Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Fréttir dv Skuldir sveitarfélaganna: Skuldir Hofsóss eru meira en milljón á fjölskyídu - skuldimar meira en þrefalt hærri en árstekjumar Fimmtán skuldugustu sveitarfélögin til samanburðar við skuldir Reykvíkinga Hofsós Bíldudalur Ólafsvík Blönduós Siglufjörður Hveragerði Stykkishólmur Vatnsleysustr. Láxárdalshr. Þórshöf n Ólafsfjörður ísafjörður Breiðdalsvik Kjalarnes Sauðárkrókur Reykjavík 0 200 400 600 800 1 000 þús. kr. á hverja fjögurra manna f jölskyldu Hofsós er skuldugasta sveitarfélag á íslandi. í árslok 1988 voru skuldir sveitarfélagsins um 71 milljón króna á núvirði. Það jafngildir því að hver íbúi staðarins hafi skuldað um 268 þúsund krónur og hver fjögurra manna fjölskylda um 1 milljón og 72 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að skuldir Reykvikinga jafngilda um 122 þúsund krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Hofsósbúar skulda nærri því níu sinnum meira en Reykvíkingar. Skuldirnar þrisvar sinnum hærri en tekjurnar Á sama tíma og skuldir hvers Hofs- ósbúa voru 268 þúsund krónur voru árstekjur sveitarfélagsins um 86 þús- und krónur. Ef allar tekjur Hofsóss færu í að greiða niður skuldirnar tæki það sveitarfélagið því um þrjú ár og einn mánuð. Reykvíkingar gætu hins vegar greitt niður allar skuldir sínar á þremur mánuðum ef öllum tekjum borgarinnar yrði varið til þess. Hofsós hefur nokkra sérstöðu með- al sveitarfélaga vegna mikillar skuldsetningar. Þó eru skuldir margra sveitarfélaga gífurlegar og ein tuttugu skulda meira en fjórum sinnum meira en Reykvíkingar. Fjórir bæir með meira en 800 þúsund á fjölskyldu Mestu skuldaramir á eftir Hofsós- búum eru Bílddælingar, Ólafsvíking- ar, Blönduósbúar og Siglfirðingar. Af þessum hópi skulda BOddælingar mest eða um 836 þúsund krónur á hveija fjölskyldu en Siglfirðingar minnst eða 812 þúsund krónur á fjöl- skyldu. Tekjur þessara sveitarfélaga eru nokkuö misjafnar. Þannig tæki það Bílddælinga um tvö ár og fimm mán- uði að greiða skuldir sínar, Siglfirð- inga mánuöi skemur og Ólafsvíking- ar yrðu búnir með skuldirnar mán- uði fyrr en Siglfirðingar. Blönduós- búar yrðu hins vegar búnir með skuldirnar eftir tvö ár og einn mánuð þó að skuldir þeirra séu hærri en Sigfirðinga. Skulda meira en 600 þúsund á fjölskyldu Á eftir þessum fimm skuldugustu sveitarfélögum landsins, kemur Hveragerði en skuldir bæjarins jafn- gilda um 728 þúsund krónum á hveija fjölskyldu. Þar næst kemur Stykkishólmur með um 700 þúsund krónur á fjölskyldu, þá Laxárdals- hreppur með 696 þúsund krónur og Vatnsleysustrandarhreppur með 636 þúsund krónur á hverja fjögurra manna íjölskyldu. Það tæki öll þessi sveitarfélög meira en tvö ár aö greiða niður skuldir sínar, þó svo aö öllum tekjum þeirra yrði varið til þess, að Stykkis- hólmi undanskildum. Þar sem tekjur hans eru nokkuð miklar tæki það um eitt ár og níu mánuði að greiöa niður skuldir bæjarins. Tvö önnur sveitarfélög skulda meira en 600 þúsund krónur á hveija íjögurra manna fjölskyldu, Þórhöfn 612 þúsund krónur og Ólafsfjörður er með rétt rúmar 600 þúsund króna skuld á hveija fjölskyldu. Skulda meira en fjórum sinnum meira en Reykjavík Á eftir Ólafsfirði kemur ísafjörður sem skuldar sem svarar 596 þúsund- um á fjölskyldu. Breiödalsvík skuld- ar 576 þúsund, Kjalames 556 þúsund og loks Sauöárkrókur 552 þúsund. Á súluriti hér til hhðar má sjá skuldir fimmtán skuldsettustu sveit- arfélaganna. Til samanburðar eru skuldir Reykvíkinga. Eins og sjá má eru skuldir þessara sveitarfélaga margfaldar á við skuldir borgarbúa. Þau sveitarfélög, sem eru fyrir neð- an fimmtán mestu skuldarana, eru Raufarhöfn, Flateyri, Neskaupstað- ur, Vopnafjörður og Djúpivogur. Eins og áður sagði duga tekjur Reykvíkinga til að greiða upp skuld- irnar á þremur mánuöum. Þaö sveit- arfélag sem er best sett af þeim fimmtán verst settu, Sauðárskrókur, væri hins vegar eitt og hálft ár að greiða upp skuldirnar. -gse Akureyri: Farfuglaheimili við Bjarmastíg hafnað Gyjfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Erindi Bandalags islenskra far- fugla um að breyta íbúðarhúsinu Bjarmastíg 5 á Akureyri í 50 manna farfuglaheimili hefur tví- vegis verið til umræðu í bygging- arnefnd og einu sinni hjá bæjar- stjórn og verður ekki orðið viö erindinu. Byggingarnefnd segir að í er- indinu hafi ekki verið gerð grein fyrir hvernig leysa megi vanda- mál varðandi aðkomu og bila- stæði sem þessari starfsemi fylgi óhjákvæmilega og ekki verði séð- ir neinir möguleikar í því efni í næsta nágrenni lóðarinnar. Faríð sé fram á 50 rúma gisti- heimili. Hönnun þurfiþví að mið- ast við öryggisreglur um hótel eins óg regla sé ef um stærri gisti- stað en 10 rúma sé að ræða. Þá telur byggingamefnd að grennd- arkynning verði að fara fram verði lagöar fram teikningar sem upptylla ákvæði um aðkomu, bílastæði og innra skipulag. Þar sem þessar ástæöur séu óbreyttar itreki nefndin fyrri afstöðu sína og hafni erindinu. Margir vilja í Giljahverfi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aðalgeir Finnsson hf. og S.S. Byggir hf. hafa fengið úthlutað byggingarióðum í hinu nýja Gilja- hverft á Akureyri og er byggingar- frestur tíl 1. október n.k. Mikill áhugi var meðal bygg- ingarfyrirtækja i bænumá lóðum í Giljaliverfi ef marka má umsón- ir í byggingarlóðir í tveimur göt- um, Tröllagili og Drekagili. Alls sóttu 7 fyrirtæki um að fá að byggja við Tröllagil og 8 um bygg- ingarleyfi við Drekagil. Niöurstaöa byggingamefndar varð sú að Aðalgeir Finnsson hf. fékk lóöirnar nr. 2-28 við Drekag- il og S.S. Byggir hf. lóðirnar 1-21 viö Drekagil og 2-14 við Tröllagil. Þá er eftir að úthluta lóðunum 1-27 við Tröllagil. í dag mælir Dagfari_____ Bílstjórar í bófahasar Hálfgerð borgarastyijöld er nú háð á götum Reykjavíkur. Sendibíl- stjórar geysast um torg og stræti og bjóða gangandi fólki frítt far með bílum sínum og vegfarendur eiga fótum sínum íjör að launa svo að þeir verði ekki fyrir þegar leigubfi- stjórar og sendibílstjórar keppast um að verða fyrri til að bjóöa fram þjónustu sína. Þetta styrjaldarástand kemur í kjölfarið á skæruhemaðinum í röðum langferðabOstjóra sem lögðu sig afia fram fyrir nokkrum dögum til að útrýma þeim atvinnu- rekstri sem þeir starfa við. Mætti helst halda að bflstjórar á íslandi væru allir komnir í beinan karUegg frá Sturlungum og séu nægjanlega herskáir tíl að grípa til vopna ef þjóðin þyrfti á fótgönguUði að halda í komandi heimsstyijöldum. Verst er hvað það er friðvænlegt í heiminum um þessar mundir. Annars væm íslenskir bUstjórar áreiðanlega eftirsóttir í útlendinga- hersveitir víða um heim og auðvit- að hafa þeir ennþá tækifæri til að spUla friðnum og koma iUu af staö annars staðar en á götum Reykja- vikur. TUefni ófriðarins á leigubUa- markaðnum mun vera það að sendibílstjórum er bannað að flytja farþega með pakka, nema taka fyr- ir það virðisaukaskatt, meðan leigubUstjómm er ekki bannaö að flytja farþega með pakka án þess aö taka fyrir það virðisaukaskatt. Munurinn er Uka sá að sendibíl- stjórar mega ekki flytja pakka án farþega nema mkka um virðis- aukaskatt meðan leigubílstjórar flytja pakka án farþega án þess að rukka um virðisaukaskatt. Þetta er sumsé spumingin um það hver má flytja hvað. Ef maður hringir í sendibO til að flytja pakka fyrir sig úr einu hverfinu í annað má hann ekki taka sér far með sendibílnum. Ef sami maður hring- ir hins vegar í leigubíl má hann ekki taka pakka með sér inn í leigu- bOinn - eða þá að kúnninn þarf að borga virðisaukaskatt af sjálfum sér, ef hann ferðast með sendibO, en borga aftur á móti viröisauka- skatt af pakkanum ef hann ferðast með leigubfl. Þetta getur auövitað orðið ansi snúið og þá sérstaklega fyrir bíl- stjórana sem verða þá annaðhvort að úthýsa farþegunurr eða pakkan- um ef þeir vilja vera löghlýðnir og haga sér í samræmi við reglugerð fjármálaráðuneytisins. Þar sem farþegar hafa yfirleitt ekki tök á því að lesa reglugerðir fjármála- ráðuneytisins áður en þeir leita þeirrar þjónustu, sem bílastöðv- amar bjóða upp á, verður stöðin aö taka fyrirfram skýrslu af kúnn- anum, sem pantar leigubíl, og inna hann eftir því hvort böggull fylgi skammrifi. Ef böggulUnn fylgir þá eiga leigubUastöðvarnar að benda kúnnanum á reglugerðina og segja honum að panta sendibíl fyrir pakkann meðan hann fari sjálfur með leigubílnum. Sendibílastjórar eru að vonum óánægðir með sinn hlut í þessum sendiferðum og vilja alveg eins geta flutt farþega eins og pakka og skilja ekki hvers vegna þeir þurfa aö borga virðisaukaskatt af bögglum en ekki skammrifum. Hafa þeir íjölmennt niöur á Alþingi og hóta ráðherra frekari aðgerðum og það harðnandi ef þessum ójöfnuði linn- ir ekki hið snarasta. Bófahasarinn á laugardagskvöldið var aðeins forsmekkurinn aö þeim skæru- hernaði sem sendibílstjórar munu grípa til á götum höfuðborgarinnar ef ríkisstjómin ætlar áfram að fara í manngreinarálit á mönnum og pökkum. Ekki hafa sendibílstjorarnir i efið það upp í hveiju þessar aögtröir eru fólgnar en það er eins gott fyr- ir leigubflstjórana að vara sig og þá ekki síöur kúnnana sem hætta sér inn í leigubílana. Sendibílar eru engin lömb að leika sér við þegar þeir eru komnir á fulla ferð í hark- inu. Það versta viö þetta er aö leigu- bOstjórar eru sárasaklaus fóm- arlömb í þessum bófahasar vegna þess að þeir hafa ekki gert annað af sér en fylgja þeirri reglugerð sem kveður á um virðisaukaskattinn. Það er Ólafur Ragnar sem er syndaselurinn í þessu máli, enda hefur Ólafur flúið land og stígur hvorki upp í sendibíla né leigubíla á meðan á þessu stríösástandi stendur. BOaleikurinn í höfuðborginni mun halda áfram. Ef þið sjáið sendibíl nálgast er næsta árás í aðsigi. Varið ykkur á sendibOun- um! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.