Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. 41 Barbara Stanwyck lést fyrir ekki alls löngu, 82 ára að aldri og södd lífdaga. Alla vega hafði hún látið hafa eftir sér að hún myndi fagna manninum með ljáinn þegar hann birtist loksins. - Ég veit að ég mun hitta minn heittelskaða eiginmann, Robert Taylor, þegar ég verð komin á annaö tilverustig. Ástarsaga okk- ar mun byrja upp á nýtt. Verst aö geta ekki fylgst með hvemig fór. John Denver: Tina Turner, sem réttu nafni heitir eitthvað allt annað, er ekki dauð úr öil- um æðum enn. Sú var tíð að hún naut mikilla vinsælda ásamt fyrrum eigin- manni sínum, Ike Turner, en eitthvað döluðu vinsældirnar og þau hjúin skildu. Frá þeim tíma hefur Ike helst verið þekktur fyrir að komast í kast við lögin vegna fikniefnabrota en Tina bókstaflega blómstrar og kemur hverju laginu á fætur öðru inn á vinsældalista. Meðfylgjandi mynd var tek- in af henni er hún söng á fertugustu tónlistarhátiðinni í San Remo á ítaliu. Símamynd Reuter Sviðsljós Drew Barrymore er einugis íjórtán ára að aldri. Þrátt fyrir það stendur til að hún gefi út ævisögu sína. Hún varð heimsfræg, barn að aldri, þegar hún lék í myndinni E.T. En hún varð eiturlyfjum að bráð og í mörg ár var hún háð þeim en hefur að sögn náð sér upp úr dík- inu. í bókinni mun hún segja frá skammvinnum kvikmyndaferli sínum og eiturlyíjanotkun. - Maður verður að skrifa ævisög- una áður en allir verða búnir að gleyma manni, segir hún. Að hveiju ætli litl- ar stúlkur leiki sér næst? Á ítaliu eru smástelpurnar hætt- ar að leika sér í mömmuleik. Nú eru það dúkkurnar þeirra sem eru mæð- ur og eiga börn og buru. Nýlega kom þar á markað ný gerð aö dúkkum sem kall- ast Mami mamma.Þaðerhægt að opna á þeim mag- aim og þá kemur Ijós fullburða barn í fæðingarstöðu. Brúðan hefur farið sigurför um Ítalíu og nú á að hefja útflutn- ing á henni til Bandarikjanna. Spurningin er bara hvenær hún kemur á markað á íslandi. Kraftaverk að eignast bam Þaö rúllar lítið og nett tár niður aöra kinn John Denvers þegar hann faömar að sér 7 mánaöa gamla dóttur sína, Jesse Belle. Fyrir mörgum árum var honum nefnilega tjáð að hann myndi aldrei geta átt barn. „Allir draumar mínir hafa ræst,“ segir hann hrærður. „Ég þráði þetta barn í 15 ár, nú hef ég hana loks í fangi mér.“ Það var fyrir 15 árum sem læknar kváðu upp þann úrskurð að John væri ófrjór en fyrir 16 mánuðum gerðist kraftaverkið, hin ástralsk- ættaða eiginkona hans, Cassy, varð ófrísk í brúðkaupsferð þeirra hjóna. í fyllingu tímans fæddist þeim svo dóttir. Og nú getur söngvarinn ljúfi raulað öll sín fegurstu ljóð fyrir dótt- ur sína og samiö ný fyrir hana. Raun- ar hefur hann nú þegar samið nokk- ur sem hann hefur tileinkað henni sérstaklega. Hann er ófeiminn við að rifja upp fæðinguna: „Þegar höfuð hennar kom í ljós hugsaði ég: Ætli þaö sé ekki allt í lagi með barnið. Svo kom allur líkami Jesse Belle í ljós og hún Ólyginn sagði... Sylvester Stallone á í stöðugum vandræðum með konurnar í lífi sínu. Nú er það mamma gamla sem enn einu sinni er að hrella piltinn. Sú gamla er orðin 66 ára en afar em. Nú situr Stallone og nagar neglur yfir þeirri gömlu og skyldi svo sem engan undra. Karlablaðið Playboy hefur boðið henni að sitja fyrir. Myndimar eiga ekki að vera neinar dónamyndir held- ur á Jackie, móðir Stallone, ein- ungis að vera hálfnakin á þeim. Og mamma hugsaði sig ekki um lengi heldur sagði strax já með öllu andlitinu þegar hún fékk til- boðið. opnaði augun og horföi á mig með stórum bláum augum. Ég trúði ekki að þetta væri raunverulegt. Ég tók hana í fangiö og söng fyrir hana lag sem ég samdi þegar Cassy sagði mér að hún væri ófrísk. Fæðingin tók hálfa níundu stund og Cassy stóð sig mjög vel allan tím- ann, hún hvorki æmti né skræmti. Það var ótrúlegt hvað hún var dug- leg. Maður er alltaf að heyra um konur sem linna ekki hljóðum með- an á fæðingu stendur en Cassy var dásamleg. Fæðingin var eðlileg og gekk vel. Ég hélt að þetta væri allt öðravísi. Þegar Jesse Belle var fædd var hún í fanginu á mér í 45 mínútur og ég söng allan tímann fyrir hana,“ segir John. John og fyrrverandi kona hans, Annie, ættleiddu tvö börn, Zac 15 ára og Anna Kate sem nú er 13 ára. John segir að sér þyki innilega vænt um börn síri af fyrsta hjónabandi en hann hafi samt sem áður alltaf þráö að eignast eitt sem væri af hans eigin holdi og blóði. Þau Zac og Anna fengu að sjá syst- ur sína um leið og hún var fædd og samkvæmt frásögn Johns vom þau irijög hrifin af henni. Cassy segir að John sé hinn full- komni faðir. „Hann hugsar stöðugt um bamið og er alltaf þar sem hans er mest þörf. Ég held að stelpan verði pabbastelpa þegar hún eldist," segir hún. „Annars er Jesse Belle mjög rólegt barn, hún er síkát og það er auðvelt að gera henni til hæfis,“ bætir Cassy við. John Denver syngur frumsamið lag fyrir dóttur sína og eiginkonu. John Denver og eig- inkona hans, Cassy, með 7 mánaða gamla dóttur sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.