framtíð- ihni. Svona má lengi halda áfram því Vaka hefur ekki setið aögerða- laus á meðan hún hefur haldið um stjónartaumana í Stúdentaráði. Vaka tekur á öUum þeim málum sem varða stúdenta, en spurningin er bara sú hvort stúdentar sjáifir vUja leggja hönd á plóginn, en það gera þeir meö þátttöku sinni í kosn- ingunum þann 13. mars næstkom- andi. Jóhanna María Eyjólfsdóttir „Ekkert Stúdentaráð starfandi fyrir stúdenta jafngildir því að ekkert Al- þingi væri stárfandi fyrir íslendinga.“ Fjölmiðlar Sá besti á Stöð 2 Sakamálaþátturinn Hunter, besti fasti framhaldsþátturinn á Stöö 2, að mínu mati, var i gærkvöldi. Fé- laginn brást ekki frekar en fyrri daginn. Aðstoðarmaður Hunters, frú Didi McCaU, var annars í aðal- hlutverkinu að þessu sinni. Á pinnahælum og 1 níðþröngu pUsi gekk hún vopnuð tU móts við glæp- oninn-oghafðibetur. Á undan Hunter var næstbesti framhaldsþátturinn á Stöð 2, Para- dísarklúbburinn. Vandaður bresk* ur þáttur. Það eru þættir eins og Hunter og Paradísarklúbburinn sem fær fólk til aö kaupa afruglara, svo og auðvitaö góðar bíómyndir. Þrátt fyrir aö dagskrá ríkissjón- varpsins hafi batnað mikið eftir samkeppnina náði ég aldrei að skipta yfir á ríkiskassann í gær- kvöldi. Fyrir því sáu þættirnir Raunir Ericu og mjög góður heim- ildarþáttur um breska hermann á Noröur-írlandi, raunir þeirra og ótta. Einn breski hermaðurinn sagði í þættinum að vonlaust væri fyrir hermenn að sýna tilfinningar og vera hræddir, hermaður sem væri hræddur við að verða skotinn á Norður-lrlandi, væri eins og götu- sópari sem óttaðist að verða undir strætó. Víkjum þá aö umtalaöasta sjón- varpseíhinu þessa dagana, hand- boltakeppninni í Tékkóslóvakíu. Bjami Fel. mætti með boltann klukkan hálífimm í gærkvöldi. Okk- ar menn voru með pálmann í hönd- unum gegn Pólverjum en töpuðu. Alhr eru að leita að skýringu á frammistöðu okkar manna. Að mínu mati er hún ekki flókin. Menn- irnir eru dauðþrauttir. Þaö eru ekki nema dauðþreyttir handboltamenn sem henda boltanum trekk í trekk beint í fangið á andstæöingunum, eru lengi aö öllu - ekki síst að hugsa. Okkar menn eru menn sem hafa engan fídonskraft. Þeir eru aö slig- ast. Þeir eru þreyttir. Flóknara er þaðekki. Jón G. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.